Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1995, Síða 5
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995
5
Fréttir
Islensk stúlka í nýmaskiptaaðgerð 1 Bandaríkjunum:
Heff ur tekið mjög á stelpuna
- segir móðirin, Vilborg Benediktsdóttir
„Viö erum að vona aö Ásta taki
nýranu vel því það mun geta ger-
breytt lífi hennar. Systir hennar fékk
nýra þegar hún var eins árs og hefur
lifaö eins og hvert annað barn í níu
ár. Ég þori ekki einu sinni að hugsa
þá hugsun hvað gerist ef Ásta hafnar
nýja nýranu. Það yrði alveg hræði-
legt,“ sagði Vilborg Benediktsdóttir,
móðir Ástu Árnadóttur, 13 ára stúlku
sem nú býr sig undir nýrnaskiptaað-
gerð í Boston í Bandaríkjunum. Þar
dvelur hún ásamt móður sinni, föð-
ur, Árna Hjaltasyni, og móðurömmu.
Amman ætlar að gefa Ástu nýra og
freista þess að þaö megi verða til að
bæta heilsu hennar.
„Ásta fékk nýra frá föður sínum
20. nóvember 1984 og hefur notast
við það eitt síðan þá. Það nýra var
tekið á dögunum og nú þarf hún
þijár vikur til þess að jafna sig áður
en hún getur tekið við því nýja. Að-
gerðin tókst mjög vel og Ásta er nú
komin heim. Tuttugasta júlí fara þær
svo saman í aðgerð og þá fer flutning-
urinn fram. Aðgerðin núna tókst
mjög vel og Ásta er komin heim. Hún
þarf að fara í nýmavél þrisvar í viku
en verður annars bara heima, svo
fremi reyndar að ekkert komi upp á.“
Vilborg segir Ástu hafa fengið sýk-
ingu 1988 og upp úr því króníska
undirliggjandi höfnun sem hafi vald-
ið því að hún hafi orðið mjög við-
kvæm fyrir öllum flensum. Hún hafi
t.a.m. þornað upp við saklausa ælu-
pest.
Ekki vaxið eðlilega
„Þetta hefur tekið mjög á stelpuna.
Hún hefur ekki vaxið eðlilega og þótt
hún sé orðin 13 ára er hún aðeins 139
sentímetrar á hæð. í eitt ár fékk hún
vaxtarhormón og þá rauk hún upp
um tíu til tólf sentímetra en eftir að
nýrun fóru að bila meira hættu
hormónin að hafa áhrif. Lyfin og bil-
uðu nýrun spila þar sameiginlega
rullu."
Vilborg sagði Ástu eiga aöra systur
sem einnig hafi verið með bilað nýra.
Hún hafi gefið henni nýra úr sér
þegar stelpan var eins árs. Þessi sam-
eiginlegi sjúkdómur systranna sé þó
ekki í ættinni.
„Þetta er bara óheppni. Menn vita
ekki af hverju þetta er en einhver
spurning er þó um biluð sameiginleg
gen sem hittast í börnunum. Mér er
sagt að þetta komi frá forfeðrunum
vegna þess hversu mikið íslendingar
eru skyldir." Aðspurð hvemig hægt
sé að standa undir þeim mikla kostn-
aði sem svona ferðalagi og aðgerð
fylgir segir Ásta það vera erfitt en
ættingjar þeirra hafi þó hjálpað þeim vegna aðgerðarinnar geta lagt inn
mikið. framlag á Höfuðbók 05 nr. 39450 í
Þeir sem vilja styðja foreldrana Landsbankanum í Bankastræti. -SV
Ljúftsem lamb..
Lambagrillkjötið frá Höfn eru sælkeramatur,
tilbúið beint á grillið. Leiktu öruggan leik
og veldu Ijúffengt, marinerað
lambakjöt frá HÖFN á griliið
- það er leikur einn!
G/illpylsur
Skrirsx lkefa
Árni Hjaltason og Vilborg Benediktsdóttir ásamt dóttur sinni Ástu sem fer
í nýrnaskiptaaðgerð i Boston innan skamms.
Skóladeilan 1 Mývatnssveit blossar upp aftur:
Sunnvetningar
hafna hugmynd
hreppsnefndar
- nú verður barist til þrautar, segir sveitarstjórinn
Hin harðvítuga deila um grunn-
skólamál í Mývatnssveit hefur
blossað upp aftur en sátt ríkti síð-
astliðinn vetur. Deilan snýst um
það að íbúar sunnan Mývatns vilja
áfram skóla á Skútustöðum en aðr-
ir íbúar hreppsins og skólayfirvöld
vilja að skólinn verði í Reykjahlíð.
Um þetta urðu mikil átök í fyrra.
Sæst var á að hafa skólahald á
Skútustööum síðastliðinn vetur. í
vor var svo sett nefnd í máliö til
að finna viðunandi lausn. í nefnd-
inni voru fulltrúar beggja deiluað-
ila og menntamálaráðuneytisins.
Niðurstöður nefndarinnar urðu
þær að næstu tvö ár yrði staðan
óbreytt. Skólahald yrði á báðum
stöðunum. Næstu 2 ár þar á eftir
yrði allt skólahald í Reykjahlíð. Að
loknum þessum íjórum árum yrði
málið í heild skoðað upp á nýtt.
Þann 22. júní var haldinn hrepps-
nefndarfundur þar sem þessi hug-
mynd var samþykkt samhljóða. Þó
með því skilyrði að samtök for-
eldra, kennara, skólanefndin og
aUir aðrir aðilar, sem koma aö
málinu, samþykki þetta. Þeim var
gefinn frestur til 4. júlí að svara.
Nú eru öU svör komin. Þau eru öll
jákvæð nema svör foreldra barna
fyrir sunnan Mývatn. Þeir hafna
þessu.
„Við höfnum þessu samkomulagi
vegna þess að við vUdum hafa
reynslutímann fimm ár. Fjögur
fyrstu árin eins og samið var um
en fimmta árið viljum við að verði
sama fyrirkomulag og á fyrstu
tveimur árunum. Við teljum að ef
það verður ekki verði erfitt að fá
skólastarf á Skútustöðum aftur í
gagn,“ sagði Böðvar Pétursson,
bóndi í Baldursheimi í Mývatns-
sveit, í samtaU við DV.
Sigurður Rúnar Ragnarsson
sveitarstjóri sagði í samtali við DV
að nú væri ekki um annað að gera
en að setja upp hjálmana og berj-
ast. Sveitarstjórnin ætlar að taka
máUð fyrir aftur og afgreiða það
þannig að skólahald verði bara á
einum stað, í Reykjahlíð, hvað sem
íbúar sunnan vatns segja. Sveitar-
stjórnin er studd af menntamála-
ráðuneytinu og hæpið að sunn-
vetningar fá leyfi frá ráðuneytinu
til að halda uppi skólahaldi eins og
síðastliðinn vetur. Það eru heldur
ekki líkur á þeir fái styrk frá ráðu-
neytinu tft að halda uppi einka-
skóla.
Böðvar segir að í nýju grunnskóla-
lögunum, sem taka gUdi á næsta
ári, sé heimfidarákvæði um að for-
eldrar geti ráðið því til hvaða skóla
jöfnunarsjóðsframlag með þeirra
barni fer. Hvað verði í skólamálum
Mývatnssveitar þangaö tU sé ekki
hægt að segja tíl um á þessari
stundu.
Splunkunýtt
plunkunýtt
plunkunýtt
lunkunýtt
^^lunkunýtt
unkunýtt
■nkunýtt
nkunýtt
kunýtt
:unýtt
unýtt
■nýtt
nýtt
ýtt
Vtt
Paö er svo geggjað...
Opið um helgina frá kl 14*17
/ÉLHJÓLIÐ SEM ALLA LAN6AR í!
Verð kr. 84.000.- á götunafyrir 15 ára og eldri. I
Ingvar
Helgason hf.
Sœvarhöfða 2
Stmi 525 8000
tnm