Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1995, Blaðsíða 4
24 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1995 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1995 25 íþróttir FH-Breiðablik (0-1) 2-4 0-1 Rastislav Lazorik (23.) skoraði lag- lega eftir slæm vamarmistök Auðuns Helgasonar. 1-1 Hörður Magnússon (65.) með skalla af stuttu færi eftir homspymu Hallsteins Amarsonar. 1-2 Rastislav Lazorik (82.) úr víta- spymu eftir að Jón Stefánsson féli i víta- teig FH. Virtist mjög strangur dómur. 1-3 Rastislav Lazorik (84.) fullkomnaði þrennu sína með laglegu marki eftir snilldarsendingu Arnars Grétarssonar. Stefán Amarson, markvörður FH, hálf- varði skot Lazoriks en inn fór boltinn. 1-4 Anthony Karl Gregory (87.) með glæsilegum skalla eftir góða sendingu frá Lazorik. 2^1 Hörður Magnússon (88.) úr víta- spymu eftir að dæmd var bakhrinding á vamarmann Blikanna. Að því er virt- ist annar strangur vítaspymudómur. Lið FH: Stefán Arnarson - Jón Þ. Sveinsson (Hlynur Eiríksson 61.), Lárus Huldarson (Hilmar Erlendsson 70.), Ól- afur KristjánssonAuðun Helgason - Þorsteinn Haildórsson, Ólafur B. Steph- ensen, Hrafnkell Kristjánsson, Hall- steinn Amarson V. - Jón E. Ragnarsson, Hörður Magnússon. Lið Breiðabliks: Harjudin Cardaklija - Willum Þór ÞórssonÚlfar Óttarsson, Gústaf Ómarsson, Amaldur Loftsson - Gunnlaugur Einarsson (Guðmundur Guðmundsson 73.), Arnar Grétarsson V., Jón Stefánsson, Kjartan Antonsson - Anthony Karl Gregory, Rastislav Lazo- rik FH: 9 markskot, 7 horn. Breiðablik: 9 markskot, 4 horn. Gul spjöld: Ólafur K. (FH), Lazorik, Gústaf (Breiðablik). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Kristinn Jakobsson, ekki hans besti dagur. Dæmdi ágætlega lengst af en undir lokin dæmdi hann að því er virtist tvær vafasamir vítaspym- ur. Áhorfendur: Um 300. Skilyrði: Góð, ágætt veður og vel þokkalegur völlur. Maður leiksins: Rastislav Lazorik, Breiðabliki. Skoraði þrjú mörk i leikn- um og var mjög ógnandi allan leikinn. Hefur tekið miklum framförum und- anfarið og er að verða einn „heitasti** sóknarmaðurinn i dcildinni. VffJm þarft að vita um Dra.nualið DV 9(xuaaQ Uppivsingar um stöðu Líppivsingar i oínsDraumal • J®œ Éhraumaliðs íóöu Staða 30 etstu liöanna ® Síaða 30 éfstu liðanna Upplýsinear um verð • önstakraiákmanna Staðtesting á félagaskip tum • Staðfesting á félagaskíptum Glæsileo verðlaun eru i boði tJyurSesíiiJiiáUarana‘‘ attganaesö „ppíiart nveis mánaðar fær 15.000kr. vöruúttekt frá sportvöru versluninni Sportu, Stígalœsii ,„þjálfari“ sumarsins fær að kunum utanlandsferð fvrir tro með SamvTnmiftvðunhljufiitfevn á fek erfendis að værðmæfi kr. 9®M)i og vöruúttekt að voðmæti kr. 15000 frá ÚKKfi Glæsibæ. DV DV • Guðmundur Benediktsson KR-ingur í harðri baráttu við einn leikmann Vals á KR-vellinum í gærkvöldi. KR-ingar fóru með sigur af hólmi og eru í öðru sæti deildarinnar. DV-mynd Brynjar Gauti Skaginn enn með fullt hús - eftir 1-2 sigur gegn Grindavík Ægir Már Káxason, DV, Suöumesjum: Skagamenn unnu sjötta leik sinn í röð á íslandsmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi er þeir lögöu Grindvík- inga aö velli í Grindavík, 1-2. Skaga- menn virðast alveg óstöðvandi og ekki í sjónmáli það lið sem getur lagt þá að velli sem stendur. „Þetta var mikill þaráttuleikur. Þaö er mjög gott að fara héðan með þrjú stig á sama tíma og Grindvíking- ar eru að berjast á botninum. Við réðum ferðinni lengst af og höfðum góð tök á leiknum. Eftir að þeir skor- uðu var smávegis pressa á okkur en við stóðumst hana,“ sagði Ólafur Þórðarson, fyrirliði Skagamanna, eftir sigurinn gegn Grindavík í gær- kvöldi. Grindvíkingar báru mikla virðingu fyrir íslandsmeisturunum og sást það strax í upphafi leiksins. Skaga- menn höfðu tögl og hagldir í fyrri hálfleiknum og voru mun'betri aðil- inn og voru sterkari í nánast öllum návígjum. Strax í fyrri hálíleik, eftir aðeins 30 sekúndur, fengu Skagamenn víta- spyrnu og heimamenn mótmæltu harðlega. Vildu margir meina að knettinum hefði verið spymt í hönd Þorsteins en dómarinn var á ööru máh. Haraldur skoraði síöan úr vít- inu af miklu öryggi. Skagamenn bættu síðan við öðra marki eftir 15 mínútur og var þar á ferðinni glæsilegt mark. Ólafur Þórð- arson skaut þá viðstöðulausu skoti frá vítateigi eftir sendingu frá Har- aldi Ingólfssyni. Ólafur skaut yfir Alöert Sævarsson í marki Grindvík- inga en hann lék í stað Hauks Braga- sonar sem komst ekki í lið Grindvík- inga að þessu sinni. Grindvikingar náðu síðan að minnka muninn og tækifæri til að jafna en skot Þórarins Ólafssonar fór beint í fang Þórðar Þórðarsonar í marki meistaranna. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim fyrstu tuttugu mínútur leiksins en eftir það komumst við aðeins meira inn í leikinn. Það var rosalega djarft af dómaranum að dæma víta- spymuna á okkur og sá dómur var alveg út í hött. Ég hef aldrei séð dóm- ara bera eins mikla viröingu fyrir neinu liði eins og í þessum leik. Öll vafaatriði voru dæmd þeim í hag. Við erum hins vegar aö spila illa og verðum að rétta okkar hlut ef við eigum ekki að missa af lestinni," sagði Tómas Ingi Tómasson, sóknar- maður Grindvíkinga. Fjörugur lokakaf li - þegar Blikar unnu FH-inga, 2-4, í Krikanum Róbert Róbertsson skrifar: „Við erum á uppleið og komum vel stemmdir í leikinn. Við kláruðum þetta vel og fengum 3 mikilvæg stig sem eiga eftir að telja í lokin,“ sagði Willum Þór Þórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir að liðið hafði sigrað FH, 2-4, í 1. deildinni í Kaplakrika í gærkvöld. Leikurinn einkenndist því miður, eins og flestir leikir í sumar, af miðjuþófi og fáum hnitmiðuðum sóknum beggja Uða. Þegar 8 mínútur voru til leiksloka virtist allt stefna í 1-1 jafntefli en þá gerðu Blikar út um leikinn á fjörugum lokakafla. FH-ingar voru reyndar æfir þegar Kristinn Jakobsson dómari dæmdi að því er virtist mjög stranga víta- spyrnu á þá og Rastislav Lazorik skoraði af öryggi. Við það snerist leikurinn algerlega og Blikar, sem áttu í vök að verjast lengst af síðari hálfleiks, bættu tveimur laglegum mörkum við á næstu 5 mínútum og staðan var skyndilega orðin 1-4. FH-ingar minnkuðu muninn úr víta- spyrnu rétt á eftir og virtist sá dómur einnig mjög strangur. „Þaö er alvarlegt mál þegar leikir eru teknir af liðum. Vítaspymudóm- urinn á okkur var hreint fáránlegur og eyðilagði leikinn fyrir okkur. Vítaspyrnudómurinn á þá var jafn fáránlegur og það var eins og um uppbót væri að ræða,“ sagði Viðar Halldórsson, varaformaður knatt- spyrnudeildar FH, sem var mjög óánægður eins og margir með víta- spyrnudómana. Kristinn dómari var hins vegar í góðri aðstöðu, án efa bestu aðstöðunni, og virtist viss í bæði skiptin. FH-ingar eru komnir í mjög slæma stöðu eftir fjóra tapleiki í röö og hafa fengið á sig 16 mörk í þessum fjórum leikjum sem segir margt um leik liðs- ins. Hallsteinn Arnarson var besti maður liðsins að þessu sinni. Blikar kláruðu leiknn á mjög góð- um lokakafla en fram að því haföi ekki mikiö verið að gerast í leik liðs- ins. Willum Þór var sterkur í vörn- inni, Arnar Grétarsson lék vel á miðjunni og Lazorik var mjög skæö- ur í sókninni og skoraði þrjú mörk. ________________íþróttir Grindavík-ÍA (0-ti) 1-2 0-1 Haraldur Ingólfsson úr víta- spyrnu á 46. mín eftir að boltinn fór í hönd eins leikmanns Grind- víkinga. 0-2 Ólafur Þórðarson á 60. mín- útu eftir að hafa fengið góða send- ingu frá Haraldi Ingólfssyni. 1-2 Ólafur Ingólfsson á 86. mín- útu eftir sendingu frá Grétari Einarssyni. Lið Grindavíkur:Albert Sæv- arsson - Gunnar Már Gunnars- son, Milan JankovicV., Þorsteinn Guðjónsson;.'., Björn Skúlason (Ólafur Bjarnason 76.) - Ólafur Ingólfsson, Zoran Ljubicic, Guð- jón Ásmundsson (Þórarinn Ólafs- son 60.), Þorsteinn Jónsson - Tómas Ingi Tómasson, Grétar Einarsson. Lið Akraness: Þórður Þórðar- son - Sturlaugur Haraldsson, Ól- afur Adolfsson;.'. (Theódór Her- varsson 80.), Zoran Miljkovic, Sigursteinn Gíslason - Haraldur Ingólfsson, Alexander Högnason, Sigurður Jónsson;.)., Kári Steinn Reynisson (Pálmi Haraldsson 66.)' - Ólafur Þórðarson;.'., Bjarki Pét- ursson (Stefán Þórðarson 83.). Grindavík: 6 markskot, 5 hom. Akranes: 12 markskot, 4 horn. Gul spjöld: Tómas Ingi, Grinda- vík, Bjarki, ÍA, Stefán ÍA. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, sæmilegur. Áhorfendur: 653. Skilyrði: Völlurinn góður og gott knattspyrnuveður. Maður leiksins: Ólafur Þórðar- son, Akranesi. Geysilega mikil yfirferð og varla blettur á vellin- um sem hann kom ekki á í leikn- um. STAÐAN Akranes......6 6 0 0 12-2 18 KR............6 4 0 2 8-6 12 Breiðablik....6 3 1 2 10-9 10 Leiftur.......6 3 0 3 11-9 9 Keflavík......5 2 2 1 4-3 8 ÍBV...........6 2 1 3 17-10 7 FH............6 2 0 4 11-16 6 Fram..........5 1 2 2 4-9 5 Grindavík.....6 114 8-12 4 Valur.........6 1 1 4 6-15 4 • Eftir leikina í 1. deildinni í gær- kvöldi lítur listinn yfir marka- hæstu leikmennina þannig út: Tryggvi Guðmundsson, IBV.......5 Rastislav Lazorik, Breiðabl....5 Ólafur Þórðarson, ÍA...........4 Sumarliði Árnason, ÍBV.........4 Jón Þór Andrésson, Leiftri.....3 Mihpjlo Bibercic, KR...........3 Ríkharður Daðason, Fram........3 Rútur Snorrason, ÍBV...........3 Haraldur Ingólfsson, ÍA........3 Sanngjarnt á Ólafsf irði - Leiftur komið í flórða sætið KR-ingar óðu í marktækifærum - eitt mark nægði þeim til sigurs gegn Valsmönnum Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði: Leiftur vann mjög sanngjarnan sig- ur á IBV í gærkvöldi. Það var að vísu ekki skemmtilegt knattspymuveður, sunnanvindur sem setti sitt mark á leikinn. Leiftur lék undan vindinum í fyrri hálfleik og var um nærri ein- stefnu að marki Vestmannaeyinga að ræða. Samt skoruðu heimamenn þá aðeins eitt mark. Lokatölur leiks- ins, 2-1, fyrir Leiftur. „Við vorum ekki nógu einbeittir" í síðari hálfleik snerist leikurinn við en þá sóttu Eyjamenn. Það voru samt Leiftursmenn sem skoruðu annað mark strax í byrjun síðari hálfleiks. Leiftursmenn voru mun ákveðnari og það gerði gæfumuninn, enda sagði Ingi Sigurðsson, Eyjamaður, að þeir hefðu ekki verið nógu einbeittir og hreinlega vantað sigurviljann, sem Ólafsfirðingar hefðu haft í kvöld. Friðrik Friðriksson, markvörður ÍBV, var rekinn af velh á síðustu mínútu leiksins fyrir að verja með hendi langt fyrir utan vítateig skot Páls Guðmundssonar þegar hann var rloppinn einn í gegn. Páll Guðmundsson, Júlíus Tryggvason og Gunnar Oddsson var bestur hjá Leiftri en hjá Eyjamönn- um var Leifur Geir Hafsteinsson ógnandi í framlínunni. Leiftur-ÍBV (1-0) 2-1 1- 0 Sigurbjöm Jakobsson (35.) Páll Guömundsson tók aukaspymu og í teignum tók Sigurbjörn Jakobsson viö boltanum og þmmaöi í netiö fram hjá hálfu ÍBV-liðinu. 2- 0 Pétur Bjöm Jónsson (50.) Páll Guömundsson tók hornspymu, boltinn barst til Gunnar Oddssonar sem sendi á Pétur Bjöm sem skaUaöi laglega yfir Friörik markvörö. 2-1 Sumarliði Árnason (75.) Skoraöi úr vítaspymu eftir aö Ingi Sigurösson haföi veriö felldur af Þorvaldi markveröi Leifturs. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson - Júlíus Tryggvason>%, Nebosja CorovicV., Gunnar Oddsson;.;., Sigur- bjöm Jakobsson - Slobodan Milisic, Pét- ur Bjöm Jónsson, Ragnar Gíslason, Páll Guömundsson - Gunnar Másson (Einar Einarsson 82.) - Sverrir Sverrisson. Lið ÍBV: Friörik Friðriksson - Friðrik Sæbjömsson>%, Heimir Hallgrímsson, Dragan Manjolivic;.'., Jón Bragi Amar- son - Rútur Snorrason (Bjamólfur Lár- usson 63.), Hermann Hreiöarsson, Ingi Sigurösson, Steingrímur Jóhannsson (Sumarliöi Áraason 50.) - Tryggvi Guö- mundsson (ívar Bjarklind 63.), Leifur Geir Hafsteinsson>\ Leiftur: 16 markskot, 5 hom. ÍBV: 13 markskot, 7 hom. Gul spjöld: Þorvaldur (Leiftur), Corovic (Leiftur), Sigurbjöm (Leiftur), Milisic (Leiftur), Jón Bragi (ÍBV). Rautt spjald: Friörik (ÍBV). Dómari: Gylfi Orrason, góður. Áhorfendur: 400. Skilyrði: Sunnanvindur, 4-6 vindstig. Maður leiksins: Páll Guðmundsson, Leiftri. Bjöm Leósson skrifar: „Þetta var sigur liðsheildarinnar þar sem allir voru að berjast allan tímann. Við áttum að skora 2-3 mörk til viðbótar en nýttum ekki færin. Ég er ánægður með sigurinn og markið, það er alltaf gaman að skora," sagði Hilmar Björns- son, KR, en hann skoraði sigurmarkið gegn Valsmönnum á KR-vellinum í gær- kvöld. Leikurinn einkenndist af baráttu þar sem hvorugt liðiö hafði efni á að tapa stigum. KR-ingar óðu í færum, sérstak- lega Mihajlo Bibercic, en hann var hreint ekki á skotskónum í gærkvöld. Furðulegt að hann skyldi ekki vera tekin út af því að hann var arfaslakur. „Ég vona að við höfum lært á ósigrin- um á Akranesi í síðustu viku. Það þýðir ekkert að vera að hugsa um nema einn leik í einu og nú er erfiður bikarleikur framundan. Stjarnan er með gott Uð og ég reikna með spennandi leik frá upp- hafi til enda,“ sagði Hilmar Björnsson. Það má meö sanni segja að hart hafi verið barist í leiknum eins og ávallt þeg- ar þessi lið eigast við. Á köflum mátti litlu muna að upp úr syði. KR-ingar byrj- uðu með látum og Guðmundur Bene- diktsson skaut í þverslá á 8. mín. eftir fljóttekna aukaspymu. Stuttu síðar lenti boltinn í þverslá KR-marksins eftir hjól- hestaspyrnu frá Kristni Lárussyni. KR- ingar fengu þrjú færi til viðbótar fyrir hlé en inn vildi boltinn ekki. Lárus Sigurðsson, markvörður Vals, bjargaði sínum mönnum vel í upphafi síðari hálfleiks þegar hann varði meö úthlaupi skot frá Einari Þór Daníelssyni sem kominn var einn í gegn. Lárus kom þó engum vörnum viö þegar Hilmar fékk góða stungusendingu inn fyrir, Hilmar vippaði snyrtilega yfir Lárus sem reyndi úthlaup. Bibercic var síöan hvað eftir annað í dauðafærum en eins og fyrr seg- ir tókst honum ekki aö koma boltanum í markið. Valsmenn fengu sitt besta færi undir lok leiksins en Kristján Finnbogason varði vel skalla Stewarts Beards. Vals- menn léku stífan varnarleik og gekk illa að byggja upp sóknir. Staða liðsins á botni deildarinnar er ekki góð og liðið verður að leggja meiri áherslu á sóknar- leikinn ef stig eiga að fást í næstu leikj- um. KR-ingar virðast vera eina liðið sem getur veitt ÍA einhverja keppni í sumar. Tapi Skagamenn stigum í næstu leikjum er aldrei að vita hvað gerist. Vesturbæj- arrisinn gæti vaknað til lífsins á nýjan leik. KR-Valur (0-0) 1-0 1-0 Hilmar Björnsson (57.) Brynjar Gunnarsson gaf goða stungusendingu inn fyrir á Hilmar sem vippaði yfir Lárus markvörð. Lið KR: Kristján Finnbogason- Óskar Þorvaldsson, Izudin Dervic, Þormóður Egilsson, Sigurður Örn Jónsson;.;. - Brynjar Gunnars- sonv., Hilmar Bjömsson;.'., Ás- mundur Haraldsson (78.), Einar Þór DaníelssonV., Heimir Guð- jónsson, - Mihaljo Bibercic, Guð- mundur Benediktssonv. Lið Vals: Lárus Sigurðsson - Bjarki Stefánsson, Kristján Hall- dórsson;.;., Jón Grétar Jónsson (Anton Bjöm Markússon 63.), Petr Mrazek, Davíð Garðarsson - Ólaf- ur Brynjólfsson (Jón S. Helgason 71.), Gunnar Einarsson, Sigþór Júlíusson - Stewart Beards, Krist- inn Lárusson;.\ KR: 13 markskot, 6 horn. Valur: 6 markskot, 2 horn. Gul spjöld: Heimir KR, Bjarki, Jón Grétar, Davíð Val. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Bragi Bergmann. Var sjálfum sér samkvæmur en leyfði of mikla hörku. Áhorfendur: Um 1600. SkilyrðúFremur kalt og völlurinn ekki góður. Maður leiksins: Izudin Dervic, KR. Öryggið uppmálað í vöm KR. Átti frá- bærar rispur upp kantinn og fór oft illa með andstæðinginn. 20% afsláttur affótboltaskóm Skór frá Lotto, Patrick og Puma Gervigrasskór, malar- og grasskór Nr. frá 28 til 46 SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Laugavegi 49 - sími 551 2024

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.