Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Side 7
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 27 Messur Árbæjarkirkja: Laugard.: Sumarferð barnastarfsins að Vindáshlíð í Kjós. Farið verður frá Árbæjarkirkju kl. 10 árdegis. Sunnud.: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breytt- an messutíma. Prestarnir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Messudag- ur Félags Snæfellinga og Hnappdæla og samvera í safnaðarheimili Áskirkju eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Ðreiðholtskirkja: Messa með altarisgöngu kl. 14. Að messu lokinni verður haldinn aðalfundur Breiðholtssóknar. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jón- asson. Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Þor- bergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Minningarguðsþjónusta kl. 11. Minnst að 50 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar I Evrópu. I upp- hafi athafnar flytur forsætisráðherra, Davið Oddsson, ávarp. Biskup Islands, hr. Ólafur Skúlason, prédikar. Dómkirkjuprestarnir þjóna fyrir altari. Kammerkór Dómkirkj- unnar syngur. Barnastarf I safnaðarheimil- inu kl. 11, lok vetrarstarfsins og í Vestur- bæjarskóla kl. 13. Sr. María Ágústsdóttir. Anglikönsk messa kl. 14. Prestur sr. Ste- ven Mason. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar, sr. Hreinn Hjartarson þjónar fyrir altari. Lögreglukór Reykjavíkur syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Bar- naguðsþjónusta á sama tíma. Prestarnir. Frikirkjan í Hafnartirði: Barnaguðsþjón- ustakl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Aðalsafn- aðarfundur verður haldinn í safnaðarheim- ilinu að lokinni guðsþjónstu. Einar Eyjólfs- son. Frikirkjan í Reykjavík: Vorferðalag barn- anna. Farið verður frá kirkjunni kl. 11.15. Heimkoma áætluð um kl. 16.15. Guðs- þjónustuhald i kirkjunni fellur niður. Cecil Haraldsson. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. br. messutíma. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Messa kl. 11 (ath. breyttan tíma). Prestursr. HalldórS. Gröndal. Kaffi- sala Kvenfélags Grensássóknar kl. 14.30- 17.00. Hallgrimskirkja: Barna- og fjölskyldu- messa kl. 11. Lok barnastarfsins. Mótettu- kór Hallgrímskirkju syngur. Sr. Karl Sigur- björnsson. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Helga Soffia Konráðs- dóttir. Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Barna- guðsþjónusta á sama tíma. Bryndís Malla Elldóttir. Hvalsneskirkja: Guðsþjónusta kl. 16. Að- alsafnaðarfundur Hvalsnessafnaðar hald- inn eftir guðsþjónustuna. Sóknarnefnd. Kópavogskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Litli kór Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra. Börn úr barnastarfinu syngja. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. Mosfellsprestakall: Messa I Lágafellskirkju kl. 11. Athugið breyttan messutíma. Jón Þorsteinsson. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands bisk- ups. Guðsþjónusta og ferming kl. 11. Fermdur verður Auðunn Ingi Sverrisson, Karfavogi 35. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Gradualekór Langholtskirkju syngur. Kaffisopi eftir messu. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Barnakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Bjargar Ólínudóttur. Ingrid Karls- dóttir leikur á fiðlu. ðlafur Jóhannsson. Neskirkja: Sunnudagaskólinn: Vorferð sunnudagaskólans. Lagt af stað kl. 11. Farið að bænum Grjóteyri I Kjós eða í Sæfiskasafnið í Höfnum á Reykjanesi. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Guðmundur Óskar Ólafsson. Innri-Njarðvíkurkirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Aðalsafnaðarfundur Innri-Njarðvíkur- safnaðar haldinn eftir guðsþjónustuna. Sóknarnefnd. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Félags eldri þorgara á Suðurnesjum syngur við athöfnina ásamt kirkjukórnum. Aðalsafnaðarfundur Ytri-Njarðvíkursafn- aðar haldinn eftir guðsþjónustuna. Sókn- arnefnd. Oddakirkja á Rangárvöllum: Messa sunnud. kl. 14. Aðalsafnaðarfundur Odda- sóknar að messu lokinni. Kirkjukaffi I um- sjá Kvenfélags Oddakirkju. Sóknarpestur - Sóknarnefnd. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Val- geir Astráðsson prédikar. Arnesingakórinn syngur. Kaffisala Árnesingafélagsins í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjón- ustu. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barna- starf á sama tíma. Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 11. Ferming og altarisganga. HM í handknattleik: Riðlakeppninni lýkur um helgina - stórleikur laugardagsins er viðureign Islands og Sviss íslendingar mæta Svisslendingum í síðasta leik riðlakeppninnar á HM í handknattleik á morgun. Eftir þennan leik verður ljóst í hvaða sæti Islendingar lenda í riðhnum en 16- Mða úrslitin hefjast síðan á þriðju- daginn. Eftir leik íslands og Sviss hafa margir beðið með mikilh eftirvænt- ingu en segja má að þetta sé úrslita- leikur riðilsins. Viðureignir þjóðanna í gegnum tíð- ina hafa ávaMt verið jafnar og spenn- andi. Á morgun verður barist til síð- asta blóðdropa enda mikiö í húfi. ís- lenska Mðið þarf á stuðningi að halda sem aldrei fyrr en í gær stefndi aMt í það að uppselt yrði á leikinn. Á undan viðureign íslands og Sviss leika Þýskaland og Alsír og hefst sá leikur klukkan 14. í Kópavogi leika Rúmenía og Japan klukkan 14 og á sama stað klukkan 16 leika Danmörk og Frakkland. Á sunnudag klárast öll riðlakeppn- in og verða þá eftirtaldir leikir á dag- skrá: Hafnarfjörður: Ungverjaland - Túnis.........kl. 13 Slóvenía - Marakkó...........kl. 15 Króatía - Kúba...............kl. 17 Rússland - Tékkland...........kl. 20 Kópavogur: Suður-Kórea - Bandaríkin....kl. 13 Danmörk - Japan..............kl. 15 Frakkland - Þýskaland.....kl. 17 Alsír - Rúmenía..............kl. 20 Akureyri: Brasilía - Kúveit............kl. 15 Svíþjóð - Spánn..............kl. 17 Egyptaland - Hvíta-Rússland ...kl. 20. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: Fjör í Laugardalnum „Fjölskyldugarðurinn verður formlega opnaður l.júní og er rekinn í þijá mánuði á ári, júní, júlí og ág- úst. Honum er hins vegar aUtaf start- að aðeins fyrr á vorin og eins er opið nokkrar helgar í september ef veðrið er gott. Núna um helgina er svo kom- ið að því að prufukeyra og þá verður opið fyrir almenning. Ekki eru hins vegar öll tækin komin út en verið er að koma hlutunum í gang. Á morgun og sunnudaginn verður opið frá kl. 10-18 og það verða örugglega margir kátir með það,“ segir Þóra Björk Schram, kynningarfuMtrúi í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Laug- ardal. Húsdýragarðurinn er hins vegar opinn árið um kring og þar gefst fólki kostur á að panta sér leiðsögn. Þar er margt að sjá og má t.d. benda á að fyrir fáeinum dögum komu þar í heiminn grísír, lömb og hreindýrs- kálfur. í sumar verða ýmsar uppá- komur en Fjölskyldu- og húsdýra- garðurinn á fimm ára afmæli síðar í mánuðinum og til stendur að opna veitingahús við „brúna" þar sem selja á léttar veitingar. Vortónleikar Álafoss - kórsins í Mosfellsbæ Heiðará dömukvöldi Heiðar Jónsson snyrtir verður með tveggja tíma dagskrá á vor- fagnaði Kvennaklúbbs íslands á Café Royale í Hafnarflrði annað kvöld. Simbi hársnyrtir veröur líka á staðnum og þá verða óvæntar uppákomur. Álafosskórinn heldur sína árlegu tónleika í Bæjarleikhúsinu í Mos- fellsbæ á sunnudaginn kl. 20.30. Söngstjóri er Helgi R. Einarsson og undirleikari Daníel Arason. Lagaval er fjölbreytt, innlend og erlend dægurlög, ættjarðarlög, negrasálmar og Jónasar-syrpan „líf- ið er lotterí". Álafosskórinn er á leið til Dan- merkur í júní og mun syngja í ýms- um borgum, t.d. Álaborg, Hjallerup, Thisted, sem er vinabær Mosfells- bæjar, og endar svo í Árósum. Kaupmenn við Laugaveginn eru komnir i sumarskap og þar verður væntanlega iðandi mannlif um helgina. Höfnin og Laugavegurinn: Uppákomur í miðbænum í dag og um helgina verður ýmsar uppákomur á Laugaveginum og við Reykjavíkurhöfn. I tjaldi hafnarinn- ar á Miðhakka verða sýningar og kynningar alla dagana þar sem m.a. gefur að Mta veiðarfæri og ýmislegt annað sem tengist gamla árabátnum og eins útbúnað handfærabáta í dag. Af dagskrá morgundagsins á Laugaveginum má nefna að Þjóð- dansafélagið sýnir Mstir sínar og Þórður sjóari spilar á harmóníkuna sína frá kl. 14-16. Sexmenningarnir í hljómsveitinni Karnival ætla Mka að sjá um hljóðfæraleik á Laugaveg- inum og þá mun hópur sjómanna ganga vígreifur niður götuna meö sjóhatta og tilheyrandi. Boðið verður upp á kandís upp á gamla mátann og harðfiskurinn verður á sínum stað. Fólk er hvatt til að klæðast upphlut eða peysufötum svo og duggarapeys- um og faMegum, litríkum hálsklút- um. Vitaskuld verða svo ýmis freist- andi tilboð í gangi. Feröafélag íslands: Fuglaskoð- unarferð Á morgun fer Ferðafélag ís- lands í áiTega fuglaskoðunarferð í samvinnu við Hið íslenska nátt- úrufræðifélag. Frá 1967 hefur verið farið í fuglaskoðunarferð um Miðnes og Hafnarberg í maí- mánuði þegar faifuglarnir eru flestir komnir. Brottíor er kl. 10 frá Umferð- armiðstöðinni austanmegin og Mörkinni 6. Þátttakendum er bent á að æskilegt er að hafa með sér sjónauka og einnig fuglabók ef tök eru á. Gengið á jökul í dag er ferð FÍ á Snæfellsjök- ul-Snæfellsnes og stendur hún í tvo daga en á morgun verður gengið á jökulinn (um 7 klst. ganga). Gist er í svefnpokaplássi á LýsuhóM. Náttúruminjaganga Á sunnudaginn kl. 13 verður genginn 4. áfangi náttúruminja- göngu Ferðafélagsins og liggur leiðin frá EMiðavatni að Selgjá viö Vííilsstaðahlíð. Verðlauna- einþáttungar a Litla sviðinu Einþáttungamir Alhehnsferðir Erna og Út úr myrkinu, sem fengu fyrstu og öimur verðlaun í leikritasamkeppni Landsnefndar um alnæmisvarnir, veröa sýndir á Litla sviði Borgarleikhússins um helgina. Höfundar þeirra eru Hlín Agn- arsdóttir og Valgeir Skagíjörð en leikendur eru Anna Elísabet Borg, Ásta Amardóttir, Stemunn Ólafsdóttir og Valdimar Örn Flygenring, sem leika í Alheims- ferðum, og Ingrid Jónsdóttir, Ól- afur Guðmundsson og höfundur- inn Valgen- Skagfjörð, sem leika í Út úr myrkrinu. Hvor einþáttungur tekur um 40 mínútur í flutningi en sýningar báða dagana hefjast kl. 16. La traviata og Dökku fiðrildin Aukasýning og allra, allra síð- asta sýning á óperu Verdis, La traviata, verður í íslensku óper- unni á morgun. í aðaMilutverkum eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólaf- ur Árni Bjarnason og Bergþór Pálsson. Þá er síðasta sýning á finnska spennuleikritinu Dökku flðrild- unum í Borgarleikhúsinu í kvöld en það er gert eftir bók Leenu Lander. AÍllH ^jp|| p |jf 9 9-1 7-00 Verö aöeins 39,90 mín. Krár Dansstaöir Leikhús Leikhúsgagnrýni :5j Bíó 6J Kvikmgagnrýni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.