Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Qupperneq 28
*£ f 8 j 36 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 nn Cantona er ekki alltaf jafn bros- mildur. Rólegur Cantona! „Viö höfum rætt við hann og lögfræðing hans og náð að róa Cantona aðeins." Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, sem er eins og venjulega að reyna að róa niður hinn franska lélaga sinn Eric Cantona, i Mbl. Ummæli Ekki hafnað vegna ásta- mála „Sigríði Dúnu var ekki hafnað vegna ástamála." Kristin Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, um gagnrýni Sigríðar Dúnu á störf Kvennalistans, í DV. Spennandi og flókið „Við erum mjög spennt yfir að vera komin hingað. Þetta eru flóknustu atriði sem við höfum rnyndað." Arnold Shapiro, framleiðandi sjón- varpsþáttanna Rescue 911, en einn þáttur verður tekinn á íslandi, i DV. Sir Edmund Hillary, sem fyrstur kleif Everestfjall, er mikið fyrir háa staði en hann býr samt ekki uppi í staur. Húkt á staur í hálfa öld Mennimir hafa mismunandi markmið í lífinu. Sumir vilja klífa Everestíjall eöa komast til Mars á meðan æðsti draumur annarra er að liggja inni í stofu og horfa á sápuóperuna Guiding Light. Fáir hafa þó eytt lífi sínu á furðu- legri hátt en heilagur Simeon Blessuð veröldin yngri. Hann lifði seinustu fjöru- tíu og fimm ár sín uppi í stein- súlu nokkurri á Furuhæð skammt frá Antiokkíu í Sýrlandi. Ekki fylgir sögunni hvað hann fann sér til dundurs í háloftunum allan þann tíma. Núlifandi methafi Met Simeons veröur sennilega seint slegið enda nútímamenn- imir ekki mikið fyrir það að húka uppi í staur. Þó tókst henni Mel- issu Sanders frá Indianapolis í Bandarikjunum að hafast við í kofa uppi á staur frá 26. okt. 1986 til 24. mars 1988 og geri aörir bet- ur. Rigning og skúrir í dag verður suðaustankaldi á mest- öllu landinu en þó sums staöar stinn- Veðrið 1 dag ingskaldi austanlands. Rigning og skúrir verða um mestallt landið, síst norðanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Sólarlag í Reykjavík: 21.59 Sólarupprás á morgun: 5.07 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.00 Árdegisflóð á morgun: 7.20 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skúr 14 Akurnes rigning 12 Bergsstaðir súld 13 Bolungarvík skýjað 12 Kefla víkurflugvöllur alskýjað 12 Kirkjubæjarklaustur rigning 12 Raufarhöfn rigning 13 Reykjavík súld 12 Stórhöfði súld 11 Helsinki léttskýjað 14 Kaupmarmahöfn léttskýjað 19 Stokkhólmur léttskýjað 15 Þórshöfn skýjað 13 Amsterdam léttskýjað 17 Barcelona hálfskýjað 21 Chicago léttskýjað 23 Feneyjar léttskýjað 21 Frankfurt léttskýjað 17 Glasgow skýjað 15 Hamborg léttskýjað 14 London mistur 17 LosAngeles heiðskírt 18 Lúxemborg léttskýjað 18 Madrid heiðskírt 18 MaUorca léttskýjað 24 Montreal heiöskírt 21 New York heiðskírt 23 Nice skúr 23 Nuuk léttskýjað 3 Orlando léttskýjað 25 París hálfskýjað 18 Róm skýjað 23 Vín léttskýjað 17 Winnipeg heiðskírt 11 Skemmtilegt Ægir Már Káxason, DV, Sudumesjum: „Þegar Lúkas þjálfari tilkynnti að ég væri í liðinu á raóti Skaga- mönnum þá datt ég út úr heimin- un. Ég var ekki í sambandi. Þetta var síst þaö sem ég átti von á. Þetta er búið að vera stórkostlegt og mjög skemmtílegur tími. Það hafa marg- ir stutt við bakiö á mér, bæði leik- Maður dagsins menn og bæjarbúar. Ég er aíar þakklátur fyrir þann stuðning en ég er stundum svolítið tauga- strekktur,“ segir Albert Sævars- son, 21 árs markvörður Grindvík- ínga, sem fékk óvænt tækifæri til að leika í marki á móti Skagamönn- um í 6. umferð Íslandsmótsíns. Ai- Albert Sævarsson. bert hefur veriö mikið í fréttunum eftir að hann nýtti tækifærið sem hann fékk nfjög vel og hefur hann komiö skemmtilega á óvart með góðri markvörslu. ,Nú er ég kominn með sjensinn og þá er bara að fylgja því eftir. Þetta er staða sem mig hefur dreymt um en bjóst ekki við á þessu timabili." Albert er fæddur og uppalínn Gríndvíkingur og hefur æft mark með meistaraflokki frá sextán ára aldri en aldrei fengið tækifæri með aðalliðinu fyrr en nú. Hann byrjaði seint aö æfa mark eða 14 ára: „Ég var alltaf áður í framlínunni. Það vantaði markmann og ég sló til á nokkrum æfingum og þá varð ekki aftur snúið." Albert vinnur núna hjá Hamri hf. í Grindavik en hefur verið á sjó á veturna. Áhugamál hans erumörg. Hann er alæta á iþróttir og hefur æft þær margar. Hann reynir til dæmis að koraast í golfið þegar tími gefst. , Myndgátan Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Fjórir leikir fara ffam í annarri deild karla i knattspymu í kvöld. Þór fær Skallagrím í heimsókn, Fylkir, sem er í ööru sæti deildar- innar, keppir við KA, Víöir frá íþróttir Garði etur kappi viö efsta lið deildarinnar, Stjörnuna, og að lokum verður sannkallaður botn- slagur er HK og Víkingur mætast í Kópavoginum. Allir leikimir hefjast klukkan 19. Skák Enski stórmeistarinn Nigel Davies fléttaði laglega í meðfylgjandi stöðu gegn Vescovi á móti í Katrineholm fyrr á árinu þar sem hann varð einn efstur. Davies hafði svart og átti leik: & 1 11 1 A14 1 A 1 1 A £ s A A ABCDEFGH 1. - Del +! 2. Kxel Eða 2. Kg2 Rxf3! og vinnur. 2. - Rxí3+ 3. Kfl Hel+ 4. Kg2 Hgl + ! 5. Kxf3 Hg3 mát! Jón L. Árnason Bridge I bridgedálk gærdagsins var minnst á kærumál sem upp kom á EM í bridge í Portúgal fyrr í sumar. Hér er annað at- hyglisvert dæmi sem sýnir vel að störf dómnefndar eru ekki einfóld. Sagnir gengu þannig í spilinu þar sem kæran kom fram, suður gjafari og AV á hættu: * ÁD3 V D2 ♦ K74 *■ D10743 ♦ G9 • V G1096 ♦ D10863 + G8 ♦ 765 V 543 ♦ G 4» ÁK9652 ♦ K10842 V ÁK87 ♦ Á952 Suður Vestur Norður Austur 14 Pass 2 G Pass 4+ Pass 44 Pass 4* Pass 4 G Pass 5* Pass 54 Pass 5* Pass 64 P/h Keppnisstjóri var kallaður til borðsins eftir að spilinu lauk. Vestur spilaði út hjartagosa sem sagnhafi drap á drottn- ingu og síðan kom lágt lauf úr blindum. Austur hugsaði sig um í tvær mínútur áður en hann setti ásinn (suður hafði sýnt stutt lauf í sögnum, eitt eða ekkert spil). Suður fór síöan 2 niður og kærði niðurstöðuna til keppnisstjóra. Hann taldi sig hafa orðið fyrir skaða vegna langrar umhugsunar austurs og þeirri staðreynd að hann setti ásinn en ekki kónginn. Ef kóngurinn hefði komið í átti sagnhafi möguleika á að spila drottningu úr blindum og fella gosa vesturs. Keppn- isstjóri lét skorina standa og sagnhafi áfrýjaði til dómnefndar. Áfrýjunarnefnd taldi að austur hefði gerst siðlaus með hiki sínu og síðan ásnum (í stað kóngs- ins). Dómnefnd gerði síðan áætlun um í hve mörgum tilfellum sagnhafi hefði staðið spilið og komst að því að það myndi gerast í 50% tilfella. Skorin væri því 980 í helmingi tilfella en -100 aö öðrum kosti. 980 minus 100 gerir 880 og úrskurður dómnefndar var sá að skorið væri helm- ingm- af 880, eða 440 í NS. ísak Örn Sigurðsson Urklippur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.