Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 24
Bill Clinton þungt hugsi yfir vandræðum Patreksfjarðar. Patró treystir á Clinton „Við treystum því aö Clinton Bandaríkjaforseti nái að rífa upp efnahagslífiö..." Sigurdur Viggósson, framkvæmda- stjóri Odda hf. á Patreksfirði sem flyt- ur mikið út til Bandarikjanna, í DV. Ummæli Grænt hár „Við höfum að sjálfsögöu greitt allan kostnað sem hlotist hefur af lagfæringu á hári sundlaugar- gestanna en enginn hefur farið fram á skaðabætur." Ingimar Sigurösson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum, en sundalaugagestir þar fengu ókeypis hárlitun, i DV. Gift í sátt og samlyndi „Prestar eru að jarða, gifta og skíra þvert á sóknir en gera það yfirleitt í fullum friði hver við annan.“ Baldur Kristjánsson biskupsritari um deilur i Möðruvallaklausturspresta- kalli, i DV. Margir halda því fram að stökk- breytingin mikilvæga fyrir 50.000 árum hafi farið framhjá Sylvester Stallone. Fyrsta tungumálið Talið er að stökkbreyting fyrir um 50.000 árum hafi valdið því að menn fóru almennt að geta gert sig skiljanlega í máli, mörg- um til mikillar armæðu en öðrum til ómældrar gleði. Fyrstir til þess að geta bablað eitthvað voru Blessuð veröldin veiðimenn sem lifðu á því svæði sem nú heitir íran. Elsta ritmál Elstu merki um ritmál sem fund- ist hafa eru á leirmunum frá Yangshao-menningarskeiöinu í Kína. Á leirinn, sem er um þaö bil sjö þúsund ára gamall, eru ristar tölumar fimm, sjö og átta. Kínverska er því elsta ritmál sem þekkt er og saga hennar nær frá Yangshao-skeiðinu til dagsins í dag. Útbreiddast Á jörðinni eru töluð um 5000 tungumál, þar af ein 845 á Ind- landi. Það tungumál sem flestir hafa að móðurmáli er norður- kínverska. Árið 1988 var talið að um 715 milljónir manna töluðu það mál. 36 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 v Súld vestanlands í dag verður suðvestanátt á landinu, víðast kaldi vestanlands en gola aust- Veðriðídag an til. Lengst af léttskýjað á Austur- og Suðausturlandi en annars skýjað að mestu og súld vestanlands og á annesjum norðanlands. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast austanlands. Sólarlag í Reykjavik: 21.38 Sólarupprás á morgun: 5.26 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.11 Árdegisflóð á morgun: 11.44 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 12 Akurnes skýjað 8 Bergsstaðir skýjað 10 Bolungarvík rign/súld 8 Keílavíkurflugvöllur alskýjað 8 Kirkjubæjarkla ustur alskýjaö 8 Raufarhöfn þokumóða 9 Reykjavík úrkoma 9 Stórhöfði alskýjað 9 Bergen skýjað 15 Helsinki léttskýjað 19 Kaupmannahöfn léttskýjað 19 ÓslO léttskýjað 19 Stokkhólmur léttskýjað 21 Þórshöfn rigning 14 Amsterdam skýjað 20 Barcelona léttskýjaö 23 Berlín skýjaö 16 Chicago þrumuveð- ur 23 Feneyjar skýjað 19 Frankfurt léttskýjað 14 Glasgow þokumðn. 10 Hamborg léttskýjað 14 London mistur 19 LosAngeles hálfskýjað 17 Lúxemborg heiðskírt 15 Madríd heiðskírt 20 Malaga léttskýjað 21 Mallorca léttskýjað 19 Montreal heiðskírt 21 New York þokumóða 26 Nice skýjað 23 Nuuk skýjað 2 Orlando alskýjað 26 París léttskýjað 18 Gunnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri: Þetta er mjög Gunnar Þór Gíslason, fram- kvæmdastjóri hjá Mata hf„ hefur veriö í fréttunum að undanfömu vegna andstöðu við tolla á ínnflutt grænmeti en Mata hf. hefur ein- mitt flutt inn ávexti og grænmeti í áratugi. Maður dagsins „Ég er framkvæmdastjóri hjá Mata. Við flytjum inn ávexti og grænmeti sem heildsalar og seljum í búðir. Stundum þurfum við að berjast við yfirvöld í sambandi við grænmetismál. Þetta er mjög líflegt starf, Þessi vara geymist stutt og þarf aö mæt- ast framboö og eftirspurn. Þetta er því mjög fjölbreytt starf, það er alltaf eitthvaö nýtt að gerast í hverri viku. Gunnar Þór Gíslason. Ég er viðskiptafræðingur, út- skriíaöist úr Háskólanum árið 1989. Síðan er ég með rekstrarhag- fræðings- eða MBA-gráðu frá Lon- don Business School. Ég útskrifað- ist þaöan árið 1994 þannig að ég er tiltölulega nýkominn heim. • Þetta var mjög fræðandi nám og mikil lifsreynsla að fara út og kynnast fólkinu þar. Þótt þetta hafi verið framhaldsnám í viðskipta- fræöinni þá voru þama nýir hlutir, til dæmis í sambandi viö fjármála- markaöinn sem voru mjög heill- andi. Þetta var það mikil vinna að maöur kynntist eiginlega ekki Lon- don. Maður hafði varla tima til að líta upp úr skólabókunum þótt maður væri þama i tvö ár. Konan mín heitir Sólveig Ingólfs- dóttir, hún er menntuð sem kerfis- fræðingur en er núna húsmóöir. Ég á tvo stráka. Þeir heita Ingólfur Ámi, 4ra ára, og Einar Páll, eins árs.“ -ÚHE Myndgátan Lausn gátu nr. 1292: Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. íslands- mót í tennis Nú stendur yfir íslandsmótið í tennis. Mótið hófst síðastliðinn mánudag og þvi lýkur á laugar- daginn meö úrslitaleikjum í ein- liðaleik meistaraílokks karla og íþróttir kvenna. Mótið fer fram á þremur stöð- um. Á tennisvöllum Þróttar er keppt i öðlingaflokkum, á tennis- völlum Víkings í barna- og ungl- ingaflokkum og í meisíaraflokki er keppt á tennisvöllum TFK við hliðina á Tennishölhnni að Dal- smára. Skák Bent Larsen, sem er væntanlegur hing- að á Friðriksmótið, deildi efsta sæti á North Bay alþjóðamótinu i Kanada fyrr í mánuðinum ásamt Hergott og Lesiege. Þeir fengu 6 v. af 8 mögulegum en Sofía Polgar, sem einnig kemur á Friðriksmót- ið, kom næst ásamt Yermolinski og Och- koos með 5,5 v. Keppendur voru 286 tals- ins. í þessari stöðu frá mótinu hafði Allan hvítt og átti leik gegn G. Benjamin: 16. Ba7! Ha8 17. Bxb7! Hxa7 Engu betra er 17. - Bxb7 18. Hxd7 + o.s.frv. 18. Bxc8 KÍ8 19. Ra5! og svartur kaus að gefast upp því að hann tapar meira liði. Jón L. Árnason Bridge Bretar hafa aUtaf verið taldir til sterk- ustu þjóða í bridgeheiminum en einhvem veginn hefur þá oftast nær þrotiö örendið áður en þeir náðu alla leið. En nú gætu bjartari tímar verið framundan hjá Tjall- anum. Yngri kynslóðin heldur merki þeirra hátt á lofti og öruggur sigur lands- Uðs yngri spilara þeirra á HM í síðasta mánuði gefur góð fyrirheit. Sigur þeirra var svo öruggur að þeir unnu undanúr- slitaleikinn gegn Kanada 243-95 og úr- slitaleikinn gegn _ Ný-Sjálendingum 256-152 í 80 spUum. Úrslitaleikurinn var 96 spU en Ný-Sjálendingar gáfu leikinn eftir 80 spil. Hér er eitt spU úr leik þeirra gegn Nýja-Sjálandi þar sem gætin vörn skUaði þeim 10 impa gróða. Sagnir gengu eins á báðum borðum, suður gjafari og AV á hættu: ♦ 7543 V 9743 ♦ Á6 + ÁK9 ♦ KD962 V KG10 ♦ D + G1083 ♦ ÁG8 V Á865 ♦ 2 + D7654 * 10 V D2 ♦ KG10987543 + 2 Suður Vestur Norður Austur 54 Pass Pass Pass Með Ný-Sjálendingana í vöminni kóm spaðakóngurinn út í upphafi og austur setti áttima Ul þess að sýna oddatölu spila í litnum. Þá skipti vestur yfir í hjarta- gosa, austur ýrap á ás og Bretinn setti drottninguna. Austur var í megnustu vandræðum og ákvað síðan að reyna að spUa spaðaásnum. Meira þurfti sagnhafí ekki og fékk sína upplögðu 11 slagi. Bret- inn Jason Hackett sat í vestursætinu á hinu borðinu. Hann spUaði einnig út spaðakóngi, fékk áttuna frá félaga og þá lét hann út hjartakónginn! Austur setti áttuna tU að sýna jafna tölu spUa í litnum- og þá var einfalt mál að halda áfram í hjarta. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.