Þjóðviljinn - 20.04.1938, Síða 2

Þjóðviljinn - 20.04.1938, Síða 2
Miövikudaginn '20. apríl 1938 t. . íLJINN j Verkamannabréf | Þræíalaga- frumvörpin Það sem ég vildi gera hér að umtalseíni, er eitt ákvæði þrælalagafrumvarpanna, sem sé bann við skyndiverkföllum, eða sjö sólarhringa fyrirvarinn, sem í flestum eða öllum tilfellum þýðir, að ekki er hægt að knýja frami kröfuij4 verkamannanna með verkfalli. Mörg af þeim verkföllum, sem háð hafa verið og unnizt 5 verkamannafélaginu Dags- brún, hefðu tapazt, hefði átt að tilkynna þau með sjö sólar- hringa fyrirvara. Petta er hægt að sanna með fjölda dæma, en þess gerist ekki þörf, verka- mönnum og öðrum eru þau svo kunn. Árið 1923 var borið fram á Alþingi, af Bjarna frá Vogi, frumvarp um gerðardóm í vinnudeilum, og var þá uppi totur og fit í verklýðsfélögum bæjarins og víðar, um að mót- mæla gerðardómsfrumvarpinu með fundahöldum í félögunum og skorað á þingménn að mæta á fundunum, en það fór sem oítar, þegar þingmenn ætla að herða hungurólina að verka- mönnum, og skorað er á þá að standa fyrir máli sínu, að þeir þora það ekki, enda fór svo í þetta skipti, að enginn mætti, utan þáverandi þingmaður Mýramanna, við lítinn orðstír. En tímarnir breytast og menn irnir með, því að nú er kom- inn nýr þrælalagahöfundur, sem heitir Sigurjón Á. Ólafsson, for- maður Sjómannafélagsins í Reykjavík, og hefði það nú ein- hverntíma þótt ótrúleg saga. Þess vegna ætti nú Sigurjón greyið Ólafsson að bjóða sjálf- um sér, ásamt öðrum þrælalaga höfundum á Sjómannafélags- fund og ræða þar við félaga sína um þessar nýju kjarabæt ur, sem hann ætlar að berjast fyrir, líklega eins og tíl nokk- urskonar uppbótar á síldarprem íu undanfarinna ára. Ég býst nú við, að sjómenn jafnt sem verkamenn, skoði þá menn ekki sem sína íulltrúa, sem eru viðriðnir slík þræla- frumvörp, sem svifta verkalýð jafnt til sjós og lands þeim eina rétti, sem þeir hafa til að bæta kjör sín. Það er ekkert betra, þó að maðurinn heiti Sigurjón Á. Óf- afsson óg hafi nýverið hrökl- ast út úr Alþýðuflokknum fyr- ir þjónustu sína við atvinnurek- endur, og mun enginn blessa hans minningu þar, og sízt fyr- ir afskipti hans af þrælalagafrv. Það var alveg óhætt að lofa í- haidinu að hafa heiðurinn af þessu máli. Enda mun verkalýður íslands þegar fram líða stundir minnast þeirra manna, sem viðriðnir hafa verið þetta óþverramál, hvort sem það eru íhaldsmenn, framsóknarmenn, eða fyrver- andi Alþýðuflokksmenn. Enda þó að þetta frumvarp yrði samþykkt, verður aldrei hægt að framfylgja lögunum. Það segir mín reynsla mér af verklýðsmálum, öll þau ár, sem ég er búinn að vera hé’t í verk- lýðshreyfingunni, að þá fyrst stæði nú verkalýðurinn samein- aður, þegar framkvæma ætti svona þrælalög. Eða óska at- vinnurekendur og Sigurjón Á. Ólafsson nreð þeim, eftir endur- tekningu á margumtöluðum 9. nóvember? En við hverjuværi að búast, þegar lagasmiðirnir eru svona vitibornir, að taka út úr eina stétt, vinnandi stéttina og ráðast á hana með þrælalög- um, sem aldrei mundi af þess- um mönnum verða beitt við nokkra aðra stétt í þjóðfélag- inu. Gamall verkamaður. Fyrirspurn Það er senr kunnugt er ein að- alánægja vissrar tegundar af »fínum frúmK< hér í bænum aö bera út allskonar slúðursögur og óhróður um starfsstúlkur þeirra. Kona eins hát.tsetts starfs- manns hefur upp á síðkastið lagt sérstaka stund á að rægja starfestúlku, sem unnið hefur hjá henni og er kommúnisti, cg breiðir út upplognar sögur um hana.. Hvernig eiga starfsstúlkur að verjast ærumeiðandi rógi slíkra »frúa« se.m þessarar, sem; auð- sjáanlega iðka þá list í frístund- um sínum. að reyna að svifta fá- tækar st.úlkur atvinnu og æru? Verkakona. Svar. Þjóðóljinn mun birta nafn viðkomandi »frúar«, ef hún ekki iætur af uppteknum hættí. Ritstj. Þvi fáum við ebki að byggja hús Við verkamennirnir búum. í slæmum hýbýlum. Kjallararnir, gömlu timburhúsiin, skuggalegu bakhúsin eni dvalarstaðir okk- ar. Kaldir, rakasamir hjallar — það eru vistarverurnar, sem við verðum að bjóða konumi okkar og börnum. Og nú erum við atvinnulausir. Iíendur c.kkar eru reiðubúnar, til að byggja ný hús, gpð hús yf- ir fjölskyldur okkar og annara. Því fáum. við það ekki? — Eru það nokkrir húsabraskarar sem eiga að ráða því, hvort bygt er eða ekki? Eða. er það þörfin fyr- ir húsnæði, sem á að ráða, — húsnæði, sem frelsar 1000 börn í Reykjavík úr heiísuspillandi íbúöum? Okkur vantar hús — lieilsu- samleg hús! Olckur vantar vinnu! Þvi fáwm vid ekki að vinna rið að byggja■ hús fyrir okkur og aðra? B. Iðnnámsfrom- varpið rætt í neðrt deild. IðnráðiS mótmælir frnm- varpina einróma Iðnnámsfrumvarp. Jörundar Brynjólfssonar var til umræðu í gær í neðri deild. Þjóðvilj- imi hefir áður sagt frá aðalinni- haldi þess: Því, að reyna að svifta sveinafélögin því valdi, er þau nú hafa til að takmarka nemendafjölgun í iðngreinun- um, — og flytja valdið frásam tökum iðnaðarmanna og til iðn aðarnefnda Alþingis og ríkis- stjórnarinnar. Einar Olgeirsson andmælti frumvarpinu mjög skarplega og sagði m. a. frá því, að íðnráð- ið í Reykjavík, sem skipað er bæði fulltrúum meistara og sveinafélaganna hefði einróma mótmælt þessu frumvarpi. Jör- undur reyndi að bera í bæti- fláka fyrir það, Jón Pálmason hrósaði því mjög — íhaldið fann s'trax lyktina^!!) — en Em- il Jónsson tvísteig. 1. umr. var lokið í gær, en atkvæðagreiðsla verður í dag. Fer málið vafalaust til nefnd- ar. Aflafréttir í vikunni sem leið var góður afli. Mestan afla höfðu þá: Vél- báturinn Von 112 smálestir, sem er mesta veiði á bá(t í Eyj- um á þessari vertíð — skip- stjóri er Guðmundur Vigfússon. Næstir urðu: Vélbátarnir Veiga — skipstjóri Finnbogi Finnboga son — og Ófeigur gamli — skipstjóri Sigurður Sigurjóns- son — hvor með 87 smálestir. — Þessir þrír bátar fengu þenn an afla[ í 6 róðrum. í Húsavík byrjaði vertíð um fyrri helgi. Allgóður þorskafli var í vikunni þegar gaf á sjó — mestur um 3000 kgr. á bát í róðri. í dag komu til Reykjavíkur af veiðum Hafsteinn með 90 tunnur lifrar, Baldur með 107 tunnur, Max Pemberton með 161, Skallagrímurmeð 130 og Hlaðafli var á marga báta úr Brimir með 68 tunnur. í vikunni sem leið var góður Vestmannaeyjum í gær ogsum ir tvísóttu í net sín. (FO. í GÆR). Ffokksfélaear og aðrir lesendur! Skiptið við þá, sem aug- lýsa f pjóðviljanum, oglát- ið blaðsins getið! Á hverju liausti fara fram heræíingar í Danmörku, og hafaþær færzt í aukana síðustu árin. Hér á myndinni sést einn af hin- um léttu skriðdrekum danska hersins á ferðinni. Danmörk að einangr- asi frá Norðurlöndum? Island veröur að athuga betur utanríkismálastefnu sína Stauning lætur ekkert tækifæri ónotað, til að lýsa andúð sinni á hugmyndinni um varnarbandalag Norðurlanda. Það er vitanlegt, að ástæðan til þessa er ótti dónsku stjórnarinnar við pýzkaland. I stað þess að leita trausts sambands við þau ríki, sem gætu verið Danmörku stoð gegn Hitlerríkinu, þá fylg- ir Stauning pólitík undanhaldsins samkvæmt reglunni: heiðra skaltu skálkinn svo hann skaði þig ekki. Er þetta undanhald dönsku stjórnarinnar almennt um- ræðu- og áhyggju-efni á Norðurlöndum. Nýlega ritar hið al- kunna sænska borgarablað „Dagens Nyheter“ í ritstjórnar- grein, að afstaða Danmerkur ásviði hervarnanna sé nú aug- sýnilega uppgjöf. — Þannig sé Danmörk meir og meir að fjarlægjast Norðurlöndin. Stauning sér nú á kröfum Þjóðverja í Slésvík um sjálf- stæði, hvert undanhaldið leiðir. Fyrir ísland er nauðsynlegt að láta ei Danmörku draga sig inn í samskonar aístöðugagnvart Þýzkalandi. QKUNIÐ efnasamsetningu tilbúna áþurðarins og hagið notkun hans eftir því. KALKSALTPÉTUR: 15°/o köfnunarefni og 28»/o kalk. KALKAMMONSALTPÉTUR: 20.5<>/o köfnunarefni og um 33»/o kolsúrt kalk. BRENNISTEINSSÚRT AMMONÍAK: 20,6ob köfnunarefhi. TRÖLLAMJÖL: 20,5% köfnunarefni og 60% kalk. ODDAPERLUR: 20% köfnunarefni og 60% kalk. TÚN-NITROPHOSKA: 14% köfnunarefni, 14% fosfórsýja, 18% kalí og 8—10% kalk. GARÐA-NITROPHOSKA: 15% köfnunarefni, 15% fosfór- sýra og 18% kalk. STICKSTOFFKALKFOSFAT: 16o/0 köfnunarefni, 16% fosfór- sýra og 35% kolsúrt kalk. KALÍÁBURÐUR: 40% kalí. BRENNISTEINSSÚRT KALÍ: 48— 50% kalí. SUPERFOSFAT: 18% fosfórssýra. BEINMJÖL: HORNMJÖL: ÁBURÐARKALK: Aburðarsala ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.