Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Side 15
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995..
15
Raska þarf
ráðherraró
Hveitibrauösdagar ríkisstjórnar-
innar eru liönir. Flestum vefst
tunga um tönn, þegar þeir eru
spuröir um gjörðir hennar á þeim
tíma. Þar situr helst eftir kappsemi
hennar við aö koma í gegn breyt-
ingum á fyrirkomulagi við inn-
flutning og sölu á áfengi, þvergirð-
ingsleg framkvæmd GATT-samn-
ingsins og arfavitlausar breytingar
á lögum um stjórn fiskveiða. Engar
fréttir berast af metnaöarfullum
tilraunum ráðherranna til að ráð-
ast gegn atvinnuleysinu, og þaðan
af síður virðist launamunur kynj-
anna raska ró þeirra.
En þótt flestum finnist ríkis-
stjórnin aðgerðalítil og fæstir búist
raunar við nokkru af henni, ríkir
heldur ekki beinlínis óánægja meö
hana. Enda standa að henni sterkir
flokkar með lítt umdeilda foringja
í stafni. Það verður ekkert auðvelt
að veita þessari ríkisstjóm það að-
hald, sem hún þarfnast og stjórnar-
andstöðunni er skylt að veita. Það
er því mikilvægt, aö þingflokkarnir
fjórir í stjórnarandstöðu leggi sig
fram um að vinna vel saman, þótt
vitaskuld sé oft um áherslumun að
ræða og ekki hægt að tala einni
röddu í öllum málum.
Samkeppni um frumkvæði
Yfirlýsingar um samstarfs-
og/eða samrunaviðræður á félags-
hyggjuvæng hafa ratað inn í fjöl-
miðla í gúrkutíð sumarsins, og
virðist ríkja nokkur samkeppni
milli foringjanna um frumkvæði í
KjaUariim
Kristín Halldórsdóttir
þingkona Kvennalistans
þeim efnum. Spurning er, .hvort
hugur fylgi máli, því aðferðin ber
fremur keim af auglýsinga-
mennsku en raunverulegum
áhuga. Ekkert er þó eðlilegra en
að einmitt þau stjórnmálaöfl, sem
nú mynda stjórnarandstöðuna,
endurmeti stöðu sína og starfs-
ramma hvert um sig. Öli fengu þau
miklu lakari útkomu í síðustu
kosningum en þau höfðu stefnt að
og vænst, og nokkur tilvistar-
kreppa hrjáir þau öll.
Kvennalistinn hefur nokkra sér-
stöðu í þessum efnum, eins og fyrri
daginn. Áherslumál Kvennalistans
fengu umtalsvert vægi í kosninga-
baráttunni, og öll önnur framboð
kepptust við að eigna sér þau.
Kvennalistinn missti hins vegar
fylgi í kosningunum, fjöldi kvenna
á Alþingi stendur í stað, og áherslu-
mál kvenna virðast eiga að bíða til
næstu kosningabaráttu. Margir
iðrast þess nú að hafa ekki stutt
Kvennalistann, en úr því verður
ekki bætt næstu 4 árin, og viö
Kvennalistakonur ræðum að sjálf-
sögðu stöðu okkar, hvað hefur
brugðist og hvernig við getum best
tryggt hugsjónum okkar farveg í
framtíðinni.
Málin í skúffum ráðuneyta
Starf Kvennalistans og annarra í
kvennabaráttu hefur skilað veru-
legum árangri, einkum í auknum
skilningi karla sem kvenna á rétt-
mæti kvennabaráttunnar. Það
sýna m.a. margvísleg viöbrögð við
skýrslunni um launamun kynj-
anna, svo og við niðurstöðum kosn-
inganna og eftirmálum þeirra, þeg-
ar konur og sjónarmið þeirra voru
að litlu höfð við myndun ríkis-
stjórnarinnar. Lítil líkindi eru þó
til breytinga hjá núverandi vald-
höfum, sem ekki bifast einu sinni
við sendingar frá konum úr eigin
flokki.
Margir bíða spenntir eftir svari
forsætisráðherra við opnu bréfi
Þórunnar Gestsdóttur, formanns
jafnréttis- og fjölskyldunefndar
Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í
Morgunblaðinu 1. ágúst sl. Hún
lýsir þar eftir viðhorfum formanns
síns til jafnréttis! Eitthvað virðist
því skorta á boðleiöir og samstarf
í þessum flokki, sem svo margir
íslendingar telja traustsins verðan.
Nú má hvergi slaka á í mannrétt-
indabaráttu kvenna. Best væri, ef
konur fengjust til að vinna saman
þvert á öll flokksbönd að framgangi
þeirra mannréttinda- og kvenfrels-
ismála, sem hátt bar í kosningabar-
áttunni, en mega nú sæta skúffu-
meðferð í ráðuneytunum. Það þarf
að raska ró ráðherranna.
Kristín Halldórsdóttir
„Starf Kvennalistans og annarra hefur skilað verulegum árangri, einkum
í auknum skilningi karla sem kvenna á réttmæti jafnréttisbaráttunnar,“
segir m.a. í grein Kristínar.
„Margir bíða spenntir eftir svari for-
sætisráðherra við opnu bréfi Þórunnar
Gestsdóttur, formanns jafnréttis- og
Q ölskyldunefndar Sj álfstæðisflokks-
ins, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ág-
úst sl. Hún lýsir þar eftir viðhorfum
formanns síns til jafnréttis!“
Síldin og skuldirnar
Síld var ekki mannamatur á ís-
landi. í bréfi sem Tryggvi Gunnars-
son bankastjóri skrifaði í byrjun
aldarinnar nefnir hann sem dæmi
um harðindi að nú sé fólk farið að
leggja sér síld til munns. Og enn í
dag fæst varla ný síld eða fryst í
verslunum.
Þrátt fyrir þetta hefur síldin trú-
lega haft meiri áhrif á hugsunar-
hátt þjóðarinnar en flest annað á
lýðveldistímanum. Því má segja við
hæíi að sviðsetja síldarsöltun á
Þingvöllum 17. júní í fyrra.
Stjórntækið gengisfelling
A stríðsárunum störfuðu margar
síldarverksmiðjur og þeim fór
fjölgandi, enda síldarafli þá um 200
þús. tonn þegar mest var. Mestöll
síldin fór í bræðslu og sérstök
áhersla lögð á magnið. Þetta bætt-
ist við önnur uppgrip, ekki síst
hervinnuna.
Síldin er dyntótt skepna sem
frægt er, en þegar veiði minnkaði
um 1950 kom ný tækni til sögu.
Asdik leitartæki fundu síld á djúp-
slóð og kraítblökkin jók veiðina og
létti störfin. Þannig gátu menn
Kjallaiiim
Jón Kjartansson
frá Pálmholti
form. Leigjendasamtakanna
haldið áfram aö moka upp síld í
bræðslu fram undir 1970 að allt var
búið.
Á þessum árum var ekki halli á
ríkissjóði og skuldasöfnun ekki
vandamál. Búin stækkuðu, togur-
um fjölgaði og frystihús risu við
hverja vík. Vöruframboö efldist
sem aldrei fyrr, íbúðabyggingar
jukust um 86% á árunum 1961-66
og bílaeign tvöfaldaðist á þrem
árum. Pólitiskir ráðamenn úthlut-
uðu peningum sem brunnu upp í
verðbólgu og gengisfelling varð
helsta stjórntækið.
Niðurskurður réttlættur
Verðtrygging var sett á lán árið
1979. Áratug síðar varð að skera
niður þorskafla, leggja skipum,
fækka búum og úrelda margt sem
byggt hafði verið. Nú er mokað
peningum í að rífa niður það sem
áður var mokað peningum í að
byggja upp. Þrátt fyrir þetta sáu
menn ekki ástæðu til að breyta
stefnu sinni, en héldu áfram að
safna skuldum eins og ekkert hefði
gerst.
Nú þegar eyðsluskuldir hlaðast
upp m.a. vegna vitiausrar hús-
næðisstefnu, þá kemur ráðamönn-
um ekkert í hug annað en að skera
niður velferðarkerfiö. Niðurskurð-
urinn er m.a. réttiættur með því
að við séum að endurfjármagna
mikið af íbúðarhúsnæðinu. Sem
sagt, fremur skal loka barnageð-
deildum en breyta húsnæðishugs-
un síldartímans.
Jón Kjartansson
„Nú þegar eyðsluskuldir hlaðast upp,
m.a. vegna vitlausrar húsnæðisstefnu,
þá kemur ráðamönnum ekkert í hug
annað en að skera niður velferðarkerf-
ið.“
Meðog
ámóti
Bjarní Jóhannsson,
þjálfari Breiðabliks.
Er knattspyrnan í sumar
iakarien áður?
Fótboltinn er
á uppleið
„Knatt-
spyrnan er
ekkert lakari
en áður en
hún er heldur
ekkert betri.
Mér fmnst
leikmenn í
betri líkam-
legu ástandi
heldur en oft
áður og leik-
skipulag fleiri liða en áður er í
miklu betri lagi. Ég tel að við sé-
um að ganga í gegnum tímabii
þar sem við eigum eftir að taka
skref fram á við, annað hvort
næsta eða þar næsta ár. Ég vil
meina að þetta sé ákveðið milli-
bilsástand, liðin eru farin að æfa
meira en áður og ég tek undir þá
skoðun manna aö það vanti
kannski smá leikgleði í menn
þegar menn eru búnir að ganga
í gengum langt og erfitt undir-
búningstímabil. Þaðeru ákveðnir
þættir, bæði í þjálfun og leik lið-
anna, sem eru betri en áður og
ég tel til dæmis að við séum með
lið í dag sem eiga meiri möguleika
í Evrópukeppni en oft áður. Góð-
ur árangur Skagamanna og sá
leikstíll sem þeír eru að sýna í
dag segir mér að það hafi aldrei
verið til betra félagslið á íslandi.
Þar af leiðandi tel ég fótboltann
á uppleið og að hann eigi eftir að
verða betri og ég vísa því algjör-
lega á bug að hann sé lakari en
áður.“
Betri leikmenn
hafa brugðist
„Þaöermín
skoðun eins
og ég hef áöur
sagt aö knatt-
spyrnan sé
slakari en áð-
ur. Mótið er
að vísu ekki
búið og von-
andi að það
verði breyt-
ing til batnað-
ar í þeira umferöum sem eftir
eru. Rök mín fyrir þessu eru í
fyrsta lagi þau sem ég hef áður
nefnt: að sterk líö eins og Fram,
FH og Valur hafa ekki gert eins
góða hluti og undanfarin ár. í
þessum liðum eins og mörgum
öðrum í deildinni hafa lykilmenn
veriö að leika langt undir getu.
Efþrír lykilmenn liðs eru að leika
illa kemur það niður á öllu liðinu
og auðvitað gengi þess. Það er
alveg ljóst að betri leikmenn lið-
anna hafa margir hverjir alveg
brugðist í sumar og það hefur
komið niður á heildargæðum
knattspyrnunnar. Ég hef enga
skýringu á þessu enda ekki í nógu
góðri aðstöðu til að meta það og
það verða menn tengdir liðunum
að gera. Það sýnir sig greinilega
að Skagamenn hafa yfirburði í
deildinni af því þeir eru langstöö-
ugastir. í þrem síðustu leikjum
áður en tviburarnir komu var
Skagaliðið hins vegar að leika
undir getu en síðan koma þeir
Arnar og Bjarki til leiks og hvað
gerist, Jú, þar koma tveir góðir
leikmenn inn og drífa liðiö upp
og það vinnur stórsigur á Keflavik,
8-2. Ömiur rök í sambandi við slakt
gengi liðanna er það að 3 liðhafa
þegar sagt þjálfiirum upp störfum.
Það hlýtur að sýna að jiessi lið eru
ékki ánægð með knattspyrnu og
gengi sitt. Þetta eru fleiri brott-
rekstrar en áður á sama tíma“.
Magnús Jónatansson,
fyrrum knattspymuþjálf-
arl,