Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995
19
Hús og garðar
'^yfllt í blóma
Sigurvina í búð sinni, Vörufelii, en þar fæst ýmislegt í garðinn.
Vörufell:
Aðallinn tjamir,
styttur og gosbrunnar
A Hellu, að Heiðvangi 4, er paradís
þeirra sem vantar styttur, gosbrunna
eða tjarnir í garðinn sinn. Þar hefur
Sigurvina Samúelsdóttir rekið versl-
un sína, Vörufell, síðan 1983 en hafði
áður„verið í fjögur ár í Mosfellssveit.
Flutningur
á næsta leiti
Sigurvina er í þröngri aðstöðu í
bílskúr og gróðurskála heima hjá sér
en það stendur til bóta því hún hefur
fengið lóð undir verslunina hinum
megin við þjóðveg 1, ef svo má að
orði komast, og flytur nú í sumar.
Auk þess að vera með áðurtaldar
vörur á boðstólum er Vörufell eini
söluaðili sumarblóma og runna á
Hellu og hyggst Sigurvina stórauka
úrval í alls konar plöntum eftir að
flutt verður. Sérstaklega langar hana
að auka úrvalið af plöntum sem falla
vel aö tjörnum og lækjum.
margar sögufrægar persónur, m.a.
úr goðafræöinni, verið vinsælar fyr-
irmyndir. Einnig hafa skrautlegir
rauðklæddir dvergar í ýmsum stærð-
um gerst íbúar í mörgum görðum
hér á landi undanfarin ár.
Sigurvina mælir með því aö stytt-
urnar séu teknar inn yfir vetrarmán-
uðina en einnig er hægt að skýla
þeim. Þetta er hvort tveggja gert úti
en hér eru veður öllu vályndari.
Ef stytturnar hafa oröið fyrir ein-
hverjum skemmdum er hægt að fá
viðgeröarefni og málningu hjá Vöru-
felli. Einnig er hægt aö fá þar nú
svarta tjarnarmálningu þannig að
þeir garðeigendur sem eiga sund-
laugargrænar tjarnir úti í garði geta
málað þær svartar ef vilji er fyrir
hendi.
Margar stærðir og gerðir af dælum
eru til hjá Vörufelli frá því að gefa
eina stóra bunu og í það að vera með
margar litlar og ýmist með eða án
lýsingar.
Margt fleira sniðugt er hægt að fá
hjá henni Sigurvinu en sjón er sögu
ríkari og ættu áhugasamir að leggja
leið sína um Heiðvanginn ef þeir
koma til Hellu.
Ýmsar stærðir
og gerðir
Þótt ýmislegt sem viðkemur garð-
inum sé til í Vörufelli er þó aðallinn
tjarnir, gosbrunnar og styttur. Vörur
þessar eru bandarískar og heita
Henri Studio. Tjarnirnar eru úr
gúmmíplasti, dökkar á lit (einnig til
ljósar), og mjög eölilegar. Tjarnirnar
eru til í möfgum stærðum og gerðum
og er einnig hægt að fá fossa og flúð-
ir í sama efni. Uppsetning þeirra er
ekki meira mál en svo að flestir ættu
að geta gert það sjálfxr en vanda þarf
að sjálfsögðu til verksins (m.a. grafa
niður á frostfrítt).
Við framkvæmd eins og að setja
tjörn í garðinn er kostnaðurinn oft
þaö sem fólk horfir í. Ef fengin er
minnsta tjömin, ágætis stytta og lítil
dæla má komast af með minna en
20.000 kr. plús vinnu og undirbygg-
ingarefni.
Þeir sem vilja fá sér dúk í tjörn hjá
sér geta einnig leitað til Vörufells en
þar er umboð fyrir dúka í tjarnir og
er hægt að fá þá soðna saman eftir
máli.
Stytturnar
Stytturnar eru steyptar og eru til í
ýmsum litum. Bæði eru til styttur
sem eru gosbrunnar og einnig sjálf-
stæðar styttur. Undanfarið hafa
ÁBURÐARVERKSMIÐJAN HF.
Blómin þurfa
nœringu
Blómanœring hentar öllum stofublómum,
útiblómum og jurtum í garðhúsum.
Blómancering gefur kröftugan vöxt og
stuðlar að heilbrigði plantnanna,
blómgun verður betri og útlitið fallegra.
Fáðu upplýsingabœkling á naesta
sölustað.
. B A C K M A N