Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Page 36
SIMATORG DV 904 1700
■ TW
562*2525
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast
3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar
nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
RITSTJÓRN - AUGLYSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563*2700
SLAÐAAFGREIÐSLA OG
ÁSKRIFT ER OPIN:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokaö
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL S8 LAUGARDAGS OG MÁNUDAGSMORGNA
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995
Jólatré:
Leyfum inn-
flutning á
óbreyttum
kjörum
- segir ráðuneytisstjóri
„Þaö er ekki von á hækkun á jóla-
trjám af völdum GATT-samningsins.
Okkur er samkvæmt honum skylt
aö gefa innflutningsleyfi fyrir sama
magni og flutt var inn til landsins
1988, á sömu kjörum og verið hafa.
Viö höfum auk þess heimild til þess
að gefa leyfi fyrir meiri innflutningi
á sömu kjörum og munum gera þaö
ef með þarf,“ sagöi Guðmundur Sig-
þórsson, ráðuneytisstjóri í landbún-
aöarráðuneytinu, um fréttir þess
efnis að nýr tollur muni leggjast á
innflutt jólatré í kjölfar GATT-
samningsins.
Grétar Bjamason, framkvæmda-
stjóri Flugbjörgunarsveitar íslands,
sem hefur flutt inn mikið af jóla-
trjám, hafði fengið þær upplýsingar
hjá Tollgæslunni að 650 kr. tollur
myndi leggjast á hvert innflutt jóla-
tré og sagði hann að ef af því yröi
væri fótunum kippt undan öllum
innflutningi.
Guðmundur sagði að ástæðan fyrir
þessum misskilningi væri sú að í toll-
skrá frá 1. júlí sl. væru þeir tollar sem
Grétar talar um gefnir upp. ,,Land-
búnaðarráðuneytið hefur hins vegar
leyfl til þess að lækka þessa tolla nið-
ur í það sem verið hefur og það mun-
um við gera,“ sagði Guðmundur.
-GMB
Eltingarleikur:
Tveir lögreglumenn á lögreglubfl
óku á ljósastaur er þeir voru að elta
ölvaðan og réttindalausan pilt í
Hafnarfirði um helgina. Sluppu þeir
án þess að illa færi þótt bíllinn
skemmdist.
Réttindalausi ökumaðurinn
sveigði fyrir lögreglubflinn sem
neyddist til að fara út í kant og lenti
svo á ljósastaurnum. Lögreglan hafði
elt ökumanninn frá Reykjavík þar
sem hann sást við Hringbraut í vest-
urbæ og ansaði ekki stöðvunar-
merkjum lögreglu. Var hann eltur
af lögreglubílum úr Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði uns hann
náðist í Hafnarfirði. Hafði pilturinn
tekið hfl traustataki, en faðir hans
hafði aögang að bílnum. Er ökumað-
urinn því ekki kærður fyrir stuld
heldur fyrir að aka réttindalaus, ölv-
unarakstur og vítaverðan akstur.
-GJ
LOKI
Það hlýtur að vera munur
aðfá aðdansa
í kringum GATT-tré!
Mikil harka hlaupin í kjaradeiluna á Keflavíkurflugvelli:
Tími til kominn
aðsýnaklæmar
- segir Guðmundur Gunnarsson,
„Það er afskaplega mikill hiti
kominn í íslensku starfsmennina á
Keflavíkurflugvelli vegna fram-
komu launadeildar hersins í okkar
garð. Það eru ekki bara rafiðnaðar-
menn sem eru heitir, það eru aflir
starfsmennirnir á Keflavíkurflug-
velli reiðir vegna þessa. Menn tala
nú um að það sé tími til kominn
aö sýna þeim klærnar en það hefur
aldrei átt sér stað á Keflavíkurflug-
velli að verkalýösfélögin hafi farið
i aðgerðir. Það sem við getum gert
er að halda starfsmannafundi þeg-
ar okkur hentar og ég ætla að láta
reyna á það núna hvort ég fæ passa
til að fara inn á Keflavíkurflugvöll
til að halda fund með minum
mönnum,“ sagði Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnað-
arsambandsins, í samtali við DV
vegna kjaradciíunnar sem nú er á
Keflavíkurflugvelli.
Vegna þess að bandaríski herinn
er aldrei beinn aðili að kjaramálum
í þeim löndum þar sem hann hefur
herstöðvar er farin sú leið að hafa
kaupskrárnefnd sem ákveður laun
starfsmanna hersins. Nefndin hef-
ur viðmiðunarhópa í þjóðfélaginu
til að miða laun starfsmanna hers-
ins við.
Guðmundur Gunnarsson segir að
herinn hafi alltaf verið ánægður
meö úrskurð kaupskrárnefndar-
innar en starfsmennirnir oftast
misánægðir. Nú hafl nefndin aftur
á móti úrskurðað starfsmönnum
heldur í hag. Þá um leið hafi launa-
deild hersins snúist öndverð gegn
úrskurðinum, neíti að fara eftir
honum og heimti aðra kaupskrár-
nefnd.
„Við erum ákveðnir í að fara í
mál út af þessu ef launadeildin neit-
ar áfram að greiða okkur það sem
kaupskrárnefnd hefur ákveðið.
Það er bara réttarhlé sem stendur
en verði kauphækkunin ekki kom-
in þegar því lýkur förum við í
mál,“ sagði Guðmundur Gunnars-
son.
í morgun stóð til að formenn
þeirra verkalýðsfélaga, sem eiga
félaga starfandi á Keflavikurflug-
velli, ættu fund með Halldóri Ás-
grímssyni utanríkisráðherra um
þetta mál. Guðmundur sagði að
kæmi ekkert út úr þeim fundi færi
að styttast i aðgerðir.
Halldór Ásgrímsson:
M jög alvar-
legt mál
„Þetta er auðvitað mjög alvarlegt
mál. Kaupskrárnefnd er úrskurðar-
aðili í máli sem þessu en varnarliðið
neitar að viðurkenna þann úrskurð.
Við erum að vinna í málinu en ég
get ekki áttað mig á því á þessari
stundu hvað ég get gert til að leysa
það,“ sagði Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra um kjaradeiluna á
Keflavíkurflugvelli.
Halldór sagðist ætla að-eiga fund
með verkalýðsforingjunum í dag.
Víöihlíð:
Ráðistáhljómsveit
Lögreglubíllinn á Ijósastaurnum. Ekki urðu slys á mönnum en lögreglubifreiðin skemmdist eins og sjá má.
DV-mynd S
Ráðist var á meðlimi hljómsveitar-
innar Byltingar frá Akureyri í Víði-
hlíð í Víðidal í gærmorgun.
Þeir höfðu spilað á halli í Víðihlíð
á laugardagskvöld og voru að búast
til brottferðar er ungir menn frá
Hvammstanga réðust á þá og urðu
þar mikil slagsmál, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni á Blöndu-
ósi. Náðu hljómsveitarmenn að reka
árásarmennina af höndum sér. -G J
Veðrið á morgun:
Súldeða
rigninð
Á morgun veröur fremur hæg
suðvestlæg átt, dálítil súld eða
rigning víða um landið sunnan-
og vestanvert en skýjað með köfl-
um norðaustan til. Hiti 9-16 stig,
hlýjast í innsveitum norðaustan-
lands.
Veðrið í dag er á bls. 44
10
* *
'mWFILL/
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
5 88 55 22
WTT*
alltaf á
Miövikudögum
9
í
í
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
i
i
t
t