Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Side 6
22 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995 ngar Sýningar Ásmundarsafn Þar stendur yfir samsýning á verkum Asmundar Sveinssonar (1893-1982) og Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals (1885-1972) undir yfirskriftinni „Nátt- úra/Náttúra" þar sem sýnt er fram á sérstæð tengsl þeirra við íslenska nátt- úru I verkum sínum. Sýningin stendur til 14. maí og er opin daglega kl. 13-16. Baðhúsið Ármúla 17 Hildur Waltersdóttir myndlistarkona hefur opnað sýningu á nýjum verkum i Baðhúsinu. Verkin eru unnin bæði í oliu á striga og kol á pappir. Café Mílanó Faxafenill Garðar Jökulsson sýnir 15 olíu- og vatnslitamyndir af íslensku landslagi. Sýningin stendur fram i miðjan mai og er opin kl. 9-19 mánudaga, kl. 9-23.30 þriðjud., miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1 föstud. og laugard. og kl. 9-23 sunnud. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Axelsdóttur, Helgu Ármannsdóttur, El- inborgar Guðmundsdóttur. Sigrúnar Gunnarsdóttur og Margrétar Salome. Galleriiö er opið alla virka daga kl. 12-18. Galleri Fold Laugavegi118d I Gallerí Fold eru til sýnis verk eftir ýmsa listamenn. Galleriið er opið alla daga kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. GalleriGreip Hverfisgötu 82 Þar stendur yfir myndlistarsýning Önnu Jóu. Sýningin er tileinkuð Esjunni. Sýn- ingin er opin frá kl. 14-18 og stendur til 30. april. Galleri Guðmundar Ánanaustum 15, simi 21425 Galleriið er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju kvöldi. Galleri Regnbogans Þar stendur yfir málverkasýning á verk- um Tryggva Ólafssonar. Á sýningunni verða málverk Tryggva auk frummynda af myndskreytingum hans í Ijóðabók Thors Vilhjálmssonar, Snöggfærðum sýnum. Gallerí Regnbogans er ávallt opið þegar kvikmyndasýningar standa yfir. Gallerí Sólon íslandus Þar stendur yfir sýning Hólmfriðar Sig- valdsdóttur á verkum unnum úr sam- settum viði, silfur- og blaðgulli. Verkin á sýningunni eru unnin veturinn ’94-'95. Sýningin verður opin á sama tima og Café Solon Islandus til 30. april. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Páskarnir og andi þeirra eru undirtónn- inn á myndlistarsýningu sem stendur yfir í Galleríi Sævars Karls. Alls taka 27 myndlistarmenn þátt í þessari samsýn- ingu. Sýningin stendur til 3. maí og er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18 og á laugardögum frá kl 10-14. Gallerí llmbra Amtmannstig 1, Rvík Þar stendur yfir sýning bandarísku lista- konunnar Marcia Widenor. Þar sýnir hún það sem hún kallar Pappirs Sam- setningar eða Paper Quilts. Sýningin stendur til 10. mai og er opin þriðju- daga til laugardaga kl. 13-19, sunnu- daga kl. 14-19. Hafnarborg Textílfélagið er 20 ára um þessar mund- ir og sýnir af því tilefni verk félags- manna i Hafnarborg. Sýningin stendur til 17. apríl og er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Kjarvalsstaðir Á Kjarvalsstöðum standa yfir þrjár sýn- ingar. I vesturforsal er sýning er ber heitiö I hlutarins eöli þar sem starfandi arkitektum og hönnuðum er boðið að sýna verk sin á hliðstæöum forsendum og listamönnum I öðrum greinum sjón- lista. I miðsal verður sýning á verkum Magnúsar Tómassonar og í vestursal sýningin Islensk abstraktlist - endur- skoðun. Sýningarnar standa til 7. mai og eru opnar kl. 10-18. Kringlan I tilefni af nýútkominni bók, Strendur Islands, hefur verið opnuð liósmynda- sýning Guðmundar P. Ölafssonar. Stækkaðar hafa verið upp Ijósmyndir úr nýju bókinni ásamt myndum úr bók- um hans, Perlum Islands og Fuglum Islands. Sýningin stendur til 24. apríl. Veggspjöld og ljósmyndir í tilefni þess að hálf öld er liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar verður veggspjalda- og ljósmynda- sýning opnuð í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, á laugardag kl. 15. Við opnun sýningarinnar flytur sendi- herra Rússlands á íslandi, Júríj Res- hetov, ávíup og Baldvin Halldórsson leikari les upp ljóð. Sýning þessi er sett upp í samvinnu Félagsins MÍR og rússneska sendi- ráðsins. Hún samanstendur af ljós- myndum sem teknar voru á austur- vígstöövunum og fleiri myndum. Einnig eru sýnd sovésk veggspjöld, áróðurs- og hvatningarspjöld sem gerð voru á stríðsárunum, kynning- arspjöld um sovéskar kvikmyndir sem sækja efni sitt til styrjaldarátak- anna, myndir af heiðursmerkjum frá þessum tíma og fleiri sýningarefni tengd styrjöldinni. Sýningin verður opin fram í maímánuð, um helgar kl. 15-18 og á virkum dögum kl. 17-18. Olíumálverk og teikningar Myndlistamaðurinn Alexander penna- og blýantsteikningar. Þetta Ingason opnaði á dögunum myndlist- er þriðja sýning Alexanders í Reykja- arsýningu á veitingastaðnum Ara í vík en hún verður opin daglega á Ögri. Á sýningunni eru olíumálverk, sama tíma og kafflhúsið. Grafíksýning í Útvarpshúsinu Núna stendur yfir sýning á verk- um grafíklistakvennanna Elínar P. Kolka, Grétu Mjallar Bjarnadóttur og Grétu Óskar Sigurðardóttur í Út- varpshúsinu, Efstaleiti. Myndimar em unnar í kopar og ál og þrykktar á pappír. Gallerí Úmbra: íslensk list er íslenska óperan: Vestur-í slensk óperusöng- kona Hingaö til lands er væntanleg óperusöngkonan vestur-íslenska, Valdine Anderson. Hún heldur tón- leika ásamt Steinunni Bimu Ragn- arsdóttur píanóleikara í íslensku óperanni 23. apríl kl. 17. Valdine kemur í boði menntamála- og utanríkisráðuneytanna. Valdine hefur komið fram með flestum stór- hljómsveitum í Kanada og sungið við helstu óperuhúsin þar við mjög góð- ar undirtektir. Hún hefur unnið til styrkja og hlotið ýmsar viðurkenn- ingar, ekki síst fyrir flutning og túlk- un á nútímatónlist. . Valdine Anderson. afar falleg - segir bandaríska listakonan Marcia Widenor Bandaríska listakonan Marcia Widenor opnaði í gær sýningu í Gall- erí Úmbru á Bernhöftstorfu. Á sýn- ingunni er það sem hún kallar papp- írssamsetningar eða Paper Quilts. í samtali við DV sagðist Widenor fá aðstöðu til þess að gera pappírinn sjálf. Verkin eru þrívíð og unnin úr handgerðum pappír sem listakonan útbýr sjálf. „Þetta er í annaö sinn sem ég kem til íslands en fyrsta sýning min hér á landi. Mér finnst íslensk hst afar falleg og að mínu mati hafa kven- listamenn staðið sig vel og skiliö eft- ir sig mjög fallega vinnu. Ég fæ nátt- úrlega nýjar hugmyndir með því að koma hingað. Þegar ég horfi á lands- lagið á íslandi hugsa ég ósjálfrátt um þessa frábæm hti sem er að finna á himni og í fjöllum," segir Marcia Widenor þegar hún kom til landsins á miðvikudag. Widenor býr og starfar á Long Is- land í New York fylki. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tek- ið þátt í fjölda samsýninga. Marcia hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína og meðal annars prýðir verk eftir hana vegg Hvíta hússins í Washington. Listakonan veröur við- stödd opnunina. Sýningin stendur tfl 10. maí og er opin þriðjudaga til laug- ardaga kl. 13-19 og sunnudaga kl. 14-19. Sýningar Listasafn Einars Jónssonar Njaröargötu, simi 13797 Safnið er opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarður- inn er opinn alla daga. Inngangur er frá Freyjugötu. Listasafn Íslands Á efri hæð Listasafns Islands stendur yfir sýningin Náttúrustemningar Ninu Tryggvadóttur 1957-1967. Sýningin stendur til 7. maí og er opin daglega nema mánudaga kl. 12-18. Listasafn Kópavogs- Gerðarsafn Hamraborg 4, simi 44501 Síðasta sýningarhelgi málverkasýning- ar Elíasar B. Halldórssonar. Á sýning-- unni eru rúmlega 100 olimálverk, ab- straktverk og litlar landslagsmyndir. Sýningin er i öllum þremur sölunum í Listasafni Kópavogs. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Listasetrið Kirkjuhvoll Merkigerði 7, Akranesi Páll á Húsafelli sýnir verk sín í Listrasetr- inu Kirkjuhvoli. Á sýningunni eru högg- myndir, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin stendur til 7. maí og er opin daglega frá kl. 16-18 og um helgar kl. 15-18. Listhús39 Strandgötu 39, Hafnarfirði Ljósmyndasýning Jean-Yves Courage- ux framlengist til sunnudagsins 23. april. Myndirnar á sýningunni eru allar úr ferðum Jean-Yves til suðurhluta Als- irs. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnu- daga kl. 14-18. Listhúsið í Laugardal Engjateigi 17, sími 680430 Þar stendur yfir myndlistarsýning á verkum eftir Sjofn Har. Sýningin ber yfirskriftina „Islensk náttúra, islenskt landslag". Sýningin er opin virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Gerðubergi 3-5 Þar stendur yfir myndlistarsýning Pét- urs Arnars Friðrikssonar. Þar hefur verið sett upp „tilraunastofa" þar sem gerðar verða athuganir á Ijósi og ýmsum eigin- leikum þess, sem framkvæmdar verða af tölvuvæddum átjándualdar vísinda- manni. Sýningin er opin kl. 13-19 mánudaga -fimmtudaga og kl. 13-16 föstudaga - sunnudaga. Sýningunni lýkur 23. apríl. Mokka Ljósmyndarinn Malika hefur unnið sérstakt verkefni fyrir Mokka sem er að skrásetja hin mismunandi afbrigði sadómasókisma í undirheimum New York. Á sýningunni verða einnig verk eftir súpermasókistann Bob Flanagan og drottnara hans, Sheree Rose. Sýn- ingin stendur til 22. apríl. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar í síma 611016. Norræna húsið Þar stendur yfir sýning á verkum Björns Birnis, Hafsteins Austmanns, Helga Gíslasonar og Valgerðar Hauksdóttur. Sýningin stendur til 23. apríl og er opin daglega kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19. I anddyri Norræna hússins hefur verið sett upp sýning á verkum danska listamannsins Niels Macholms. A sýningunni eru málverk, litógrafíur og útskornar myndir. Sýningin stendur til 1. maí. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarl., simi 54321 Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18. Saf n Ásgríms Jónssonar Bergstaðastræti 74 Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar. Sýningin stendur til 7. maí og er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30-16. Útvarpshúsið Þar stendur yfir grafiksýning þar sem grafiklistakonurnar Elin P. Kolka, Gréta Mjöll Bjarnadóttirog Gréta Ósk Sigurð- ardóttir sýna verk sln. Myndirnar eru unnar i kopar og ál og þrykktar á pappír. Veitingastaðurinn Ari í Ögri Ingólfsstræti Þar stendur yfir myndlistarsýning Alex- anders Ingasonar. A sýningunni eru ollumálverk, penna og blýantsteikning- ar. Sýningin verður opin daglega á opnunartíma kaffihússins. Sýningunni lýkur í byrjun maí mánaðar. Við Hamarinn Strandgötu 50, Hafnarfirði Þar stendur yfir sýning Birgirs Snæ- bjarnar Birgissonar á málverkum. Verk Birgis eru óður til sakleysislegrar heims- myndar barna. Sýning Birgis stendur til 30. apríl og er opin alla daga frá kl. 14-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.