Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 7
23
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995
Tækni - HLjómtæki
Áskell Másson:
Er enginn dellukarl en
reyni að fylgjast með
„Eg er búinn að eiga þau hljóm-
tæki sem ég er með nokkuð lengi.
Það er nú svo að ég skipti ekki um
fyrr en ég er alveg orðinn hundrað
prósent viss um að það sé betra en
það sem ég á fyrir. Ég er með JVC
magnara og útvarp, Sansui geisla-
spilara. Tvö kassettutæki er ég með,
eitt tvöfalt frá Sherwood og eitt gam-
alt en mjög gott JVC kassettutæki
sem ég tengi stundum við, plötuspil-
ara af gerðinni Sansui og tvo JBL
hátalara L100, en þeir eru fyrsta
módelið af JBL sem framleitt var
fyrir almennan markað," segir
Askell Másson, tónskáld og tónlistar-
gagnrýnandi.
Áskell segist vera haldinn söfnun-
aráráttu: „Eg er með nokkur þúsund
plötur heima hjá mér, þótt ég sé bú-
inn að gefa hljómplötusafnið mitt
þrisvar, og nokkur hundruð geisla-
plötur. Ég hef einnig haft mjög gam-
an af að safna nótmn og nótnabókum
en það er mun kostnaðarsamara en
að safna plötum og er ekki auðvelt
að vera shkur safnari."
Áskell sagði aðspurður að hann
notaði mikið kassettutækið til að
hlusta á eigin tónlist: „Ég hef oft
fengið sendar kassettur af mínum
verkum þegar þau hafa verið flutt í
útlöndum og á marga tugi af kassett-
um með eigin verkum. Annars spila
ég nokkuö jöfnum höndum á geisla-
spilarann, plötuspilarann og kass-
ettutækið. En það má segja að maður
sé alltaf að auka notkunina á geisla-
spilaranum enda er mikið mn áhuga-
verðar endurútgáfur."
Tvennt er það sem ÁskeU er að
hlusta á þessa dagana: „Það sem ég
er að hlusta á eru sinfóníur Bohuslav
Martinu, tékknesks tonskálds sem
var uppi á þessari öld. Þetta eru í
heildina sex sinfóníur. Þá er ég nýbú-
inn að fá allar sinfóniur Beethovens
í glæsilegri útgáfu. Á þessari upp-
töku eru allar sinfóníurnar níu
leiknar á sömu hljóðfæri og þegar
Beethoven var á lífi.
ÁskeU sagði þegar hann var spurð-
ur hvort hann fylgdist með þróun-
inni í hljómtækjum: „Ég reyni aUtaf
eitthvað að fylgjast með en ég er eng-
inn dellukarl. Ég hef aðeins lagt
áherslu á að.vera með góð hljómtæki
sem skila því sem ég vfi fá út úr
þeim.“
Jón Stefánsson leikur þessa dagana stóru verkin á hljómtæki sín.
DV-mynd BG
Jón Stefánsson:
Er með hugann við
Jóhannesarpassíuna
„Ég er með geislaspUara frá JVC,
magnara og útvarp frá Sansui, með
þessu á ég gamlan Pioneer plötuspU-
ara og gamla hátalara og ennþá eldra
kassettutæki frá JVC, en þetta tæki
var á sínum tíma bylting. Það er í
dag orðið nokkuð þreytt og lúið en
ég nota það samt töluvert enn,“ segir
Jón Stefánsson, orgeUeikari og kór-
stjóri Langholtskirkjukórs.
„Ég spila á kassettutækið aUs kon-
ar upptökur sem maður hefur sjálfur
verið að taka upp. PlötuspUarinn er
ekki mikið notaður, en það kemur
samt stundum upp sú staða að það
er sett plata á fóninn, þá er það tón-
Ust sem ég á ekki á geislaplötu. TU
að mynda á ég mikið af verkum eftir
Bach á plötmn sem ég hlusta á, en
með stærri eign af geislaplötmn
verður notkunin á plötuspUaranum
minni.“
Jón sagði að það væri aðaUega
tvennt sem hann hlustaði á þessa
dagana: „Ég er mikið með hugann
við Jóhannesarpassíuna og hlusta á
hána og ástæðan er að Langholtskór-
inn ætlar að sviðsetja hana í Lang-
holtskirkju um páskana, sem er
sögulegur viðburður. Þá hlusta ég
einnig mikið á messu eftir Rossini,
Petite, missa solenne sem er aUs ekki
lítil eins og nafnið bendir til, heldur
um 90 mínútna löng. Ástæðan er að
ég kem til með kenna og stjórna
verkinu á norrænu kóramóti í Sví-
þjóð í sumar. Þama verða tólf kór-
stjórar sem stjóma hver sínum hópi
og ég verð með hóp sem kemur tíl
með að flytja hluta úr þessu verki.
Jón sagðist ekki fylgjast mikið með
nýjungum í hljómtækjum: „Ég fylg-
ist vel meö þegar byltingar eiga sér
stað, eins og tíl að mynda þegar staf-
ræna tæknin kom og urðum við í
kómum fyrstir til að gefa klassíska
tónUst eingöngu út á geislaplötu hér
á landi og man ég að fólk var undr-
andi á að við skyldum ekki gefa tón-
Ustina einnig út á plötu."
DV-mynd GVA
Áskell Másson notar geislaspilara, kassettutæki og plötuspilara jöfnum höndum.
AICAI
FULLKOMIN
SURROUND-HUÓMTÆKI
MX-92 ___
ALVÖRU HLJÓMUR!
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:
• Digital FM/MW/LW útvarp
með 19 minnum
•100 watta magnari
• Forstilltur tónjafnari
með 5 stillingum
• Geislaspilari
• Tvöfalt Dolby segulband
• Innstunga fyrir heyrnartól
og hljóðnema
• Fullkomin fjarstýring
• Surround-hljóðkerfi
• 100w hátalarar
SIÐUMULA 2 • SIMI 68 90 90