Þjóðviljinn - 12.11.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.11.1938, Blaðsíða 3
PJÖÐVILJINN Laugardagurinn 12. nóv. 1Q38. Mínníngarorð um Svein Inflólf Gnðjónsson málara í dag er til moldar borinn Sveinn Ingólfur Guðjónsson málarasveinn, er andaðist sunnudaginn 6. nóv. 1938. Hann var fæddur 27. sept. 1913, og því rúmlega 25 ára. Foreldr- ar hans eru Sveinbjörg Jóns- dóttir og Quðjón Guðjónsson pípulagningamaður, Grettisgötu 47. Ég kynntist Ingólfi fyrir 8— 10 árum, þessum háa, unga, dökkhærða, brúneyga, fríða manni. Sú viðkynning sannaði mér, að hann var mjög vel greindur og fróðleiksfús, enda myndaði hann sér fasta og á- kveðna lífsskoðun, sem hann var trúr til dauðans. Mér eru í minni hinar fjölmörgu vor- nætur, er við gengum út fyrir bæinn og ræddum saman. Skömmu síðar, eða 1931, hóf hann að nema málaraiðn hjá Ásgeiri J. Jakobssyni málara- meistara. Iðnskólanámi lauk hann á 3 árum (í stað 4 ára) og tók burtfararpróf vorið 1935 með' prýðiseinkunn. Sveinsprófi lauk hann í marz 1936, einnig með prýðiseinkunn. Eftir námið vann Ingólfur mestmegnis hjá Jóhanni Sigurðssyni mál- arameistara, og reyndist honum trúr og dyggur verkmiaður, jafn framt því, voru þeir hínir beztu vinir og félagar. Hið sviplega fráfall Ingólfs setti okkur vini hans og félaga l hljóða. Með alvöruþunga barst þessi sorgarfregn frá manni til manns, við fundum að hér var höggvið það skarð í hóp okk- ar, sem ekki var auðfyllt, — þó ungur væri, hafði hann á- orkað miklu meðal stéttar sinn- ar. Ingólfur gekk í Málarasveina- félagið 9. maí 1935, er hann var nemandi á 4. ári. Strax sem nemandi innan fé- lagsins tók hann þátt í málum þess, og kom þái í ljós hversu velgreindur hann var og hversu skýrar og ákveðnar skoðanir hans vonui í öllum málum, sterk- ur maður með vilja og þrek. Enda var hann brátt kosinn í stjórn félagsins 1937 og end- lurkosinn í stjórn 1938. Á þessum tveim árum, sem hann tók beinan þátt í starfi fé- lagsins, má segja með sanni, að hann hafi verið skarpskyggn baráttumaður, með óbilandi trú á málstað hins vinnandi manns, rökfastur í sókn og vörn, snar- ráður og góður og sannfærandi ræðumaður. Hefði honum auðn azt að lifa lengur, hef ég þá trú, að hann hefði átt eftir að vinna marg.a glæsilega sigra bæði ut- an og innan stéttar sinnar. Ingólfur var róttækur verk- lýðssinni, hugsjón hans var só- síalisminn og þeirri hugsjón var hann trúr, rneð sinni sósíalis- tísku baráttu í félagsmálum. Málarasveinafélagið hefur því misst með Ingólfi góðan dreng og áhrifamikinn starfsmann, sem stéttarbræður hans munu ekki gleyma. Samfara þessum sterku og þróttmiklu eiginleikum Ingólfs átti hann hlýja og yiðkvæma strengi í hjarta. Einnig var hann mjög listfengur af ólærðum manni, og gerði hann töluvert að því í seinni tíð að auðga hönd og anda, með pensli og lérefti. Fór hann oft að sumar- lagi með litakassann og léreftið upp til sveita og endurmyndaði ':;."'¦'¦: ¦.^"¦.:" '::-' X-'l " Svewm Ingólfur Guðjónsston. fegurð lands síns á léreftið. Hann unni einnig mjög tónlist- inni og hafði þar næman skiln- ing, enda spilaði hann á fleiri en eitt hljóðfæri. Sorgin er viðkvæmari en allt annað. Foreldrar sakna í sorg, síns unga og góða sonar., Vinir og félagar, hins góða drengs og félaga. . Og við stéttarbræður þímir söknum hins góða félaga og starfsama manns, sem lagði svo margt gott til mála. Við þökk- um þér fyrir starfið. Kæri vinur og félagi, égkveð þig í síðasta sinn, með þökk fyrir samleiðiina í lífinu og sam- starfið í stjórn félags okkar, því þú varst heilsteyptur og á- kveðinn í skoðunum um fram- tíð félagsins, velferð og velmeg un stéttarinnar. Minningin um góðan dreng mun geymast, þess munum við minnast í starfinu. Við minnumst þín allir. Vertu sæll. Sæm. Sigurðsson, málari. Pvottakvennafél „Frejria*4 mót- ni"i niiiiiiwnnii— mælir lðglevsnm gw.--------- Alnýðnsambands pingsins. Fundur í Pvottakvennafélag- inu „Freyja" haldinn 8. nóv. 1938 mótmælir lögleysum þeim, sem sambandsstjórnin viðhafði á síðasta Alþýðusambandsþingi þar sem hún útilokaði rétt- kjörna fulltrúa frá því að sitja þingið. Fundurinn telur þess- vegna að þingið hafi ekki wr- ið löglegt og mótmælir hinum nýju lögum, sem þar voru sam- þykkt og lýsir ánægju sinni yf- ir því að fulltrúar félagsins sátu ekki slíka ráðstefnu".________ Um ógíldíngu peníngaseðla Athygli skal vakin á því, að samkvæmt auglýsingu fjármála- ráðuneytisins í Lögbirtingablað inu þann 8. júlí síðastliðinn hafa allar gamlar tegundir af peningaseðlum. Landsbankans verið innkallaðar, þær er í um- ferð kunna að vera. Nær þetta til 5, 10 og 50 kr. seðla með mynd konunganna Kristjáns IX., Friðriks VIII. og Kristjáns X., ennfremur 100 króna seðla með mynd Kristjáns konungs X. Skulu allir þessir seðlar ó- gildir frá 1. júlí 1939 að telja, og fæst skipt á þeim fyrir nýja seðla hjá Landsbankanum og útibúum hans til þess tíma. . Almenningi til leiðbeiniiigar skal á það bent, að engin kon- ungsmynd er á hinni nýju teg- und Landsbankaseðla, sem eft- ir ógildingu þeirra gömluverð- ur ein gjaldgeng. Ferðafélagið Ijkurvið smiði tveggja sæiohúsa ^y.^m^M^'^^/í *; t! Eitt af sæluhúsium Ferðafélags Islands. Á þessu ári hefur Ferðafélag | íslands lokið við smíði á 2 sælu- húsum: í Árskarði í Kerlinga- fjöllum og að Hveravöllum. — Húsið í Árskarði tekur 16 manns í rúm, en mun fleiri geta gist þar, allt að 30, án þess að nokkur þrengsli verði. íhús- inu er eldavél — kol — og auk þess öll nauðsynleg áhöld. Hveravallahúsið tekur 30 manns í rúm, en hefur pláss fyrir allt að 50 til 60. Húsið er hitað upp með hveravatni. ,í húsinu eru tvær svefnstofur, önnur er jafnframt setustofa, og eldhús með öl^i nauðsynlegu til eldunar. Á næsta ári mun verða útbú- in.smálaug í nágrenni hússins, því nægur er hiti og vatn. Eítt hús á ári, er það ,sem Ferða- félagið vill. Félagatala F. í. vex með hverju ári, enda er Fesrða- félagið jafnan talið „félag allra landsmanna', en að byggja hús árlega kostar mikið fé, og til þess að efla fjárhaginn heldur félagið hlutaveltu nú um> helg- ina og væntir þess, að allir, sem unna ferðalögum, utivist og náttúrufegurð styðji málefn- ið með gjöfum og með því að koma og draga. Hvernig er kjöt farsið I fars má nota hvaða kjöt sem er, t. d. kinda-, nauta-, kálfa- og svínakjöt, iog sömu- leiðis fuglakjöt. En við íslend- ingar notum mest kindakjöt, bæði nýtt og saltað. Saltkjöt er ágætt í fars, bæði eintómt og til helmings við nýtt. Sé notað saltkjöt, verður oftast að afvatna það áður. En um þetta leyti er saltkjötið frá haustinu varla orðið svo salt, að það þurfi að afvatnast. Pað er því mjög gott í fars. Kjötfars: i kg. kjot, :r salt eftir vild, 1 lítill laukur, hveiti, ca. Va 1- mjólk, 80 gr. smjörlíki, ef vill 1 egg, pipar. Kjötið er þvegið og þurrk- að, og kjöt, sem hefur verið afvatnað, verður að þurrka mjög vel. Allar sinar og himn- ur eru teknar burtu, kjötið skor- Íð í litla bita, sem eru saxaðir í söxunarvél, og vilji maður hafa farsið gott, verður að saxa það 6—7 sinnum. Sé kjötið nýtt, er saltið saxað með, við það verður farsið seigara. Ef not- að er saltkjöt, er ekkert salt látið fyrr en síðar, ef þess þá gerist þörf. Þegar búið er að saxa kjöt- ið, er það látið í skál, sléttað yfir og skorið í 4 jafna hluta, einn hlutinn tekinn upp úr og fyllt með hveiti í skarðið. Ef vill, má hafa dálítið kartöflu- mjöl með; við það verður fars- ið þéttara. Þyí er svo öllu bland að vel saman, og bezt að láta það fara 1—2 sinnum gegnum söxunarvél. Þá má saxa laukinn með. En það n4í leinnig rífa hann niður með rifjárni ogláta hann í síðast. Fyrst þegar byrjað er að hræra farsið má ekki láta nema 1 matskeið af mjólk í einu og hræra vel í á milli. En eftir því sem meiri mjólk er komin, má láta meira í hvert sinn.' Það er aldrei hægt að segja hve mikla mjólk þarf í fars. Það fer eftir því, hvernig kjöt- ið er og hve vel það er hrært. Því lengur sem farsið er hrært, þV( meiri mjólk er hægt a& ttiræra í það. Vilji maður hafa farsið feitt, má bræða smjör eða smjörlíki og láta það í smátt ©g smátt. Ekki er nauðsynlegt að hafa egg í fars, nema það eigi að vera sérstaklega gott. En séu þau notuð, eru þau látin í síð- ustu 5—10 mínúturnar. Ágætt er að aðskilja hvítuna og rauð- una og láta þá hvítuna í farsið, áður en farið er að hræra mjólk ina í. Þá er mikið minni hætta á, að það skiljist að. En eggja- ráuðan er látin í síðast og eins Það má benda á það, að sæluhúsin eru mjög mikið not- uð, því í gestabók sæluhússins í Hvítárnesi, sem reist var 1930 ^hafa í ár yfir 1000 manns ritað nöfn sín í gestabókina í sælu- húsinu í Árskarði hafa yfir 400 manns ritað nöfn sín frá 7. júlí til 7. sept., en eins og áður er sagt, var húsið opnað í ár. Nætúrgestur. ef maður vill hafa eitthvert krydd, t. d. lauk og pipar. Það er nauðsynlegt að sjóða bollu til reynslu til að vita, hvort farsið er bragðgott og hvort það er mátulega stíft. Ef það er of stíft, má hræra meiri mjólk' í. Noti maður rjóma í stað mjólkur, er ekki látið smjör í farsið; það yrði þá of feitt. Eitt aðalskilyrðið fyrir, að farsið verði gott, er, að mað- ur spari ekki vinnu við það, heldur hræri það þangað til það er lért. Or þessu farsi má svo búa til marga rétti t. d. bollur steikt- )ar á pönnui í feiti og borin með þeim brúnuð feiti, — eða soðn- ar bollur með sósum og græn- meti. Farsið má líka sjóða í randmótum niðri í stórum potti með varni í, eða í skúffui í ofn- ,inum, og með þessum far'srönd- um er svo horin ein eða fleiri tegundir af grænmeti í jafningi. Það er ágætt að hola innan hvítkál, fylla holuna með farsi og sjóða það þannig. Þá er fal- legast að bera höfuðið heilt inn á fati og brætt smjör með. Brúnkál og fars: 1 lítið hvítkálshöfuð. 2 matsk. strásykur, ,1 . — smjörl., vatn, salt, fars Hvítkálið er skorið í mjóar ræmur og svo brúnað í potti. Fyrst er sykurinn látitáíí pott- inn og þegar hann er farinn að brúnast, er smjörlíkið látið í og þetta látið jafnast vel. Þá er ikalið látið í pottinn og brúnað þar í. Þegar kálið er orðið vel brúnt, er búin til hola niður í Áskrífendur afhugíð Eftirtaldar kjötverzlanir hafa auglýst í Þjóðviljanum í nóv- ember: Kjötverzlun Hjalta Lýðssonar Sími 2667. Kjöt og Fiskur Sími 3828. KRON-kjötbúðirnar Sími 4769. Kiddabúð. Sími 2737. Drííandi Sími 2393. Herðubreið Fríkirkjuvegi 7. Sími 4565. það, og í hana er svo látið farsið, sem áður hefur verið lagað til eins og stór bolla, og kál látið yfir hana, svo að það sé kál allt í kring. Þá er hellt ca 1/2 kaffibolla af vatni yfir og dálítið salt með. Svo er lok látið á pottinn og þetta soðið í 1 klst. og lengur ef mikið er í pottinum. Þessi farsbolla er svo borin fram heil á fati og farsið yfir. Með þessu er svo horið soðið af kálinu og farsinu, ef það er nægilega mikið. En svo er líka hægt að búa til sósu úr soði af kjötbeinum, og á hún að vera heldur þunn og ekki of dökk. B. Siofníundur Æskulýðsfylkíngairínnar i Reykjavív verdur hald^ ínn sunmidaginn 13, nóvember kl. 8,30 i Alþýðu> húiinu vlð Hverfísgöíu. Nánar auglýsf á mor^un. Siúlka sem er vel vön matreíðslu á smurbrauðí getur fengíð pláss 1. desember. Nánarí upplfsíngar í síma 2504 DTB0Ð Tílboð óskast í að bt§§ja tvö íbúðarhús. Uppdrættír|[og lýsíngar hjá undírrítuðum, Flóka- götu 14', símí 4866. Bárður ísleífsson, arhíteht

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.