Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 5 e>v Fréttir Eigandi efnalaugar kærður fyrir fjársvik, flárdrátt og skattsvik: Hann sveik út úr mér sameign okkar - segir Nanna Jónsdóttir sem segist í dag eignalaus og stórskuldug Nanna Jónsdóttir segir meðeiganda sinn að fatahreinsuninni Snögg hafa með sviksamlegum hætti náð hennar eignarhlut. Hún hefur kært málið til Rannsóknarlögreglu sem er með málið til rannsóknar. DV-mynd GVA „Hann sveik út úr mér sameign okk- ar. Ég er í dag algjörlega eignalaus. Þessi maður er búinn að ná af mér öllu sem ég átti og nú stendur ekkert eftir nema skuldir upp á milljónir. Ég er fráskilin og börnin mín sjá fyr- ir mér. Þetta var maður sem ég treysti út yfir gröf og dauða,“ segir Nanna Jónsdóttir, fyrrum helmings- eigandi aö fatahreinsuninni Snögg sf. í Suðurveri, sem missti eignar- hluta sinn á uppboði í ágúst sl. til sameignarfólks síns. Nanna segir að annar meðeigenda hennar, Sigurbjörn Ásgeirsson, sem starfar sem lögregluvarðsljóri, hafi á nokkrum árum sölsaö undir sig fyr- irtækið. Hún hafi verið grunlaus um hvað var að gerast allt þar til á síð- asta ári þegar henni tóku að berast innheimtubréf og fiámámsbeiðnir vegna skuldabréfa sem hún gaf út til tryggingar greiðslum vegna kaupa á fyrirtækinu. „Maðurinn minn og hann gerðu með sér munnlegan samning á sín- um tíma um að Sigurbjörn myndi annast allar fiárreiður og bókhald fyrir Snögg og síðar fatahreinsunina Perluna sem við hjónin áttum ein. Hann sá því um allar fiárreiður vegna beggja fyrirtækjanna en mað- urinn minn sá um daglegan rekstur fyrirtækisins,“ segir Nanna. Forsaga málsins er sú að Nanna og þáverandi eiginmaður hennar, Hafsteinn B. Sigurðsson, ráku saman fatahreinsunina Perluna frá árinu 1979. Árið 1986 bauðst þeim að kaupa efnalaugina Snögg. Ánna segir að þau hjón hafi ekki treyst sér til að reka tvær fatahreinsanir og þess vegna boðið kunningja og starfsfé- laga mannsins hennar að stofna félag um reksturinn. Samstarfsmenn innan lögreglunnar „Maðurinn minn og Sigurbjöm störfuöu saman innan lögreglunnar í Reykjavík og þeir þekktust vel. Það varð því úr að við fórum sameigin- lega í þennan rekstur," segir Nanna. Snögg sf. var skráð sameiginleg eign beggja hjónanna þar sem hvort um sig átti 50 prósenta eignarhlut. Gert var samkomulag um að Sigur- hjöm færi með prókúm fyrir fyrir- tækið og annaðist fiárreiður þess. í því fólst einnig að hann skyldi sjá um að greiða af skuldabréfum þeim sem hjónin, hvort um sig, gáfu út til tryggingar greiðslu kaupverðsins. Nanna segir að aðeins hluti kaup- verðsins hafi verið gefinn upp í kaup- samningnum. „Svört bréf“ „Raunverulegt kaupverð var 14 milljónir króna en uppgefið verð var 6 miUjónir. Afgangurinn var tryggð- ur með svörtum bréfum,“ segir Nanna. Hún segir að Sigurbjörn hafi átt að annast greiðslur af öllum hréfunum með rekstrarfé í Snögg sf. eða með fiármögnun sem síðar yrði endur- greidd af fyrirtækinu. „Árið 1990 voru bréfin komin í van- skil og þá var samið um að skuld- breyta þeim. Þessu var skipt niður á fiögur bréf þar sem við hjónin vorum skuldarar á tveimur bréfum og kröfuhafar á hinum tveimur. Sami háttm- var hafður á varðandi hin hjónin. Þau voru skuldarar á tveim- ur bréfum en kröfuhafar á öðrum tveimur," segir hún. Hún segist ekki hafa efast um að rétt væri að málum staðið í rekstri fyrirtækjanna og þess vegna hafi hún skrifað upp á ársreikninga þeirra án þess að hafa þó haft tíma til að skoða reikningana. „Hann kom með ársreikninginn en gaf sér aldrei tíma til að ræða hann; var alltaf að flýta sér með hann til undirskriftar á síðustu stundu. Ég komst því aldrei inn í máhn og mér var alltaf tahn trú um að allt væri í lagi,“ segir Nanna. I ágúst sl. var eignarhluti Nönnu í Snögg boðinn upp og seldur nauð- ungarsölu. Sigurbjöm, meðeigandi hennar, hafði látið taka fiámám í eignarhluta hennar í fyrirtækinu og var uppboðsbeiöandi á grundvelli skuldabréfanna sem Nanna hatði undirritað við skuldbreytingima. „Hann virðist hafa með einhverj- um hætti náð að eignast þessi bréf. Hann hefur þurft að leggja út fyrir bréfunum allt að 10 mihjónir króna. Síðan notaði hann þau til aö bola mér út,“ segir Nanna. Ágreinings- máh vegna Qámámsins var tvívegis skotið th Héraðsdóms Reykjavíkm- þar sem krafist var ógúdingar fiámámsins þar sem svik heíðu átt sér stað. Dómurinn féhst ekki á kröfu Nönnu þar sem um var að ræða skuldabréf og viðskiptin að baki geti því ekki verið varnir í máhnu. Kærttil Rannsóknarlögreglu Etlir stendur að Nanna hefur kært máhð til RLR. Kæran er dagsett þann 8. febrúar 1995 og er í þremur liðum. í fyrsta lagi er Sigurbjöm kærður fyrir að taka hluta tekna fram hjá kassa. í öðru lagi byggir kæran á því að ákærði hafi með sviksamlegum hætti komist yfir fyrirtækið. Þá byggir þriðji hður kæmnnar á því _ að fiárdráttur hafi átt sér stað og kærði Sigurbjöm hafi misnotað að- stöðu sína sem bókari fyrirtækisins. DV hafði samband við Sigurbjöm Ásgeirsson en hann neitaði að tjá sig ummáhð. -rt Máliðertil „Þetta mál er til rannsóknar hjá okkur," segir Hörður Jóhannes- son, yfirlögregluþjónn hjó Rann- sóknarlögreglu ríkisins, vegna kæru Nönnu Jónsdóttur á hend- ur Sigurbirni Ásgeirssyni. Hörður vildi ekki tjá sig um ein- stök atriði málsins. Aðspurður hvers vegna máhð hefði tekiö svo langan tíma, eða allt síðan í fe- brúar, segir hann mál af þessu tagi vera snúin og erfið. „Svona bókhalds- og skattamál taka oft langan tíma,“ segir Hörð- ur. Samkvæmt heimildum DV hef- ur Skattrannsóknarstjóri nú máliöeinnigtilskoðunar. -rt Hraðbanki skemmdur Albert Amarson, DV, Húsavflc Skeramdir vom nýlega unnar á hraðbanka i andd>ui íslands- banka á Húsavík og hann skemmdur talsvert. Að sögn Am- ar Björnssonar útibússtjóra unnu lögreglan á Húsavík og starfsfólk bankans saman aö rannsókn málsins. Það er nú upplýst og vora að- komumenn þar að verki. Fallegar myndir í ramma 26x21 cm -Það fæst í Mamsin A—' Ilúsfiíifimihiillhml BHdshðfða 20-112 Reykjavlk - Slml 587 1410 STOH- Frábærir HANK00K sumarhjólbarðar á einstöku verði! 155R12 3860- 2.315 stgr. 175R14 Toee- 155R13 -$87ö- 2.320 stgr. 185R14 -5*90- 165R13 3850- 2.370 stgr. 185/70R14 -5860- 175/70R13 T590- 2.750 stgr. 195/60R14 6r89& 185/70R13 -T08G- 2.985 stgr. 185/65R14 ■6S60- 30-9,50R15 12R2215/16PR 11R2215/16PR 2.970 stgr. 3.290 stgr. 3.365 stgr. 4.130 stgr. 3.935 stgr. Jeppadekk, 25% afsl. ntkööG 7.912 stgr. 31-10,50 R15 1THSU 8.960 stgr. Vörubíladekk, 25% afsl. 35 950 26.960 stgr. 13R2215/18PR 39 400 29.600 stgr. 32 500 24.375 stgr. 315/80R2215/18PR42 200 31.650 stgr. Takmarkað magn ijqijvj HF SKUTUVOGI 2 SÍMI 568 3080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.