Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Side 3
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 3 Fréttir Stefnt var að 20% fækkun alvarlegra umferðarslysa til ársins 2000: Höf uðborgin hef ur verið látin sitja á hakanum - segir Margrét Sæmundsdóttir, formaður umferðarnefndar I kjölfar mikillar umræöu um umferðarslys á landinu hafa menn orðið til þess að minna á og kalla eftir fjárhags- og framkvæmdaáætl- unum R-listans og stefnumótun í umferðaröryggismálum sem sam-' þykkt var í tíð síðustu ríkisstjórnar. I báðum tilvikum er stefnt að aðgerð- um sem stuðlað geti að fækkun um- ferðarslysa um 20 prósent fram til aldamóta. Bent hefur verið á góðan árangur annarra þjóða á Norður- löndum, t.a.m. Dana, og þótt menn greini á um tölur eru menn sammála um að árangurinn er mjög mikill. Talað hefur verið um að stefnt sé um fækkun umferðarslysa í Danmörku frá 20% og upp í allt að 45 prósentum á ákveðnu tímabili. „Við erum að vinna að því að bæta umferðarumhverflð. Það sem mest er talað um eru hraöalækkandi að- gerðir. í borginni er 51 þúsund öku- tæki og fólk er þrúgað af mikilli umferð og miklum hraða. í liðnum aprílmánuði var samþykkt hvað ætti að gera í borginni. Nú er verið að vinna að umferðaröryggisáætlun og við teljum að svo kölluð 30 kílómetra svæði muni verða mest til bóta fyrir Reykvíkinga. Þau tvö svæði sem við erum aö skoða núna eru Hlíðarnar og Lækirnir. Umferðin á að vera greið á aðalleiðum en koma á í veg fyrir gegnumakstur um íbúða- hverfi,“ segir Margrét Sæmundsdótt- ir, formaður umferðarnefndar borg- arinnar. Margrét segir að vinna þurfi mun meira í vegamálum en hingað til og að höfuðborgarsvæðið hafi verið lát- ið sitja á hakanum á meðan milljarð- ar hafi verið settir í jarðgöng úti á landi. Hún segir að því hafa verið haldið fram að í borginni sé miklu meiri umferð en hún þoli og því þurfl að miða að því að minnka notkun einkabílsins. Mikið hefur verið fjallað um myndavélar á liðnum árum sem eiga að mynda þá sem aka hratt og á móti rauðu ljósi. Margrét segir borg- ina vera búna að kaupa allan búnað sem til þurfi en nú vanti fjármagn til lögreglunnar svo að hún geti rekið hann. Engir fjármunir fáist til þess að vinna úr upplýsingunum sem þær afla. „Tveir þriðju hlutar umferðarslysa verða á aðalgatnakerfmu og þvf þurf- um við að einbeita okkur að því. Það er ljóst aö meira fjármagn þarf til þessara mála.“ -sv Ami Sigfússon borgarfulltrúi um skuldabréfaútboö borgarinnar: Hefði verið eðlilegra að endurskoða fjárhagsáætlun „Lántökur til að greiða niður yflr- drátt eða skuldbreyta lánum geta verið skynsamlegar en maður lítur þær öðrum augum þegar þær eru til að greiða umframkeyrslu á fjár- hagsáætlun. Ef menn meintu eitt- hvað með tali sínu um að tími væri kominn til að rifa seglin hefði verið eðlilegra að endurskoða fjárhagsá- ætlun þessa árs með tilliti til of mik- illa útgjalda, draga saman og hag- ræða í rekstri," segir Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Borgarráð hefur samþykkt lán- tökuheimild í formi skuldabréfaút- boðs fyrir allt að 700 milljónir króna og verður farið í þetta útboð á næstu dögum eða vikum. Svo virðist sem umframeyösla borgarsjóðs stefni í 550 milljónir króna umfram íjár- hagsáætlun þessa árs. „Það er verið að endurskoða fjár- hagsáætlunina og búið að biðja for- stöðumenn allra borgarstofnana um að meta útkomu ársins og grípa til viðeigandi ráðstafana ef þeir stefna fram úr. Sömu hðir ár eftir ár eru háðir mikilli óvissu og í sjálfu sér væri hægt að mæta þeim með yfir- drætti eða taka lán hjá borgarfyrir- tækjum en við teljum eðlilegra og ódýrara að fara í skuldabréfaútboð," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. „Við gagnrýnum auðvitað að um- framkeyrslu sé mætt með útboði. Viö höfum horft á 26 prósenta hækkun fasteignagjalda og nú eru borgarbúar einmitt að greiða síðustu greiðsluna. Við höfum haft áhyggjur af því að breyttar reglur um ijárhagsaðstoð hjá Félagsmálastofnun þýði aukna þenslu. A þessu stigi er ekkert hægt að fullyrða um það en það er vissu- lega áhyggjuefni," segir Árni. Borgaryfirvöld hafa farið 180 millj- ónir fram úr fjárhagsáætlun vegna sumarverkefna skólafólks, 100 millj- ónir vegna kjarasamninga, 100 millj- ónir vegna fjárhagsaöstoðar Félags- málastofnunar og 100 milljónir vegna viðhalds gatna og átaksverkefna auk ýmissa aukafjárveitinga. -GHS umar í París Hin árlega skoöunarferð um borgina glaöværu viá Signu. Dvalið verður á hinu frábæra búðahóteli HOME PLAZZA. Upplýsingar á herbergjum hótelsins og matseðill í veitingasal eru á íslensku. Verð aðeins 52.920 kr. A 10 mánaða raögreiáslur! Innifalið: Flug, gisting meS morgunveröi, flugvallaskattar, skoðunarferð, flutningur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. E.s. Ekki gleyma öllu hinu: Signubökkum, Eiffelturninum og heimsins bestu verslunum, listamönnum götunnar, kaffihúsunum og heillandi mannlífinu, ásamt næturlífinu og rómantíkinni. Nokkur sæti iaus Bókanir á söluskrifstofu Fiugleióa Laugavegi 7, símar 50 50 534 og 50 50 486. Sigríóur eóa Linda. FLUGLEIÐIR Traustur í s / e n s ku r fe r Ö afé l a gi Fararstjórn: Laufey Helgadóttir/Kolbrún Sigurðardóttir Nánari upplýsingar: FARKLÚBBUR VISA UPPLÝSINGA- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Álfabakka 16, 109 Reykjavík Sími: 567-1700, fax: 567-8349

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.