Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Síða 27
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995
39
Fréttir
Úrskurður Samkeppnisstofnunar 1 Esso/Olís-mállnu:
Fordæmisgefandi í
sambærilegum málum
- seglr Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs
„Þessi úrskuröur hlýtur að vera
fordæmisgefandi. Samkeppnis-
stofnun getur ekki fellt þennan
úrskurð nú en svo einhvern allt
annan ef sams konar mál kemur
upp. Það er hins vegar spumingin
hvort aðstæður sama eðlis koma
upp,“ sagði Vilhjálmur Egilsson,
formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis og framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs, um úrskurð
Samkeppnisstofnunar í Esso/Olís-
máhnu fyrir helgi.
Þar var úrskurðað á þá leið að
eftir að Esso hefði keypt 45,5 pró-
sent í Olís mættu stjórnarmenn
Olís ekki vera of tengdir Esso.
Vilhjálmur var spurður hvort
hann teldi að þessi úrskurður Sam-
keppnisstofnunar næði t.d. til þess
aö forstjóri Eimskipafélags íslands
er stjórnarformaöur Flugleiða hf.
„Það er spurningin um það
hversu mikil samkeppni er á milli
þessara tveggja fyrirtækja. Ég fæ
nú ekki séð að þau séu neitt nálægt
því að vera keppinautar eins og
olíufélögin í landinu," sagði Vil-
hjálmur.
Hann kvaðst ekki telja úrskurð-
inn afturvirkan og bjóst við að
kæra yrði í hverju einstöku tilviki
til að fá úrskurð eins og þann sem
Samkeppnisstofnun var að fella.
í skýrslu Samkeppnisstofnunar
um úttekt hennar á skipulags- og
eignatengslum íslenskra fyrir-
tækja kemur fram að stofnunin tel-
ur ekki tilefni til sérstakra aðgerða
í málum sem þessu. Kaup Esso á
45,5% hlut í Olís áttu sér staða eftir
aö skýrsla Samkeppnisstofnunar
kom út.
Karlar áhyggjufuUir yfir auglýsingum eftir fólki í stjómunarstöður:
Sýnir konum að um-
sóknir þeirra verði
teknar alvarlega
- sá hæfasti verður ráðinn, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
„Mér hefur borist til eyrna að ein-
hveijir karlmenn telji að þeir eigi
ekki möguleika á þessum stöðum af
því að þær séu auglýstar með þessum
hætti en það er auðvitað mikill mis-
skilningur því að sá hæfasti veröur
ráðinn hvort sem hann er kona eða
karl. Þetta er aðallega hugsað sem
yfirlýsing til kvenna um að þeim sé
óhætt að sækja um störfin því að
umsóknir þeirra veröi teknar alvar-
lega sem er því miður ekki alltaf
gert,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri.
Borgaryflrvöld hafa að undanfórnu
auglýst eftir íjárreiðustjóra og fram-
kvæmdastjóra menningar-, uppeldis-
og félagsmála hjá borginni. Vakin
hefur verið athygli á því neðanmáls
í blaðaauglýsingum að það sé stefna
borgaryfirvalda aö auka lúut kvenna
í stjórnunar- og ábyrgðarstörfum á
vegum borgarinnar, stofnana henn-
ar og fyrirtækja og eru konur þannig
hvattar sérstaklega til að sækja um
störfin.
„í einni grein jafnréttislaga segir
að starf sem laust er skuli standa
opið jafnt konum sem körlum og
óheimilt sé að gefa í skyn að fremur
sé óskaö starfsmanns af öðru kyninu
en hinu. Ákvæðið gildir ekki ef til-
gangur auglýsandans er að stuðla að
jafnari kynjaskiptingu. Ef borgaryf-
irvöld hafa komist að því að fleiri
karlar en konur eru í stjómunar- og
ábyrgðarstörfum hjá borginni geta
þau óskað eftir því að konur sæki
sérstaklega um,“ segir Stefanía
Traustadóttir, starfandi fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisráðs.
- Má þá ekki túlka þetta þannig að
það sé verið að letja karlmenn til að
sækja um?
„Nei. Það er ekki þar með sagt að
með þessu geti yfirmenn Reykjavík-
urborgar ráðið til starfans konu ef
áberandi hæfari karlar sækja um.“
„Það er stefna borgaryfirvalda aö
auka hlut kvenna í stjórnunarstörf-
um, hún hefur vei ið mörkuð í jafn-
réttisáætlun Reykjavíkurborgar og
því finnst okkur eðhlegt að hún komi
fram í auglýsingunum. Þetta þýðir
ekki að við séum búin að ákveða að
ráða konu og það gæti farið svo að
karlar verið ráðnir í báðar þessar
stöður," segir Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir.
-GHS
Norðursfld í
gagnið á ný
Jóhann Jáharmsscm, DV, Seyöisfiröi:
Fyrir nokkru keypti SR-nýöl á
Seyðisfirði eignir Norðursíldar viö
Strandarveg af Landsbanka. Þar
hefur engin starfsemi verið lengi.
Jafnframt samdi SR-mjöl við
verktakafyrirtækið Samleið um
framkvæmdir á frystihúsinu sem
miðast við að uppfylla ýtrustu kröf-
ur sem Fiskistofa gerir til að leyfi
faist til frystingar og vinnslu á síld
og loðnu. Því á að vera lokið á
næstu tveimur mánuöum og yrði
þá hægt að nýta þarna afla á kom-
andi vertíö í haust.
Hjá Norðursíld var um langt ára-
bil mikill atvinnurekstur á vegum
Valtýs Þorsteinssonar og seinna
Hreiðars sonar hans. Þarna er mik-
ill húsakostur og ærið svigrúm til
margs konar vinnslu.
Vatnsþéttum þök
svalir, tröppur og áveðursveggi með
Aquafin-2K.
Aquafin-2K er 2ja þátta sveigjanlegt múrefni, ætlað til
vatnsþéttingar á steyptum flötum. Vatnsþétting á útitröppum
var áður vandamál, en Aquafin-2K gjörbreytti dæminu.
Við veitum 3ja ára ábyrgð á efni og vinnu.
4 ára reynsla af Aquafin-2K sannar okkur, að þar er komið efni
sem ekki flagnar af, þrátt fyrir regn, frost og umgang.
Húsahlynning hf.
Alhliða húsaviðgerðir
567 3730
894 3324
567 0766
Veitingahúsið í Haukadalsskógi. DV-myndir Jón Ben.
Haukadalsskógur
opinn almenningi
Jón Benediktsson, DV, Hvolsvelli:
Skógardagur Skógræktar ríkisins
og Skeljungs var haldinn í Hauka-
dalsskógi nýverið. Þann dag var
skógurinn jafnframt opnaður al-
menningi og nýr og skemmtilegur
áningarstaður tekinn í notkun.
Miklar umbætur hafa verið gerðar
á skógarsvæðinu til að fólk geti notið
þess sem best. Göngustígar hafa ver-
ið lagðir og leiðsöguskilti sett upp
með ýmsum fróðleik. Haukadals-
skógur er 1600 hektarar - þar af 1350
girtir. Um 30 tegundir skógarplanta
eru þar.
Danskur maður, Kristian Kirk, átti
Haukadal aö hluta um tíma og gerði
kirkjuna, sem nú stendur ein húsa á
hinunj foma bæjarhól skógarins,
sein nýja. 1939 gaf hann Skógrækt
ríkisins hvort tveggja, jörö og kirkju.
Vegna hagstæðra innkaupa bjóðum við: '
Wiz Wiz Wiz
skólatösku og pennaveski
| áaðeinsj^ ^ 995
venjulegt verð te^344S*
Mikið úrval af skólatöskum
Í2
O
to
og pennaveskjum fyrir alla
aldurshópa
RÁI/a. KÍffanrra_ rriafaifAmiMwlun
Bóka-, ritfanga- og gjafavöruverslun
Miðbæ við Háaleitisbraut 58-60 • Sími 553 5230