Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995
Fréttir_________________________________________________________
Nægilegt heitt vatn til að leggja hltaveitu í Skógum:
Kostnaðurinn innan
við 30 milljónir
getur lækkað orkukostnað Skóga um þriðjung, segir Grímur Bjömsson
„Þetta er miklu meiri árangur en
viö héldum aö hægt væri að ná á
þessu svæöi. Holurnar þarna eru oft
„þurrar", en menn hafa kannski ekki
verið nógu þrjóskir og ekki örvað
holurnar nægjanlega vel til dáöa,"
sagöi Grimur Björnsson, jarðeðlis-
fræðingur hjá Orkustofnun, en um
helgina skilaði loks árangri tveggja
mánaða borun eftir heitu vatni að
Skógum í A-Eyjafjallahreppi.
Borholan, sem er rétt austan við
skólahúsið að Skógum, getur skilað
10-18 lítrum á sekúndu sem mun
duga allri byggðihni við Skóga og vel
það. Hingað til hafa hús í þessum
þéttbýliskjarna verið hituð með raf-
magni og olíu sem, að sögn Gríms,
er helmingi eöa þrefalt dýrara en
með þessari nýju holu.
í holunni eru tvær æðar, önnur á
530 metra dýpi og er hún tæplega 50°
á Celsíus. Grímur segir að um þá
æð hafi Orkustofnun vitað, en þegar
borað var dýpra, á 1120 metra dýpi,
fannst önnur æð sem gefur 96° heitt
vatn þannig að upp úr holunni kem-
ur rúmlega 60° heitt vatn sem að sögn
Gríms er ágætur hiti til kyndingar.
Heildarkostnaður við holuna, lagn-
ir og hitaveituna mun líkast til verða
um 20-30 milljónir. Með hliðsjón af
því að hingað til hafa 4-5 milljónir
farið í kyndingu á ári má reikna með
að hin nýja hitaveita verði fljót að
borga sig.
Margrét Einarsdóttir, oddviti
hreppsins, sagði að mikil ánægja
ríkti meðal íbúa svæðisins.
„Þetta var góður dagur í gær. Fólk
hittist og menn brostu hreinlega
hringinn. Við áttum alls ekki von á
því að árangurinn yrði svona góður.
Þetta breytir auðvitað mjög miklu
fyrir hreppinn. Ég get til dæmis
ímyndað mér að möguleikar í ferða-
þjónustu aukist við þetta,“ sagði
Margrét.
Hingað til hefur svæöið undir Eyja-
íjöllum verið talið eitt af „þurrari"
svæðum landsins hvað varðar heitt
vatn. Við þennan fund vakna því
spurningar um það hvort vatn gæti
fundist á fleiri stöðum sem taldir
hafa verið „þurrir". Að sögn Gríms
hefur þessi nýja hola að Skógum
ekki þau áhrif að endurmeta þurfi
þau svæði sem talin hafa verið rýr
af heitu vatni.
„Það sem breytist í hugum okkar
sem vinnum við þetta er fyrst og
fremst það að þær holur sem hingað
til hafa verið taldar árangurslausar
gætu með nokkrum viðbótarkostn-
aöi orðið nægjanlega orkumiklar fyr-
ir litla þéttbýliskjarna. Við erum að
sjá það að með þvi að „totta“ þessar
minni holur eins og hægt er er hægt
að ná nægu vatni úr þeim til þess að
hitaveita á staðnum borgi sig,“ sagði
Grímur. -GMB
DV
Ólafsvlk:
Gassprengja
sprakká
bryggjunni
Sprengja sprakk á bryggjunni í
Ólafsvík á laugardagskvöld,
Eftir rannsókn lögreglunnar
ályktaði hún að þetta heföi verið
gassprengja sem gerð hefði verið
með því aö setja gas af kút í plast-
poka og honum hefði svo verið
hent á bál. Tekur Guðlaugur
Wíum, varðstjóri í Ólafsvík, fram
að það séu aðeins getgátur. Segir
hann að þær fréttir sem sagðar
hafi verið af atburðinum séu stór-
lega orðum auknar og að ekki hafi
allt nötrað og skolfið í Ólafsvík,
fólk á heimili hans hafi ekki einu
sinniheyrtsprenginguna. -GJ
Kópavogur:
KveiktíLödu
Kveikt var í númerslausri
Ladabifreið við Auðbrekku 2 í
Kópavogi á fóstudagskvöld. Var
hún fast upp við húsið og sprungu
þrjár rúöur við brunann. Greini-
legt er aö þetta voru skemmdar-
verk en ekki er vitað hver framdi
verknaöinn. Rannsóknarlögregla
ríkisins rannsakar nú málið. -GJ
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
r ö d d
Jj
NeiÍ2J
904-1600
Eiga stjórnmálamenn að þiggja
laxveiðiboð stórfyrirtækja?
Alllr 1 aUtrmna karflnu meft tðnvalssíma gata nýtt sér þessa þ)6nustu.
Stuttar fréttir
Vöruflutningabifreið fór út af veginum við Hvammsá fyrir utan Vík í Mýrdal á hádegi á laugardag og lenti á hvolfi. Bifreiðin lenti i lausamöl í beygju og
valt. Engin teljandi slys urðu á fólki en bifreiðin er mikið skemmd. Farmurinn, sem var fiskur, skemmdist ekki. DV-mynd Friðrik
Elduríhlööu:
Af ættarmóti
í slökk vistarf
Eldur kom upp í gamalli hlöðu við
Þórormstungu í Vatnsdal á laugar-
dag. Fólk sem statt var þar á ættar-
' móti tilkynnti um brunann og hélt
honum í skefjum með vatnsslöngu
uns slökkvilið kom á vettvang. Jörð-
ineríeyði. -GJ
Bæj arráðsfundur á þriðjudag:
Loks naf n á naf n-
laust sveitarfélag
- þrátt fyrir andstöðu forseta bæjarstjómarinnar
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
„Ég tel sátt ríkja um þetta nafn í
bæjarstjórn. Sumir bæjarbúar
verða kannski ekki alveg sáttir í
byrjun en síðar á fólk eftir að venj-
ast því og sættast við nafnið.
Reykjanes er fallegt og rismikið
nafn. Það vísar til þess hvar á land-
inu þetta nýja sameinaða sveitarfé-
lag er,“ sagði Jónína Sanders,
formaður bæjarráðs Keflavíkur,
Njarðvíkur og Hafna, sem telur
öruggt að bæjarstjóm muni sam-
þykkja nafnið Reykjanesbær á
sameinaða sveitarfélagið á fundi
sínum á þriðjudaginn.
Forseti bæjarstjórnarinnar, Drífa
Sigfúsdóttir, sagði í viðtali við Rík-
isútvarpið í gærkvöldi að hún
myndi leggja til á fundinum að
sveitarfélagið fengi nafnið Kefla-
vík-Njarðvík.
Bæjarráð Keflavíkur, Njarðvíkur
og Hafna hefur samþykkt að leggja
fyrir bæjarstjómarfund á þriðju-
daginn að niöurstaða úr almennri
atkvæðagreiðslu um nýtt nafn fyrir
bæjarfélagið gildi. Reykjanesbær
fékk þar flest lögleg atkvæði.
„Það mun líða stuttur tími frá þvi
bæjarstjórn staðfestir nafnið þar til
þaö tekur formlega gildi. Samein-
ing þessara þriggja sveitarfélaga
hefur gengið mjög vel. Þetta er það
eina sem er eftir. Þegar því er lokið
er þessi sameining endanlega kom-
in í gegn. Reykjanesbær verður
sameiginlegt nafn yfir sameinaða
sveitarfélagiö en nöfnin Keflavík,
Njarðvík og Hafnir verða alltaf til,“
sagði Jónína.
Amarsigraði
Amar Þorsteinsson sigraði á
Helgarskákmóti Taflfélags
Reykjavíkur. Amar fékk 6 'Á v.
af 7 mögulegum.
Ásókn í Smuguna
47 íslensk skip eru í Smugunni
eða á leið þangaö. í fyrra stund-
uðu 30-35 skip veiðar í Smugunni
þegar mest var. Mbl. skýröi frá
þessu.
Hátiverðálýsi
Lýsisverð er hærra á heims-
markaðnum en nokkm sinni fyrr
og verð á fiskmjöli er lika með
því hæsta sem þekkst hefur len&.
RÚV greindi frá þessu.
TapáHerjólfi
Nú bendir allt til þess að Útgerð
Herjólfs verði gjaldþrota, Rekst-
urinn gekk illa á síöasta ári og
nam tapið 155 milljónum, að sögn
Sjónvarpsins.
Deiliskipulagi hafnað
Guömuridur Bjamason um-
hverfisráðherra hafnaði deili-
skipulagi skipulagsstjóra ríkisins
fyrir Bessastaðahrepp eftir
stjórnvaldskæm íbúa i hreppn-
um. RÚV greindi frá þessu.
Loðnufiotinniiand
Loðnuflotinn er á leið í land
eftir ítarlega en árangurslausa
loðnuleit á öllum loðnumiöum
fyrir norðan land. Mbl. skýrði frá
þessu.
Orkuverðtiláivers
Iðnaðarráðherra segir umræð-
ur um orkuverð til stækkaðs ál-
vers Iangt á veg komnar. Tíminn
greindi frá þessu.