Þjóðviljinn - 25.08.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.08.1939, Blaðsíða 2
. Föstudag'”"’ 2K. áP'úst 1939. Þ ó ó a v . i . i i :> N pi mnuiNH Ctgefanðl: Samelnlngarflokknr . alþýðo — Sósíalistaflokkorimi — Bitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Kitstjórnarskrífstofar: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðsln- og auglýslngaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. iskriftargjald á mánnði: .. . Reykjavik og nágrenni kr. 2,50. Annarsstaðar á landinu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura eintakið. '/íkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2804. Hvernig cr Island búíd víð striði? Engínn forði tíl í landínu? Hvaö eftir annað hafu þingmenn Konnnúnistaflokksins og síðan þing menn Sósíalisraflokksins vakið eftir tekt á því, hve nauðsynlegt væri að birgja landið upp að matvælum og hráefnum svo sem frekast væri hægt, til þess að landið ekki verði allslaust, þegar ófriður brytist út, Þegar svo „þjóðstjórnin‘‘ var mynduð var það eitt ai: helztu yfir- lýstu verkefnum hennar, að tryggja það að landið væri, hvað matvæli og hráefni snertir vel tilbúið tii að mæta stríði. Síðan eru liðnir 4 mánuðir, en ekki verður séð að stjórnin hafi gert neinar ráðstafan- ir til að birgja landið upp af mat- vælum. Fari því svo að strið skelli nú yfir, þá stendur landið álíka illa að vígi og síðasta haust. Auk þess sem þetta aðgerðar- ieysi er landi og lýð stórhættulegt þá sýnjr það greinilega, hve alvöru- laust ríkisstjórnin tekur öll þau verkefni, sem hún Iofaði að leysa, — nema aðalverkefni hennar: að hjálpa Kveldúlfi. Það er krafa þjóðarinnar að nú strax verði brugðið \dð að tryggja landinu matvæli svo sem frekast sé unnt, þó því miður megi búast við að um seinan sé orðið, ef stríðið skellur á nú næstu daga. En þá er að gera strax ráðstafanir til þess að sá forði, sem til er verði notaður rétt og þeim ríku ekki gefinn meiri kostur á að ná honum en þeim fá- tæku. Hinsvegar má vafalaust búast við þvi, að ríkisstjórnin afsaki sig með gjaldeyrisskorti. Það staðfestir þá aðeins þá staðreynd að hún hefur algerlega brugðist því höfuðverk- efni sinu að koma gjaldeyrismálun- um í )ag, enda ekki mikils að vænta í slíku efni af stjórn, sem er fjand- samleg aukinni framleiðslu í lund- inu. Þessi bræðingsstjórn hefur því jafnt brugðist á öllum þeim sviðum, sem þjóðin treysti henni til að gera eitthvað á. Gjaldþrot hennar á að verða jafn greinilegt og gjaldþrot Kveldúlfs. Uppgjör beggja er orðið þjóðarnauðsyn. Það brakar í böndum - Er skúta þjöðstjórn- arinnar að farast? Það hriktir heldur ónotalega í böndum þjóðstjórnarskútunnar um þessar mundir. Ef einliver skyldi vera til, sem ekki hefur tekið eft- ifl því, þá ætti hann að lesa leiðara Morgunblaðsins í gær. AlLir þeir, sem sjáandi sjá og heyrandi heyra ættu eftir þann lestur að skynja að svo mjög brakar nú í skútunni, áð skipsstjórnarmenn gerast bleikir á vanga, erida eru þeir um allt ólik- ir íslenzkum sægörpum. Leiðari Morgunblaðsins hefst á því, að brýna fyrir mönnum að myndun „þjóðstjórnarinnar‘‘ þýði ekki að þeir flokkar, sem að henni standay séu úr sögunni ofe í staðinn sé kominn einn allsherjar „þjóð- stjórnarflokkur*1. Það er nú svo. Er leyfilegt að spyrja Morgunblað ið: Hvað er því til fyrirstöðu að þeiil menn, sem af heilum hug. hafa fylgt stefnu núverandi stjórnar, eins og hún hefur komið fram í verkum hennar, séu taldiii i einum og sama stjómmálaflokki, — þjóðstjórnar- flokki? Ef til vill segir Morgunblaðið að þeir menn séu ekki til, sem fylgi stefnu núverandi stjórnar af heilum hug. Stefna stjómarinnar sé þannig, að nokkurt tillit sé tekið til sjón- armiða allra þeirra flokka, sem að henni standa, öllum sé þar gefið nokkuð, en engum allt. Þessvegna f>dgi enginn maður stjóminni af lieilum hug, heldur sé henni fylgt af hálfvelgju, sem sé sambland af andúð og samúð. Væri þetta rétt þá felur það í séjr dauðadóm yfir öllu starfi. stjórnar innar. Engin sú stjórn getur unnið farsællega fvrú’ land og lýð, sem ekki er sjálf heils hugar og ekki ern að baki heilhuga menn, sem fjdgja starfi hennar og stefnu af lifandi áhuga, og leggja sig af alhug framtil þess að öll viðleitni hennar nái tilgangi sínum. Hópur manna, sem þannig sam einast um ákveðna stjórnarstefriu er stjórnmálaflokkur, hvort sem hann er tengdur skipulagsböndum eða ekki. Það þarf enginn að efa, að nú- verandi stjórn á ólíkan hóp manna að baki sér. Hver efast til dæmis um fjölskyldu Jónasar frá Hriflu og nánustu vinir hans, svo sem Jón, Árnason, Thórs-fjölskyldan og fjöl- skylda Stefáns Jóhanns standi af heilum huga með stefnu stjórnar- innai* í einu og öllu, og hver efast um að þessir virðulegu leiðtogar eigi allmarga fylgismenn innan sinna göinlu flokka, hver efast um að íil sé raunverulegur „þjóðstjórn- arflokkur“, og í þessum flokki séu menn úr Sálfstæðisflokknum, Fram- sóknarflokknum og Alþýðuflokknum En jafnvíst og það er að þessj flokk ur er raunverulega til, er hitt að yfirgnæfandi meiri hluti þeirra þriggja flokka, sem að „þjóðstjórn- inni‘‘ standa er gersamlega andvígur stefnu hennar og starfi. Þeir eru teljandi liðsmennirnir innan stjórnarflokkanna þriggja, sem ekki fyrirlíta baráttu stjórn- arinnar gegn aukinni atvinnu og bættum framleiðsluháttum, sem ekki fyrirlíta hina blygðunarlausu bar- áttu .herinar fyrir að dylja f jármála- svindl Kveldúlfs og Landsbankans, sem ekki fyrirlíta hina augljósu til- ráun hennar til þess að einoka einhverja þýðingarmestu iðngrein landsins, sildarbræðsluna, til þess að þeir geti arðrænt sjómenn og smáútgerðarmenn, ef með því mætti takast að rétta við hiria gjaldþrota stórútgerð og hinn sökkvandi Lands banka. Það eru þessir andstæðingar þjóðstjórnarinnar, sem nú hafa lát- ið svo til sín taka, að nrjög er nú tekið að hrikta í höndum „þjóð- stjórnar“-skútunnar. Við víkjum nú aftur að leiðara Morgunblaðsins. Eftir að blaðið hef- ur talað um, að þjóðstjórnin hafi verið nrynduð til þess að reyna að hefja viðreisn í fjármálum og at- vinnumálum þjóðarinnar,“ varar það rækilega við Jreim misskilningi að nú sé „komið á ævarandi vopna- hlé og Fróðafriður“. milli stjórn- arfiokkc nna, Og síðan bætir það við þessuin hvatningarorðum til Sjálfstæðísfl.: „Oft hefur verið þörf ötullár bar- áttu, en nú er nauðsyn“. Mörgum mun þykja það mjög að vonum, þó Sjálfstæðismenn telji nokkra nauðlsyn til bera að herða flokksbaráttuna, þegar svo er kom- ið', að formennirnir í báðum félög- um Sjálfstæðjismanna, ásamt öllum sínum helztu fylgismönnum, í ein- um af stærstu kaupstöý’um landsins, hafa sagt sig úr flokknum vegna andstöðu við þjóðstjómarmennina i sínum gamla flokki. Einhvernveginn verður Mbl. að rökstyðja hina miklu nauðsyn á því, að Sjálfstæðismenn gleymi því ekki að þeir séu flokkur. Auðvitað getur Jrað ekki sagt sem svo, að þessi nauðsyn stafi af því, að and- staðan gegn „þjóðstjórninni‘‘ sé svo mögnuð innan flokksins, að við sjálft liggi, að flokkurinn klofni, þess vegna beinir það athygli les- endanna að þeirri staðreynd, að hér sé starfandi stjórnmálaflokkur sem sé í „fullri andstöðu við nú- verandi stjórnarsamstarf". Blaðið hefur sjálfsagt orðið Jress var.t, að allmargir hinna gömlu fylgismanna þess eru alveg eins andvigir nú- verandi stjómarsamstarfi eins og Sameiningarflokksmenn, og þess vegna tyggur það gömlu ósannindin um Sameiningarfl. í þúsundasta sinn, eða eitthvað þar um bil, í þeim vændum, að svo lengj megi ljúga, að einhver taki að trúa. Blað- ið segir: „Þessi flokkur (þ. e. Sam' einingarfiokkur alþýðu Sósíal- istaflokkurinn) stendur undir yfir- ráðum erlendra valdhafa. Eitt að- alboðorð þess flokks ér það siðspill andi ábyrgðarleysi, að menn eigi engar kröfur að gera til sjálfs sín, heldur heimta allt af öðrum og þá fyrst og fremst af því opin- bera. Þessi flokkur hefur úti allar klær til þess að gegnsýra hugsunar- hátt þjóðarinnar. Oegn þessari flokksmynd verður Sjálfstæðisflokkurinn að vera vel áj veröi. Og nú þegar þessi flokkur er hinn eini stjórnmálaflokkur, sem ier í stjórnarandstöðu, þurfa Sjálf- stæðismenn að fylkja sem bezt liði til haráttu við og varnar gegn hin- um eitraða boðskap hans og hylt- ingaráformum”. Það var ekki um það talað, þeg- ar þjóðstjórnin var mynduð, að nú ætluðu sluðningsblöð hennar að setja strik yfir fortiðana og taka að feta braut sannleikans og friðar- ins í allri sinni blaðamennsku. Þessi ummæli eru því eitt gott dæmi þess, hvernig þjóðstjórnarklík an efnir loforð sín. Meginatriðin í baráttu hennar gegn hinni flokks- hundnu stjórnarandstöðu eru þrjú, og öll uppdiktuð. Þessi þrjú atriði eru: Að flokkurinn standi undir yfir- ráðum erlendra valdhafa, að hann þiggi fé frá öðrum þjóðum og að Iiann áformi að gera byltingu. Öll blöð þjóðstjórnarinnar og all- ir hennar stuðningsmenn vita, að ekki er stafur né stafkrókur sannur í neinu af þessu. Þeim er það jafn- ljóst eins og að tal Jreirra um, að flokkurinn stefni að því, að kenna mönnum að gera kröfur til ann- ara, en ekki sjálfra sín, er ein- tómt bull. En um leið og Jressi ummæli Mbl. sýna vel, hve siðlaus öll þess bar'- átta er, sýna þau einnig, að blaðiö og flokkar þeir, sem að þjóðstjóm- inni standa, óttast nú ekkert meira en Sameiningarflokk alþýðu — Sósi- alistaflokkinn, svo altekið er blað- ið af þessum ótfa, að nærTÍ lætur að aumkunarlegt sé þar á að horfa. Þessi ótti á rót sína að rekja til þess. að blaðið felur ekki ósenni- legt. að Jieir tímar nálgist, a stjórnarandstæðinglar úr Sjálfstæðis flokknum, Framsöknarflokknum og Alþýðuflokknum taki höndum saman við Sameiningarflokkinn og rífi til grunna þá skjaldborg svika og ó- heilinda, sem Jónas Jónsson, og Ól- afur Thórs liafa verið að leitast við að reisa á bökum heiðarlegra liðs- manna úv hinum „áliyrgu flokkum". Morgunbl. veit ofur vel, að þeir Sjálfstæðismenn eru fáir, sem vilja fylgja þeim foringja, sem Jónas Jónsson hefur brugðið sriöru um háls og getur nú teymt hvert sem verkast vill, eins og naut á mið- nesistaug. Það veit einnig, að þeir Framsóknarmenn eru fáir, sem vilja kaupa jiessa ánægju til handa gamla manninum frá Hriflu. með því verði að láta Kveldúlfsóreið una halda áfram. Af þessum sökum og mörgum fleiri, hlýtur að því að draga, að flokkur þjóðstjórnarinnar skeri sig út úr flokkunum þremur, hvers nöfn voru tekin traustataki til þess að mynda hásætissúlur „þjóðstjórn- Möndulríhín að sundrast. Framhald af 1. síðu. um ekki-árásarsáttmála Þýzka- iands og Sovétríkjanna fyrr en rétt í því að von Ribbentrop var að leggja af stað til Moskva, Lét hann svo um mælt, að Japanir yrðu héreftir að taka einir af- stöðu til alþjóðamála. Japönsk blöð táka erin ákveðnar* til orða. Deila þau harðlega á þýzku stjórnina, og segir eitt þeirra hiklaust, að með samning- unum við Sovétríkin hafi þýzka stjórnin gert sáttmálann um bar- áttu gegn kommúnismanum, að þýðingarlausu pappírsgagni. Ífalía að slífa sí$ ur fíóðurbandí Híflers? I ftalíu hefur aðeins borið lítið á stríðsundirbúnihgi. Landið er orðið aðframkomið af ófiiði þeitn, sem það hefur háð í Abessiniu og: á Spáni. Óánægjan gegn yfirgangi Þjoðverja í landinu hefur magnazt í sífeliu. Skrif ítalskra blaða benda til þess, að ftalía sé að búa sig' undir að draga sig út úr hernaðar- bandalaginu við Þýzkaland. Segja ítölsku blöðin að Daimg-málið se ómerkilegt mál, og að ekki kómi til mála að berjast út af því. Vit- anlegt er að ftalía óttast stríð al- veg sérstaklega vegna þess að öll árás Englands og Frakklands mundi til að byrja með beuiast gegn henni og er Italía varnarlítil fyrir þeim árásum. Áfíf enskra og franskra blaða um hlufleysís» samníngínn. Parisarblöðin segja um samn- inginn að hann sé sigur fyrir póli- tík Sovétríkjanna og rothögg á möndulríkin. Leggja þau áherzlu á að þótt þessi samningur sé gerð- ur milli Rússlands og Þýzkalands, að ráðast ekki hvort á annað, þá sé alveg jafn mögulegt að gera. friðarbandalag milli Englands,. Frakklands og Sovétríkjanna, sem einmitt eigi að hindra árásir á önnur ríki. Almenningsálitið í Englandi við- urkennir einnig gildi þessa sigurs fyrir utanrikispólitik Sovétríkj- anna. Eftirtektarvert er að „Daily Herald”, blað Verkamannaflokks- ins, sem fyrsta daginn kallaði þetta stærstu svik sögunnar, við- urkenndi daginn eftir að í raun- inni væri þetta frekar til að- styrkja friðinn, en til hins öfuga. Dönsku blaða- mennírnír kveðja. Dönsku blaðamennimir fóru £ gær kl. 7 af stað heipi til sín með Lyru. Nokkru eftir að þeir fóru, barst Blaðamannafélaginu svohljóðandí skeyti frá þeim: ,,Á heimleið úr hinu ógleyman- lega boði Blaðamannafélags fs- lands sendmn við dönsku blaða- inennimir hjartanlegar þakkir og; kveðjur. Hittumst heilir. Carl Th. Jenscn”. Nýja bíó sýnir ennþá kvik- myndina „Frjálslynd æska”. arinnari*, en að meginhluti þeirra iaki upp sljómarandstööu. Brakið í böndum þjóðstjórnarskiitunnar er fyrirboði þess að böndin bresti og fleyið farist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.