Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 29 Tækiú - HLjómtæki Geislaplötur: Hvað merkir A og D á geislaplötum? Að undanförnu hefur verið mjög mikið um endurútgáfur á eldra efni á geislaplötum og er skemmst að minnast þess að í fyrra var stór hluti af öllu því efni, sem gefið var út hér á landi, endurútgáfur af efni sem aðeins hafði verið til á vinylplöt- unni. Á öllum geislaplötum er hægt að sjá með hvaða tækni upptakan fer fram ef viðkomandi þekkir merking- amar sem em þrjár. Það em tveir bókstaflr sem gefa til kynna hvemig upptökutækni er not- uð. Bókstafurinn A stendur fyrir analogue eða hliðræna tækni en D stendur fyrir digital eða stafræna tækni. Skammstafanirnar þijár eru DDD, ADD og AAD. Þessar skamm- stafanir segja með hvaða tækni tón- listin var hljóðrituð, hljóðblönduð og á hvers lags hljóðband (mastertape) hún var endanlega sett til yfirfærslu á geislaplötu. Nýjar geislaplötur geta haft tvær skammstafanir, oftast er þó skamm- stöfunin DDD, en þá er stafræn tækni notuð alveg frá hljóðritun og þar til platan er framleidd. Sé um gamla endurútgefna tónhst að ræða stend- ur yfirleitt ADD. Það þýðir að notast hafi verið við hliðrænu tæknina við upptökur en tónlistin endurhljóð- blönduð og sett á hljóðband með staf- rænni tækni. Nýjar geislaplötur geta lika haft ADD skammstöfun í ramm- anum. Stundum getur endurútgefið efni verið erfitt til yfirfærslu eða þótt lítið spennandi fyrir þá sem hlusta á geislaplötur og þá er ekki verið að eyða miklum kostnaði í útgáfuna. Upptakan er hliðræn og hljóðblönd- unin hefur einnig verið hliðræn og er ekki breytt. Þá er merkingin AAD. Kaplar: Tenging- in skiptir máli Það er staðreynd að kaplar skipta miklu máli ef góður hljómur á að fást. Kaplar eru ávallt taldir með aukahlutum í hljómtækjum en eru þó mikilvægur hluti í boðskiptum á milli tækja, sérstaklega á þetta við um tengingu frá magnara yfir í hátal- ara þar sem oft liggja langar leiöslur á milli. Hljómtæki eru tengd saman með snúrum og köplum og reglan er sú að því minni hmdranir sem verða á vegi hljóðmerkja á leið þeirra um snúrur og kapla því meiri upplýs- ingar skila sér til hlustandans. Hljómurinn verður betri. Langflestir sem eiga hljómtæki hafa lítið hugsað út í þessi mál, enda hljómtækin oft- ast afþreying sem virðist skila því sem til er ætlast, en þegar að er gáð eru snúrur og kaplar, sem fylgja hljómtækjum, yfirleitt ekki mjög vönduð og því nokkrar hindranir á leið tónsins frá upphafspunkti til endapunkts. Það má kannski segja að þegar um ódýr hljómtæki er að ræða þá borgi sig ekki að.vera að skipta um kapla þar sem þeir gera þá ekki annað en að sýna fram á að tækin eru ekki nógu góð. En þegar um dýr og góð tæki er að ræða er sjálfsagt að at- huga snúrur og kapla. Meðal þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á góða kapla er Taktur sem er með umboð fyrir MonsterCable sem eru viður- kenndir gæðakaplar. Það getur skipt máli upp á hljómburð að hafa góða kapla sem tengja magnara við hátalara. Fullkomin tæki í bílinn Kenwood bíltæki er hægt að fá af mörgum gerðum í Takti, Þróun hefur orðið nokkuð ör á síðustu árum í hönnun bíltækja. Nú er hægt að setja í bílinn sterk og góö tæki sem valda engum titringi eða óþægindum þegar stiilt er hátt. Taktur er ein þeirra verslana sem bjóða upp á góð bíltæki. Þar hafa þeir á boðstólum Kenwood bíltæki og Pyle hátalara og er úrval- ið fjölbreytt. Það þykir sjálfsagt að hafa útvarp í bílnum og oftast fylgir því kassettutæki og hafa gæði þeirra tækja sem fylgja nýjum bílum aukist nokkuð. En það eru margir sem vilja betri tæki og svo er það ekki orðið algengt að geislaspilarar séu fylgihlut- ir, það er helst að farið sé að setja þá í dýra bíla. Margir tónelskir bíleig- endur vilja þó fá stofusándið inn í böinn sinn og með þeirri tækniþróun sem orð- ið hefur á undanfómum árum er hægt að fá hvaða hljómtæki sem er í bílinn og með réttu vali á geisla- spilara, magnara, hátölur- um og réttri ísetningu má verða sér úti um mjög góðan hljóm. Bíltæki frá Kenwood eru til í mörgum gerðum, bæði með og án geislaspilara. Hægt er að fá mjög kraft- mikinn magnara svo að jafnvel þætti nóg um í heimahúsum. Hátalaramir frá Pyle eru til í öllum stærðum og er nauðsynlegt að valdir séu réttir hátalar- ar við það tæki sem keypt er, ei\til eru í Takti bílhátal- arar af öllum stærðum og gerðum, auk þess sem hægt er að fá lágtónahátalara (sub-woofer) í mörgum stærðum. Nánari upplýs- ingar um Kenwood bíltæki og Pyle bílhátalara er hægt að fá í Takti við Ármúlann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.