Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 Fréttir Tekjur núverandi þingmanna á síðasta ári: Lækka í launum við að setjast á þing - karlar mun tekjuhærri en konur I úttekt á tekjum núverandi alþing- ismanna á síðasta ári kemur fram á meðaltekjur þeirra voru 289 þúsund. Einnig sést að meðaltekjur þeirra sem ekki voru þá á þingi voru hærri en hinna. Munar þar 13 þúsund krónum og væri munurinn meiri ef þingmenn sem voru ráðherrar væru ekki teknir með. Mætti því kannski ætla að nýir þingmenn lækkuðu í launum við það að taka sæti á þingi. Þá kemur í ljós að karlkyns alþing- ismenn voru með um helmingi hærri tekjur en kvenkyns alþingismenn. Munar um 100 þúsund krónum. Það verður að taka fram að fleiri karl- menn voru ráðherrar en þeir eru iöulega með hærri laun en aðrir þingmenn. í úttektinni var gerður samanburð- ur á tekjum þingmanna mismunandi flokka og kjördæma. Tekið skal fram að í þeim samanburði voru tekjur þeirra þingmanna sem sátu í ríkis- stjórn teknar með. Það gerir það að verkum að alþýöuflokksmenn og sjálfstæðismenn voru með hærri meðaltekjur en þingmenn annarra flokka. Sjálfstæðismenn voru með langhæstu tekjurnar, eða 348 þúsund að meðaltali. Þar hækkuöu Pétur Blöndal, Guðmundur Hallvarðsson og Vilhjálmur Egilsson meðaltalið. Einnig er athyglisvert að sjálfstæðis- menn voru með nærri því tvöfaldar meðaltekjur kvennalistakvenna. Gerður var samanburður á tekjum eftir kjördæmum þingmanna. Lang- hæstar meðaltekjur voru í Reykja- víkurkjördæmi, 353 þúsund. Guð- mundur Hallvarðsson, Pétur Blöndal og nokkrir ráðherrar á síðasta ári eru einmitt þingmenn þess kjördæm- is og hækkar það meðaltalið. Hæstur einstakra þingmanna er Pétur Blöndal sem var með meðal- mánaðartekjur upp á tæplega 1,3 milljónir samkvæmt skattframtali. Það er þó nær allt söluhagnaður af Kaupþingi sem hann seldi fyrir nokkrum árum og dreiflr Pétur hon- um á sjö ár. Þessi tala sýnir því ekki raunverulegar tekjur á árinu. -GJ Tekjur skemmtistaöaeigenda 1994: Umsvifamiklir með lágar tekjur - geta verið eðlilegar skýringar á því I úttekt DV á tekjum rekenda nokk- urra af helstu skemmtistöðum og kafíihúsum á síðasta ári kemur margt vert athygli í ljós. Ekki virðist mjög vænlegt að leggja út í þennan rekstur vilji menn hafa háar tekjur. Einungis einn maður á listanum náði hærri tekjum en 200 þúsundum á mánuði. Var það Björn Leifsson sem rekur Leikhúskjallarann og_ Ingólfs- café. Einnig rekur hann líkamsrækt- arstöðina World Class. Var hann 387 þúsund krónur í meðalmánaðartekj- ur á árinu. Næsthæstur á listanum er Guðjón Þór Pétursson sem á Bíó- barinn. Hann var með 169 þúsund í mánaðartekjur. Neðstur á þessum hsta er Dagúr Sigurðsson sem rekur Kofa Tómasar frænda ásamt bróður sínum, Lárusi Sigurðssyni. Litlu ofar á listanum eru menn sem voru mun umsvifameiri í þessum viðskiptum á árinu, Georg Georgiou og Kristján Þór Jónsson sem ráku Tunglið og Rósenberg og reka enn Deja-vu. Voru þeir með tæp 60 þúsund i mánaðar- tekjur. Hið sama gildir um Tómas A. Tómasson- veitingamann sem einnig er nokkuð umsvifamikill. Þaö skal tekið fram að ýmsar ástæður geta verið fyrir því að menn séu ekki með háar tekjur samkvæmt skattframtali. Ein skýringin getur verið sú að menn reki eigið fyrirtæki og greiði sjálfum sér ekki hátt kaup. Tómas A. Tómasson segir um hinar lágu tekjur sínar: „Fyrstu tvö árin á Hótel Borg hafa verið erfið og þó svo ég borgi fjölda fólks ágætis laun treysti ég mér ekki til að borga mér sjálfum há laun á meðan ég geng í gegnum þessa erfiðleika. Ég vil vitna í Lee Iacocca. Þegar hann tók við Chrysler gekk illa. Hann sagðist ætla að borga sjálfum sér dohar á ári í laun þangað til það færi að ganga betur. Síðan voru launin hans tekju- tengd. Á meðan ég er að klóra mig út úr þessum erfiöleikum hjá Hótel Borg treysti ég mér ekki til að borga sjálfum mér hærri laun.“ -GJ ToPviiir fr^mn s&œonnnifi3taii — mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1994 - i.■■■ ; j .. .. i .a.. 387 fi, Kaffj Reykjavík íússon, Kaffi Reykjavík 81 Vlöar Þórarinsson, Glaumbær L-jj-æ" 1 i ^ 59 Georg Georglou, Deja vu, Tunglið, , j ] 58 Tómas A. Tómasson, Hótel Borg, Sku 56 Krislján Þ. Jónsson, Deja vu, 46 , Kofi Tó 100 200 Verslunarráð íslands: Oskar eftir áliti EFTA á áfengislöggjöf inni Verslunarráð íslands hefur óskað eftir áliti Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort áfengislöggjöfin, með breytingum frá júní 1995, standist ákvæði samningsins um evrópskt efnahagssvæði, EES. Ráðið hefur far- ið þess á leit að meðferð kærunnar verði hraðað. í vetur óskaði Verslun- arráðiö eftir álití. Eftirlitsstofnunar- innar um fyrirkomulag áfengisversl- unar á íslandi og var íslenskum stjómvöldum þá gefinn sex vikna frestur til aö aðlaga lögin þeim niður- stööum stofnunarinnar að áfengis- löggjöfm bryti gegn EES-samningn- um. í rökstuðningi með erindi sínu til EFTA bendir Verslunarráð á að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, njóti ríkisstuðnings og hljóti það að brengla samkeppni við einka- aðila og hafa áhrif á viðskipti milh samningsaðila. Fjármálaráðherra skuli veita leyfi til innflutnings og heildsölu áfengis og geti jafnframt sett skilyrði fyrir leyfisveitingu auk þes sem víðtækt auglýsingabann hindri markaössetningu og mismuni innlendum og innfluttum prentmiöl- um. Þá er bent á að gildistaka laga- breytinganna sé 1. desember eða átta mánuðum eftir lokafrest Eftirhts- stofnunarinnar. -GHS — mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1994 — Úttekt á tekjum nokkurra skólamanna: Árni Vilhjálmsson prófessor hæstur í úttekt DV á tekjum nokkurra skólamanna 1994 var Árni Vilhjálms- son, prófessor í viðskiptafræði, þeirra tekjuhæstur. Það er kannski ekki skrýtið því að auki er hann m.a. stjómarformaður Granda. Var hann með 590 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Annar er Stefán Ólafsson, for- stöðumaður félagsvísindastofnunar. Hann var með 453 þúsund í mánaðar- tekjur á árinu. Hinn þriðji er Gunnar G. Schram lagaprófessor með 432 þúsund á mánuði. Hafliði Pétur Gíslason, prófessor í eðlisfræði, kem- ur næstur með 427 þúsund á mán- uði. Mun hann hafa fengið mest út úr vinnumatskerfmu í Háskólanum og er því þetta hár. Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskólans, er svo fimmti. Hann var með 396 þúsund krónur í mánaðartekjur. Á hstanum eru einnig þrír skóla- meistarar framhaldsskóla. Örnólfur Thorlacius, rektor í MH, Guðni Guð- mundsson, fyrrverandi rektor í MR, og Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskólans. Var hann með hæstar tekjur af þeim, 390 þúsund krónur á mánuði. -GJ IsÉíiiiif skÉ4aatiaBE» mánaöartekjur í þúsundum króna á árinu 1994 — 189 ófessor 174 Þ6r Wltehead prófessor 0 200 400 590 Árnl Vllhjálmsson prófessor 453 Stefán Ólafsson, prófessor, forstm. Félagsvísindast. 432 Gunnar G. Schram prófessor 427 Hafliöl P. Glslason prófessor 396 Sveinbjörn Björnsson, rektor HÍ 390 Þorvarður Elíasson, skólastj. VÍ 370 Valdimar K. Jónsson prófessor 358 Örnólfur Thorlacius, rektor MH 332 Sigurður Líndal prófessor 326 Þorvaldur Gylfason prófessor 324 Arnljótur BJörnsson prófessor 323 Hannes H. Glssurarson dósent . .......... 298 Helga Kress prófessor 241 Guðni Guðnason, rektor MR 220 Arnór Hannibalsson prófessor DVí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.