Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Side 15
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 27 fþróttir baráttunni við svissnesku varnarmennina og þetta er kannski dæmigerð mynd fyrir leikinn á Laugardalsvelli í gær. DV-myndir Brynjar Gauti ig í byrjun tu 20 mínútimum var banabiti Islendinga í leiknum vörmna en polski domarinn var ekki á sama máli og hafði þar sennilega rétt fyrir sér. Síðari hálíleikurinn var ákaflega tíð- indalítill og mjög bragðdaufur. Sviss- lendingarnir lágu aftarlega á vellinum og hugsuðu um það eitt að halda fengn- um hlut og það gerðu þeir án nokkurra stórátaka. Islendingar voru aldrei lík- legir til að minnka muninn og ein- beittu sér frekar að því að röfla í dóm- araranum eða kítast við andstæðing- ana. Það verður að segjast eins og er að leikur íslenska liðsins var langt frá því að vera sannfærandi og olli vonbrigð- um en fyrir leikinn gætti nokkurrar bjartsýni í herbúðum liðsins eftir tvo ágæta leiki, fyrst jafnteflisleikurinn gegn Svíum og svo sigurinn gegn Ung- veijum. Manni virtist íslenska liðið alls ekki tilbúið fyrir átökin og alltof margir leikmenn hðsins voru að leika undir getu. Vörnin var hikandi og óör- ugg í fyrri hálfleik og miðjuspilararnir léku lengi vel of framarlega og skildu þannig eftir stórar eyður fyrir aftan sig. Það færðu hinir hreyfanlegu leik- menn Sviss sér í nyt. Sóknarleikurinn var frekar bitlaus enda mjög einhæfur. Kantspil var varla til og áttu sviss- nesku varnarmennirnir ekki í teljandi vandræðum með að stöðva sóknir ís- lands í leiknum. Eftir stendur að ís- lenska landsliðið náði sér ekki á strik og lék örugglega sinn lélegasta leik í nokkurn tíma. Þetta var fyrsti tapleikur íslands á árinu og markmiðin, sem sett voru fyrir keppnina, þaö er aö ná meira en 50% vinningshlutfall, eru fokin út í veður og vind. Ólafur Þórðarson á hér gott skot að marki Sviss í leiknum í gær. Framndstaða leikmanna Birkir Kristinsson Fyrra markið verður aö skrifast á hann að ein- hvetju leyti en hann var ekki langt frá þvi að koma í veg fyrir hitt markið. Þurfti annars lítið að beita sér á milli stanganna. Guðni Bergsson Hefur oftast leikið betur en í þessum leik og náði ekki að stjórna vörninni eins og hann getur best. Var nálægt því aö skora í fyrri hálfleik þeg- ar markvörður Sviss varði þrumuskot hans í horn. Ólafur Adolfsson Var sterkur í skallaeinvígjunum en var í vand- ræðum þegar hann þurfti að koma boltanum frá sér. Nýttist ekki sem skyldi í vítateignum þegar íslendingar fengu hornspyrnur og aukaspyrnur. Kristján Jónsson Náði aldrei að komast i takt við leikinn og var einn hlekkurinn í frekar slakri vörn íslands. Spurning hvort hann eigi ekki að fá „frí“ í næsta leik enda hefur hann ekki fundið sig í sumar. Var skipt út af á 88. mínútu fyrir Daða Dervic. Rúnar Kristinsson Náði sér aldrei á strik og var óöruggur í bak- varðarstöðunni. Hann var ólíkur sjálfum sér því hann hefur oftast komist vel frá sínu hlutverki í landsleikjum. Sigurður Jónsson Lék mjög vel í fyrri hálfleik og var þá yfirburða- maður í íslenska liðinu. Hann lét þá boltann ganga og var öryggið uppmálað í aðgerðum sín- um. í síðari hálfleik lét hann dómarann fara í skapið á sér sem kom niður á getu hans. Ólafur Þórðarson Alltaf er baráttan fyrir hendi hjá kappanum en kapp er best með forsjá. Lenti oft í vandræðum meö að koma boltanum frá sér. Þorvaldur Örlygsson Mjög sterkur í návígum og gaf þar aldrei þuml- ung eftir. Sást lítið sem ekkert í síðari hálfleik, hreinlega týndist í aðgerðaleysi liðsins. Bjarki Gunnláugsson Lék í fyrsta skipti í byijunarliði íslands í „al- vörulandsleik“. Atti einstaka spretti en var í heildina langt frá þvi að vera nógu ógnandi. Amar Gunnlaugsson Olli vonbrigðum í leiknum. Var ekki nógu ógn- andi og svissnesku varnarmennimir áttu ekki í teljandi vandræðum með að stöðva hann. Fékk besta færi íslands í leiknum sem hann náði ekki aö nýta. Eyjólfur Sverrisson Mjög slakur leikur hjá honum. Seinn og greini- lega ekki í nógu góðrí leikæfingu. Honum var réttilega skipt út af fyrir Harald Ingólfsson um miðjan síöari hálfleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.