Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1995, Blaðsíða 8
28
MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1995
Iþróttir
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Valur sigraði KR í úrslitum Mjólk-
urbikarkeppninnar í gær, 1-0, í jöfn-
um leik. Er þetta í 7. sinn sem Valur
sigrar í bikarkeppninni.
Taugaveiklun einkenndi leik
beggja liða til að byrja meö og áttu
bæði liö eríitt með að byggja upp
spil. Sterkur vindur var á annað
markið og lék KR undan vindi í fyrri
hálfleik. KR-stúlkur komust í nokkur
hálffæri. Besta færi hálfleiksins átti
Kristbjörg Ingadóttir á 35. mínútu en
Sigríður Pálsdóttir varði glæsilega
skot hennar frá vítateig.
Valsstúlkur
sóttu í sig veðrið
Valsstúlkur sóttu heldur í sig veörið
í síðari hálfleik og átti íris Eysteins-
dóttir tvær stórhættulegar auka-
spymur af 35-40 metra færi. Fyrri
spyrnan stéfndi efst í markhornið
sem Sigríður varði í hom, en sú síö-
ari fór rétt fram hjá. Baráttan á miðj-
unni hélt áfram og á 82. mínútu tók
íris hom frá hægri, sendi boltann inn
að markteig þar sem Sigríður virtist
hafa hendur á boltanum en missti
hann fyrir fætur Guðrúnar Sæ-
mundsdóttur sem fylgdi honum yfir
marklínuna, 1-0. Sigríður markvörð-
ur mótmælti kröftuglega og sagði að
brotið hefði verið á sér en hún hafði
ekki nema gult spjald upp úr þeim
mótmælum. Erfitt er að segja til um
hvort brotið hafi verið á henni en
hún hafði fram að þessu sýnt mikið
öryggi í hornspyrnunum.
KR-ingar bættu í sóknina eftir
markið. Olga Færseth fékk besta
færi KR undir lok leiksins. Guðlaug
Jónsdóttir sendi góöa sendingu á
Olgu sem skaut en Birna Bjömsdótt-
ir varði vel.
Hvorugt hð náði aö sýna sinn besta
leik í gær. KR-liðið virkaði máttlaust
og ósamstillt. Liðið beitti of mörgum
stungusendingum sem vöm Vals átti
ekki í vandræðum með. Guðlaug
Jónsdóttir barðist mjög vel á miðj-
unni en fékk litla aðstoð frá félögum
sínum, sérstaklega eftir að Inga Dóra
Magnúsdóttir þurfti að yfirgefa völl-
inn vegna meiðsla. Sigríður varði
einnig mjög vel í markinu en aðrar
náðu sér ekki á strik.
Guðrún stjórnaði
eins og herforingi
Valsliðið var mun frískara heldur en
KR-liðið þó það hafi oft leikið betur
en í gær. Guðrún Sæmundsdóttir,
sem leikur aftast í vörn, stjómaði hði
sínu eins og herforingi og var örygg-
ið uppmálað í vöminni. Miðvallar-
leikmennirnir börðust vel en náðu • Guðrún Sæmundsdóttir, fyrirliði Vals, hampar bikarnum við verðlaunaafhendinguna i gær. Með henni fagna á
ekki upp miklu samsphi. myndinni Rósa Júlía Steinþórsdóttir og Birna Björnsdóttir. DV-mynd Brynjar Gauti
Kvennabikarinn í sjötta
skipti að Hlíðarenda
- Valsstúlkur lögðu KR-stúlkur í úrslitaleik í Laugardalnum, 1-0
ÆWWMWWi
ÐraamM
Allt sem þú
þarft að vita um
Draumalið DV
í síma 904-1500
39,90 mínútan
umstöðu
umaliðs
Upplýsingar u
þrns Draumali
Staða 30 efstu liðanna
umverð
[eikmanna
• Staðfesfing á félagaskiptum
Glæsíleg verðlaun eiu i boði
fyrir oestu „þjálfarana"
Stigahæsti „þjálfari" hvers
mánaðar faö-15.000 kr. vöiuúttekt
frá sportvöruversluninni Sportu,
Laugavegi49.
Srigahæsti „þjálfari" sumarsins
á leik erlendis að veiðmæti kr.
90.000 og vöruúttekt að veiðmæti
kr. 15.000 fiá Útilífi, Glæsibæ.
IhanmaNh
rwwwwww
SagteftirleiMnn:
^Þetta var
minn bolti“
„Þetta var mjög erfitt. Það gekk „Við vorum ekki að spila eins og
ekkert að skora. Ég hef ekki hug- viö getum og vorum ekki að leggja
mynd um hvernig þetta mark var. okkur allar í þetta. Það vantaði ein-
Ég bara sá aht í einu boltann og hvern neista sem er búinn að vera
potaði í hann. Veðrið var þannig meö okkur í bikarkeppninni í öh-
að það var strekkingur í bakið í um öðrum leikjum en þessum og
öðrum háifleiknum og það þorir þegar hann vantar er ekki riema
enginn að taka sénsinn í svona von að við töpum,“ sagði Helena
stórleik. Það sem skipti sköpum Ólafsdóttir, fyrirliöi KR.
var aö ég fór inn í þessi hom og „Þetta gekk ekki núna. Það vant-
þettavarminnbolti,“sagðiGuörún aöi ákefð og drift th að rífa sig í
Sæmundsdóttir, fyrirhði og marka- gegn og það var eins og menn næðu
skorari Vals. sér aldrei út úr stressinu. Þetta
„Það var farið aö fara aðeins um voru jöfn hö og jafn leikur og í jöfn-
mann. Við ætluðum að vera búin um leik dettur sigurinn hjá því liöi
að Ijúka þessu miklu tyrr. Það var sem hefur heppnina með sér. Ég
erfitt að hemja boltann og það er var mjög ósáttur við þetta mark,
ekki skemmtilegt að horfa á svona þaö var brotið á markmanninum
leiki en þeir ráðast af baráttu og þegar hún stökk upp og var með
grimmd eins og gerðist núna,“ boltann í höndunum," sagðí Einar
sagði Ragnheiður Vikingsdóttir, Árnason, þjálfari KR.
þjálfari Vals.
Neyðarkall
í vetur verða 110 nemendur í Heiðarskóla í Leirár-
sveit og enn vantar íþróttakennara.
Kennsluaðstaða er góð, bæði úti og inni, og verið
er að taka í notkun innisundlaug.
Skólinn er i 19 km fjarlægð frá Akranesi og er bú-
seta þar möguleg.
Upplýsingar veitir Birgir í simum
433 8920 og 433 8884.
• Bjarni Frióriksson lagói Brasilíumanninn sterka, Da Silva.
Bjarni fékk
bronsverðlaun
Bjami Friðriksson náði glæsileg-
um árangri á Opna bandaríska
meistaramótinu í júdó um helgina.
Bjarni hreppti bronsverðlaun í -95
kg flokki en flestir af bestu júdó-
mönnum í heiminum nú tóku þátt í
mótinu sem var um leið upphitunar-
mót fyrir starfslið ólympíuleikanna
á næsta ári. Mótið fór fram í borg-
inni Macon sem er rétt fyrir utan
Atlanta. Bjarni lagði Vernharð' Þor-
leifsson í ghmunni um bronsið en
Vernharð lenti síðan í fimmta sæt-
-inu.
Bjarni, sem hafði í hyggju fyrir ári
að hætta keppni, sýnir að hann hefur
engu gleymt og má líklegt telja að
hann stefni að þátttöku á ólympíu-
leikunum á næsta ári. Hann sat hjá
í 1. umferð en í annarri umferð
mætti hann Charap frá Bandaríkjun-
um og lagði hann á ippon. í 3. umfeð
lagði hann Cuttierez frá Mexíkó á
ippon. Bjarni vann Da Silva frá Bras-
ilíu í 4. umferð á ippon og var þar
með kominn í undanúrslit. Þar beið
hann lægri hlut fyrir Djikauri frá
Georgíu.
Vernharð Þorleifsson sigraði í 1.
umferð Davis frá Bandaríkjunum. í
2. umferð vann hann Lobjaridze frá
Georgíu og í 3. umferð Borisenko frá
Úkraníu. 14. umferð tapaði hann fyr-
ir Stevens, silfurverðlaunahafa frá
ólympíuleikunum í Barcelona. Vern-
harð fékk síðan uppreisnarghmu og
vann fyrst Stonwys, Bandaríkjun-
um, og síðan Roque frá Brasilíu.
Eiríkur Kristinsson hafnaði í 9.-12.
sæti í -71 kg flokki og Halldór Haf-
steinsson, sem keppti í -86 kg flokki,
meiddist strax í 1. umferð og hætti
keppni.
Keppendur á mótinu voru 484 tals-
ins frá 28 þjóðum. í -95 kg flokknum
voru keppendur 41.