Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Síða 9
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 9 Norskir útgerðarmenn hættir við allar aðgerðir gegn veiðum í Smugunni: Vantar heitara blóð í norsku sjómennina - segir Oddmund Bye, formaður Norges fiskarlag, og vill bíða næsta árs Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Ég vildi óska að það væri meira af heitu spænsku blóði í norskum sjómönnum. Þaö er ekki vilji til að- gerða gegn rányrkju íslendinga í Smugunni og því sé ég ekki annað en að íslendingarnir veiði óáreittir það sem eftir er ársins,“ sagði Odd- mund Bye, formaður Norges fiskar- lag, heildarsamtaka í norskum sjáv- arútvegi, í samtali viö DV. Norges fiskarlag og fleiri samtök í norskum sjávarútvegi boðuðu í sum- ar aðfor að íslensku togurunum í Smugunni og var hugmyndin að leggja fiskilínur svo þétt um miðin Oddmund Bye búinn að gefast upp. að ómögulegt væri að toga þar. Fyrst vildu útvegsmenn þó fá tryggingu frá stjórnvöldum fyrir greiðslu bóta vegna hugsanlegs tjóns á veiðarfær- um. Sú trygging fæst ekki. „Viö höfum fengið svar Jans Henr- ys sjávarútvegsráðherra og það var þvert nei. Úr því að svo fór verður ekkert úr aðgerðum, í ár að minnsta kosti. Það er blóðugt þvi íslendingar virðast vera að auka sóknina í Smug- una um allan helming," sagði Odd- mund. Oddmund staðfesti að Norðmenn ætluðu að bjóða öllum þjóðunum, sem veitt hadfa í Smugunni, sjö til fimmtán þúsund tonna þorskkvóta. Meira væri ekki til skiptanna. Hann kvaðst enga skoðun hafa á því hvort íslendingar sættu sig við svo lítinn afla. öddmund sagðist hafa gefið upp alla von um að samningar tækjust um Smuguveiðarnar í ár eftir að engin niðurstaða varð af fundi sjáv- arútvegsráðherra íslands, Noregs og Rússlands í Pétursborg í fyrradag. „Það er greinilegt að niðurstaða úthafsveiðiráðstefnunnar í New York breytir engu og það þótt íslend- ingar hafi undirritað allt. Nú sitjum við bara hér og horfum á rányrkjuna vegna þess að það er enginn vilji til aðgerða," sagði Oddmund Bye. Lars Emil Johansen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, og Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráöherra Dana, á blaðamannafundi I llulissat á Grænlandi I gær. Norrænu leiðtogarnir samþykktu I gær að vera með I heim- skautaráði ásamt Kanada, Rússlandi og Bandarikjunum. Símamynd Reuter Poul Nyrup heimsótti þorpið Qaanaaq á Grænlandi: Afsakaði nauðungar- f lutningana frá Thule Stuttar fréttir Manntjónáfjalli Fimm erlendir fjallgöngumenn týndu lifi í snjóflóöum á Qallinu K-2 í Pakistan sem er hið næst- hæsta í heími. Sneitt hjá vandræðum Móönælendatrúarmenn á Norður-írlandi hafa breytt leið skrúðgöngu sinnar til aö komast hjá átökum við kaþólikka. Redwood hugsar John Redwo- od, sem tapaði fyrir John Maj- or í lciðtoga- kosningunum í íhaldsflokkn- um breska, hef- ur sett á iagg- irnar stofnun sem hefur það markmið að efla veg og virðingu íhaldsskoðana. TapáTívolí Búist er við tapi, hinu fyrsta í manna minnum, á rekstri Tívol- ísins í Kaupmannahöfn vegna vætutíðar í sumarbyijun. Faraaðsamningi Rússneskir hermenn og upp- reisnarmenn i Tsjetsjenlu eru byrjaðir að framfylgja skilmálum samnings um endalok átakanna. Áfram bresk nýienda Yfirgnæfandi meirihlti kjós- enda á Bermúdaeyjum vill að landið verði áfram bresk ný- lenda. Seidaríánauð Mannréttindasamtök segja að kínverskar konur séu seldar í ánauð, neyddar í fóstureyðingar og vinni oft við slæm skilyrði. Reuter Mótmælaspjöld þar sem lesa mátti kröfur um bætur fyrir nauöungar- flutninga frá svæðinu við herstöðina í Thule og kröfur um betri samgöng- ur mættu Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, þegar hann heimsótti þorpiö Qaanaaq, 100 km norður af Thule-stöðinni á Græn- landi í gær. Mótmælaspjöldin minntu Poul Nyrup óþyrmilega á ástæðu heimsóknar hans til þorps- ins. Hann sagðist þangað kominn til aö hlusta og finna leiðir til að tryggja byggðinni bjarta framtíð. A 500 manna borgarafundi sagði forsætisráðherrann að fyrirhugaðar væru samningaviðræöur við Banda- ríkjamenn um að breyta hluta Thule- stöðvarinnar í almenna flughöfn. Hann afsakaöi síðan nauðungar- flutninga íbúanna frá Thule-svæðinu í byrjun sjötta áratugarins með því að taka undir afsökunarbeiðni Grænlandsmálaráðherrans frá 1985. Ritzau Útlönd Dönskum nas- istum neitað um svædisútvarp Dönskum nýunasistum var í gær meinað að senda út efiii frá svæðisútvarpi sem reka átti í að- alstöðvum nasista í Greve, sunn- an Kaupmannahafnar. Sérstök úthlutunarnefhd útvarpsleyfa var samhljóða í afstöðu sinni. Umsókn nasistanna var hafnað þar sem yfirlýsingar þeirra í fiöl- miölum var ekki í samræmi við þau drög að dagskrá sem send höfðu verið með umsókninni. Jonni Hansen, leiðtogi danskra nasista, sagði í blaðaviðtölum að dagskráin tæki mið af hug- myndafræöi nasista og hug- myndum danskra nasista um „hreina" Danmörku. Hann sagöi að spiluð yrði tónlist þar sem sungiö væri um baráttuna fyrir hinn hvíta mann og aö gyðingar fengju ekki aðgang að umræðu- þáttum. Viöurkenndi Hansen að haía puntað dagskrárdrögin til að mýkja nefndina. Meðan hún fundaði mótmæltu um 400 and- fasistar utan við húsakynni hennar. Ritzau SUMARTILB0Ð öll hreinlætistæki í baðherbergið aðeins kr. 19.900 Innifalið í tilboði: 1. Baðkar, 170x70 cm. 2. Handlaug. 3. WC með harðri WC-setu. Vönduð vara. Baðkar, handlaug, og WC frá sama fram- leiðanda sem tryggir sama lit á öllu. Síðumúla34-Fellsmúlamegin Sími 588 7332 Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18 Laugard. kl. 10-14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.