Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 25 Hús og garðar Harpa: Gefur lífinu lit - og góð ráð við málun húsa Málningarverksmiðjan Harpa hef- ur hannað og framleitt málningu fyrir íslendinga í meira en hálfa öld. Gæði og litaúrval eykst og í dag getur hún boðið upp á sömu liti úti og inni og í flestum tilfellum einnig í þakmálningu og viðarvörn. Góðráð Þeir hjá Hörpu voru boðnir og búnir að gefa þeim góð ráð sem hyggja á málningarvinnu. Eitt af grundvallaratriðunum viö málun (og margt annað) er að fara eftir leiðbeiningum framleiðanda. Og er þá sérlega mikilvægt að fylgja leið- beiningum um áborið magn. Á þaö ekki síst viö um undirmálningu ýmiss konar, s.s. grunna og sílan- efni. Val á litum á stór hús getur verið erfitt. Litir á húsum fylgja tískunni en hafa verður í huga að málning endist mun betur en tískan og ætti því að íhuga vel áður en ákvörðun er tekin. Dempaðir litir venjast yf- irleitt betur og upplitast síður en sterkir og skærir litir. Oft á tíðum stendur valið milli nokkurra lita og er þá tilvalið aö kaupa lítra af þeim litum sem um ræðir og mála nokkrar prufur, til dæmis kringum glugga, til að sjá hvernig liturinn kemur út á húsinu. Þetta getur verið afar þýðingamikið við val á lit. Þvo vel Áður en að sjálfri máluninni er komið þarf að undirvinna húsið. Skoða þarf veggina með tilliti til leka eða steypuskemmda. Ef grun- ur leikur á að um skemmd sé að ræða er vissara að leita til fag- manna og fá álit þeirra á því. Grundvallaratriði er að þvo húsið vel áður en það er málað. Best er að háþrýstiþvo það, reynsla er.af því að háþrýstiþvottur eykur end- ingu málningar og er hann því mjög góð fjárfesting. Alltaf ætti að gæta hreinlætis við málun - það sparar vinnu og pen- inga. Breiðið undir þá íleti sem verið er að mála hverju sinni og þrífið áhöld vel með tilheyrandi efnum eftir hverja notkun. Málning verndar aðra byggingar- þætti og eykur endingu þeirra og er einn mikilvægasti þáttur í við- haldi fasteigna. Þá fleti hússins sem eru hvað mest áveðurs þarf að vanda sérstaklega, jafnvel að mála einni umferð meira. Tréverkið Harpa hefur einnig á boðstólum viðarvörn frá Flúgger. Viðarvörn- inni má skipta í 3 flokka. Flúgger tréolía er tilvalin þar sem halda á upprunalegu útliti. Tréol- ían er vatnsfælin og inniheldur virk fúavarnarefni og mygluvörn og ver viðinn gegn innþornun og sprungumyndun. Tréolían er orðin hvað algengust sem viðarvörn en einn meginkosturinn við hana er að hún flagnar ekki heldur drekkur timbrið hana í sig. Bera þarf tréol- íuna á a.m.k einu sinni á sumri. Flúgger treolían er til bæöi glær og grænlituð. Einnig eru til þekjandi viðar- varnir; Flúgger 97 sem er olíuviðar- vörn og Flúgger 98 sem er hálfmött vatnsþynnanleg viðarvörn. Grunnfúavara þarf að nota á beran við undir öll þekjandi efni. Við málun á timbri þarf að gæta þess að tréverkið sé þurrt og hreint þegar borið er á það. Ekki er nóg að yfirborðið sé þurrt heldur þarf viðurinn að vera sem næst þurr í gegn. Hjá Hörpu og víðar er hægt I sumar er tækifæríð! Álgluggar - Álhurðir - Rennihurðir - Fellihurðir - Sólstofur - Gróðurhús - Sólarplast - Ál og plastsmíði Finestra framleiðir allar gerðir af gluggum, hurðum og gróðurhúsum úr áli. Vönduð framleiðsla úr viðhaldsfríum álprófílum. Tökum mál og sjáum um uppsetningu. Leitið tilboða. g Finestra ehf Skútuvogi 4, sími 581 2140 & 568 7897 Háborg selur og framleiðir úr sólarplasti, gróðurhús og sólskála. Allar gerðir af tvöföldu sólarplasti, báruplasti og einföldu plastgleri. Eingöngu veðurþolið plast sem hleypir í gegn sólargeislum. Sögum niður eftir máli. Háborg hf að fá sérstakan rakamæli sem er afar einfaldur í notkun og má raka- stig tréverksins ekki fara yfir 17% þegar málaö er. MMúrval afhellum og steinum. Mjöggottverð. ,-Áx STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.