Þjóðviljinn - 15.11.1938, Page 2

Þjóðviljinn - 15.11.1938, Page 2
Þriðjudagurinn 15. nóv. 1938. PJOÐVILJINN Björa Sígfússon,: Vídsjá Þjóðvíljans 15« 11. '38 lenal Turbjabersip tllðOVIUINN Vtgefandi: SameiniHgarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), simi 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2.00 Annarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasöiu 10 aura eintakið. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Afvítmíleysíð. Ekkert fyrirbrigði sannar bet- ur hve ófært auðvaldsskipulag- ið er orðið til að skapa fram- farir og velmegun hjá mönnun- um en atvinnuleysið. Það, að þúsundum vinnufærra manna, sem einskis óska frekar en að fá að vinna, skuli vera neitað um það, neitað að framfleyt* sér og sínum, neitað að auðga mannfélagið — það sýnir að slíktskipulag, sem þessuveldur, er óalandi og óferjandi, er dauðadæmt. Orsakirnar liggja í augum uppi: meðan atvinna er aðeins rekin til þess að fámenn auðmannastétt geti grætt' á at- vinnurekstrinum, en ekki til þess að auka heill fjöldans, þá verða þúsundir að vera án at- vinnu, ef auðmannastéttinni > finnst það ekki borga sig að reka atvinnuna og oft eykur stjórnleysi hennar, skammsýni eða getuleysi á það atvinnu- leysi, sem er þannig eðlileg af- leiðing auðvaldsskipulagsins. Það hlýtur því að koma fram hjá hverjum heilvita og velvilj- uðum manni megnasta andúð gegn annari eins óhæfuogat- vinnuleysinu. Pað ætti ekki að- eins að vera áhugamál þeirra verkamanna, sem atvinnuleys- ið bakar fátækt iog neyð, — það ætti að vera skylda hvers einasta manns að heyja með þeim baráttuna gegn atvinnu- leysinu. . Þetta viðurkenna menn ogoft í orði kveðnu. Fyrir síðustu kosningar sagði Hermann Jóií- asson forsætisráðherra í út- varpsræðu: Það ætti ekki að vera verkamannanna að biðja um atvinnu, það er okkar að kbma til þeirra og biðja þá um að vinna. — Stjórnmála- menn eru oft fljótir til að gleyma því, sem þeir fegurst mæla fyrir kosningar. — Verka- menn koma nú daglega til rík- isstjórnar Hermanns Jónasson- ar og til bæjarstjórnar og biðja um atvinnu — og fá nei. En meðan verkamennirnir fá nei, koma hálaunamennirnir til ríkisstjórnarinnar og fá já. — Dagsbrún fer fram á að ríkis- stjórn 'Og bæjarstjórn bæti við 80—100 þús. kr. til að láta vinna fyrir. Ríkisstjórnin bætir sömu dagana 30—40 þús. kr. í óþörf bankastjóralaun í Út- vegsbankanum, svo ekki vantar hana peningana. Ríkisstjórnin hefur áreiðanlega sótt með meira ofurkappi að koma tveim mönnum á hálaun í óþörfum embættum. en að útvega 1000 mönnum þarfa vinnu. Ef bitlingamenn þurfa að komast ,að jötunni, þá eru eng- ar hótanir sparaðar, þá er unn- ið af kappi, — en þó þúsundir atvinnuleysingja líði neyð, þá er ekkert gert. Fornaldarharðstjóri er fallinn í val, Kemal Tyrkjahersir er dauður. Alvaskur hersir er þýðingin á Kemal pasha. Það er nafn, sem hann ávann sér ungur og bar um manndómsævi sína til 1934, þegar stórmennskugeggj- un, sem snemma fenginn sjúk- dómur og sonleysi áttu þátt í, kom honum til að lögjeiða sér nafnið Kemal Atatyrk, — Al- vaskur Tyrkjafaðir. Sagan mun synja honum þess naftis. En sjálfur hafði Mustafa beðið ör- lög sín annarrar bænar, þegar hann stofnaði tyrkneska lýð- veldið 1923 og afnam að fullu soldáns- iog kalífa-nafn af æðsta manni lands síns: Pashar hafa verið frændur mínir, og vil ég ekki bera hærra nafn en þeir. Hitt vil ég þiggja, að þú látir mig mestan með því nafni. — Qæfa fylgir bæn Erlings Skjálgs- sonar. Sagan hefur þegar veitt Mustafa þá bæn. II. Hann fæddist 1881 og kembdi ekki hærurnar. Tyrkir eru flest- ir dökkeygir og svarthærðir. Mustafa var Ijóshærður, augun blá, skýr og köld, en maðurinn í mikilúðlegra lagi. í stað þess að verða prestur Islains eins og móðir hansvildi, fór hann í herinn og komst þar vel áfram til valda sakir gáfna og atorku. Hann fylgdi hreyf- ingu „Ungtyrkja“, en var meiri uppreisnarmaður en þeir flest- ir. Hann samdi byltingarsinn- aðar greinar og flugrit, jafnvel fékkst við að yrkja, þótti hættu- leguir valdhöfunum og var varpað í fangelsi. En brátt þurfti herinn á nýtum liðsfor- ingja að halda, og hann fékk frelsi. í styrjöldinni miklu var hann sá, sem lagði á flest ráðin um vörn Dardanellasunds fyr- ir Bretum og barðist síðan á Sýrlandi. Tyrkir komust í al- gert þrot. Árið 1919 þóttust Grikkir hafa ráð þeirra í hendi sér og hófu ákaft stríð til land- vinninga, brutu undir sig alla vesturströnd Litlu-Asíu ogkom- ust næstum til Ankara (Angora) sem þá var að verða höfuðstað- ur hins tyrkneska kotríkis. En Kemal pasha hóf gagnsókn og Og svo ætlar Framsóknar- flokkurinn að telja fólki trú um að með þessu framferði sé hann að vernda álit lýðræðisi|ns í landinu! En verkalýðurinn hefur feng- ið nógar sannanir fyrir Jrví, að nægjr peningar eru til, til að bæta úr atvinnuþörf hans. Bar- áttan stendur um hvort yfir- völdin vilja nota þá í skynsöm- um, nauðsynlegum tilgangi eða $em eyðálufé í bitlinga og þess- háttar. Það er undir vilja ríkts- stjórnar og bæjarstjórnar komið, hvað gert verður nú í atvinnuleysismálunum, — get- an er auðsjáanlega fyrir hendi. Verklýðssamtökin geta knúið þann vilja fram, ef þau fylkja liði sínu, skapa nógu sterksam- tök á milli allra þei’rra verk- lýðsfélaga, sem berjast vilja fyr- ir atvinnu og brauði handa al- þýðunni. E. O. hrakti andstæðingana á haf út. Síðan stofnaði hann tyrkneska Iýðveldið og gerði úr því það, sem það er. Slik er í fám orðum saga hans. Ekkert sambærilegt ligg- ur eftir nokkurn samtíðarmann. Því að Tyrkir 1919 voru ekki sambærilegir við nokkra aðra nútíðarþjóð. Þeir voru ekki rís- andi menningarþjóð á tímamót- um eins og Rússar til dæmis. Þeir voru úrættuð stórþjóð, er öldum saman hafði verið að búa sig undir að deyja. „Sjúki maðurinn“ var lengi uppnefni Tyrkjaveldis á Vesturlöndum. Og 1919 hefðu Tyrkir sætt sig við það með góðu geðiað lúta brezkri „vernd“. En 1922 var Tyrkjaveldi eina óvinaríki Bandamanna, sem var svo sterkt, að það gat sjálft ráðið friðarskilmálum sínum. Á þessum þrem árum hafði Kemal pasha afrekað þetta: 1) rekið soldáninn úr sessi, 2) af- numið „kalífadæmið“, 3) gert Qrikki landræka (talsvert á 2. milljón Qrikkja rak hann síðan úr Litlu-Asíu, en fékk í stað- inn nokkur hundruð þús. Tyrkja sem búið höfðu á Grikklandi), 4) leikið á Englendinga, svo að þeir stöðvuðu ófrið sinn á tyrk- neskum svæðum, 5) náð friðar- samningi (í Lausanne), sem var hagstæðari en áköfustu þjóð- ernissinnar Tyrkja höfðu haft von um, 6) skipulagt lýðveldið og þjóðþingi í Ankara, 7) orðið forseti lýðveldisins. (Síðar varð vald hans einræði). Náttúrlega áttu fleiri menn þátt í þessu. Stefnan var mörk- uð af Ungtyrkjum áður. Vest- urlandamenningin var kappsmál þeirra samfara þjóðeflingunni. Ósigur Qrikkja stafaði af flani þeirra sjálfra og brigðmælgi Bandamanna. Öfundsýki Banda- manna innbyrðis gerði það mögulegt, fyrir Ismet pasha, hinn slungna erindreka Kemals í Lausanne, nú forseta Tyrkja, að halda Konstantínópel ásamt öðrum þýðingarmiklum stöðum Tyrkja í Evrópu og hindra, að Grikkir fengju þumlung jarðar á meginlandi Asíu. En án for- ystu Kemals hefði varla orðið um neina viðreisn að ræða í svo skjótri svipan. Því næst hóf hann siðaskipt- in. Tyrkneska var stafsett ná- kvæmlega eftir framburði og latneskt stafróf tekjð Upp í stað tyrknesks. Fezhúfan var bönn- uð. Moskurnar voru margar gerðar að kornhlöðum. Hvert hús var sótthreinsað í Istam- bul — hinni óþrifalegu, gullnu stórborg, sem þangað til hafði borið gríska nafnið Konstantín- ópel. — Ankara var endurreist sem glæsileg höfuðborg. Verzl- un landsins var komið í tyrk- neskar hendur að mestu (frá Armenum og Grikkjum). Metra- kerfi, vesturlenzkt tímatal og |meira að segja vesturlenzk kvenréttindi voru leidd í lög og skapað yfirleitt nýtt laga- kerfi og siðakerfi. Prestum og helgidögum var fækkað, galdra- bækur og töfrar forboðin, tekið fyrsta reglulega manntalið í Tyrkjasögu, fjölkvænið (kvenua búrin) afnumið harðri hendi og læknisrannsókn fyrirskipuð á öllum, sem byrja hjúskap. Af stórræðum Kemals í seinni tíð er það frægast, að versta kreppuárið, 1932, fékk liann lán bæði hjá Rússum og ítölum. Hvorugir hafa verið út- falir á lán, þó að betur áraði. En Kemal tefldi þeim hvonjm gegn öðrum og ánetjaði báða. Italir sækjast eftir hjálp Tyrkja um austanvert Miðjarðarhaf, en Rússar eiga útsigling sína úi Svartahafi undir Tyrkjum. Á- rás Mussolini á Abessiniu gerði Kemal að óvini hans. Með Rússum og Tyrkjum tókst sam- vinna á Þjóðabandalagsfundum og gott nábjdi við Svartahafið. Víggirðingar Kemals síðan 1936 við Dardanellasund fyrirbyggja innrás annarra þjóða í Svarta- haf og voru taldar rússnesk-. tyrkneskur stjórnkænskusigur gagnvart Ítölum. Balkanpólitík Þýzkalands síð- asta árið nær að sjálfsögðu til Tyrklands. Enn verður ekki séð, hver árangur nazista verður þar. Seinustu árin dró Mustafa Kemal sig meir og meir frá störfum og bjó á stórbýli sínu, þar sem flest var sniðið eftir duttlungum hans í Btórmennsku geggjuninni. Vatnsgeymir býl- isins var t. d. náin eftirlíking Marmarahafsins. Sagnaritun lét hann hefja, er á að sanna, að Tyrkland sé vagga allrar menn- ingar. Kringum sig hafði hann flokk hermanna og gamalla fé- laga, spilaði póker, vann að sjálfsögðu ævinlega, en heimt- ;aði að fá að skila vinningnum aftur. Drykkjumaður var hann lengst ævinnar og hófsmaður í engu. III. Mustafa Kemal var óhemja í eðli og sem einræðisherra lif- andi komin tvrannos-týpan, sem fyrst varð fræg, í strandbæjum Litlu-Asíu fyrir rúmlega hálfu þriðja þúsundi ára. Asía og Norðurálfa mætast við Grikk- landshaf nú eins og þá. Þróun atvinnulífs er á ný á sömu brautum og þá. Menningarbar- áttan helzt með sömu þjóðum og stéttum — síbreytileg, en sama eðlis þó. Andstæður skapa óhemjur, og þarna hafa þær skapað harðstjórana fornu og Kemal Atatyrk — ekki að- eins þessa einstaklinga, heldur þjóðlífsástæðurnar, sem hófu þá til drottinvalda. Fyrirbrigðið er auðvitað ekki bundið við þessar slóðir einar. Pétur mikli var t. d. samskon- ar afkvæmi Austurálfu og Vest- urlanda, sem mættust á byrj- unarstigi byltingar í atvinnu- háttum og menningu. Annars eðlis eru foringjar fasista, af- kvæmi helsjúks kapitalisma og í þjónustu hans. Ætt og uppvöxtur Mustafa vitna um sumar andstæðurnar. Hann fæddist í Saloniki, mestu borg Grikkja, bláeygt Evrópu- barn, en bastarður lítt skyldra þjóðmenninga. Faðirinn var tollþjónn, talinn albanskrar ætt- ar, en móðirin, Zubeida, dóttir makedónskrar konu og tyrk- nesks bónda. Það er því ekki rétt, að Mustafa væri tyrkneskr- ar ættar nema að litlu leyti. En hann varð alger Tyrki, því að Zubeida ól hann upp, mikilhæf kona eins og mæður flestra stórmenna og varð snemma ekkja. Mustafa fékk stjúpföður, hataði hann og var síðan alla ævi klofinn bæði af hatri og ást til móður sinnar. Hún er eina konan ,sem hann var trúr á sinn hátt. Hann giftist 1923 Latifé Hanum, þekktri konu, en skildi brátt við hana. Tvisvar á yngri árum fékk hann móður sína til að búa hjá sér, flýði svo frá henni í bæði skiptin, en þó dó hún seinast hjá honum. Af hatri unglingsins leiddi hatur Kemals pasha á öllu, sem var að deyja í móðurþjóð hans, f og flótta frá því, og enn heit- ara hatur á Grikkjum og öllu, sem skylt átti við stjúpföður- heimilið. (Ödiposkomplex). Ást hans til móðurinnar varð að þeirri ást til móðurþjóðarinnar, sem sameinaði óvenju klofna orku þessa heljarmennis og ent- ist honum eins og sagan sýnir. Önnur orsök til ástríðna Kemals var hinn ólæknandi sjúkdómur, lönguin kvalafullur. Margir hafa fyrir satt, að af honum stafi ekki aðeins refs- ingaköstin, eins og þegar hann lúbarði (drukkinn) egipzka sendiherrann í gestaboði sínu fyrir það, að mæta með hina forboðnu fezhúfu, — heldur einnig umbótaköstin. Hann var þá ekki aðeins að refsa öðrum vegna æskuléttúðar sinnar, heldur að hreinsa til með þjóð sinni í stað beirrar sjúkdóms- hreinsunar, sem ha;nn hefði þráð að geta, gert í þjáðum lík- ama sínum. Það er táknandi fyrir harð- stjórahlutverk Kemals, hve mörg af verkum hans eru í senn glæpur og óumflýjanleg örlög. Tvennt skal nefnt. í byrju.n vopnahlés 1918 þurfti Tyrkjastjórn að kúga uppreisn í Kúrdistan, austast í ríkinu. Kemal var sendur, átti að upp- götva frumkvöðlana og sveifla þar sverði laganna. Hann fór sér hægt að því, skipulagði og útbreiddi í staðinn uppreisnina og leiddi hana til sigurs eftir tvö ár. Sagt er, að enginn hafi oftar gerzt drottinsviki en Mustafa Kemal, en ætíð í sam- bandi við þjóðbaráttu sína. Eft- ir banatilræði, sem honum var sýnt 1926, lét hann handtaka ,alla helztu menn stjórnarand- stæðinga. í því tilefni hélt hann kampavínsveizlu á hinu ein- manalega höfuðbóli sínu og bauð öllum erlendum sendi- I Ameríku er farið að tengja graminófón við hraðamæli bíla. Pegar hraðinn er orðinn 50 km. heyrist þaðan: Of hart í bænum. Erlu koininn iupp, í sveit?‘‘ Við 75 km. er sagt: Enn hefuröu valtl á bílnum. En varaðu þig. Eru hemlarnir í lagi?“ Við 90 km. er sagt: „Lífshætta. Hafðu augun hjá þért Við 100 km. heyrist: „Er slysatryggingargjaldið þi'tt greitt?" Loks segir við 120 km.: „Hver er seinasta kveðjan, seni við eigum að bera fólkinu þínu?** ** Rússneski yngingalæknirinn frægí Serge Voronoff er kominn nær sjö- tugu, en vinnur stöðugt að heilsu- verndarrannsóknum. Með yngingum vill hann gera sem flesta 150 ára. gamla. Vanproska barna, andlegan sem líkamlegan, telur hann stafa oft frá ónógri skjaldkirtilsstarfsemi. Úr pví bætir hann með pví að sprauta í pau „heilaolíu“, sem hann kallar. Það er skjaldkirtilsvökvi úr dýruni- ** Amerikumaður stóð á gígbarmí Vesúvíusar. ltalski fylgdarmaðurinn hélt hann gæti nú loksins vakið undrun hans og sagði „Annað eins hafið pið pó aldrei í Ameríku!“ „Nei, en slökkviliðið okka/ í New York væri fyrir löngu búið að slökkva pessa óveru og hefði ekki purft riema 5 mín. til pess“. *• Sara Hyslop var nafntoguð kona á sinni tíð. Hún pótti helduf en ekki ásjáleg og tók sér pað hlut- ,'verk í líf'inu að trúlofast karlmönn- um ,en sagði peim ætíð upp daginn fyrir brúðkaupið. Petta var hefnd á karlkynið, sem hún hataði til dauða,. af pví að maður hafðii í fyrstu sagt henni sjálfri upp. Fyrir nokkru stytti hún sér aldur í Nizza, 80 ára göinul. Kringum sig; hafði hún þá breitt út fimmtíu brúðarskrúða, sem hún hafði fengið- um dagana, og engan notað. ** Á Eistlandi andaðist fyrir stuttu gildasta kona í heimi, Alvina Pad- riks. Hún vó 708 pund. Lífi hennar gátu læknar ekki bjargað, af því að engin tök voru á að flytja hana til sjúkrahússins né láta hana fá par nógu breitt rúm. Banameinið var nýrnaspik og of feitt gollurshús- •* Alvina var 49 ára og hafði verið grönn á sinni tíð. Hún var veitinga- kona, fékk taugaáfall um fertugt og, fitnaði upp frá pví, unz hún liætti að geta sinnt starfi sínu. Pá tók hún að lifa af pví að sýna sig, löngum erlendis, og fékk allt að 400 kr. á dag. En dýrir urðu þá kjólarnir hennar, pví að ekki veitti af 12 metr H ' Þá. ** í Kalíforníu er svo trúuð stúlka, 26 ára gömul, að hún hefur stungið úr sér hægra augað og höggvið vinstri höndina af sér. Hún hafði nefnilega lesið skipun biblíunnar, að ef hægra auga pitt hneykslar pig o. s. frv. Nú hafði hún sannfærzt um að auga sitt og hönd hefðu syndgað, og pá var ekki um að villast, hvers drottinn krafð- ist. herrum. í birtingu um rnorgun- inn reikuðu þeir á heimleið yí- ir hallartorgið eftir svallið. Þar sáu þeir fangana dinglandi í gálgaröð, meðal þeirra Djavid Bey, bezta fjármálahöfuð Tyrkja, og Arif ofursta, náinn félaga Mustafa Kemals úr stríð- inu við Grikki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.