Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 15 Undirhyggja í úthafs- veiðistef nu íslands Ráðstefnu SÞ í New York lauk sl. fostudag, með endanlegum samningi um stjórnun úthafsveiða, þar sem ákveðið var að aðliggjandi lönd skuli stjórna veiðum á hverju úthafsveiðisvæði fyrir sig og að 200 sjómílna lögsaga frá hverju landi sé endanleg. Strandríki geta þannig ekki stækkað fiskilögsögu sína umfram þessi takmörk. Þessi ákvæði leiða strax til þess að ísland ætti að verða aðili að tveim slíkum veiðisvæðum, þ.e.: a) Veiöum í Norðurhaflnu, en sú veiðislóð er umlukin fiskveiðilög- sögu íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands, sem ein ættu sameigin- lega að hafa alla stjórn á þessum veiðislóðum, og b) Norður-Atlants- hafssvæöið sem liggur suður og suðvestur af íslenskri og græn- lenskri fiskilögsögu þar sem island og Grænland ættu ein sér að hafa mesta aðild að stjórnun veiðanna. Þessi veiðisvæði eru algjörlega að- skilin af fiskilögsögum íslands, Grænlands og að nokkru Færeyja, auk þess sem veiöar á þessum svæðum eru í flestum atriðum ólík- ar. Krafa íslands ætti því að vera að þessi svæði lúti aöskildum og sjálf- stæðum úthafsveiöistjórnum og að réttur íslands til veiða og setu í báðum stjórnum sé viðurkenndur. Að setja báðar þessar veiðislóðir undir einn hatt undir nafninu Norðaustur-Atlantshaf byggist að- eins á venjulegri fákunnáttu is- lenskra blaðamanna sem hefir ver- ið allt of áberandi að undanförnu. Þáttur fjölmiðla En blaðamönnum er nokkur vor- kunn. Gagnvart almenningi er KjaUaiinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olis enga stjórnun eða leiðbeiningu að finna hjá íslenskum stjórnvöldum, hvorki fiskiráðuneytinu né ráðu- neyti utanríkismála, um hver sé stefna þeirra í úthafsveiðum. Síðan kvótalögin voru sett árið 1984 hafa stjómvöld í framkvæmd framselt stjórnun úthafsveiðanna til LÍÚ sem síðan framseldi hana aftur til formanns úthafsveiði- nefndar LÍÚ austur á Þórshöfn og þaðan koma síðan allar nýjustu Bakkabræðrasögurnar. Getur ein- hver tekið mark á svona stjórn- sýslu ríkisins? ísienskir fjölmiðlar telja þetta eðlilegt og lýsir þeim vei. Menn mættu gjarnan vanda sig meira. En hvað skal gera þegar forsjáin eða stjórnunin er engin? íslenskir fjölmiölamenn hafa stutt yfirgang Norðmanna í Norðurhafinu þar sem þeir hafa óátalið helgað sér 200 „Ef Island vill halda 1 heiðri stefnu um fjögurra þjóða stjórnun á veiðum 1 Norðurhafinu verður að gera kröfu til þess að Færeyjar eigi þar einnig full- trúa.“ „Krafa islands ætti þvi að vera að þessi svæði lúti aðskildum og sjálf- stæðum úthafsveiðistjórnum ...“ segir Önundur m.a. í greininni. mílna fiskilögsögu kringum Jan Mayen, Svalbarða og Bjarnarey með reglugerð útgefinni í Ósló. Engin opinber mótmæli hafa kom- ið fram frá íslenskum stjórnvöld- um en fjölmiðlar hér hafa athugun- arlaust hermt þetta eftir Norð- mönnum. Og Færeyingar gleymdust A ráðstefnunni í New York bauð Kórelskí, fiskiráðherra Rússa, norska og íslenska starfsbróður sínum til viðræðna í St. Péturs- borg, sem sá íslenski hefir þegið. En það hefir gleymst að bjóða þeim færeyska. Ef ísland vill halda í heiðri stefnu um fjögurra þjóða stjórnun á veiðum í Norðurhafinu verður að gera kröfu til þess að Færeyjar eigi þar einnig fulltrúa. Þetta ætti mönnum að vera ljóst nú, eftir að meginhluti þeirrar síld- ar af norsk-íslenska stofninum, sem veiddur var af íslenskum skip- um í vor, var einmitt veiddur innam færeysku fiskilögsögunnar. Þeim síldveiðum lauk með því að fjöl- miðlar skýrðu frá því að síldin hefði horfið af Rauða torginu „inn í norsku fiskilögsöguna við Jan Mayen“. Engin mótmæli komu fram frá íslenskum stjórnvöldum, þótt eng- in slík fiskfiögsaga sé til við Jan Mayen, nema í norskum ruglukoll- um. Jan Mayen er eyðisker og þar er engin byggð og því er þar engin fiskilögsaga. Önundur Ásgeirsson Enqinn frá R-listanum Sl. þriðjudag bað blaðamaður DV undirritaðan að láta í ljós álit sitt á eftirfarandi í dálknum „Með og á móti“. Spurningin var þessi: „Var rétt að taka niöur málverk af Bjama Benediktssyni sem hangið hefur uppi í Höfða?“ Ég tjáði mig strax reiðubúinn til að láta í ljós skoðun mina og gerði þaö en síðar sama dag kom í ljós í símtali við blaðamanninn að eng- inn talsmaður R-listans var tilbú- inn að vera meðmæltur ofan- greindri fullyröingu, þar á meöal borgarstjóri. Þar með var komið í veg fyrir að hægt væri að fjalla um málið í þessum þætti DV. Gerræðisleg vinnubrögð Svar mitt við fullyrðingunni, sem birtast átti í dálknum, var afdrátt- arlaust og orðaðist þannig: Málverk af Bjarria Benedikts- syni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, var sett upp í Höföa fyrir u.þ.b. 25 árum til minn- ingar um einn mesta stjórnmála- mann þjóöarinnar á þessari öld. Frá þeim tíma hefur aldrei komið til umræðu að fjarlægja myndina eða koma henni fyrir á öðrum stað. Sú ákvörðun borgarstjóra að taka myndina niður og koma henni fyr- Kjallariim Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi ir í geymslu er forkastanieg og jafn- framt óskiljanleg enda hefur borg- arstjóra gengið afar illa að rökstyðja þá ákvörðun sína. Auðvitað getur komið til álita að breyta staðsetningu listaverka sem sett eru upp til minningar um látna forystumenn en þegar um er að ræða mynd sem hangiö hefur uppi í tæpan aidarfjórðung í þessu sögu- fræga húsi er bæði sjálfsagt og eðli- legt að allar slíkar breytingar séu kynntar og ræddar á réttum vett- vangi og um þær sé víðtæk sam- staöa. Vinnubrögð borgarstjóra í þessu máli eru hins vegar ótrúlega gerræðisleg og lýsa algjöru virðing- arleysi. Minjar um merkan fund Borgarstjóri lét ekki þar við sitja að taka niður málverkið af Bjarna Benediktssyni því einnig hafa verið afmáð öll ummerki fundar Reagans og Gorbatsjovs sem haldinn var í Höfða 1986. Sú ákvörðun borgar- stjóra er að mínu viti einnig al- röng. Minjar um þann merka fund, sem markaði upphafið að falli kommúnismans í Evrópu, eiga tví- mælalaust að vera til staðar í Höfða og hefðu ennfrekar aukið sögulegt gildi þess fornfræga húss. Mín tillaga er sú aö málverkinu af Bjarna Benediktssyni veröi komið fyrir aftur á sama stað, þar sem það hefur verið i tæpan aldar- fjórðung, og fundarherberginu í Höfða komið í sama horf og það var áður en breytingarnar voru gerðar á því sl. vor. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson „Mín tillaga er sú að málverkinu af Bjarna Benediktssyni verði komið fyrir aftur á sama stað, þar sem það hefur verið í tæpan aldarfjórðung, og fundar- herberginu 1 Höfða komið 1 sama horf og það var áður en breytingarnar voru gerðar á því sl. vor.“ Meðog ámóti Umframeyðsla og skulda- bréfalán borgarinnar Aukumekki yfirdráttinn „Umfram- eyðsla borg- arsjóðs var í rauninni fyr- irséð í fjár- hagsáætlun borgarsjóðs fyrir þetta ár endavartaiað um þaö Strax Guðrun Ögmundsdóttlr, í upphafi að l»rgartumrúi Reykiavík- þaðyrðitekið urli5la á þessu síðar þar sem ekki var vitað hver fjárhæðin yröL Þetta skuldabréfaútboö nú er í raun- inni bara leið tO aö koma til raóts við umframeyðsluna og halda yf- irdrætti borgarsjóös 1 lágmarki. Samhliöa útboöinu verður fjár- hagsáætlun borgarinnar endur- skoöuð og fariö yfir hana með yfirmönnum allra borgarstofh- ana í lok ágúst til að kanna hvort um einhveija umframeyðslu er þai' að ræða. Ef um slíkt er að ræöa, sem ég hef ekki trú á, verð- ur auðvitað tekið á því. Gamli meirihlutinn i borgar- stjóm notaði yfirdráttinn óspart og þess vegna fóru mál af þessu tagi aldrei fyrir borgarráð. Yfir- drátturinn hækkaði bara stöðugt þannig að það er farið í þetta út- boð til að halda yfirdrættinum niðri. Það hefði verið hægt að fara þessa laumuaðferö en það á ekki að gera það heldur viijum við setja hlutina á boröið. Umfram- eyðsla borgarinnar byggist á al- varlegu atvinnuástandi. Meðan það lagast ekki og ríkisvaldið kemur ekki inn af meiri krafti bitnar þaö á sveitarfélögunum." Vllhjálmur Þ. Vilhjálms- son, borgarfulltrúl S|áH- stæðistlokks Engarróttæk- ar aðgerðir „í kosn- ingabæklingi R-listans sagði eftirfar- andi: „Sér- stök endur- skoðun verð- ur gerð á fjár- rnálum borg- arsjóðs þegar í sumar. Fjár- liagsáætlun fyrir borgina vegna þessa árs verður endurskoðuð á grundvelli hennar. Gerö verður langtímaá- ætlun um að greiða niður gömlu skuldirnar." Það sem gerðist var þetta: Endurskoöunin var fram- kvæmd, fjárhagsáætlunin vegna 1994 var ekki endurskoðuð og borgarstjóri lýsti því yfir að „gömlu skuldirnar" yrðu ekki greiddar niður. Nú blasir við að fyrsta fjárhagsáætlun R-listans stenst alls ekki og umframeyðsla verði 700-1.000 milljónir. Það er ástæðan fyrir því að borgarsjóður verður að taka lán nú þegar sem nemur 700 milljónum. Borgar- stjóri segir að þessa umfram- eyðslu hefði mátt sjá fyrir en samt sem áður var ekkert tillit tekiö tíl þess við gerð flárhagsá- ætlunar. Á sama tíma eiga sér stað skattahækkanir á borgarbúa sem nema um það bil 1,3 milljörö- um, meðal annars 26 prósenta hækkun fasteignagjalda. Þrátt fyrir þessa þróun í flármálum borgarinnar, sem fulltrúar R-list- ans hafa mörg hundruö sinnum lýst yfir að myndi aldrei eiga sér stað hjá þeim, eru engar róttækar aðgerðir í gangi til að stemma stigu við henni. Afleiðingin er meðal annars sú að rekstrargjöld borgarsjóðs aukast um hundruð milljóna á næstu misserum og árum.“ -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.