Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Þegar vonin brestur
Pantanir hjá skipafélögum um flutning búslóða til út-
landa hafa verið óvenjulega miklar í sumar. Yfirvofandi
landflótti í haust bendir ekki til mikfllar bjartsýni meðal
þessa fólks um, að svokallaður efnahagsbati skili því
bættum lífskjörum á næstu mánuðum og árum.
Efnahagsbatinn hefur bætt rekstur fyrirtækja. Þau
hafa hagrætt seglum eftir vindi og fundið sér nýtt jafn-
vægi með færra starfsfólki, meira álagi á starfsfólki og
lakari kjörum þess. Þetta hefur sumpart verið nauðsyn-
leg áminning um aukinn og efldan starfsaga.
Samt var reiknað með, að traustari grundvöllur fyrir-
tækja mundi efla kjark ráðamanna þeirra og að þeir
reyndu að færa út kvíarnar. Það hefði leitt til útþenslu
atvinnulífsins og aukinnar atvinnu fólks. Þetta hefur
ekki gerzt. Fyrirtækin eru ennþá afar varfærin,
Ferðaþjónustan er eina bjartsýna atvinnugreinin.
Flugleiðir hafa ákveðið að ráða 80 nýja starfsmenn vegna
aukins Atlantshafsflugs á næsta ári. Þessi mikilvæga
ákvörðun fyrirtækisins eflir vonandi bjartsýni annars
staðar í ferðaþjónustunni og skyldum atvinnugreinum.
Á öðrum sviðum ríkir stöðnun og vonleysi. Sjávarút-
vegurinn reynir að halda sjó við árviss skilyrði minnk-
andi afla og bættrar nýtingar afla. Þetta hefur jafnazt
út. Með aukinni hagræðingu hefur batnað rekstur sjávar-
útvegsfyrirtækja, en atvinna og tekjur munu ekki batna.
Þeim fer fækkandi, sem líta á landbúnað sem atvinnu-
grein. Af stjómvöldum er hann á báti með velferðarkerf-
inu. Þrjár af hverjum íjómm krónum í tekjum landbún-
aðarins koma beint eða óbeint frá ríkisvaldinu. Engum
dettur í hug, að atvinnutækifærum fjölgi í landbúnaði.
Timburmennimir frá íj árfestingarfylliríi allra síðustu
áratuga koma nú fram í fækkun verkefna í byggingariðn-
aði og engum horfum á neinum bata á því sviði í náinni
framtíð. Enda er svartsýni iðnaðarmanna meiri en flestra
annarra stétta og landflótti þeirra meiri.
ísland er orðið svo staðnað land, að leitun er að há-
skólagrein, þar sem útskrifaðir sérfræðingar geta verið
nokkuð vissir um atvinnu að loknu námi. Atvinnuskort-
urinn hvetur marga til framhaldsnáms í útlöndum, sem
síðar leiðir til atvinnu og búsetu í útlöndum.
Atgervisflóttinn er ógnvænleg afleiðing þess, að vonir
hafa daprazt. Atvinnulífið er einhæft og þarf lítið af há-
skólafólki. Opinberi geirinn hefur ekki ráð á fleira starfs-
liði. Helzta undankomuleið menntaðs atgervisfólks er að
reyna að selja þekkingu sína og hæfni erlendis.
Hugbúnaðarvinna er gott dæmi um þetta. Hún er þess
eðlis, að fólk getur fengið verkefni hvar sem er í heimin-
um. Hér er hún heft af völdum einangrunar, sem stjórn-
völd hafa magnað með því að láta undir höfuð leggjast
að tryggja stafrænar samgönguæðar til útlanda.
Þess vegna er nokkum veginn ljóst nú þegar, að svo-
kölluð hraðbraut upplýsinga og hin gífurlega atvinnu-
aukning Vesturlanda á því sviði mun fara að mestu leyti
framhjá íslandi, sem er að einangrast sem eitt allsherjar
Árbæjarsafn til minningar um landbúnað við Dumbshaf.
Stuðningur kjósenda við mestu íhaldsflokka landsins
og rammur íhaldsandinn yfir vötnum nýju ríkisstjómar-
innar hefur sannfært marga um, að svokallaður efna-
hagsbati muni alls ekki skila sér 1 auknum umsvifum
atvinnulífsins og batnandi lífskjörum í landinu.
Þegar vonin brestur, er nærtækt að leita á vit mennt-
unar, tækifæra og ævintýra í útlöndum. Því hringir sím-
inn oft hjá búslóðadeildum skipafélaga þessa dagana.
Jónas Kristjánsson
„Utivistarmál ungdomsins á Islandi eru allmjög frábrugöin þvi sem gerist hjá öðrum þjóðum
Ragnar Ingi m.a. í greininni.
segir
Utivist og
frelsishugsjón
Eitt af því sem sagt er að veki
athygli ferðamanna sem heim-
sækja land okkar er undarleg af-
staöa hins íslenska samfélags til
útvistartíma barna og unglinga.
Börn á íslandi eru gjarnan að leika
sér út um holt og móa fram eftir
kvöldum án þess að nokkrum þyki
það tiltökumál og á það jafnt við
um þéttbýlið og sveitirnar. Um
helgar eru unglingar undir lögaldri
í hópum saman að virða fyrir sér
stórkostleg tilþrif þeirra sem bera
uppi skemmtanalífiö, taka jafnvel
þátt í gleðinni.
Þeir sem búið hafa erlendis og séð
hvemig tekið er á slíkum málum
meöal annarra þjóða eiga nokkuð
gott með að skilja þennan áhuga
erlendra ferðamanna. Útivistarmál
ungdómsins á íslandi eru allmjög
frábrugöin því sem gerist hjá öðr-
um þjóðum, og er ekki seinna
vænna að útlendingar kynnist af
eigin raun framúrstefnulegum
hugmyndum landans um frelsi ein-
staklingsins.
Frelsi og framfarir
Öldin sem nú er senn liðin hefur
einkennst af örum og afdrifaríkum
breytingum. Við höfum stokkið út
úr miðaldahugsunarhættinum og
böðum okkur nú í ljósum þekking-
ar og tækniframfara. Við lítum
gjarnan til baka til forvera okkar
með vorkunnlátt bros á vör og
þökkum fyrir að við erum ekki eins
og þeir, fastir í þekkingarskorti,
fordómum og ófrelsi.
Framfarirnar hafa leitt til svo
miklu betri lífshátta, a.m.k. hvað
varðar ytri hag, að nú er sú skoðun
almennt ríkjandi að því meiri
þekkingu sem við verðum okkur
úti um, því meiri framfarir sem við
lifum, því meira frelsi sem við bú-
um við, - þeim mun betra verði líf
okkar. Þetta síðasttalda, frelsið, er
hjá mörgum nánast heilagt orð.
Frelsi einstaklingsins má ekki
skerða. Á þessari öld, einkum
KjaUarinn
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
kennari
seinni hluta hennar hefur sú skoð-
un eignast afar marga fylgjendur
að hver þegn samfélagsins eigi rétt
á að haga lífi sínu eftir eigin geð-
þótta.
Breytt uppeldi
Þeir sem stunda barnauppeldi
hafa sannarlega ekki farið varhluta
af hugmyndum síðustu áratuga um
frelsi einstaklingsins. Áður þótti
sjálfsagt aö foreldrar réðu lífs-
hlaupi barna sinna fyrstu tvo ára-
tugina, jafnvel lengur, - veldu þeim
maka, hvað þá annað. Eins og af-
staðan er í dag mega uppalendur
að vísu enn þá grípa litlu börnin
ef þau ætla að stökkva út í umferð-
ina en eftir að þau hafa fengið nógu
mikiö vit til að hlaupa ekki fyrir
bíla þá þykir sjálfsagt að þau meti
sjálf hvað er þeim fyrir bestu.
Bömin eiga rétt á að ráða sér sjálf.
Við viljum frelsi
í ljósi þeirra hugmynda um frelsi
einstaklingsins sem fram komu hér
að ofan er þá ekki að undra þó að
börn og unglingar séu á litt skýran-
legu flökti um holt og móa eða göt-
ur þéttbýlisins eftir að kvölda tek-
ur. Þau hafa gaman af þessu og að
sjálfsögðu hafa þau rétt til að fara
út ef þau vilja það sjálf. Að vísu
falla alltaf sum þeirra fyrir dópsöl-
um, ræningjum og nauðgurum.
Sum þeirra koma heim stórsköðuð
eftir 'ofbeldismenn sem fara um á
nóttunum og berja fólk sér til ynd-
isauka. Sum koma heim migandi
full og liggur vel á þeim og ekki
nema gott um það aö segja að litlu
greyin skemmti sér. Þegar frá líður
taka meðferðarstofnanirnar við
þeim ef þau lifa nógu lengi.
Við viljum frelsi. Hver nennir að
hlusta á leiöinlega forræðishyggju-
menn og úrtölurausara. Þó að ein-
hverjir týnist úr hópnum, - þaö
geta nú ekki allir orðið ofan á í líf-
inu. Og við getum huggað okkur
við það að meirihlutinn sleppur lif-
andi og óskaddaður heim.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
„Aö vísu falla alltaf sum þeirra fyrir
dópsölum, ræningjum og nauðgurum.
Sum þeirra koma heim mígandi full og
liggur vel á þeim og ekki nema gott um
þaö að segj a að litlu greyin skemmti
ser.
Skoðanir armarra
Hollvina neytenda leitað
„Hvar eru nú blessaðir sjálfstæðismennirnir, sem
í kosningabaráttu fyrir fimm mánuðum sögðu kjós-
endum að þeir vildu fyrir alla muni stuðla að lægra
vöruverði? Hvar eru nú riddarar hinnar frjálsu sam-
keppni? Hvar eru nú hollvinir neytenda í Sjálfstæðis-
flokknum? Hvar eru þeir sjálfstæðismenn sem kjörn-
ir voru á þing fyrir Reykvíkinga og Reyknesinga."
Úr forystugrein Alþbl. 16. ágúst.
Samkeppnin einkavæðist
„Samkeppni er skylda í öllum viðskiptum og á
Samkeppnisstofnun að sjá um að henni sé hlýtt. En
sá galli er á skipulaginu að stofnunin er ríkisrekin
og er aðeins ein. Það er engin samkeppni um sam-
keppnina. Garri leggur því til að samkeppnin verði
einkavædd og að fleiri eigi þess kost að koma sam-
keppnisstofnun á laggimar til að keppa við Sam-
keppnisstofnun ríkisins. Þetta var gert við Bifreiða-
skoðun og gefst vel. “
Garri í Tímanum 16. ágúst.
Kerfisklúður á GATT-útfærslu
„Framkvæmd stjórnvalda á GATT-samkomulag-
inu hefur fram til þessa gefið of mörg tilefni til aö
ætla, að verið sé að reyna að bregða fæti fyrir inn-
flytjendur erlendra lanbúnaðarafurða, og skaða
þannig hagsmuni neytenda. Það sýna þau dæmi, sem
hér eru rakin, ásamt seinagangi og kerfisklúðri varð-
andi innflutning Bónuss hf. á kalkúnakjöti og kjúkl-
ingum. Þessi afstaða stjórnkerfisins er ekki til þess
fallin að efla traust almennings á vilja stjórnvalda
til að bæta vöruúrval og lækka verð í krafti erlendr-
ar samkeppni og afnáms hafta.“
Úr forystugrein Mbl. 15. ágúst.