Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Side 30
42 Afmæli MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995 Guðrún Alexandersdóttir Guörún Alexandersdóttir, starfs- maður VÍS í Ólafsvík, Engihlíö 8, Ólafsvík, er sextug í dag. Fjölskylda Guðrún er fædd á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi og ólst upp þar og á Stakkhamri. Guðrún giftíst 11.7.1959 Stefáni Jóhanni Sigurðssyni, f. 17.9.1937, svæðisstjóra VÍS í Ólafsvík. For- eldrar hans: Sigurður E. Stefánsson og Vilborg Sigurðardóttir. Böm Guðrúnar og Stefáns Jó- hanns: Kristjana, f. 11.8.1956, hús- móðir á Hellissandi, maki Svanur Aðalsteinsson, þau eiga tvö börn, Stefán Jóhann, f. 25.4.1978, og Ag- nesi, f. 25.2.1983; Magnús, f. 1.10. 1960, alþingismaður í Grundarfirði, maki Sigrún Drífa Óttarsdóttir, þau eiga tvö börn, Guðrúnu, f. 2.10.1987, og Guðmund, f. 10.6.1991; Vilborg Lilja, f. 2.3.1965, framkvæmdastjóri HSH í Ólafsvík, maki Eiríkur Leifur Gautason, þau eiga tvo syni, Hilm- ar, f. 15.6.1988, og Jóhann, f. 20.7. 1983; Sigríður, f. 11.12.1968, nemi í hjúkrunarfræði í Háskólanum á Akureyri. Systkini Guðrúnar: Guöbjartur, f. 16.8.1931, bóndi, Miklaholti; Bjami, f. 24.11.1932, bóndi, Stakkhamri; Hrafnkell, f. 12.2.1934, starfsmaður við Sjúkrahúsiö Stykkishólmi; Auð- ur, f. 19.4.1940, skrifstofumaöur Rifi; Þorbjörg, f. 13.12.1941, útgerðar- stjóri Rifi; Magndís, 24.3.1945, skrif- stofumaðurhjáRARIK, Stykkis- hólmi; Friðrik, f. 28.10.1947, raf- magnstæknifræðingur í Reykjavík; Helga, f. 3.7.1952, leikskólakennari í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar: Alexander Guðbjartsson, f. 5.3.1906, d. 21.4. 1968, bóndi og kennari á Stakk- hamri í Miklaholtshreppi, og Kristj- anaBjarnadóttir, f. 10.11.1908, d. 25.11.1982, húsfreyja. Ætt Bróðir Alexanders er Gunnar, fyrrv. formaöur Stéttarsambands bænda. Alexander er sonur Gu,ð- bjarts, hreppstjóra á Hjarðarfelli, bróður Stefáns, föður Alexanders, fyrrv. ráðherra. Guðbjartur var sonur Kristjáns, b. í Straumljarðar- tungu og á Hjarðarfelh, Guðmunds- sonar, b. á Litlu-Þúfu og Gröf, Þórð- arsonar, b. á Hjarðarfelli og ættföð- ur HjarðarfeUsættarinnar, Jónsson- ar. Móðir Krisjáns var Þóra Þórðar- dóttir, b. í Borgarholti, Þórðarsonar. Móðir Þóru var Oddfríður Halldórs- dóttir, Árnasonar, Þorvarðarsonar, bróður Ragnhildar, langömmu Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Guðbjarts var Sigríður Jóns- dóttir, b. á Laxárbakka og síðar á Eiðhúsum, Hreggviðssonar. Móðir Jóns var Guðný Þórðardóttir, systir Guðmundar í Gröf. Móðir Alexanders var Guðbranda Þorbjörg Guðbrandsdóttir, verslun- armanns í Ólafsvík, Þorkelssonar, prests á Staðastað, Eyjólfssonar, prests í Garpsdal, Gíslasonar, prests á Breiðabólstað á Skógarströnd, Ól- afssonar, biskups í Skálholti, Gísla- Guðrún Alexandersdóttir. sonar. Móðir Guðbröndu var Guð- björg Vigfúsdóttir, b. á Kálfárvöll- um í Staðarsveit, Vigfússonar. Kristjana var dóttir Bjarna, b. í Miklaholtsseli, ívarssonar, og konu hans, Magndísar Benediktsdóttur. Guðrún er stödd í Algarve. Til hamingju með afmælið 90 ára Halldóra Hansdóttir, Þrándarholti 1, Gnúpverjahreppi 80 ára Ingunn Gunnarsdóttir, Miðvangi22, Egilsstöðum Gísli Bjarnason, Grænuvölluntl, Selfossi. 75 ára Ragnar F. Jónsson, Stigahlíð 2, Reykjavík. Guðríður Jóna Indriðadóttir, Borgarhrauni 15, Hveragerði. Þorgerður Jónsdóttir, Kirkjulundi 8, Garðabæ. 70 ára Hrönn Kristjánsdóttir, Lindasíöu2, Akureyri. Bergsteinn Garðarsson, Langholti 14, Akureyri. 60 ára Grétar Ólafsson, Glerárgötu 3, Akureyri. Sigriður Fanney Guðnadóttir, Ásgarði 75, Reykjavík. Þórður örn Sigurðsson, 14. ágúst Hábæ la, Djúpárhreppi. Ingibjörg Hafberg, Borgarholtsbraut 9, Kópavogi. Erla Björgheim Pálsdóttir, Vallarbraut 17, Akranesi. 50ára Jónína Einarsdóttir, Dalskógum 3b, Egilsstöðum. Signý Hauksdóttir, Víðiteigi 34, Mosfellsbæ. Jóhanna Valgeirsdóttir, Torfufelli 1, Reykjavík. Jónína Auðunsdóttir, Funafold 20, Reykjavík. 40ára Kári Karlsson, Nípá 2, Ljósavatnshreppi. Helga Garðarsdóttir landvörður, Laugarnesvegi 76, Reykjavík. Hún er í Kollumúlaskála á afmæl- isdaginn. Hörður Þórarinsson, Raftahhð 12, Sauðárkróki. Hólmgeir Jónsson, Hvassaleiti 157, Reykjavík. Tord Peter Walderhaug, Vikurbraut 13, Grindavík. Inga Barhara Arthur, Heiðarásill,Reykjavík. v Guðbjörg Lilja Pétursdóttir, Hagalandi2, Mosfellsbæ. Jóhann Sigurðsson, Seilugranda 4, Reykjavík. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 563 2700 Sæmundur Pétursson Sæmundur Pétursson rafmagns- eftirlitsmaöur, Hólmgarði 2, Kefla- vík, veröur fimmtugur nk. miðviku- dag. Starfsferill Sæmundur er fæddur í Keflavík og ólst þar upp. Hann lauk sveins- prófi í rafvirkjun 1970 en lærði hjá Rafveitu Keflavíkur og var Kári Þórðarson meistari hans. Eftir sveinspróf starfaði Sæmund- ur hjá Rafiðn hf. og síöan í tæpan áratug hjá Slökkviliðinu á Keflavík- urflugvelli. Hann hóf aftur störf hjá Rafveitu Keflavíkur 1983 og síðan Hitaveitu Suöurnesju, fyrst sem raf- virki, þá verkstjóri en sem raf- magnseftirlitsmaður síðustu árin. Sæmunduf var formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Keflavík, í stjórn Sambands ungra jafnaðar- manna og varaformaður þess um tíma. Hann var formaður Alþýðu- flokksfélags Keflavíkur um árabil og sat í flokksstjórn Alþýðuflokks- ins í mörg ár. Sæmundur, sem hefur tekið virkan þátt í störfum verka- lýðshreyfingarinnar, var formaður Iðnnemafélags Suðurnesja og sat í stjórn Iönnemasambands íslands. Hann var formaður stjómar Rafiðn- aöarfélags Suðumesja og er nú formaður Félags eftirlitsmanna með raforkuvirkjum. Sæmundur er rit- ari í stjórn Starfsmannafélags Suð- urnesjabyggða og situr í stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Fjölskylda Sæmundur kvæntist 15.6.1968 Valgerði Hönnu Þorsteinsdóttur, f. 18.3.1947, verslunarmanni. Foreldr- ar hennar: Þorsteinn Þórðarson vél- stjóri og Björg Ásta Hannesdóttir húsmóðir. Þau bjuggu í Keflavík lengst af en eru nú búsett í Hafnar- firði. Börn Sæmundar og Valgerðar Hönnu: Guðrún Ósk, f. 5.10.1968, skrifstofumaður, búsett í Keflavík; Helgi, f. 25.4.1971, starfsmaður Bókasafns Keflavíkur-Njarðvíkur- Hafna, búsettur í Njarðvík. Systkini Sæmundar: Jóhannes, f. 19.1.1941, sjómaður í Sandgerði; Hrefna, f. 7.1.1943, húsmóðir í Njarövík; Fanney, f. 25.6.1947, hús- móðir í Svíþjóð; Júlíana, f. 20.2.1949, verkakona í Keflavík; Pétur Gunn- ar, f. 26.6.1952, bifreiðarstjóri í Reykjavík; Valgarður, f. 18.11.1963, Sæmundur Pétursson. rafvirkiíSvíþjóð. Foreldrar Sæmundar: Pétur Pét- ursson, f. 22.2.1921, bifreiðarstjóri, og Guðrún Ósk Sæmundsdóttir, f. 22.7.1924, d. 13.12.1993, húsmóðir, þau bjuggu lengst af á Faxabraut 4 í Keflavík, Pétur er nú búsettur á Aðalgötu 5 í Keflavík. Sæmundur og Valgerður taka á móti gestum á afmælisdaginn, mið- vikudaginn 16. ágúst, í sal Kiwanis- manna að Iðavöllum 3 í Keflavík frá kl. 19.30-22. Guðmundur G. Pétursson Guðmundur G. Pétursson, öku- kennari og leigubifreiðarstjóri, Lindargötu 61, Reykjavík, varö sjö- tugur á laugardaginn. Starfsferill Guðmundur er fæddur í Ólafsvík og ólst þar upp til 10 ára aldurs en fluttist þá til Reykjavíkur með afa sínum og ömmu og hefur búið þar síðan. Hann lauk námi í kennslu- og uppeldisfræðum frá Kennarahá- skóla íslands. Guðmundur var erindreki Slysa- varnafélags íslands í tæp 15 ár og framkvæmdastjóri Umferðarnefnd- ar Reykjavíkurborgar og Stöðu- mælasjóðs í rúm 5 ár. Hann hefur kennt skyndihjálp i 40 ár fyrir Slysa- varnafélagíslands, Rauða kross ís- lands, Iðnskólann í Reykjavík og Fjölbrautaskólann í Breiðholti en samhliða skyndihjálpinni hefur Guðmundur kennt björgun úr sjáv- arháska um allt land. Hann hefur stundað ökukennslu í rúm 40 ár og leigubifreiðaakstur sl. áratug. Guðmundur starfaði innan skáta- hreyfingarinnar til fjölda ára, fyrst sem ylfingaforingi og síðan skáta- foringi. Hann hefur verið í stjórn Skátafélags Reykjavíkur og starfaði í stjórn Bandalags íslenskra skáta í nokkur ár og gegndi ýmsum nefnd- arstörfum á vegum hreyfingarinn- ar. Guðmundur átti sæti í stjórn Ökukennarafélags íslands í nokkur ár, lengst af sem formaður. Hann er formaður Andvara, sem er nýtt félaga leigubifreiðastjóra. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 20.3.1948 Báru Siguröardóttur, f. 1.5.1928, d. 31.5.1982. Foreldrar hennar: Sigurð- ur Guðbjartsson bryti og Esther H. Ólafsdóttir húsfrú. Seinni eiginkona Guðmundar er Kristjana Gunnars- dóttir. Foreldrar hennar: Gunnar Leó Þorsteinsson málarameistari og Guðmunda Sveinsdóttir húsmóöir. Börn Guðmundar og Báru: Esther, f. 10.7.1948, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands, gift Björg- vini Jónssyni tannlækni, þau eign- uðust þrjár dætur, Báru, f. 24.4.1969, d. 5.12.1991, Helgu Dögg, f. 9.4.1974, og Ragnheiði, f. 13.3.1980; Sigríður, f. 14.2.1954, skrifstofustjóri Alþjóða- deildar Rauða krossins, gift Kristj- áni Eysteinssyni ráðgjafa; Pétur Steinn, f. 13.5.1958, kvæntur Önnu Toher förðunarfræðingi, þau eiga einn son, Róbert Orra, f. 31.3.1992. Systkini Guðmundar: Ásbjörn, prentari; Guðrún, látin, húsmóðir. Guðmundur G. Pétursson. Hálfsystkini Guðmundar, sam- mæðra: Haraldur, verkstjóri; Theo- dóra, látin; Gunnleifur, rannsókn- arlögreglumaður; Pétur, kaupmað- ur. Foreldrar Guðmundar: Pétur Ás- björnsson og Ingibjörg Ólafsdóttir. Ætt Pétur er sonur Ásbjörns Eggerts- sonar og Ragnheiðar Eyjólfsdóttur. Ingibjörg er dóttir Ólafs Árna Bjarnasonar og Katrínar Hjálmars- dóttur. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKABA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.