Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1995, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1995, Qupperneq 1
/ 1 IÞROTTIR 21. AGUST 1995 Getraunir: 11X-X1X-1X1 -1221 Lottó 5/38: 13-21-26-32-36(34) //////////////////////////////////// * Breski hlauparinn Hugh Jones kemur hér fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í karlaflokki í gærdag. Bretar unnu tvöfaldan sigur í maraþonhlaupinu því Caroline Hunter Row sigraði í kvennaflokki. DV-mynd ÞÖK Reykjavíkurmaraþon í gær: Bretar fyrstir - rúmlega 3 þúsund hlauparar tóku þátt í maraþoninu Reykjavíkurleikar: Vala setti Norður- landamet í stönginni Vala Flosadóttir úr ÍR setti á Reykjavíkurleikunum, sem haldnir voru á fóstudagskvöldið, nýtt Norðurlandamet í stangar- stökki kvenna. Vala stökk 3,81 metra og bætti þar með eldra met sitt um einn sentimetra en það setti hún í Svíþjóð fyrir skömmu þar sem hún býr. Vala leggur hart að sér við æf- ingar sem greinilega eru greini- lega famar að skila árangri. Hún er eitt mesta frjálsíþróttaefni sem fram hefúr komið hér hinn síðari ár. Grand-Prix í Köln: Bartova bætti heimsmetið Þetta sama kvöld setti Daniela Bartova frá Tékklandi nýtt heimsmet í stangarstökki kvenna á Grand-Prix móti í Köln í Þýskalandi. Bartova stökk 4,20 metra. Á sama mótið stökk Okker Brits frá Suður Afríku 6,03 metra í stangarstökki karla og var þar með annar maðurinn í sögurnni tO að fara yfir sex metrana. Knattspyrna: Kári Steinn á förum Kári Steinn Reynisson hin ungi og efnilegi Skagamaður, sem átt hefur gott sumar með Akurnesingum í 1. deildinni er á förum til útlenda. Kári Steinn leikur sinn síðasta leik með Skagamönnum gegn Shelbourne í Evrópukeppninni á miðvikudaginn en hann er að fara í fjölmiölanám í Bandaríkj- unum. Knattspyma: Örebro tapaði í Gautaborg Eyjólfur Haröarson, Dv, Svíþjóð: Örebro tapaði á útivelli fyrir Gautaborg, 3-1, í sænsku úrvals- deildinni í knattspymu í gær,- Örebro átti síst minna í leiknum og hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit. Arnór Guðjohnsen er enn- þá meiddur en Hlynur Stefáns- son og Hlynur Birgisson léku hins vegar báðir með og stóðu vel fyrir sínu. Gautaborg hefur rétt úr kútnum eftir eina versta byrjun í sögu félagsins. Önnur úrslit í gær urðu þessi: Halmstad-Öster, 2-2, Degerfors-Trelleborg, 1-0, Malmö-Hammarby, 1-0, Helsingborg-Norrköping, 1-0. Rúmlega 3 þúsund þátttakendur tóku þátt í hinu árlega Reykjavík- urmaraþoni sem fram fór í gær. Veður lék ekki við hlauparana þar sem rigning og suðaustanstrekk- ingsvindur settu svip sinn á mara- þonið. Bretinn Hugh Jones varð sigur- vegari í maraþonhlaupinu í karla- flokki og vann þar öraggan sigur. Hann sigraði f hálfmaraþoninu 2 ár í röð og keppti nú í fyrsta skipti í maraþonhlauþinu. Breska stúlkan Caroline Hunter Row sigr- aði í maraþonhlaupi kvenna þannig að Bretar unnu tvöfaldan sigur í maraþonhlaupinu. „Þetta var nyög erfitt út af vind- inum og eitt það erfiðasta hlaup sem ég hef tekið þátt í. Á tímabili hélt ég hreinlega að ég mundi ekki klára þetta en ég ákvað að bíta á jaxlinn og þetta hafðist," sagði Hugh Jones eftir hlaupið. „Ég hljóp til sigurs og ekkert annað. Það var erfitt að ná góðum tíma i þessu roki. Annars var þetta ágætt því ég fékk skemmtilega keppni í hlaupinu," sagði Martha Emst- dóttir, en hún sigraði í hálfmara- þoni kvenna fjórða árið í röö. í hálfmaraþoni karla komu þeir Toby Tanzer og Keníumaðurinn Jackton Odhiambo jafnir í mark og skiptu með sér sigurlaununum. í 10 km hlaupi karla sigraði Sig- mar Gunnarsson en Anna Jeeves sigraði í 10 km hlaupi kvenna. Tyson vann auðveldlega Mike Tyson vann mjög auð- veldan sigur á Peter McNeeley i hnefaleikabardaga í Las Vegas á laugardag. Tyson, sem keppti í fyrsta skipti opinberlega eftir þriggja ára fangelsisvist, þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutun- um en hann sló McNeeley í gólf- ið eftir aðeins 6 sekúndur. Tyson hélt áfram að berja á mótherja sínum og eftir aðeins 29 sekúnd- ur var bardaginn stöðvaður að ósk þjálfara McNeeleys, Vinnys Vecchione. Rúmlega 16 þúsund áhorfend- ur í höllinni í Las Vegas voru þó ekki yfir sig hrifnir því þeir vildu fá að sjá meiri keppni fyrir aurana sem þeir borguðu sig inn með. En Tyson á enn langt í land með að ná fyrri styrk þó að hann hafi sýnt í bardaganum hve höggþungur hann er. -- Peppas í Grindavík? Ægir Már Kárason, Suðumesjum: Bandaríska stúlkan Penny Peppas, sem lék með íslands- meisturum Breiðabliks i körfuknattleik á síðasta keppnis- tímabili, mun að öllum likindum ganga til liðs við Grindvíkinga. Penny Peppas lék mjög vel með Blikum og var ein af máttar- stólpum liðsins og það væri því mikill liðsstyrkur fyrir Grinda- vík ef hún fer þangað og að sama skapi mikil blóðtaka fyrir Breiðablik. „Hún hefur mætt á æfingu hjá okkur og likaði mjög vel. Ég veit ekki betur en hún hafi mikinn áhuga á að skipta yfír í Grinda- vík,“ sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, við DV. ✓ Mikið skrifað um Eið Smára í Hollandi Eyþór Eðvarðsson, DV, Hollandi: Töluvert hefur verið skrifaö um Eið Smára Guðjohnsen, leik- mann hjá PSV Eindhoven, und- anfama mánuöi í fjölmiðla í Hollandi. Honum er alls staðar lýst sem mjög ungum og hæfi- leikaríkum fótboltamanni og hef- ur m.a. verið líkt við þekkta hol- lenska landsliðsmenn eins og Wim Kieft. En sögurnar fara gjaman hærra sannleikanum og í viðtali við eitt af svæðisblöðun- um í Suður-Hollandi leiðrétti Eiður tvenns konar algengan misskilning. Fyrri misskilningurinn er að hann sé „ofurtungumálamaður“ sem lærði hollensku á afar stutt- um tíma. Hið rétta væri að hann hefði buið í Belgíu til 12 ára ald- urs og kunni því hollensku áður en hann kom til PSV. Síðari mis- skilngurinn er að hann hefði verið látinn í kraftaþjálfun þegar hann var yngri sem skýrði stærð hans og styrk. Hið rétta er, haft eftir Eiði' sjálfum, að hann sé svona stór og þrekir.n frá náttúr- unnar hendi. Eiöur útilokaði hins vegar ekki að hann hefði kannski erft líkamsburðinn frá víkingunum. Heildarúrslit á bls. 26-27. Valur bikarmeistari í kvennaflokki - sjá allt um leikinn á bls. 28

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.