Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1995, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1995 23 Eysteinn Hauksson, leikmaður Kefivíkinga, á fullri ferð með knöttinn í leiknum gegn franska liðinu Metz í gærkvöldi. Keflvíkingar töpuðu, 1-2, en þetta var fyrsti leikur þeirra í Toto-keppninni. DV-mynd BG Inter Toto-keppnin - Keflavík-Metz: Glæsilegt á köf lum - en Keflavík tapaði samt fyrir Metz, 1-2 Kejlavík-Metz (1-0) 1-2 1-6 Kjartan Einarsson á 8. mín- útu. Vippaðí boltanum glæsilega yfir markvörð Frakkanna eftir aö hafa fengið mjög góða send- ingu frá Eysteini Haukssyni. 1-1 Jocelen Blanchard á 55. mínútu eftir skemmtilegt þrí- hymingsspil í gegnum vörn Kefl- víkinga. 1-2 Jocelen Blanchard á 74. mínútu. Fékk góða sendingu inn fyrir vörn Keflvíkinga og skoraði örugglega i bláhornið niðri. Lið Keflavíkur: Ólafur Gott- skálksson - Helgi Björgvinsson, Kristinn Guðbrandsson, Karl Finnbogason - Kíartan Einars- son, Marko Tanasic, Eysteinn Hauksson, Ragnar Steinarsson, Róbert Sigurðsson (Jóhann Magnússon 83.) - Ragnar Mar- geirsson (Jóhann Guðmundsson 77.), Óli Þór Magnússon (Sverrir Þór Sverrisson 77.). Lið FC Metz: Songo - Pascal, Gaillot, Terrir, Kastendeuch - Serredszum, Blanchard, Songba- hanag, Isaias (Strasser 89.) - Pon- get (Artinon 86.), Mboma (Ngiaye 70.). Keflavík: 7 markskot, 3 hom. Metz: 8 markskot, 3 liorn. Gul spjöld: Serredszum, Metz. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Roland Beck frá Liechtenstein, sæmilegur. Áhorfendur: Um 400. Skilyrði: Sterkur vindur á ann- að markið. VaUaraðstæður sæmi- legar. Maður leiksins: Jocelyn Blanc- hard, Metz. Ægir Már Karason skrifer: Keflvíkingar töpuðu mjög ósann- gjarnt, 1-2, gegn franska Úðinu Metz í Inter Toto-keppninni í knattspyrnu í Keflavík í gær. Keflvíkingar voru yfir í leikhléi, 1-0. Keflvíkingar náðu að brjóta niður allar sóknaraðgerðir Frakkanna með mikilli hörku fyrir utan mörkin tvö sem þeir fengu á sig. Frakkamir áttu ekki einungis í erfiðleikum með fríska Keflvíkinga heldur einnig vindinn sem gerði þeim erfitt fyrir eins og heimamönnum. Keflvíkingar spiluðu geysilega vel í fyrri hálfleik með sterkan vind í bakið og mátti á köflum sjá glæsilega spilamennsku hjá liðinu og vora Frakkarnir sem áhorfendur á köflum. „Við réðum ekki við vindinn í síð- ari hálfleik og okkur gekk erfiðlega að spila. Við hefðum átt að geta sett 2-3 mörk á þá í fyrri hálfleiknum. Innst inni bjóst ég við sigri okkar eftir að við höfðum náð forystunni í fyrri hálflkeik og gengið mjög vel. Eg bjóst hins vegar við þeim sterk- ari,“ sagði Kjartan Einarsson, leik- maður Keflvíkinga. Keflvíkingar komust yfir á 8. mín- útu þegar Kjartan spymti knettinum skemmtilega yfir franska markvörð- inn sem kom hlaupandi út á móti. Um miðjan fyrri hálfleikinn vildu Keflvíkingar fá vítaspymu þegar Ragnar Margeirsson var felldur inn- an markteigs og í sömu sókn var Óli Þór Magnússon felldur en dómarinn lét sem ekkert væri. Eftirlitsdómar- inn punktaði hins vegar bæði atvikin hjá sér í bók sína. í síðari hálfleik áttu Keflvíkingar hins vegar greinilega í erfiðleikum og fengu fá marktækifæri. Frakkam- ir jöfnuðu leikinn á 55. mínútu og skoruðu sigurmarkið á 74. mínútu. „Það var mjög erfitt að eiga við vindinn í fyrri hálfleik og þeir lentu einnig í erfiðleikum í síðari hálfleik með vindinn á móti sér. Bæði liðin reyndu þó að spila og ég er ánægður með að fara héðan með sigur í far- teskinu. í liði Keflvíkinga eru 3-6 mjög tekniskir og góðir leikmenn," sagði Joel Miiller, þjálfari Metz, í samtali við DV eftir leikinn. Shell-mótið í Eyjum: Fjölnir meistari í keppni A-liða Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum: Tólfta Shellmót Týs í knattspyrnu 6. flokks, lauk í Vestmannaeyjum í gær. Fjölnir varð meistari í keppni A-liða, vann FH í úrslitaleik, 3-1. Þetta er fyrsti Shellmótstitill Fjölnis. Fylkir sigraði í keppni B-liða, annað árið í röð, með 5-2 sigri í úrslitaleik gegn FH. í keppni C-liða varð Keflavík Shellmótsmeistari með 5-0 sigri gegn Fylki í úrslitaleik. í innanhússmótinu vann HK í A-liði, sigraði Breiðablik í úrslitaleik, 3-2. í keppni B-liða sigraði Fylkir Hauka í úrslitaleik, 3-2. Alls voru um 900 þátttakemdur á Shellmótinu að þessu sinni og milli 500 og 600 foreldrar og fararstjórar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Nánar um Shellmót- ið á unglingasíðu DV á morgun. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041600 39,90 kr. mínútan. Sigur Akranes lj Sigur Fram Jafntefli 3 r ö d FÓLKSIN 904 1600 íþróttir Kvennahandbolti: ísland í neðstasæti íslenska kvennalandsliðiö í handknattleik hafnaði í neðsta sæti á alþjóðlegu móti fjögurra landa sem lauk í Bandaríkjunum um helgina. íslenska liðið gerði jafntefli gegn Kanada, 22-22. Mörk íslands skoruðu þessir leikmenn: Heiða B. Erlingsdóttir 6, Halla María Helgadóttir 4, Andrea Atladóttir 4, Herdís Sigurbergsdóttir 3, Svava Sigurðardóttir 3, Guðný Gunnsteinsdóttir 1 og Laufey Sig- valdadóttir 1. íslenska liðið lék einnig gegn Frakklandi og tapaði 18-22. Mörkin skoruðu þessir leikmenn: Halla María Helgadóttir 7, Andrea Atladóttir 4, Herdís Sig- urbergsdóttir 3, Laufey Sigvalda- dóttir 1, Heiða B. Erlingsdóttir 1, Inga Fríða Tryggvadóttir 1 og Svava Sigurðardóttir 1. Frakkland sigraöi á mótinu og hlaut 5 stig. Kanada varð í öðru sæti með 3 stig, Bandaríkin fengu 2 stig og ísland 2 stig. Rall: Feðgarog tvíburar í efstusætum Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson urðu sigur- vegarar í Bílahallarrallinu sem fram fór um helgina. Rúnar og Jón óku á Mazda 323 4x4 og komu í mark með 49,51 minútu í refsitíma. Tvíburarnir Guðmundur Jónsson og Sæ- mundur Jónsson komu næstir með 51,26 mínútur í refsitíma en þeir óku á Ford Escort. Stefán Ásgeirsson og Birgir Már Guðna- son á Ford Rover Escort urðu í þriðja sæti með 52,26 mínútur í refsitíma. í Norðdekk meistarakeppninni urðu þeir Magnús Ó. Jóhannes- son og Guðmundur T. Gíslason á Toyota Corolla sigurvegarar. Alls tóku 14 áhafnir þátt i rallinu en tvær duttu úr keppni. EM í körfuknattieik: Júgóslavar og Rússar bestir Úrslitakeppnin á Evrópumót- inu í körfuknattleik stendur nú , sem hæst í Aþenu í Grikklandi. Samdóma álit flestra, sem fylgst hafa með mótinu, er að Júgóslav- ar og Rússar hafi leikið hvað best á mótinu. Gengi Þjóðveria hefur valdið vonbrigðum en hðið saknar síns besta manns, Detelfs Schrempfs sem leikur með Indiana Pacers í NBA. Þjóðveriar fengu skell gegn ísreal en eiga samt möguleika enn þá að komast í 8-liða úrslitin með því að sigra Grikki en það verður þó að teljast nokkuð ólíklegt. Úrslit leikja um helgina: Júgóslavía - ítalia.......84-74 ísreal - Þýskaland........78-60 Rússland - Slóvenía.......92-82 Króatía - Spánn...........80-70 Grikkland -Svíþjóð........86-68 A-riðill: Júgóslavía.............3 3 0 6 Grikkland............ 4 2 2 6 Ítalía.................4 2 2 6 ísreaL.Á...............3 2 15 Litháen................3 2 15 Þýskaland..............4 1 3 5 Svíþjóð................3 0 3 3 B-riðill: Rússland...............4 3 1 7 Frakkland..............4 3 17 Króatía................3 3 0 6 Spánn..................4 2 2 6 Tyrkland.......-......3 12 4 Slóvenía...............3 0 3 3 Finnland...............3 0 3 3 • 8-liða úrslit keppninnar hefjast 30. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.