Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1995, Blaðsíða 24
36
FlMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995
nn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri hélt fund um sam-
vinnu vinstri manna.
Ekki Ólaf,
Jóhönnu né
Jón Baldvin
„Þaö er á hreinu aö það eru
margir innan þessara ílokka sem
hafa áhuga á einhvers konar
samstarfi þar sem núverandi for-
ystumenn flokkanna yrðu ekki í
fremstu röö.“
Fundarmaður á fundi sem Ingibjörg
Sólrún Gisladóttir hélt um sameiningu
félagshyggjufólks, í Alþýðublaðinu.
Ummæli
Hringt á sprautu
„Við vitum um dæmi frá útlönd-
um þar sem tilkynnt hefur verið
að farsímar hafi truflað nýrna-
vélar og sjálfvirkar, rafeinda-
stýrðar sprautuvélar."
Þórður Helgason, hjá Rikisspitölun-
um, um bann við notkun farsima á
Landspítalanum, i Morgunblaðinu.
Notar ekki hárkollu
„Ég set ekki upp sólgleraugu og
hárkollu til að sleppa í bæinn
óséð. Ég er ég sjálf."
Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, i
DV.
Richard Pryor var rekinn tvisvar
úr skóla.
Reknir úr skóla
Nemendur eru mishrifnir af
skólanum sínum og það sem
meira er, skólarnir eru mishrifn-
ir af nemendum sínum.
Mikið af fólki hefur verið rekið
úr skóla en samt náð langt í líf-
inu. Meðal þeirra er til dæmis
skáldið Gustav Flaubert (1821-
1889). Þegar forfallakennari ætl-
aði aö refsa honum og bekkjarfé-
lögum hans, með því að neyða
þá til að læra þúsund línur af
tyrfnum kveðskap, skipulagði
hann mótmæli. Skólastjórinn var
ekki mjög hrifinn og Flaubert
greyinu var sparkaö beint út á
götuna.
Blessuð veröldin
Richard Pryor
Hinum heimsfræga leikara
Richard Pryor var vísað tvisvar
úr skóla. Fyrst var hann rekinn
úr kaþólskum barnaskóla er yfir-
nunnan komst að því að amma
hans átti keöju hóruhúsa. Seinna
var hann rekinn úr grunnskóla
fyrir aö beija raungreinakennar-
ann sinn, sem hét Think.
Norðaustanátt
í dag verður norðaustan- og síðan
norðanátt á landinu, víða stinnings-
Veðrið í dag
kaldi í dag en lægir heldur í kvöld
og nótt. Reikna má meö rigningu eða
súld á Norðaustur- og Austurlandi
og eins á Suðausturlandi framan af
degi. Á Norðurlandi verður þokusúld
úti á annesjum en úrkomulítið til
landsins. Um landið vestanvert verð-
ur þurrt og sums staðar léttskýjað.
Áfram veröur svalt í veðri en einna
hæstur hiti suðvestanlands, 11 til 15
stig yfir hádaginn.
Sólarlag í Reykjavík: 23.11
Sólarupprás á morgun: 3.57
Síðdegisflóð í Reykjavík: 12.39
Árdegisflóð á morgun: 1.08
Heimiid: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri úrkomai grennd 6
Akurnes skýjað 9
Bolungarvík hálfskýjað 4
Keíla víkurflugvöllur hálfskýjað 7
Kirkj ubæjarkia ustur skýjað 9
Raufarhöfn súld 5
Reykjavík hálfskýjað 7
Stórhöföi skýjað 9
Helsinki alskýjað 15
Kaupmannahöfn skýjað 17
Stokkhóimur skýjað 15
Amsterdam þokaásíð. klst. 19
Barcelona heiðskírt 23
Chicago skýjað 26
Feneyjar þokumóða 25
Glasgow rigning 18
London léttskýjað 19
LosAngeles heiðskírt 17
Lúxemborg léttskýjað 22
Madrid heiðskirt 23
Mallorca heiðskírt 22
New York heiðskírt 26
Nice heiðskírt 25
Nuuk alskýjað 9
Orlando léttskýjað 26
París léttskýjað 22
Róm heiðskirt 25
Vín léttskýjað 21
Wirmipeg skúrásíð. klst. 16
íris Lárusdóttir hestakona:
íris Lárusdóttir, niu ára dóttir
hreppstjórans í Miðhúsum við
Hvolsvöll, komst aldeilis í hann
krappan nýlega þegar hestur sem
hún var á tók aílt í einu á rás og
hljóp með hana beint inn í hesta-
stóð. iris datt af baki en slapp samt
ómeidd.
írisi finnst gaman að læra. Hún
er í Laugamesskóla.
„Ég er í skóla í bænum, hjá
mömmu minni. Það er voðalega
Maður dagsins
gaman. Mér finnst skemmtilegast
að læra stærðfræðí."
- Hvað er svona skemmtilegt viö
stærðfræðina?
„Mér fmnst skemmtilegt að
brjóta heilann."
Hestamennskan er
aðaiáhugamálið
„Ég hef eitt áhugamál, það er
hestamennskan. Hesturinn minn
heitir Laufey. Hún er grá á lit. Fað-
irinn er Gáski og móöirin Katla.“
Laufey er mjög góður hestur en
þess má geta að íris var ekki á
henni þegar atvikið átti sér stað.
Aö lenda mitt inni í 64ra hesta
stóði hefði kannski minnkað áhuga
einhverra á hestamennsku en íris
lætur sér ekki aRt fyrir brjósti
brenna. Áhugi hennar á hesta-
mennskunni hefur ekki minnkað
og þegar þessi alvana hestakona er
spurð hvort hún sé ekki orðin
hrædd við hesta er svarið einfalt:
„Nei“
ÚHE
Irls Lárusdóttir.
Myndgátan
Lausn gátu nr. 1270:
Heil rnn-
ferð í fyrstu
deild karla
í kvöld verður spiluð heil um-
ferð í fyrstu deild karla í knatt-
spyrnu.
íþróttir
Keflavík tekur á móti KR. ÍBV
fáer íslandsmeistara Skaga-
manna í heimsókn. FH keppir við
Leiftur, Breiðablik við Grindavik
og aö lokum eigast við Valur og
Fram.
Leikirnir hefjast albr klukkan
20.
Skák
Anatoly Karpov er meðal þátttakenda
á stórmóti í Dortmund í Þýskalandi, sem
hófst sl. föstudag. Yngsti stórmeistari
heims, Peter Leko, hefur þó dregiö til sín
athygllna í fyrstu umferðunum.
Lítum á lokin á skák Leko við þýska
stórmeistarann Eric Lobron. Leko heför
þyggt upp vænlega stöðu og gerði nú út
um taflið:
45. Dd7! og Lobron gafst upp. Hótunin
46. Bxf5 gxf5 47. Rf7 + og vinna drottning-
una er of sterk; ef 45. - Kg8, þá 46. Dd5 +
og vinnur.
Jón L. Árnason
Bridge
Hér er varnarþraut sem blasti við mörg-
um spilurum í austur á Evrópumótinu í
sveitakeppni á dögunum. Samningiuinn
er 4 spaðar í suður, vestur spilar út tígul-
fjarka, kóngur í blindum, drepið á ás og
tvistur hjá sagnhafa. Austur tekur næst
slag á tíguldrottningu, sexan frá sagn-
hafa, fimman frá vestri og tían í blindum.
Hvað gerir austur nú?
* D96
V ÁG1075
♦ K10
*• 743
* -
V -
♦ -
+
N
V A
S
♦ 83
f KD93
♦ ÁD73
+ G109
Skiptir þú yfir í lauf eins og augljóslega
blasir við? Ef þú gerðir það, þá gafstu
samninginn. Sagnhafa liggur ekkert á að
svína laufinu. Hann drepur einfaldlega á
ás og ef austur á kónginn fær sagnhafi á
drottninguna síðar. Ef laufi er spilað,
getur sagnhafi nýtt sér þann aukamögu-
leika að gera sér mat úr hjartaiitnum.
Hann drepur á laufás, spilar hjarta á ás-
inn, trompar hjarta með spaðatíu, spilar
spaðasjöu á níuna, trompar hjarta með
spaðakóng, spilar spaðafjarka á drottn-
ingu, trompar hjartatíu með spaðaás og
spilar spaðafimmu á sexuna. Hjartagos-
inn verður tíundi slagurinn. Ef hins veg-
ar austur spilar spaða! í þriðja slag, er
ein innkoma í blindan eyðilögð og sagn-
hafa vinnst ekki tími til að fría fimmta
hjartað. Hann gefur því óhjákvæmilega
2 laufslagi til viðbótar.
♦ D96
♦ ÁG1075
♦ K10
+ 743
♦ 2
V 642
♦ G9854
+ K862
N
V A
__S
♦ 83
V KD93
♦ ÁD73
+ G109
—eyþo^-*-
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði
♦ ÁKG10754
¥ 8
♦ 62
+ ÁD5
ísak örn Sigurösson