Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Page 8
24
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995
Tækrd - Hljómtæki
Heimilistæki hf
RAÐGREIÐSLUR
- hefur komið sér upp fullkomnu heimabíói
Heimabíó er aö færast í vöxt og
í hljómtækjaverslunum fæst mikið
úrval af tækjum til að koma sér
upp eigin bíói en með slíkum bún-
aði er hægt að gera herbergi að
góðum bíósal. í fullkomnu heima-
bíói er hægt að ná útsendingum
sjónvarps og nýta sér myndband,
leysidiska eða geisladiska, en það
er það nýjasta í þessari miðlunar-
tækni. Þessir diskar eru nákvæm-
lega eins og þeir geisladiskar sem
fólk notar heima hjá sér, munurinn
er að þeir gefa mynd. Einn þeirra
sem hafa komið sér upp heimabíói
er Gísli Einarsson, mikill kvik-
myndaáhugaður, verslunareigandi
og kvikmyndagagnrýnandi:
„Það var fyrst og fremst áhugi á
kvikmyndum sem gerði það að
verkum að ég fór að koma mér upp
heimabíói. Mér fannst alltof lítið
að vera með venjulegan sjónvarps-
skjá með slæmum hljómi og kvik-
myndir á venjulegum VHS-spólum.
Tæknilega séð er þetta ófullkomið
í mínum augum og þá var bara að
búa sér til betra. Ég byijaði að
safna að mér hlutum áriö 1989 en
það má segja að það hafi ekki verið
fyrr en ég fékk mér 50 tommu skjá
með hátölurum frá Hitachi fyrir
rúmum tveimur árum sem einhver
mynd komst á þetta. Ég hef síðan
veriö að bæta inn í þetta í rólegheit-
um og uppistaðan hjá mér fyrir
utan skjáinn er Pioneer CCD-1450
myndspilari. Þá er ég með JVC
HR-SG7000, VHS-myndbandstæki.
Auk þriggja hátalara sem fylgja
skjánum er ég meö tvo surround
hátalara og einn lágtónahátalara
(sub-woofer). Stefnan er að koma
sér upp hljóðkerfi sem er fyrir utan
skjáinn og ég vonast til að geta það
fljótlega."
Leysidiskur-
inn bestur
Gísli er mun hrifnari af leysidisk-
um heldur en myndböndum. Hann
hefur safnað úrvalskvikmyndum í
slíku formi og á nú 87 kvikmyndir
á íeysidiskum.
„Það er mikill munur á VHS og
leysidiskum. Upplausnin á VHS-
bandi er hámark 250 línur á skján-
um en á leysidisknum eru línurnar
450 þannig að myndin verður
margfalt skýrari og htir betri og
svo verður ekkert sht á myndinni
eins og oft vih veröa á myndband-
inu.“
Gísh sagði að það væri ekki mik-
ið um að seldar væru kvikmyndir
á leysidiskum hér á landi.
„Það er ein búð, 2001, sem hefur
eitthvað flutt inn af slíku efni. Yfir-
leitt hef ég pantað efni í Bandaríkj-
unum eða keypt þegar ég fer sjálfur
til útlanda."
Gísli er ekki með sjónvarpsrásir
tengdar í tækin enn sem komið er:
„Það kerfl sem ég er með er amer-
ískt og til þess að geta tengt sjón-
varpið viö það þarf tæki eins og til
dæmis Aiwa er að framleiða, tæki
sem getur tekið út hvaöa merki
sem er og sent út hvaða merki sem
er aftur í hvaða kerfi sem er. Þetta
er ekki til í stereo eins og er hér á
landi þannig að það verður smábið
hjá mér í að fá mér slíkt tæki.“
Gísli er spurður hvort þetta sé
ekki dýrt áhugamál.
„Þetta er ekkert dýrara en hvaö
annað sem maður fær dellu fyrir.
Ég eyöi eins miklu í þetta og ég
get, peningum sem hefðu aö öðru
jöfnu farið í eitthvert annað áhuga-
mál.“
Sérherbergi
besti kosturinn
Heimabíó verður best ef það er í
sérherbergi sem er sérstaklega inn-
réttað fyrir slík tæki.
„Eins og er er ég með tækin í
venjulegri stofu en ég er að inn-
rétta herbergi sem er gluggalaust
og þar mun ég koma tækjunum
fyrir. Það er nauðsynlegt að vera
með skjá eins og minn í glugga-
lausu herbergi vegna þess að um
myndvarp er að ræða.
Eins og komið hefur fram kaupir
Gísh eingöngu leysidiska. En eru
geisladiskarnir ekki það nýjasta í
þessum bransa?
„Jú, og ég er ahtaf hrifmn af
tækninýjungum en samkvæmt því
sem ég hef kynnt mér er geisladisk-
urinn eins og er ekki jafn fullkom-
inn og leysidiskurinn en ef af því
verður skipti ég að sjálfsögðu yfir
i geisladiskinn."
Alhr sem eitthvað eru í hljóm-
tækjum eiga sér einhvern draum
og Gísh er þar engin undantekning:
„Draumur minn er að eiga heima-
bíó sem fær THX-stimpil. Ég er
búinn að sjá eitt shkt í blaði. En
það er ekki nóg að vera með tæki
frá THX-fyrirtækinu, innréttingin
þarf hka að fá THX-stimpilinn og
þann stimph fær ekkert húnæði
nema það sé sérstaklega hannað
fyrir þann hljóöstaðal sem settur
er af THX. Þetta er fjarlægur
draumur en kannski raunsær í
framtíðinni."
Gísli Einarsson ásamt systur sinni, Áslaugu Einarsdóttur, með 50 tommu skjáinn í baksýn.
DV-mynd: GVA
jr MAGNAHI '
2x60W
240W P.M.P.O
MatrixSurround
Extra bassi
5 banda elektrónískur
tónjafnari meö
föstum stillingum
UTVARP
30 stööva minni FM/MW
Klukka
„Smart Program" minni
KASSETTUTÆKI
Auto Reverse, Dolby B
High Speed Dubbing ofl
GEISLASPILARI
1 bita og
8x oversampling
20 laga minni ofl.
Gísli Einarsson:
Draumur-
innað
vera með
heimabíó
ÍTHX