Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 Sviðsljós Þorri blótaður í Hollandi Eyþór Eðvarðssan, DV, Hollandi; Árlegt þorrablót vinafélags ís- lands og Niðurlanda var haldið í Amsterdam sl. laugardagskvöld. Á annað hundrað gestir, jafnt ís- lendingar sem Hollendingar, nutu þar saman góðrar hefð- bundinnar íslenskrar máltiðar sem var íramreidd af Axel Jóns- syni, matreiöslumeistara hjá Matarlyst í Keflavík. Eggert H. Kjartansson, framkvæmdastjóri i Keflavik, stjórnaði borðhaldinu og fjöldasöngur var í höndum Rúnars Óskarssonar saxófón- leikara. „Twolips from Amsterdam" sá um stuðið en þá hljómsveit skipa nokkrir af efnilegustu tóniistar- nemum íslands enda enginn hör- gull á efnilegum íslenskum tón- listarmönnum sem og annars konar listamönnum í Hollandi. Af þekktum íslendingum á blót- inu má nefna athafnakonuna Geröi Pálma, Jón Kristinsson prófessor, Bubba Morthens og Rúnar Þór en þeir síðarnefndu eru aö vinna að plötu sem mun koma út í vor. Mikil eftirvænting ríkir ætíð fyrir „hollensku" þorrablótin enda slikan mat aðeins að fá á 365 daga fresti í Hollandi. Að sjálf- sögðu var dansað og sungiö fram á rauðanótt og skálað fyrir fóður- löndunum í íslensku brennivíni. Sími 99-1750 Verð kr. 39,90 mínútan Dregið daglega og gjafakort með uttekt á þrem myndbands- spólum frá Bónus- vídeó fyrir þá heppnu! Munið að svöíin við spurningunum er að fínna í blaðauka DV um dagskrá, mynd- bönd og kvikmyndir sem fylgdi DV síðasta fimmt immtudag. BðNUSVÍDEÖ Nýbýlavegl 16 f»ra síml 564-4733 Opið virka daga frá 10-23.30 - laugard. og sunnud. frá 12 - 23.30 McDonald’s í ILEI K U R 1 N N 9 9 • 1 7 • 5 0 Verð kr. 39,90 mín. Dregið daglega og stjörnumáltíð fyrir tvo frá McDonald's fyrir þá heppnu! Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgdi DV síðasta fóstudag. Kenneth Branagh: Leikarar framtíðar- innar tölvugerðir Breski leikarinn og leikstjórinn Kenneth Branagh þykir fremstur meðal jafningja sinna, hvort sem það er í flóðljósum kvikmyndanna í Hollywood og víðar eða á fjölum en- skra leikhúsa. Hann er hins vegar ekki sérlega bjartsýnn á framtíð leikarastéttarinnar, að minnsta kosti ekki í kvikmyndum, og segir að þess verði ef til vill ekki langt að bíða að tölvugerðar verur komi í stað alvöru- leikara. En kannski var Kenneth bara að gera að gamni sínu. Hann var jú að kynna nýjustu myndina sína, Frank- enstein, þegar hann lét þessi orð falla. Því hvað er Frankenstein ann- að en samsetningur, að vísu ekki gerður með aðstoð tölvu, enda tölvur ekki til á þeima tíma er sagan á að gerast. En sjálfsagt væri nútíma Frankenstein-óskapnaður gerður með aðstoð tölvutækninnar. „Tækniframfarir í kvikmyndunum eru ótrúlegar. Ég hef ekki hugmynd Kenneth Branagh er ekki bjartsýnn á framtíð leikarastéttarinnar. um hvort kvikmyndir munu enn tölvum, “ sagði Branagh í viðtali við notast við leikara eftir nokkur ár. portúgalskt tímarit í síðustu viku. Kannski verða þeir allir búnir til í Á Spáni eru menn í lifandi tengslum við fortíð stna og sögu. Að minnsta kosti íbúar þorpsins Bocairen sem ár hvert setja á svið grimmar orrustur sem kristnir menn og Márar háðu i landinu á miðöldum. Eins og menn muna réðu Márarnir yfir stórum hluta Spánar eitthvað fram eftir öldum. Það var þó ekki fyrr en á 17. öid að farið var að minnast bardaganna með miklum skrautsýningum eins og þeirri í Bocairen og fleiri þorpum í Valencia-héraði. Símamynd Reuter Trúarhreyfing Bítils í vanda George Harrison gaf Hare Krishna hreyfingunni glæsilegt óðalssetur i sveit- inni. Nú flykkjast þangað 30 þúsund sanntrúaðir á ári og valda ibúum lítils sveitabæjar ónæði. íbúar smábæjarins Letchmore He- ath í Englandi, sem hefur verið nær óbreyttur frá 13. öld og haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðalanga, eiga nú í deilum við Hare Krishna samfélagiö í bænum en þeir sanntrúuðu hafa dvaliö á stórglæsilegu óðalssetri við bæinn í rúm tuttugu ár. íbúamir segja að öllu bæjarlífi standi ógn af nærveru Hare Krishnanna. Það er nefnilega ekki nóg með að um 50 krúnurakaðir menn í appelsínugul- um kuflum dvelji á setrinu heldur koma um 30 þúsund manns þangað árlega í pílagrímsferðir og leggja þeir bæinn nánast undir sig sex sinnum á ári þegar trúarhátíðir eru haldnar. Öll umferð teppist í kringum bæinn þegar hátíðimar eru haldnar. Fram- tíð óðalsetursins er óráöin en barist hefur verið fyrir lokun þess síðustu fjögur árin. Það vakti mikla athygli árið 1973 þegar Bítillinn George Harrison gaf Hare Krishna hreyfingunni óðals- setrið glæsilega, sem talið er vera mjög verðmætt, en hann hafði átt það um nokkurt skeið og lánað hreyfing- unni. Harrison hafði sjálfur verið virkur í Hare Krishna lu-eyfingunni og átti stóran þátt í uppgangi hennar í kringum 1970. Hann var hins vegar oröinn leiður á hvernig þeir misnot- uðu frægð hans til að auglýsa hreyf- inguna og taldi sig því vera að losna við liðiö með því að gefa þeim hús í sveitinni. Elton fær orðu Elton John, sá gamalkunni skallapoppari, hefur sjálfsagttek- ið á móti margri viðurkenning- unni um dagana enda maður all- fær á sínu sviði. Hvort sem það er svo rétt eður ei er hann að minnsta kosti búinn að fá eina slíka sænska, svokölluð noröur- skautsverðlaun, sem Stikkan Anderson úr Abba-flokknum stofhaði. En Elton var ekki einn, þvi sellistinn Rostrópóvítsj var líka heiðraður. Isabella fær lausn Isabella Rossellini, dóttir Ingrid Bergman og Robertos Rossellinis, losnar undan samningi sínum hjá snyrtivörafyrirtækinu Lancome í lok þessa árs. Isabella hefur verið aðalfyrirsæta fyrirtækisins um árabil en vill nú snúa sér að öðru í sama geira. Franska leik- konan Juliette Binoche tekur við af henni. Michael frestar enn Það ætlar að ganga eitthvað erfiðlega fyrir Michael okkar Jackson að koma frá sér nýrri hljómplötu. Til stóð að nýjasta afurðin kæmi fyrir eyru aðdá- enda í nóvember en því var þá slegið á frest fram í febrúar og enn er búið að fresta útkomunni. Nú er platan væntanleg einhvern tima með vorinu. Það sem verra er, margir lagahöfundanna sem Mikki hefur verið að vinna með vita ekki hvort lög þeírra verða á gripnum. Vöðvafjallið reiðist Arnold Schwarzenegger, tengdasonur Kennedy-íjölskyld- unnar og Reagan-aðdáandi, varð heldur betur reiður vestur i Was- hington á dögunum þegar harrn þurfti að bíöa í rúman klukku- tíma eftir Marion Barry borgar- stjóra. Þeir ætluðu aö borða sam- an, ásamt fleira fólki, og ræða um að halda íþróttamót fyrir illa stæða unglinga í borginni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.