Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1995, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1995, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 Dansstaðir Amma Lú Páll Óskar og milljónamæringamir troða upp í kvöld. Diskótek laugar- dagskvöld. Blúsbarinn Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Café Amsterdam Hljómsveit skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Danshúsið í Glæsibæ Danssveitin ásamt Evu Ásrúnu spil- ar föstudag- og laugardagskvöld. Duus-hús v/Fischersund, s. 14446 Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og laugard. Feiti dvergurinn Vorgleði um helgina. Hljómsveitin Fánar leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Gaukur á Stöng Lifandi tónlist um helgina. Hafnarkráin Lifandi tónlist á hveiju kvöldi. Hótel Saga Mfmisbar: Stefán og Ama sjá um fjörið föstudags- og laugardags- kvöld. @DansFyr:Jazzbarinn Lifandi tónlist um helgina LA-Café Laugavegi 45, s. 626120 Um helgina: Matur kl. 18-22.30 með léttri tónlist, síðan diskótek til ki. 3. Hátt aldurstakmark. Leikhúskjallarinn Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Naustkjallarinn - Sunnan tveir skemmtir föstudags- kvöld. Opið laugardagskvöld. Næturgalinn Smiðjuvegi, Kópavogi Anna Vilhjálmsdóttir og Garðar Karlsson leika föstudags- og laugar- dagskvöld. Rauða Ijónið Lifandi tónlist um helgina. Skálafell Mosfellsbæ Hljómsveit leikur um helgina. Tveir vinir Hljómsveitin Jet Black Joe leikur föstudagskvöld. Ölkjallarinn Lifandi tónlist um helgina. Ölver Glæsibæ Karaoke um helgina. Opið alla virka daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 föstu- dag. Staðurinn Keflavík Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Logaland Hljómsveitin Vinir vors og blóma leikur á laugardagskvöld og hljóm- sveitin Spoon á sunnudagskvöld. Inghóll Selfossi Hljómsveitin Vinir vors og blóma leikur á sunnudagskvöld. Sjallinn Akureyri Stjórnin leikurfyrirdansi föstudags- kvöld. Páll Óskar syngur með Milljónamæringunum á Ömmu Lú í sumar en síðan ætlar hann að snúa sér að öðmm verkefnum. Amma Lú: Páll Óskar og Millj- ónamæringarnir Páll Óskar og Milljónamærmgam- ir troða upp á Ömmu Lú í kvöld með pomp og prakt. Hljómsveitin ætlar að skjóta upp kollinum á „Ömmunni" með j öfnu millibili í sumar eða til mán- aðamóta júlí/ágúst en þá segir Páll Óskar skilið við hljómsveitina til að sinna öðrum verkefnum. Á meðal þeirra verkefna er sólóplata fyrir ís- lenskan markað, dansplata fyrir er- lendan markað, auk þess sem hann fer með hlutverk Heródesar i uppfærslu Borgarleikhússins á Jesus Christ Superstar. I júní koma svo út tvö ný lög með Millunum á safnplötu, Cunato Le Gusta og Skrímslið, en platan ber heit- ið ís með dýfu. Borg í Grímsnesi og Stapinn: Sálin hans Jóns míns Hljómsveitm Sálin hans Jóns míns er komin af stað á ný eftir tveggja ára hlé frá störfúm. Innan skamms senda þeir félagar frá sér nýja breiðskífu, Sól um nótt. í kvöld leikur Sálin á ekta sveitaballi að Borg í Grímsnesi ásamt ungri og efhilegri hljómsveit sem heitir Kirsuber. Sætaferðir á ball- ið eru fyrirhugaðar úr ýmsum áttum. Eftir miðnætti á sunnudagskvöld verður Sálin í Stapan- um í Njarðvík og leikur á hvítasunnudansleik fram eftir nóttu. Góðar líkur eru á því að ein fremsta polkahljómsveit Færeyinga um þessar mundir, Meira fjör, troði upp með Sál- inni í Stapa. Ný breiðskrfa, Sól um nótt, er væntanleg frá þeim félögum í Sálinni innan skamms. Stjómin ætlar að ferðast um landið í sumar og skemmta landsmönnum. Akureyril Stjórnin hefur sum- arferðina Hljómsveitin Stjómin hefur sumarferð sína um landið með dansleik i Sjallanum á Akureyri í kvöld. í síðustu viku kom út safndiskur sem inniheldur 19 bestu lög sveitarinn- ar ásamt nýrri útsetningu af laginu Ég elska alla. Undan- farna mánuði hefúr Stjómin leikið á Hótel íslandi eftir sýn- ingu Björgvins Halldórssonar en mun nú þeysa um lands- byggðina og skemmta landsmönnum í öllum kjördæmum. Þess má geta að Stjómin verður í Neskaupstað á sjómanna- daginn. Stjómina skipa þau Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örv- arsson, Friðrik Karlsson, Jóhann Ásmundsson og Halldór Hauksson. tórtgp> Capó í Dala- búð Hljómsveitin Capó verður með stórdansleik í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal þann 4. júní á miðnætti. Capó, sem er heima- hljómsveit og ný af nálinni, spil- ar allt frá Kötukvæðum upp í þungarokk. Hljómsveitina skipa söngpípan Herdís Gunnarsdóttir, Sigurður Rögnvaldsson, Sigurður Sigurjónsson, Jói Baldurs og Ingv- ar Grétarsson. Tveir vinir: Jet Black Joe Jet Black Joe ætlar að skemmta gestum á Tveimur vinum í kvöld. Tónleikamir, sem hefjast á mið- nætti, verða líklega einu tónleik- ar hljómsveitarinnar hérlendis í bráð þar sem sveitin er bókuð til tónleikahalds víða í Evrópu í sum- ar. Lög hljómsveitarinnar hafa náð hátt á vinsældalistum, bæði í Evrópu og Asíu, en margar stór- stjömur rokksins, eins og t.d. Kiss og Mötley Crue, slógu einmitt fyrst þar í gegn. Tweety á ísa- firdi Hljómsveitin Tweety leikur í Sjallanum á ísaflrði um helgina. Leikið verður á dansleikjum fostudags- og sunnudagskvöld en á laugardagskvöldiö leikur sveit- in á tónleikum til miðnættis. Tweety er þessa dagana að leggja lokahönd á þrjú lög sem sveitin sendir frá sér í sumar og má bú- ast við að þau fari að heyrast á öldum Ijósvakans á allra næstum dögum og vikum. Bítla- hátíðir Bítlahljómsveitin Sixties mun leika á bítlahátíðum á Selfossi og á Siglufirði um helgina. Hljóm- sveitin leikur i Gjánni á Selfossi í kvöld en aðfaranótt annars í hvítasunnu verður síðan mikil bítlahátíð á Siglufirði. Sixties sendi nýlega frá sér hljómplötu sem ber nafnið Bítilæði en lag á plötunni Vor í Vaglaskógi hefur vakið mikla lukku. AIIIH 9 9-1 7-00 Verð aðeins 39,90 mín. 1} Krár 2 [ Dansstaöir 31 Leikhús 4| Leikhúsgagnrýni 5j Bíó 61 Kvikmgagnrýni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.