Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1995, Qupperneq 10
24
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995
Húsoggarðar
i>v
Hellulagnir:
Fallegur frágangur gerir gæfumuninn við útlit hellulagnarinnar.
Meira en
bara að leggja
hellurnar
ER SLATTUVELIN BILUÐ?
Sláttuvélaviðgerðir og þjónusta á öllum
gerðum smávéla, jarðvegsþjappa, jarð-
vegstætara og sláttuorfa.
Gerum við AMBOÐ af öllum gerðum og tegundum.
Fljót og góð þjónusta.
Leitið til okkar með ykkar viðgerðir.
Opið virka daga kl. 8.00-19.00,
laugardaga kl. 9.00-14.00.
FRAMTÆKNI
i húsi Framtíðar, Faxafeni 10.
Sími 588 4800
co
o
a.
.>»
itlíGARDENA
Gleðilegt sumar!
Notkun hellna í bílastæði, göngu- aukningu á hellutegundum. Margir
stiga og dvalarsvæði á einkalóðum vilja leggja hellurnar sjálfir enda
er mikil og jókst mikið við úrvals- sýnist það ekki vandasamt þegar
Línur skipta mikiu máli við hellulögn ekki síður en við t.d. flísalögn.
HELLUR OG STEWAR
SM FÁRá ¥EL F¥R1R
OFM GARÐ OG MÐM
Margbrotið úrval af hellum og steinum í mörgum litum
fyrir bílastæði, gangstéttar, og ótal margt fleira. Þá fást
hjá okkur ýmsir fylgihlutir svo sem: kantsteinar,
brotasteinar og múrsteinar fyrir hleðslur og veggi.
Okkar vörur eru eingöngu unnar úr óalkalívirkum
landefnum með fínni yfirborðsáferð
og miklu brotþoli.
Gerið verðsamanburð.
Geröu garöinn vel úr garöi
Hellusteypa
Afgreiðsla Vagnhöfða 17, s. 587 2222
Skrifstofa Drangahrauni 10-12, s. 565 1595
horft er á vana menn helluleggia. En
staðreyndin er sú að lagningin sjálf
er aðeins lítill hluti verksins því að
undirbúningur og frágangur er stór
hluti og það sem skiptir mestu um
endingu verksins.
80 sm frostfrítt
Við stærri verk ætti alltaf að
minnsta kosti að fá faglega ráðgjöf
hjá skrúðgarðyrkjumanni en hér á
eftir koma nokkrir punktar sem
menn ættu að hafa í huga ef þeir
ákveða aö bjargar sér sjálfir með
minni verk.
Frostlyfting er það sem skemmir
flestar hellulagnir. Undirbygging
með frostfríu efni (möl) niður um 80
sentímetra er nauðsynleg ef engin
hreyfing má vera á lögninni.
Þegar frostfría efninu er komið fyr-
ir þarf að þjappa það í lögum, þ.e.
að setja um 20-30 sm og þjappa svo.
Þegar þjappaö er þarf að bleyta vel
í fyrst. Gætið einnig að því að undir-
byggja um 10-20 sm útfyrir hellu-
lögn. Ef hætta er á að jarðvegur, sem
liggur að mölinni, blandist henni er
síudúkur settur á milli. Efst er um
3-5 sm af sandi sem hellurnar eru
lagðar í.
Haldið
línum
Vanda þarf vel jöfnun á sandinum
sem hellumar eru lagðar í. Munið
eftir vatnshalla og notið hallamál eða
hæðakíki til að stilla af hæðir. Gera
má ráð fyrir einhveju sigi (um 3 mm)
á hellunum þótt vel sé þjappað undir
og takið tilht til þess ef verið er að
bæta við hellulögn. Við hellulögnina
sjálfa skal gæta þess að allar línur
standist. Nokkuð auðvelt er að fylgj-
ast með því með því að strengja línu
um það svæði sem lagt hefur verið
og ef það er gert reglulega meðan
verið er að helluleggja er aldrei mik-
ið mál að laga það sem atlaga hefur
farið. Þegar öruggt er að allar línur
eru góðar er sandað yíir þann blett
sem búið er að helluleggja. í flestum
minni verkum er nóg að sanda þegar
hellulögn er lókið. Þegar hellulögn
er sönduð er fínum sandi dreift yfir
og honum sópað niður í fúgumar.
Ekki
steypa
Frágangur hellulagnar er sá hluti
hennar sem krefst hvað mestrar
vandvirkni. Hellulagnir þurfa yfir-
leitt að falla að einhverjum fostum
einingum, t.d. tröppum eða jafnvel
húsum. Afskaplega ljótt er að sjá
þegar steypu hefur verið slett í þann-
igbil.
Fallegur frágangur er hins vegar
þegar sagað hefur verið þannig að
jafnt bil er alls staðar frá hellulögn
og að umræddum hlut.
Þegar búið er að helluleggja þarf
að koma í veg fyrir að hún fari af
stað eftir að verki er lokið. Stærri
hellur eru yfirleitt nokkuð stöðugar
en við hellulögn með minni hellum
þarf að steypa smá kant utan með
allri hellulögninni þó þannig að hún
sjáist ekki.