Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Qupperneq 28
40 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995 Hringiðan Poxað til sigurs Róbert Þorgeirsson náöi einstökum árangri þegar hann sigraði í íslands- mótinu í poxi á laugardaginn í Fjöl- skyldugaröinum. Hann gerði sér lítið fyrir og fékk 30 myndir af 30 mögu- legum í þremur köstum og fór klyfj- aður verðlaunum heim. SANYL Þakrennur fyrir íslenska veðráttu ^AIFABO RGf " KNARRARVOGI 4 • 8 568 6755 Fallen Sterk Re/fnheld | Marf;ar stierðir Tjaldleigan Skemmtilegt hf. líldshöfða 8 -587 6777@ Wf • Þvottamagn 1 til 5 kg. • Regnúðakerfi • 18 Þvottakerfi • Ullarkerfi • íslenskur leiðarvísir • Dýpt frá 33 cm ! • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR RAFVORUR ARMULI 5 • 108 RVK • SÍMI 568 6411 Funkstrasse á Rykkrokki Óttar Proppé átti lokaorðið ásamt sveit sinni Funkstrasse á áttundu Rykkrokk tónlistarhátíöinni sem haldin var við Fellaskóla í Breiðholti á laugardaginn. Tónleikarnir stóðu frá klukkan fimm um daginn og fram undir miðnætti og fjölmargar hljóm- sveitir tróðu upp. Nýjasta parið í bænum Arnar, hárprúðari hluti Skagatvíburanna og ungfrú ísland, hún Hrafnhildur, voru saman á frumsýningu söngleiks- ins Rocky Horror á föstudagskvöldið. DV-myndir TJ Forsetinn á frumsýningu Eftir frumsýningu Rocky Horror á föstudagskvöldiö fór Vigdís Finnbogadóttir baksviös og óskaði leikurunum til hamingju. Hún lét vel af verkinu og hér er hún að ræða við stjörnu kvöldsins, Helga Björnsson, sem fer með aðalhlutverkið í söngleiknum. Keppni í að keyra strætó Á laugardaginn fóru fram úrslit í ökuleikni strætisvagn- stjóra á Norðurlöndunum. Keppnin var hörð en svo fór að lokum að íslendingar misstu sigurinn í hendur Finn- um. Hér gefur að lita þrjá efstu menn keppninnar, þá Steindór Steindórsson sem hafnaði í 3. sæti, Þórarin Söebech sem lenti í 2. sæti og loks Finnann Markku Pohjolainen sem hirti gulliö. Vilhjálmur Goði ásamt félögum sín- um í söngleiknum Súperstar hóf upp raust sína á laugardaginn þegar Kringlan hélt upp á átta ára afmæli sitt. Söngfólkið úr Súperstar tók þrjú lög við mikinn fógnuð viðstaddra. Margt á Rykkrokki Áhorfendur fjölmenntu á Rykkrokkið á laugardaginn. Mannmergðin jókst eftir því sem á leið kvöldið og fræg- ari hljómsveitir stigu á svið. Þeir Ingi Björn úr hljóm- sveitinni Fiff, Einar úr hljómsveitinni Pýþagórasi og Siggi, en hann er ekki í hljómsveit, létu sig ekki muna um það að horfa á alla tónleikana. Fótboltahetjurnar Ásthildur Helgadóttir og Einar Þór Daníelsson voru á Ingó um helgina að spá í boltann og slaka á spennunni sem fylgir deildarbaráttunni. Utiskákmót inni Brynjólfur Sveinsson stóð sig vel á útiskákmóti Skákfélags Hafnarfjarð- ar sem var haldið inni í Miðbæ Hafn- arijarðar vegna veðurs. Menn létu það þó ekki aftra sér frá því að tefla af krafti. Soffía Arnardóttir, sjónvarpsmógúllinn Hemmi Gunn og sjónvarpsþulan fagra Unnur Steinsson létu sig ekki vanta á frumsýningu Rocky Horror í Loftkastalanum á fóstudagskvöldið. Ágústa og Habba voru á Ingólfscafé um helgina. Stuðið á Ingó var í há- marki, þær skemmtu sér vel og vildu ólmar láta mynda sig saman. Davíð, Hilmar, Helga og Karen voru í Perlunni á laugar- dagskvöld í góðu stuði enda eru Davíð og Karen nýgift og því tilvalið myndefni. Ofurhetjumar úr Superstar mættu í Loftkastalann eftir frumsýningu Rocky Horror svona rétt til að fylgjast með keppinautunum. Hér bregða þeir á leik Davíð Þór gór- illa og sögumaður í Rocky, Villi, Matti og Pétur „Jes- ús“ örn. Þær Birgitta Maria, Heiða í Unun meö kambinn niðri og Sigrúnmættu snemma á Rykkrokkið og fylgdust með. Heiða og félagar hennar í Unun tróðu svo upp seinna um kvöldið. Það vom ekki bara hljómsveitir sem tróðu upp á Rykkrokki heldur var Furðuleikhúsið með furðulega sýn- ingu. Við og á sviðinu var allt fullt af mannlegum taflmönnum og undir lokin höfðu svartir betur enda mjög vígalegir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.