Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Page 16
16 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995 Fréttir DV Mj ólkursamlagið í Borgamesi: Sárt að vera neyddur tilaðflytja segir Jón Guðmundsson framleiðslustjóri „Þetta liggur mjög þungt á mönn- um, öllum mjólkurfræðingunum hefur verið sagt upp og hitt starfs- fólkið fær uppsagnarbréfm í lok sept- ember, 37 manns samanlagt. Einn mjólkurfræðingur er farinn og annar að fara. Margt af þessu fólki er héðan úr Borgarnesi og það er sárt að vera neyddur til að flytja. Mjólkurvinnslan hættir um ára- mót. Hún flyst burt, trúlega annað- hvort í Búðardal eða á Selfoss. Það er ekki vitað enn þá. Mjólkurdreif- ingin verður áfram hérna. Mjólkin verður flutt með tankbílum, hér þarf aðeins aö forhita hana og geyma og kannski verðum viö með þjónustu í sveitunum. Hér er þriðja stærsta mjólkursam- lagið á landinu og við erum með 10% af framleiðslunni. Við framleiðum hérna þykkmjólk, engjaþykkni, sýrðan ijóma, skyr og mysu, bæði til drykkjar og súrsunar," sagði Jón Guðmundsson, framleiðslustjóri hjá Mjólkursamlaginu í Borgamesi. Önnur matvælaframleiðsla Þegar mjólkurvinnslan hættir verður heilmikið ónýtt húsnæði þar sem hún var en í húsinu er líka vodkaframleiðsla, pitsugerð og ávaxtagrautagerð sem allt veröur áfram. Verslunin, sem rekin er á staðnum, verður einnig áfram svo og Rannsóknarstofa mjólkuriðnað- Ámeskirkja: Nýtt orgel vlgt Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Séra Jóh ísleifsson messaði í hinni nýju Ámeskirkju sl. sunnudag en þar var fjölmenni enda svokölluð hátíðarmessa og var vígt nýtt orgei sem gefið var í minningu um Jensínu Óladóttur, ljósmóður í Trékyllisvík. Haukur Guðlaugsson, söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar, vígði hið glæsilega orgel og Jensína Hjalta- dóttir, barnabarn Jensínu ljósmóð- ur, feöng einsöng sem gerði mikla lukku hjá áheyrendum enda er hún að læra söng. Gunnsteinn Gíslason, oddviti Ár- neshrepps, talaði nokkur orð og skírt var barnabarn Gunnsteins og hans mikilhæfu konu, Margrétar Jóns- dóttur. Guömundur Valgeirsson, eig- inmaður Jensínu ljósmóður, talaði einnig nokkur orð þrátt fyrir háan aldur en hann er á níræðisaldri. Athöfnin var ákaflega hátíðleg og séra Jón ísleifsson talaði af mikilli tilfmningu og kom víða við um hið jarðneska líf. Er fólk almennt sam- mála um það að séra Jón hafi haldið sína bestu ræðu þau tvö ár sem hann hefur verið í Árnesi. Talaði hann af mikilli rausn og áheyrilega, munur en með marga presta sem tala of lágt og áherslulaust svo fólk heyrir illa til þeirra. arins sem flutti að sunnan fyrir ári. „Markmiðið hjá okkur er að ná í aðra matvælaframleiðslu en það er ekki tímabært að segja neitt um það enn þá. Það eru mörg fyrirtæki til sölu,“ sagði Jón Guðmundsson. í Mjólkursamlaginu í Borgarnesi, frá vinstri Árni ívar Theodórsson, Berglind Gunnarsdóttir og Jón Guðmundsson framleiðslustjóri. DV-mynd JAK Er að hefja tilrauna- veiðar á sandsíli SKÓLAR ■ NÁMSKEID VjrÆÆIÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆWÆÆÆÆlWÆÆl. Aukablað SKOLAR - NAMSKEIÐ Miðvikudaginn 23. ágúst mun aukablað um skóla og námskeið fylgja DV. I blaðinu verða upplýsingar um námskeið og sérskóla sem standa almenningi til boða í vetur. Einnig verða viðtöl við fólk sem sótt hefur hin ýmsu námskeið. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í bessu bíaði hafi samband við Björk Brynjólfs- dóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 563 2723. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur aug- lýsinga er fimmtudagurinn 18. ágúst. ATH.I Bréfasími auglýsingadeildar er 563 2727. Umsjónarmaður efnis er Hilmar Karlsson blaðamaður. „Sandsíli er mjög gott í beitu en ítalir borða þaö mikið. Best er að veiða það snemma á vorin, í apríl eða maí, þegar það er að koma upp úr sandinum en svo veröur það svo styggt að-erfltt er að eiga við það. Sandsíli hefur verið veitt í troll við suðurströndina. Svo hefur það verið veitt með háf en ekki í miklum mæli. Ég sótti um og fékk strax leyfi til veiðanna. Reyndar ætlaði ég að byija í fyrra og pantaði efni í nótina frá Noregi en fékk bara helminginn af því sem ég pantaði. Síðan lenti ég í vélarbilun núna í vor þannig að ég er að byija núna,“ sagði Einar Krist- jánsson á Margréti AK 39 á Akranesi. Eftirsótt beita Einar er að fara vestur í Breiöa- fjörð til að hefja tilraunaveiöar á sandsíli. Við veiðarnar ætlar hann að nota hringnót sem er auðvitað sérlega smáriðin. Hann sagði að hann væri ekki hræddur um að losna ekki við aflann þar sem fiskur væri sérlega gráðugur í þessa beitu. Menn væru að fá 50 kg á bala venjulega en ef beitt væri sandsíli væri veiðin frá 3-500 kg. Þrenns konar síh eru af sandsíla- ætt: marsíli, sandsíh og trönusíli. Marsílin og sandsílin eru mjög lík en trönusíhn þekkjast á framstæðum neðri skolti. „Hvalurinn splundrar sílatorfun- um, það þarf aö drepa hann og selinn hka. Þeir éta mun meira en við mennimir veiðum,“ sagði Einar. Að sögn hans er Margrét AK 39 minnsti hringnótarbátur í heimi, að- eins 7,1 tonn. Einar Kristjánsson sýnir hve smáriðin nótin er sem hann ætlar að nota við veiðarnar. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.