Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1995, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995
17
Hús og garðar
Hellusteypa Selfoss:
Ungt og metnaðarfullt
fyrirtæki fyrir austan fjall
Ekki er á hveijum degi stofnuö fyr-
irtæki sem eru í beinni samkeppni
viö öflug og gamalgróin fyrirtæki.
Eitt slíkt, Hellusteypa Selfoss, var
stofnað á Selfossi í febrúar og geng-
ur mjög vel að sögn eigandans, Ól-
áfs Þórs Ólafssonar.
Venus hefurvakið
mikla eftirtekt
Eins og áður sagði var fyrirtækið
stofnað í febrúar og gengur sala
vonum framar. Heföbundnar
stærðir af hellum, bæði 5 og 7 sm
þykkar, er stærsti framleiðsluþátt-
urinn en einnig hefur Venus, ný
tegund á markaöinum (kunnugir
segja að hún hafi sést áður en vita
ekki hvenær eða framleidd af
hverjum), vakið verðskuldaða at-
hygli og sú tegund sem mest hefur
selst af til einstaklinga. (Sjá mynd)
Hægt er að fá hellurnar í nánast
hvaða lit sem er en litapantanir eru
steyptar eftir pöntun og því 7-10
daga afgreiðslufrestur á þeim en
venjulegar gráar hellur eru til á
lager.
Frá hönnun
til verkloka
Auk þess að vera með framleiðslu
á hellum er lagning þeirra og önnur
garðvinna einnig hluti af starfsemi
Hellusteypunnar sem og hönnun
garðsins, þ.e. allt frá hönnun til
verkloka.
Metnaðurinn liggur í því að 'skila
flottri og faglegri vinnu og Hellu-
steypa Selfoss er rétt að byija en
markið hefur veriö sett hátt. Það
er að fullnægja markaðinum aust-
an fjalls og vera sjálfum sér nógir
í skrautsteinum. Enda er stefnt að
því að bæta við tegundum og einn-
ig hefja framleiðslu á kantsteinum
og ekki er að vita hvað fylgir í kjölf-
arið.
Mikið í bæinn
Það hefur komið Ólafi þægilega á
óvart hve vel hefur gengið, sérstak-
lega hve mikið hefur selst af hellum
til Reykjavíkur og fmnst honum
það áhugavert.
Hellusteypa Selfoss veitir fimm
manns vinnu en steypt er á vökt-
um. Húsnæði hennar er að Gagn-
heiði 31 og síminn þar er 482-3090.
ATRJÁPLÖNTUR - RUNNAR A
Verðhrun!!!
Fjölbreytt úrval.
Trjáplöntu- og túnþökusalan, Núpum, Ölfusi
Beygt til hægri við Hveragerði.
Opið alla daga frá kl. 11-21.
Símar: 483 4388 og 892 0388
HHUFIIiqi
B««r" .i*
Bændur og sumarhúsaeigendur
GIRÐINGAREFNI
j ÚRVALI
MR búðin • Laugavegi 164
Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450
Falleg og snyrtileg hellulögn með hellum sem framleiddar eru hjá Hellusteypu Selfoss.
SOLARMEGIN I LIFINU
akron
Það er hlýtt og notalegt innan við tvöfalt Plexiglerið.
Þú slakar á og færð brúnt og hraustlegt útlit.
Nýja „Alltop“ Plexiglerið er alveg laust við móðu og
er mun gegnsærra en eldri gerðir.
Síðumúla 31, sími 55-33706.