Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Side 14
30 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 Tækni - Hljómtæki Lifestyle: Herbergi fullt af tónlist í stað herbergis fulls af tækjum Það er dásamleg tilfinning að vera í herbergi með fullkomnum hljóm- tækjum og hlusta á góða tónlist. En ef herbergið er ekki mjög stórt taka góð hljómtæki yfirleitt allt of mikið pláss og vilja þau stundum stjórna útliti herbergisins. Þetta á ekki við um Lifestyle línuna frá Bose, en Life- style hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum og fengið frá- bæra dóma í fagtímaritum. Lifestyle kollvarpar þeirri kenningu að til að fá góðan hljóm þurfir þú að hafa stóra hátalara, fyrirferðarmikil hljómtæki og flókinn búnað til að Hér er stofa sem er með Lifestyle tæki og hafa þau engin áhrif á hönnunina. Það sem minnir á að hljómtæki eru i stofunni eru hátalarar i loftinu. FULLKOMIN SURROUND-HLIÓMTAKI TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: • Digital FM/MW/LW útvarp með 30 minnum •140 watta magnari • Surround-hijóðkerfi • Tímastilling og vekjari • 3ja diska geislaspilari með 30 minnum • Superbassa-, bassa- og diskantstilling • Tvöfalt Dolby segulband með síspilun • Innstunga fyrir heyrnartól • Fullkomin fjarstýring • 200 watta hátalarar SfeósmaitPSRfliBsrÖBiN SIÐUMULA 2 • SIMI 68 90 90 stjórna tækjunum. Lifestyle, sem framleitt er í þremur línum, 10, 5 og 3, er plötuspilari og útvarp sem eru samtengd, stærðin er 38x20x6,4 sentímetrar (Lifestyle 5). Fjórir hátalarar í tvískiptum stæð- um, og er hver hátalari varla hærri en vinglas. Sérstakur bassahátali, með magnara, sá hátalari er mun stærri og á að vera falinn. Þessu fylg- ir svo fjarstýring, sem er þannig að þú getur stjórnað tækjunum hvar sem er og er þykkur veggur engin hindrun. Er Bose eina fyrirtækið á markaðinum með radíóíjarstýringu fyrir samstæður, auk þess er fjar- stýringin mjög einföld í notkun. Lifestyle línan er hönnuð á þann veg að hljómurinn verði eins og á tónleikum, að víðfeðmi hljómsins, sem oft vill tapast frá hljómleikum yfir á plötu, verði nánast það sama. Tvískipting hátalaranna er einn lið- ur í þessu dæmi en það er aðeins hluti hljómsins sem kemur beint á þann sem hlustar, hluti hljómsins er einnig endurkast frá veggjum og því vísar efri hluti hátalaranna í vegg- inn. Bassinn sem er stærsti hlutur settsins er með innbyggðum magn- ara og skiptir í raun engu máli hvar sá hátalari er, þess vegna er hentug- ast að hafa hann falinn einhvers staöar í herberginu. ágætt er að koma honum fyrir í einhverju horni, bak við gluggatjöld eða undir stól. Þeim sem vilja nánari upplýsingar um Lifestyle er bent á Heimilistæki hf. sem eru umboðsaðili Bose og hafa Lifestyle 5 til sölu. Lifestyle 5. Eins og sjá má þegar borið er saman við geislaplötuna, fer ekki mikið fyrir þessum tækjum. Á myndina vantar bassahátalarann, en hann er hægt fela hvar sem er án þess að það skipti nokkru máli fyrir hljóminn. Stór hljómur í lítilli samstæðu Eins og margoft hefur sannast seg- ir stærð í hljómtækjum ekki allt um gæði og nú þegar einfaldleikinn er í heiðri hafður er vert að gefa gaum því smæsta sem er á boðstólum. AudioSonic er fyrirtæki sem fram- leiðir meðal annars litlar hljóm- tækjasamstæður. Audiosonic TXCD 960 heitir nýjasta microsamstæðan en hún er í smæsta flokki hljóm- tækja eins og nafniö bendir til. Vegna smæðar sinnar leit hún ekki út fyrir að gera stóra hluti en annað kom á daginn. Þessi hljómtækjasamstæða er 28,5 sentímetrar á lengd, 17,5 sentí- metrar á haeð og 15,5 sentímetrar á dýpt. Audiosonic TXCD 960 er með lausa hátalara sem eru 50 vött (músík- vött). Stæðan þykir hafa góðan hljóm og ótrúlegt að hægt sé að ná slíkum hljómi úr slíku kríh. Þeir hjá Audio- Sonic lögðu áherslu á þessa stæðu og er hún helsta tromp þeirra. í stæð- unni er stafrænt útvarp með stöðva- minni og þremur bylgjum, kassettu- tæki, 1 bita geislaspilari, forstilltur tónjafnari, auka bassahljómstilhr sem kallast BBS (Bass Boost Sound System), upplýstur skjár og heyrnar- tólatengi. Fjarstýring fylgir svo sam- stæðunni. Verð á AudioSonic TXCD 960 er 29.900 staðgreitt. Innflutnings- aðih er Radionaust á Akureyri en umboðsmenn eru um aUt land. AudioSonic TXCD 960 er ekki stór en vel hönnuð og með mörgum mögu- leikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.