Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Síða 11
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995
11
Fréttir
Þýski háskólaneminn Hans-Martin Moser varð ástfanginn af íslandi:
; Lokaritgerð um miðbæinn
Moser er áhugamaður um Ijós-
myndun og á safn af myndum frá
íslandi. DV-mynd S
Líkamsárásarmál:
Dráttur vegna
búsetu ákærða
erlendis
- segir Öm Clausen
„Ef litið er svo á að um minni hátt-
ar líkamsáverka sé að ræða er ákært
eftir 217. gr. hegningarlaga. Miðaö
við það er raunhæft að telja að sökin
geti fyrnst. í þessu tiltekna máli heföi
ekki gengið að ákæra eftir 218. grein,
sem tekur til alvarlegri líkamsmeið-
inga, því að það þótti hvergi upplýst
að meiningin hefði verið að valda
aivarlegum áverkum heldur aðeins
að hrekkja," segir Örn Clausen
hæstaréttarlögmaður.
Hann var verjandi ákærða í málinu
sem DV greindi frá í blaöinu á fostu-
daginn var. Þar var maöur sakfelldur
fyrir að stinga mann með hnífi en
var sýknaður vegna þess að málið
fyrntist þar sem því var ekki hreyft
í tvö og hálft ár.
„Drátturinn var óhjákvæmilegur
vegna þess að erfitt reyndist að ná í
kæranda sem var búsettur erlendis.
Dómarinn mat aðstæður svo aö sök-
in væri fyrnd af því að ákært var
fyrir minni háttar líkamsmeiðingu,
réttilega að mínu mati þótt um
hnífstungu væri að ræða,“ sagði Örn.
í yfirlýsingu frá Hirti 0. Aðal-
steinssyni héraösdómara, sem kvað
upp dóminn, segir að hann hafi fyrst
fengið málið tii meðferöar 7. sept-
ember 1994. Hann beri því enga
ábyrgð á áðurnefndum drætti. -sv
Reykjanesbær:
Óskaðeftiráliti
umboðsmanns
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum;
„Ég hugsa að ég lifi það nú af með
nýja nafnið á sveitarfélaginu en það
verður erfitt. Og þá er það mjög erf-
itt að hafa svona Íítt greinda sveitar-
stjórnarmenn í sveitarfélaginu. Ég
mun bíða eftir niðurstööu umboðs-
manns Alþingis og þá fyrst kemur í
ljós hvað gert verður," sagði Einar
Ingimundarson, íbúi í Keflavíkur-
hverfi Reykjanesbæjar, sem óskað
hefur eftir því að umboðsmaður Al-
þingis fialli um niðurstöðu félags-
málaráðuneytis frá því í júní.
Ráðuneytið telur að bæjarstjórnin
hafi staðið rétt að atkvæðagreiðsl-
unni í aprfi, en Einar telur að bæjar-
stjórnin hafi ekki staðiö rétt að mál-
inu með því að láta aöeins kjósa milli
tveggja nafna. Atkvæðagreiðslan
hefur tvisvar verið kærð til félags-
málaráðuneytis. Það var Einar Ingi-
mundarson sem kærði í bæði skiptin.
„Eg hef komið hingað tvisvar áður
og fór að verða ástfanginn af ís-
landi,“ segir Hans-Martin Moser,
sem nú er aö vinna aö lokaritgerð
sinni í landafræði um miðbæ Reykja-
víkur, í viðtali við DV. Hann býr í
Bruchsal en hefur lært landafræði í
Heidelberg í fimm ár.
„Þetta er lokaritgerð mín í landa-
fræði og er um miðbæ Reykjavíkur.
Dr. Werner Fricke í Heidelberg er
umsjónarmaður ritgerðar minnar en
hann veit ekki mikið um Reykjavík
og því þurftum við aö finna annan
mann í Þýskalandi sem þekkir borg-
ina og ég fann Dr. Axel Priebs í
Bremen sem er eini þýski landfræð-
ingurinn sem hefur unnið eitthvað
um Island. Þeir eru því báöir umsjón-
armenn. Bjarni Reynarsson hjá
Borgarskipulagi Reykjavíkur hefur
svo aðstoðað mig.
Ritgerðin er um miðbæinn og ber
ég hann saman við hina hluta borg-
arinnar. Hún er um þróun hans og
ýmislegt landfræöilegt í því sam-
hengi. Hún fiallar um þróun mann-
fiölda sem jókst mjög í seinni heims-
styrjöldinni, svo hægði á fiölguninni
á áttunda áratugnum en nú eykst
hann hraðar. Einnig er athyglisvert
við miöbæinn að þar eru margar
stofnanir ríkisins, bankar og trygg-
ingafélög. Ritgerðin fiallar svo um
framtíðarþróunina í borginni."
Aðspurður hvers vegna hann skrif-
ar lokaritgerð um Reykjavík segir
Moser: „Það er erfitt að segja til um
það en ég hef komið hingað tvisvar
áður og fór að verða ástfanginn af
íslandi og ég hef áhuga á þeim hluta
iandafræðinnar sem er um þéttbýli.
Dr. Werner Fricke, umsjónarmaður
ritgerðarinnar, sagði mér að ég
mætti skrifa um ísland. Þá varð irtér
hugsað til Reykjavíkur og mjög
áhugaverörar þróunar á henni á síð-
ustu áratugum."
íslenski fáninn á veggnum
Moser er mikill áhugamaður um
ísland og hefur komið hingað þrisvar
sinnum: „Ég kom fyrst til íslands
árið 1991, þá ’93 og síðan núna. Þann-
ig að ég kem á tveggja ára fresti. Nú
kem ég ekki sem ferðamaður.
í Þýskalandi er allt svo þéttbýlt.
Bæir og þorp eru þétt saman. Plássið
er því mjög lítið. Hérna er aftur á
móti hægt að njóta landslagsins. í
Þýskalandi er hver spilda notuð und-
ir landbúnað, byggingar og vegi.
Hérna er svo meira pláss.
Ég hef verið að lesa allt sem ég hef
fundið um ísland, um söguna, nátt-
úruna. Ég á stórt safn af myndum frá
íslandi og er sjálfur áhugaljósmynd-
ari. Ég safna alls kyns steinum,
myntum og frímerkjum. í herberg-
inu hjá mér heima er stór íslenskur
fáni á veggnum. Ég kann líka mjög
vel við tónlist Bjarkar." -GJ
18. ágúst
afmæli
Reykjavíkurborgar
Velkomin
í miðborgina!
Vitatorg, bílahús með innkeyrslu frá Vitastíg og Skúlagötu.
Njótið lífsins
- notið húsin
Vegna hátíðarhalda á afmælisdegi Reykjavíkur föstudaginn 18. ágúst, verður lokað
fyrir bílaumferð um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og neðsta hluta Skólavörðustígs
frákl. 13:00- 18:00.
• Fjölbreytt skemmtidagskrá mun setja svip sinn á miðborgina og ennfremur verða
útimarkaðir ef veður leyfir. Kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að njóta lífsins í lifandi borg.
• Á meðan þið röltið um miðborgina er tilvalið að geyma bílinn í einhverju af hinum
sex glæsilegu bílahúsum borgarinnar. Þar þarf aldrei að hafa áhyggjur af því
að tíminn renni út, þú borgar aðeins íyrir notaðan tíma.
• Upplifið mannlíf og menningu í miðborginni og kynnið ykkur kosti bílahúsanna í leiðinni.
m
BILASTÆÐASJOÐUR
Bílastœði fyrir alla