Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995
Fréttir
Stuttar fréttir
Ungt par telur sig hafa verið numið brott af geimverum í Reykjavik:
Stúlkan með rauða
dfla á handleggnum
- Geimveruvinafélagið óskar eftir vitnum að atburðinum og einnig dáleiðara
„Viö vorum í bíltúr og ætluöum
aö aka hring sem á ekki að taka nema
10 til 15 mínútur að keyra. Þegar viö
vorum stödd á mótum Miklubrautar
og Háaleitisbrautar þá stoppuðum
viö á rauðu ljósi. Ég man að klukkan
var þá hálftvö því við höfðum ein-
mitt á orði að nú þyrftum við að drífa
okkur heim því klukkan væri orðin
það margt. Við vorum að tala saman
þegar við sáum allt í einu svaka
blossa og heyrðum einhvern dynk í
bílnum. Við urðum rosalega hrædd
og fórum yfir á rauðu ljósi og þegar
við vorum búin að keyra nokkra
metra varð mér litið aftur á klukk-
una og þá var klukkan allt í einu
orðin tvö. Það hafði því liðiö hálftími
á nokkrum sekúndum eins undar-
lega og það kann að hljóma. Eg varð
aldrei vör við að hafa dottið út -
klukkan varð bara allt í einu tvö,“
segir tæplega tvítug stúlka í samtali
við DV en hún varð fyrir undarlegri
lífsreynslu á fimmtudag í síðustu
viku.
Magnús H. Skarphéðinsson, for-
maður Félags áhugamanna um fljúg-
andi furðuhluti, FÁFFH, lýsir eftir
vitnum að ljósagangi yfir Reykjavík
á umræddum tíma.
Stúlkan var á ferð með kærasta
sínum og er frásögn hans samhljóða
hennar. Þau segjast hafa orðið mjög
hrædd á eftir og ekki þoráð heim til
sín strax á eftir. Þegar atvikið hafi
gerst hafi þau einmitt verið að ræða
um það að enginn væri á ferli og öll
ljós slökkt í nærliggjandi húsum.
Erum forvitin
„Ég veit ekkert hvað gerðist. Við
töluðum bara við Magnús Skarphéð-
insson fjórum dögum eftir að þetta
gerðist og hann sagði að það væru
líkur á að við hefðum verið numin
brott af geimverum. Magnús bað
okkur um að skoða hvort annað til
að athuga hvort við bærum ein-
hverja áverka eftir þetta. Það voru
tveir rauðir blettir á hægri hand-
leggnum á mér, rétt fyrir neðan oln-
bogabótina, en ég veit ekkert hvort
þeir voru eftir þetta atvik en ég hafði
tekið eftir þeim áður en Magnús bað
okkur að athuga þetta. Það sá hins
vegar ekkert á bílnum," segir stúlkan
viðDV.
Stúlkan segist ekkert vita hverju
hún eigi að trúa en Magnús segir í
grein sinni að hinar meintu geimver-
ur, sem hugsanlega hafi numið parið
á brott, hafi þurrkað úr minni þeirra
um hálftíma en ekki þurrkað nógu
langt aftur til að þau hefðu ekki orð-
ið atviksins vör. Til að fá fram skýr
svör um hvaö átti sér stað umræddan
hálftíma þyrftu þau á dáleiðslu hæfs
dáleiðara að halda.
„Við erum að hugsa um það hvort
viö eigum að fara í dáleiðslu eða ekki.
Við erum að sjálfsögðu forvitin að
vita hvað gerðist," segir stúlkan. -pp
Gætum opn-
að í byrjun
næstuviku
- segir yfirverkfræöingur
Höföabakkabrúin:
„Frá því að við lokuðum brúnni
hafa framkvæmdir gengið prýðilega.
Einu vandræðin hafa skapast vegna
veöurs því rigningin hefur hamlað
að hægt sé að leggja efsta malbikslag-
ið og að hægt sé að merkja örvar og
akgreinalínur á göturnar. Eins og
staöan er nú reikna ég með að mal-
bikun ljúki í dag,“ segir Guðmundur
Nikulásson, yfirverkfræðingur hjá
gatnamálastjóra, viö DV.
Hann sagði að ef tíðin yrði góð fram
yfir helgi mætti búast við að brúin
yrði opnuð í byrjun næstu viku.
„í fyrstu var ekki gert ráð fyrir að
umferð yrði hleypt á brúna fyrr en
4. september. Verktakarnir fá því
svokallað ílýtifé," sagði Guömundur.
„Vegna þess að verkið er u.þ.b.
þremur vikum á undan áætlun
munu allir starfsmenn fyrirtækj-
anna, sem að því hafa starfað, og
makar þeirra, fá haustferð í október
eða nóvember. Ekki er alveg búið að
ákveða hvert verður farið en allar
líkur eru á að þaö verði til Amster-
dam,“ sagði Guðni Eiríksson bygg-
ingastjóri.
Innbrot í nótt
Fimm menn brutust inn í Botns-
skála í Hvalfirði í nótt. Þrjár stúlkur
sem sváfu á staðnum vöknuðu við
að stóru grjóti var hent í gegnum
rúðu. Þær hlupu til og læstu að sér
og biðu þess að mennirnir færu. Þá
létu þær vita og lögreglan í Reykja-
vík tók mennina síðan í Kollaíirði.
Þeir virðast ekki hafa vitaö um stelp-
urnar og uggðu því ekki að sér. Þeir
tóku með sér nokkurt magn af tóbaki
ogpeningum. -sv
Stefnt er að því að malbikunarframkvæmdum við Höfðabakkabrúna Ijúki i dag. Ef vel viðrar fram yfir helgi má
reikna með að umferð verði hleypt á í byrjun næstu viku. DV-mynd JAK
Skeljungur segir upp umboðsmönnum á landsbyggðinni:
Stef nt að sparnaði'
birgðum og dreif ingu
- óformlegar samstarfsviðræður við Irving Oil hafa átt sér stað
„Við stefnum að því að efla mark-
aðsstöðu fyrirtækisins og ná fram
hagræðingu og sparnaði í rekstri til
að bregðast við breyttum aðstæöum
í viðskiptaumhverfi hér á landi. Ég
geri ráð fyrir að við kynnum tillögur
okkar fyrir stjórn félagsins í sept-
ember og að þær taki gildi í fram-
haldi af því þannig að við verðum
betur undir samkeppnina búnir en
ella. Ég get ekki nefnt neinar tölur
en við stefnum að umtalsverðri hag-
ræðingu, fyrst og fremst í birgða-
haldi, dreifingarkostnaði og rekstri
bensín- og olíustöðva," segir Kristinn
Björnsson, forstjóri Skeljungs.
Öllum umboðsmönnum Skeljungs
var sagt upp um síðustu mánaðamót
og taka uppsagnimar gildi á næstu
mánuðum. Verið er að endurskipu-
leggja rekstur Skeljungs, fjölga
mönnum í ábyrgðarstöðum, færa til
starfsmenn og endurskoða samninga
við umboðsmenn þannig að veruleg
hagræðing og spamaður náist. Ekki
er búist við að starfsmönnum fækki
vegna þessara breytinga og verður
endursamið við langflesta umboðs-
menn fyrirtækisins á landsbyggð-
inni.
„Þetta er bara eðhleg endurskoðun
á samningsákvæðum. Samningarnir
eru þannig að þeir þarfnast endur-
skoðunar eins og öll önnur mann-
anna verk. Áður voru í gildi ákvæði
um að sama verð skyldi vera á þess-
ari vöru í öllu landinu. Nú hefur því
verið breytt og við erum að leita fyr-
ir okkur með það hvar við ætlum að
halda áfram starfsemi og hvar ekki,“
segir Kristinn.
Viðræður hafa átt sér stað milli
forstjóra Skeljungs og Arthurs Ir-
ving jr., eins af eigendum Irving olíu-
félagsins í Kanada, undanfarið um
hugsanlegt samstarf milli fyrirtækj-
anna og hafa fulltrúar kanadíska fé-
lagsins sótt Skeljung heim og öfugt.
Samkvæmt heimildum DV eru við-
ræðumar mjög skammt á veg komn-
ar og óljóst hvort þær bera árangur
en Irving-feðgar hafa einnig rætt við
hinolíufélögin.
-GHS
Útf lutningur margfaidast
Þrjú íyrirtæki kanna mögu-
leika á að reisa verksmiðj u í sam-
vinnu við þýskt fyrirtæki sem
vinnur vikur í milliveggjaplötur.
Útílutningur á vikri hefur marg-
faldast, segir Sjónvarpið.
Staðgreiðslu frestað?
ASÍ krefst þess að fjármála-
ráðuneytið íresti til áramóta að
taka staðgreiðslu skatta af at-
vinnuleysisbótum, skv. RÖV.
Samningumrift
Skiptastjóri þrotabús Miklalax
ætlar að rifta samningum vegna
vanskila norskra kaupenda, að
sögn Útvarps.
Rússafiskurkemur
Erlend flutningaskip landa
rússafiski á Þórshöfn og Húsavík
í næstu viku. Útvarpiðgreindifrá
þessu.
ASÍræðirGATT
Hagfræðingur ASÍ segir aö
GATT-samnmgurinn veiti ekki
innlendum framleiðendum nóg
aðhald og hvetji ekki nægilega til
hagræðingar og verðlækkunar,
að sögn RÚV.
Kæra til umboðsmanns
Mæður í Garðabæ ætla að vísa
stjómsýslukæru til umboðs-
manns Alþingis eftir að Mennta-
málaráðuneytið hafhaði henni á
þeirri forsendu að nám 1 MR og
FG sé sambærilegt, aö sögn Út-
varps.
Softiseykurhlutafé
Softis hefur varið tæplega 160
milljónum á þróun á hugbúnað-
inum Louis en skuldir nema 42
milljónum. Óskað verður eftir
hlutafjáraukningu í næstu viku,
aö sögn Stöðvar 2.
HM stendur undir sér?
HM ’95 getur staöið undir sér
ef næst að innheimta allar úti-
standandi skuldir og tryggingar,
aö sögn Sjónvarps.
Meðalverðgildi
Úrskurðarnefnd sjómanna og
útgerðarmanna segir að meðai-
verð skuli gilda um fiskverð til
sjómanna, skv. Útvarpi.
Malartaka stöðvuð
Lögregla stöðvaði malartöku í
landi kirkjunnar á Möðruvöllum
í Hörgárdal í gærmorgun.
-GHS
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já
Neí 2 I
j ö d d
904-1600
Þarf aö auka þátttöku kvenna
í stjórnmálum?
Alllr 1 stafrana kerllnu me6 tÆnvalssima fi»ta nýtt sér þessa þjénustu.
I