Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995 31 Menning Verkin á sýningunni varpa skýru Ijósi á norræna list í kringum síðustu aldamót. DV-mynd JAK Ljósúrnordri - í Listasafni íslands Sýningin Ljós úr norðri, sem var opnuð um helgina í Listasafni íslands, varpar skýru ljósi á norræna list í kringum síðustu aldamót. Þar koma hvort tveggja fram þær áherslur sem sameinuðu Norðurlöndin á þessum tíma og eins þeir þættir sem aðskildu þau og sýndu sérstöðu hverrar þjóðar fyrir sig. Sýningin er sannarlega hvalreki, því mörg verkanna eru lykilverk af söfnum víðs vegar um Norðurlöndin og má þar nefna tvö verk eftir Munch, nokkur eftir Gallen Kall- ela, Vilhelm Hammershöi, Anders Zorn o.íl. Fulltrúar íslands á sýningunni eru þeir.Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrímur Jónsson, sem hljóta að teljast frumkvöðl- ar íslensks málverks þó menn á borð við Sigurð mál- ara hafi rutt brautina á nítjándu öldinni. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Raunsæislegar þjóðlífsmyndir Það sem strax vekur athygli á sýningunni er að myndunum er skipt upp eftir viðfangsefnum. í neðsta salnum eru áberandi þjóðlífsmyndir þar sem hörð lífs- barátta er sem rauður þráður. Athygli vekur að ekk- ert íslenskt verk er í þessum sal þó svo að því megi slá fóstu að lífsbaráttan hafi ekki síður verið hörð hér á landi og þess virði að festa á léreft. Hér eru sterk og eftirminnileg verk eftir Finnana Eero Jamefelt (í nauðungarvinnu), Hugo Simberg (Stúlka að skræla kartöflur) og Albert Edelfelt (Jarðarför barns). Danir eiga einnig verðuga fulltrúa raunsæislegrar þjóðlífs- lýsingar í salnum, þau Niels Bjerre og Önnu Ancher. Raunsæisbylgja Skagen-málaranna var tvímælalaust með því markverðasta í listalífi álfunnar á síðustu árum nítjándu aldarinnar og á fyrstu árum þeirrar tuttugustu, en Finnarnir voru fullkomlega samstiga við það sem þar var að gerast og sýningin varpar skemmtilegu ljósi á þau tengsl. íslenskt logn og útlend harðneskja í salnum á fyrstu hæð eru portrett og byggingar meginviðfangsefni. Tvær myndir eftir Munch, Kossinn og Stúlkurnar á brúnni, vekja hér hvað mesta at- hygli, enda sérstaklega kraftmikil verk. Enn fremur era myndir Vilhelms Hammershöi athyglisverðar. Þar má næstum ætla að nútímamálari sé á ferð samanber efnistökin og einföldun myndefnisins. Mynd Ásgríms af Esjunni úr Vinaminni nýtur sín hér sérstaklega vel og í nábýli við landslagsverk hinna norrænu kollega er einkum áberandi tær og óumdeilanlega íslensk miðsumarbirtan í mynd Ásgríms. Annars eru verkin í þessum sal flest í eðli sínu uppstillingar og ekki í átakameiri kantinum. Á annarri hæð gefur að líta hreinræktuð landslags- verk og þar njóta íslendingarnir sín loks, enda var landslagið meginviðfangsefni Þórarins og Ásgríms framan af, líkt og svo margra íslenskra málara allt til þessa dags. í verkum þeirra er eins og skíni í gegn þörf til að sýna að landið sé þrátt fyrir harða veðráttu búsældarlegt og byggilegt. Það stingur óneitanlega í stúf að á meðan Gallen Kallela á hér harðneskjulega og sterka vetrarmynd af Imatrafossum í snjó, eru ein- ungis logntærar sumarmyndir frá ísakalda landinu. Athyghsvert er að bera hér saman Þingvallamyndir þeirra Ásgríms og Þórarins, báðar málaðar 1905 en eins og frá tveimur ólíkum stöðum. í efsta sal vekja myndir Anders Zom og Peders Severins Kröyers af stúlkum og drengjum að lauga sig hvað mesta at- hygli. Þar er logntær sumardagur hkt og í myndum íslendinganna, en öhu meira sýnt af mannlega þættin- um. Sýningarskrá er afar vönduð með fjölda greina og htprentuðum myndum af öllum verkum. Sýningin í Listasafni íslands stendur th 24. sept. GLÆSILEGT TILBOÐ Á Creda autodrv þurrkau Tekur 5 kg. af þvotti. Tvö hitastig. Véltir tromlunni í aðra óttina. Hæg kæling sfðustu 10 mín. Barkinn fylgir með. Umboðsmenn um land allt VISA RflFTffKJflPERZLÖN I5L9ND5 If Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík. Sími 568 8660 EIN MEB OLLU FYRIR FYRIRTÆKIÐ OG HEIMILIÐ btlinn fyrirtækið húsið & garðinn Mjög auðveld og þægileg í notkun KEW X-tra 3600 er mjög öflug og ein- staklega þægilega útbúin háþrýstidæla með öllum búnaði og fyigihlutum til þrifa utanhúss. Ekkert risparlakkið meira á bilnum en drullugir og tjargaðir þvottakústar. Fylgihlutir: Tomando spúlrör, sjálfvirkt start/stopp, vatnsslanga í kasettu, hreinsinál, froðustútur, 1 brúsi af bílhreinsiefni, 1 brúsi af hobbyhreinsiefni, 1 blöndunarbrúsi, 25 cm þvottabursti, hraðtengi fyrir vatnsinngang og vagn. Hámarks- þrýstingur 140 bör, vatnsmagn á min. 8,2/7, 5 I, þyngd 15,5 kg. Rekstrarvörur . Réttarhálsi 2-110 Reykjavík • Sími: 587 5554 . Fax: 587 7116 Hringiðan Kringlan hélt upp á átta ára afmæh sitt um helgina meö ýmsum uppákom- um. Meðal annárs var hoppkastah fyrir börnin og naut hann mikiha vin- sælda. Ármann Óskarsson og Ásbjörg Einarsdóttir voru á fuhu í hoppkast- alanum þegar DV bar að garði og þau virtust skemmta sér hið besta. DV-mynd TJ Bændur sem panta núna fá traktorana afhenta fyrir áramót á þessu frábæra verði kr. 1.980.000.- ■dgse-'v Ingvar 1 i ! Heigason hf. ~ ? Sœvarhöfða2 Sími 525 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.