Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1995, Blaðsíða 2
22
MÁNUDAGUR 26..JÚNÍ 1995
íþróttir______________________________________________________________________dv
Mjög góður árangur er kynbótahross voru dæmd á Norðurlandi:
Gassasynirnir Þór og Gosi í
hörðum slag um efsta sætið
Eiiíkur Jónsson skriíar:
Á Norðurlandi voru kynbótahross
dæmd á Einarsstöðum í Þingeyjar-
sýslu og Svarfaðardal, Akureyri og
Melgerðismelum í Eyjafirði en að
mati Kristins Hugasonar er betra að
dæma á færri stöðum. Árangur var
mjög góður.
Óvenjumargir stóðhestar voru
leiddir í dóm. Fulldæmdir voru sjö
sex vetra hestar, þrír fimm vetra
hestar og sex fjögurra vetra hestar
og fengu átta þeirra 7,75 eða meira
og fjórir ungfolar yfir 8,00.
Ungu hestarnir vöktu mikla at-
hygli og fengu tveir mjög góða dóma.
Af sex vetra hestunum stóð efstur
Blakkur frá Tunguhálsi II með 7,99
í aðaleinkunn. Hann er undan Her-
vari frá Sauðárkróki og Moldu frá
Tunguhálsi II og fékk 7,95 fyrir bygg-
ingu og 8,03 fyrir hæfileika. Næstir
komu Draumur frá Hrísum með 7,96
og Dagfari frá Bakka með 7,77.
í fimm vetra flokknum kepptu
Gassasynirnir Þór frá Höskuldsstöð-
um og Gosi frá Ytri-Hofdölum um
efsta sæti. Þór fékk 8,33 í aðalein-
kunn og þar með hæstu aðaleinkunn
á Melgerðismelum og eina hæstu
einkunn stóðhests í sumar, en Gosi
8,01.
Þór er undan Hrafntinnu frá Hösk-
uldsstöðum og fékk 8,35 fyrir bygg-
ingu og 8,31 fyrir hæfileika.
I fjögurra vetra hópnum þótti
Hljómur frá Brún taka hressilega á
í hæfileikasýningunni og náði 8,50
fyrir þá grein. Hljómur fékk 7,73 fyr-
ir byggingu og 8,11 í aðaleinkunn.
Hann er undan Höldi og Ósk frá
Brún.
Næstir komu Manni frá Litla-Garði
með 8,05 og Gjafar frá Brún með 7,82.
Elstu hryssurnar gammvakrar
Tvær hryssur fengu 8,00 eða meira
í sex vetra flokki hryssna en þrjátíu
af sextíu og fjórum fengu 7,50 eða
meira. Efstu hryssurnar þrjár sýndu
mikil tilþrif á skeiði.
Snilld frá Litla-Dunhaga II fékk 8,16
og Framtíð frá Hlíðskógum 8,13.
Snilld er undan Eldjárni og Dimmu
frá Litla-Dunhaga II og fékk 7,83 fyr-
ir byggingu og 8,49 fyrir hæfileika.
Sunna frá Akureyri fékk 7,98.
Hryssur frá Litla-Dunhaga II stóðu
sig vel og stóð Kvika frá Litla-Dun-
haga II efst í fimm vetra flokknum
með 7,90 í aðaleinkunn. Hún er und-
an Gassa frá Vorsabæ II og Ósk frá
Ytra-Kálfsskinni. Kvika fékk 7,80 fyr-
ir byggingu og 8,00 fyrir hæfileika.
Henni komu næstar Þoka frá
Grímsstöðum með 7,87 og Ljónslöpp'
frá Heiði með 7,76. Átta fimm vetra
hryssur fengu 7,50 eða meira en full-
dæmdar voru fimmtán.
Dís frá Brún stóð efst fjögurra vetra
hryssnanna með 7,67 í aðaleinkunn.
Hún er undan Höldi og Drottningu
frá Brún og var eina hryssan í þess-
um flokki sem fékk yfir 7,50 en full-
dæmdar voru þijár hryssur.
• Gassasynirnir Þór frá Höskuldsstöðum og Gosi frá Ytri-Hofdölum stóðu efstir i flokki fimm vetra stóðhesta.
Knapar eru: Höskuldur Jónsson og Þorvar Þorsteinsson. DV-mynd E.J.
Rekum ekki ferðaskrifstofu
fyrir þreytta tamningamenn
Val landsliðseinvaldanna á tveimur
knöpum í landsliðið var erfitt því
margir knapar komu til greina. „Við
erum að spekúlera í sem flestum
gullum, ekki að reka ferðaskrifstofu
fyrir þreytta tamningamenn," sagði
Sigurður Sæmundsson, annar
landsliðseinvaldanna, er hann rök-
studdi valiö.
Landslið íslands í hestaíþróttum
er blanda nýliða og gamalla refa. í
Getraunaúrslit
25.1eikvika 24-25. júní
1. Trelleborg Degerfors 2-2 X
2. Gefle Assyriska 3-0 1
3. Luleá Brage 3-4 2
4. GIFSundsv....Lira 4-0 1
5. Visby IForward 3-3 X
6. Vásterás Umeá 1-2 2
7. Elfsborg Falkenberg 1-0 1
8. Hássleholm ....Ljungskile 2-2 X
9. Landskrona .. .Stenungsun 0-0 X
10. Myresjö GAIS 3-3 X
11. Oddevold Norrby 1-0 1
12. Skövde Hácken 1-2 2
13. Norrköping ... HJKHelsin 1-1 X
Heildarvinningsupphæð:
63 milljónir
Áætlaðar vinningsupphæðir
13 réttir: 16.921.000 kr.
43 raðir á 389.590 kr. 1 á ísl.
12 réttir: 10.654.000 kr.
1.257 raðir á 8.390 kr. 33 á ísl.
11 réttir: 11.281.000 kr.
13.174 raðir á 840 kr. 284 á ísl.
10 réttir: 23.816.000 kr.
84.420 raðir á 270 kr. 1.873 á ísl.
liðinu eru fjórir nýliðar á heimsleik-
um en þeir hafa alhr mikla reynslu
af keppni á íslandi.
Hestarnir eru reyndir, enginn
yngri en 8 vetra. Keppni um sæti í
landsliðinu var mjög hörð. Sigur-
björn Bárðarson var öruggur um
sæti því hann á-keppnisrétt sem
heimsmeistari á Höfða frá Húsavík.
Hann kom þó með Odd og náði til-
skildum árangri, fékk flest stig og fer
inn sem samanlagður sigurvegari.
• Sigurbjörn er 45 ára gamall at-
vinnuknapi. Hann hefur keppt á átta
heimsleikum og unnið til sjö heims-
meistaratitla og fengið að minnsta
kosti 65 íslandsmeistaratitla. Oddur
er frá Blönduósi, 10 vetra, rauö-
stjörnóttur og glófextur.
• Hinrik Bragason á einnig keppn-
isrétt á Eitli frá Akureyri. Hinrik er
26 ára tamningamaður og hefur
keppt á þremur síðustu heimsleikum
og hlaut heimsmeistaratitil á Eitli
1993.
• Einar Öder Magnússon fer með
Mökk frá Þóreyjarnúpi í fimmgangs-
greinarnar. Einar Öder er 33ja ára
gamall en Mökkur 11 vetra, brúnn.
Einar Öder hefur keppt á þremur
síðustu heimsleikum og náð mörgum
Norðurlandameistaratitlum.
• Sveinn Jónsson er nýliði í
landsliðinu, 43ja ára gamall tamn-
ingamaður. Hann keppir á Tenór frá
Torfunesi, 8 vetra, bleikum.
• Gísli Geir Gylfason er 19 ára
nemi, eini áhugamaðurinn í landslið-
inu. Hann keppir á Kappa frá Álfta-
gerði, 8 vetra, jörpum. Hjá honum
Uggja sjö Islandsmeistaratitlar
ungknapa.
• Sigurður Mariníusson er þrjátíu
ára tamningamaður og keppir á
skeiðhestinum Erli frá Felli sem er
niu vetra, rauðblesóttur, glófextur.
Sigurður er margreyndur keppnis-
maður og var landshðseinvaldur árið
1993 ásamt Pétri J. Hákonarsyni.
• Atli Guðmundsson er þrjátíu ára
tamningamaður og keppir á Hnokka
frá Húsanesi, 12 vetra gömlum, brún-
um. Atli hefur keppt á tveimur
heimsleikum til þessa og er íslands-
meistari í fimmgangi á Hnokka. Val
á Hnokka er þó háð skilyrðum.
Hnokki var meiddur í úrtökunni og
Atli kom með vottorð dýralæknis og
gat ekki keppt. Skilyrði fyrir þátt-
töku Hnokka er að hann verði orðinn
góður innan nokkurra daga og nái
góðum árangri á íslandsmótinu í
Borgarnesi í júlí.
• Vignir Jónasson er 24 ára gam-
all tamningamaður. Hann keppir á
Kolskeggi frá Ásmundarstöðum, 13
vetra, bleikálóttum. Vignir hefur
keppt á mörgum stórmótum og var
á Norðurlandamótinu í Finnlandi í
fyrrasumar.
• Sigurður V. Mattíasson verður
19 ára þegar heimsleikarnir fara
fram. Hann er með fyrri varahestinn,
Hugin frá Kjartansstöðum, þrettán
vetra, brúnan.
• Vignir Siggeirsson er 32 ára
tamningamaður og kemur með síðari
varahestinn, Þyril frá Vatnsleysu,
átta vetra, brúnan.
• Dómarar íslands verða Ámundi
Sigurðsson úr Borgarnesi og Friö-
finnur Hilmarsson úr Kópavogi.
• Svanhvít Kristjánsdóttir og Eva Mandal eiga báðar eiginmenn i landslið-
inu, þá Einar ö. Magnússon og Atla Guðmundsson, en Svanhvit gerði
góða tilraun til landsliðssætis. DV-mynd E.J.
Vesturland:
Frekar lágar
einkunnir
Á yfirferð um Vesturland litu
■ kynbótahrossadómarar á hross í
Stykkishólmi, á Ströndum og i
Borgarnesi, fyrir Borgartjörð og
nágrenni. Á Ströndum var litið á
nokkra fola en þeir ekki dæmdir.
í Stykkishólmi voru fulldæmdar
átta hryssur og fengu fiórar þeirra
7,50 eða meira í aöaleinkunn, þrjár
af sex fulldæmdum sex vetra
hryssum og önnur tveggja fimm
vetra hryssna. Hæst dæmda
hryssan í sex vetra flokki var
Stjarna frá Hellissandi með 7,88 í
aðaleinkunn, en í fimm vetra
flokki Þerna frá Brimilsvöllum
með 7,65.
í Borgamesí voru fUUdæmdir sjö
stóðhestar. Þeim voru mislagðir
fætur því tveir hæst dæmdu hest-
arnir fengu 7,74 í aðaleinkunn.
Einkunnir hryssnanna voru
ekki heldur háar. í elsta flokki
var fulldæmd 31 hryssa og fengu
þrettán 7,50 eða meir. Eva frá
Þórisstööum II stóö efst með 8,17
í aðaleinkunn. Hún er undan
Adam frá Meðalfelli og Brúnku
frá Grenstanga og fékk 8,03 fyrir
byggingu og 8,31 fyrir hæfileika.
Næstar komu Túttu-Brúnka frá
Nesi meö 7,96 og Blökk frá Kala-
staðakoti með 7,75.
í fimm vetra flokki voru full-
dæmdar nítján hryssur og fengu
ellefu þeirra 7,50 eða meira. Maí-
stjarna frá Svignaskaröi stóð efst
með 7,73 í aðaleinkunn. Næstar
komu Dagrún frá Skjólbrekku,
Platína frá Djúpadal og Sonnetta
frá Sveinatungu, allar með 7,71.
Fulldæmdar voru ellefu fjög-
urra vetra hryssur. Einkunnir
efstu hryssnanna voru jafnar því
hæst dæmda hryssan, Ösp frá
Eystra-Súlunesi, fékk 7,55 en sú
sem var í sjötta sæti 7,50.