Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Síða 4
FÖSTUDAGUR 12. MAI1995 K VI KMYgDA DJÍMJiYII Háskólabíó - Dauðataflið: Hver drap riddarann? Dauðataílið (Uncovered) er sakamálamynd sem býr yfir heillandi og mystÍ8kum söguþræði sem minnir um margt á klassískar sakamálasögur fyrri ára, sögur sem hafa margar persónur og hefjast á morði og í hægt sígandi spennu er verið að leita að morðingjanum, sem finnst aldrei fyrr en í lokin. En það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að Dauðataflið hafi áhugaverðan söguþráð er gallinn við úrvinnsluna að með lítilli fyrirhöfn er hægt að sjá út hver morðinginn er og þar með er hálf skemmtunin fokin út í veður og vind. Dauðataflið gerist í kiassísku umhverfi Barcelonaborgar sem er góður bakgrunnur fyrir sakamálsögu sem að miklu leyti fjallar um gamalt og verðmætt málverk af tveimur mönnum sem sitja að tafli. Það uppgötvast að undir yfirborði málverksins er skrifað „Hver drap riddarann?“ og er setningin á latínu. Þessi setning verður til þess að §etja af stað flókna atburðarás, sem þó reynist að sumu leyti gegnsæ. I myndinni er í raun verið að segja tvær sögur. Ung stúlka, sem hefur fengið það verk að lagfæra málverkið, heillast af gátunni og byrjar að púsla saman atburðarás sem átti sér stað fyrir mörgum öldum, en lendir á sama tíma sjálf í morðmáli þegar elskhugi hennar er drepinn. Einhvem veginn held ég að Dauðataflið hefði orðið betri mynd hefði verið meira gert úr því sem gerðist fyrr á öldum. Nútímasagan, sem að vísu tengist óbeint gamla málinu, er allt of ruglingsleg og ósannfærandi. Til að mynda er lokaatriðið hálfmisheppnað og langdregið. Leikur allur er nokkuð yfirborðskenndur, en hin unga Kate Beckinsale stendur sig þó nokkuð vel í stærsta hlutverkinu. Leikstjóri: Jim McBride. Handrit: Michael Hirst, Jim McBride og Jack Baran. Kvikmyndun: Affonso Beato. Tónlist: Philippe Sarde. Aðalhlutverk: Kate Beckinsale, John Wood, Sinead Cusack og Michael Gough. -Hilmar Karlsson Bíóborgin - Strákar til vara: Stelpur á ferðalagi Strákar til vara eftir hinn gamalreynda leikstjóra Herbert Ross slengir saman þremur ólíkum konum á ferðalagi frá austurströnd Bandaríkjanna til vesturstrandarinnar, konum sem eiga það sameiginlegt að vera að flýja undan einhveriu. Söngkonan Jane, svört lesbía (Goldberg), er að stinga af frá stöðnun í starfi og vonast eftir að finna frægð og frama í Los Angeles. Alnæmissmitaða fasteignasölukonan Robin (Parker) er á flótta undan sjálfri sér og vandræðagemlingurinn Holly (Barrymore), ólétt eftir kærastann sem hún kálaði af slysni, er á flótta undan löngum armi laganna. Stúlkumar komast aldrei á upphaflegan áfangastað en það skiptir minnstu máli því á hinni löngu leið um þjóðvegi Bandaríkjanna finna þær hver aðra og sjálfa sig, eignast fjölskylduna sem þær þráðu en áttu ekki. Mynd þessi er eins konar sneið af lífinu, kannski aðeins ýkt, ekta sápuópera með fullt af vandamálum, ástarmálum og löggumálum og ekki laust við að lopinn sé stundum teygður óhóflega, einkum eru atriðin út á þjóðvegunum oft óþarflega löng. En Herbert Ross og félagar hans bjarga þessu yfirleitt alltaf fyrir horn og þegar best tekst upp er ekki laust við að viðkvæmar sálir þurfi að seilast eftir vasaklútnum. Væmnin fær þó aldrei að taka öll völd. Það er ekki síst góðum samleik leikkvennanna þriggja að þakka að myndin nær að verða þokkalegasta skemmtan. Þær standa sig líka vel hver í sínu homi og vert er að geta góðs söngs Whoopiar, hvort sem er í hröðu blúsrokki eða viðkvæmnislegri ballöðu. Leikstjóri: Herbert Ross. Handrit: Don Roos. Kvikmyndataka: Donald E. Thorin. Leikendur: Whoopi Goldberg, Mary-Louise Parker, Drew Barrymore, Matthew McConaughey, James Remar, Billy Wirth, Auita Gillette. Guölaugur Bergmundsson Laugarásbíó - Háskaleg ráðagerð: ★ Þrír hrekkjalómar Snemma beygist krókurinn. Vinimir þrír, sem Háskaleg ráðagerð segir frá, voru miklir prakkarar á unga aldri, rétt eins og flestir strákar eru á meðan þeir em enn innan við ferm ingu. Þremenningarir vaxa hins vegar ekki upp úr hrekkjunum og þegar sagan sem hér um ræðir gerist em þeir komnir undir tvítugt. Þeir ákveða að fremja prakkarastrik aldarinnar til að ná sér niðri á pabba eins þeirra. Prakkarastrikið felst í því að fremja þykjustumorð fyrir utan banka í litlum syfjulegum bæ. Það flækir hins vegar málin allnokkuð að tvö illmenni ætla að fremja alvömbankarán í sama banka á nákvæmlega sama tfma. Þessum tveimur hópum lýstur því saman, með ófyrirséðum afleiðingum. Hér er ekki verið að hætta sér út fyrir hinar vel troðnu sióðir. Það er sosum allt í lagi ef afurðin er góð, sem ekki er í þessu tilfelli. Persónumar em gamalkunnar. Vinirnir þrír sam anstanda af menntamanninum tilvonandi, töffaranum og foringjanum sem aldrei komst frá kmmmaskuðinu og loks skugga foringjans sem gerir eins og honum er sagt. Bófarnir em svipaðrar gerðar. Annar samviskulaus fantur sem baunar út úr sér fimmauraspekinni í gríð og erg, hinn kolklikkuð undirlægja. Það er því varla von á góðu þegar svona gaurar etja kappi hver við annan. Af ofbeldinu er nóg í mynd þessari en einstaka sinnum er reynt að slá á léttari strengi, eins og þegar verið er að bíða eftir að stund glæpsins renni upp, stílfærðir bófar í jakkafótum, með bindi, hatt og sólgleraugu, eða þegar móðir eins piltanna heldur áfram að búa til kirsubeijabökuna eins og ekkert sé á meðan eiginmaður hennar úthúðar syninum fyrir að stela fina kádiljáknum hans. Það sem annars hrjáir mynd þessa mest er spennuleysið, þar sem þetta á að vera spennumynd. Leikstjórí: Paul Warner. Handrít: Steve Alden og Paul Skemp. Kvikmyndataka: Mark Gordon. Leikendur: Stephen Baldwin, Sheryl Lee, Mickey Rourke, Jason London, David Arquette, Jonah Belchman. Guölaugur Bergmundsson DV Úr Lipstick Lovers í Lipstikk. Á myndina vantar Sævar Þór bassaleikara og Anton Má grtarleikara. DV-mynd ÞÖK Lipstick Lovers kalla sig nú: Lipstikk - ný plata væntanleg í verslanir um næstu mánaðamót Hljómsveitin hefur starfað saman í tæp fjögur ár, átt lög á safhplötum (nú síðast í kvikmyndinni Ein stór fjöl- skylda) og fyrir tveim árum gaf hún út plötuna My dingaling. Platan var öll á engilsaxnesku. Um næstu mán- aðamót kemur hins vegar út önnur plata sveitarinnar, en hún nefnist Dýra-líf. „We’re'singin’ in icelandic now“ útskýrir Bjarki Kaikumo, söngvari sveitarinnar. Á íslensku Enn fremur útskýra hljómsveitar- menn að þeir hafi ekki sest niður og ákveðið að hætta að syngja á ensku. „Venjulega prófum við bæði íslenska og enska texta við lögin okkar og not- um síðan það sem kemur betur út. í þetta skiptið varð íslenskan fyrir val- inu,“ segir Bjarki. „Ef við tökmn Næt- urdætur sem dæmi þá varð það til fyr- ir rúmu ári síðan og eins og áður seg- ir kom íslenskan bara betur út. Hljómsveitarmeðlimir eru: Bjarki Kaikumo (söngur), Ragnar Ingi Björnsson (trommur), Sævar Þór Kristinsson (bassi), Anton Már Gylfa- son (gítar) og nýr meðlimur sveitar- innar heitir Ámi Gústafsson og spil- ar á gítar. En hvers vegna fá þeir inn nýjan meðlim núna? „Bjarki spilaði á gítar en hefur nú ákveöið að einbeita Slash’s Snakepit The Smiths-Singles: Hootie and the Blowfish - Ifs Five O’Clock Somewhere: ★★★★ -Cracked RearView: ★★★ Það er eiginlega ótrúlegt að hljómsveitin ★★★ Gítarhljómurinn á plötunni er þykkur skyldi afreka allt þetta á ekki lengri tima Það sem gerir gæfúmuninn fyrir Hootie eins og vera ber og heildaryfirboröið hæfi- en raun ber vitni. and The Blowfish eru glæsilegar lagasmið- lega hrátt. Sums staðar örlar meira að segja -SÞS ar og framúrskarandi hæfileikarikir ein- á örlitlum blús. -ÁT The Chieftains — The Long Black Veil: Faith No More - King for a Day, Fool for a Lifetime: staklingar. -SÞS ti Bruce Springsteen - Greatest Hits: ★★★ Paddy Maloney, pródúsent plötunnar, sveigir alla gestina að sinni stefnu og tekst ★★★★ í heild er platan vitnisburður um fram- Þetta safn sannar það sem löngu var vit- að að Bruce Springsteen er bestur þegar rokkið er þanið og sér í lagi þegar hann hef- það vel. Það er raunar erfitt að hrósa ein- sækni Faith No More í lagasmíðum og er ur sér tfl fulitingis hljómsveitina E-Street um fremur en öðrum. jafnt fyrir gamla sem nýja aðdáendur. Band. -ÁT -GB -ÁT sér meira að söngnum," útskýrir Ámi sem kom mjög óvænt inn í sveitina í vinnslubyrjun. Ámi hefur meðal ann- ars spilað í sveitinni Maat Mons ásamt Bigga trommuleikara i Vinum vors og blóma og Heiðu í Unun. Hugmynd um endurvakningu þeirrar sveitar fyrir eina tónleika í sumar er í vinnslu. Dýra-líf Platan Dýra-líf inniheldur 15 lög, en sum laganna em ekki lengri en 20 sek. „Lögin eru notuð inn á milli," segir Ragnar. „Upptökur á styttri lögunum fóm fram „live“ í hljóðveri og við not- uðum aðeins einn míkrafón til að taka þau upp, sem var mjög skemmtileg til- breyting." Nafnið Dýra-líf er sótt í texta eftir Anton gitarleikara (frekari útskýr- ingu er að finna í textanum). Meðlim- ir segja plötuna innihalda persónu- legri lagasmíðar en fundust á My dingaling. í þeirra augum er þetta sál- artónlist í eiginlegri merkingu orðs- ins. „Við tókum okkur frí frá spila- mennskunni um áramótin og einbeitt- um okkur að gerð plötunnar. Eftir langt æfmgatimabil var platan síðan tekin upp á tveim vikum en hljóm- sveitin sá sjálf um útsetningar ásamt upptökumanninum Páli Borg. Við fór- um allir inn með sama markmið í huga, að gera góða plötu,“ segir Bjarki. Að sjálfsögðu hefst spilamennska aftur hjá hljómsveitinni í sumar með útgáfútónleikum á Tunglinu upp úr næstu mánaðamótum. Aðspurðir um tónlistarstefnu segja strákamir: „Þú verður bara að hlusta á plötuna." Á síðustu tveim árum hefur hljóm- sveitin spilað mjög stíft um allt land og virðist hafa haft erindi sem erfiði. Bjarki sér sjálfur um umboðs- mennsku fyrir hljómsveitina. „Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir öllum rútuferðunum, hljóð- verstímunum, símatímunum og hark- inu sem fylgir tónlistarbransanum á íslandi." í harkinu Lipstikk verður á fleygiferð í sum- ar eins og við var að búast. Eins og síðast stendur hljómsveitin sjálf í út- gáfunni en eitthvert útgáfufyrirtækj- anna mun taka að sér framleiðslu og dreifmgu. My dingaling seldist vel upp í kostnað og sjálfír seldu strákamir meira en plötubúðimar. Harkið heldur áfram og miðað við þann dugnað, sem hljómsveitin hefur sýnt á síðustu ijómm árum, má vel bú- ast við áframhaldandi velgengni sem vonandi smitast út í þjóðfélagið. GBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.