Þjóðviljinn - 25.08.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.08.1939, Blaðsíða 3
Föstudaginn 25, ágúst 1939. í;íiv:l;:ns í Vikuferðalag danskra blaða- manna um Island 15.-21. ágúst Heimsókn dönsku blaðamann- anna er lokið. 1 gær héldu þeir heimleiðis með Lyru. 1 10 daga hafa þeir dvalið á Islandi. Þeir hafa ferðast um landið, séð furðu- verk þess af náttúrunnar og mann- anna höndum og halda nú heim til ættlands síns, tvímælalaust fær- ari en nokkrir erlendir blaðamenn nokkurn tima hafa verið, um að segja satt og rétt frá landi voru og þjóð, Og eftir þeim vináttu- böndum að dæma sem þeir hafa tengst landi voru, þá er og víst að ekki muni vanta viljann til þess. Það eru ekki litlar kröfur, sem Island hefur gert til þessara blaða manna. Þeim hefur verið þeytt landshornanna milli, 250 kilometra keyrsla dag eftir dag, vökur 16— veizlur, sem stundum ráku hver aðra — og allan tímann undir- orpnir hinni sterku náttúru, verð- andi og fullgerðra mannvirkja og auk þess þeirra fjölmörgu og ó- líku manna og málefna, sem þeir hafa komist í samband við. Fimmtudaginn 15. ágúst hófst förin um landið. Hvítárbrú er eitt fyrsta stórfenglega mannvirkið, sem gefur þeim hugmynd um bar- áttu mannsanda og mannahanda við að leggja undir sig þetta land. Um kvöldið birtist Vatnsdalurinn í allri fegurð sinni, Vatnsdalshólarn ir vekja undrun og umræður blaða mannanna, sagan um Nathan og Rósu eru rifjaðar upp, endur- greftrunin rædd og tengsl vissra þátta í bókmenntum Kai Hoff- manns og Halldórs Kiljan Laxness við þessar stöðvar minnst. Og um kvöldið er borðað að Blönduósi, heilsað upp á hina gömlu sögu- fegu valdaþrenningu í þorpum ís- lands og Danmerkur, sýslumann- inn, læknirinn og prestinn — og síðar um kvöldið notið litfegurðar- innar, sem gefur dönsku blaða- mönnunum hugmynd um íslenzk- an sólarhring, með því að þeir taki sitt þrautreynda blaða- mennskuímyndunarafl nokkuð til hjálpar. Daginn eftir er svo haldið til Akureyrar. Vegurinn upp á Vatns- skarðið gefur blaðamönnunum á- þreyfanlega staðfestingu á hug- myndum þeirra um það, að ís- lenzku bílstjórarnir kalli ekki allt ömmu sína, hugmynd, sem átti eft- ir að breytast í aðdáun því meir sem leið á ferðina. Skagafjörður- inn sýndi sig ekki þennan dag. I dynjandi rigningu var farið í gegn um hið fagra hérað, — en því skær ar skein Skagafjörður við sólu 19. ágúst, er þeir þá fóru um hann. Borðað var að Víðivöllum þennan dag. Islenzk sveitamenning sýnd blaðamönnunum í sínu bezta Ijósi, en hinsvegar heldur ekki dulið hvaða skuggahliðar voru á henni, til þess var Bóla of nærri — og 'kirkjubekkirnir í Víðimýrarkirkju töluðu líka sínu máli til blaða- mannanna, hvað einn þeirra dönsku útlagði svo: Ekki hafa þá heldur hér allir verið jafnir fyrir drottni. Er yfir Öxnadalsheiðina kom birti upp. Fæðingarstaður Jónasar Hallgrímssonar sýndi sig í allri sinni tign, svo einum blaðamann- anna varð að orði, að Öxnadalur- inn hlyti að vera einn fegursti dal- ur Islands. Og er í Eyjafjörð kom var sem sólskinið og blíðan kepptist við að sannfæra blaða- mennina um að Eyjafjörður væri • „fegurst byggð á landi hér”. Og því ber ekki að neita, að margir voru þeir dönsku blaðamennirnir, sem tóku ástfóstri við Akureyri. Andstæðurnar milli þessa fagra bæjar og þeirra hugmynda, sem menn hafa um hvað yfirleitt bíði þeirra norður undir heimsskauts- baug, ollu þar mestu um. Verk- smiðjurnar, sem þeir skoðuðu ann arsvegar, og trjáræktarstöðin hins vegar sönnuðu þeim, hve margþætt og ólíkt það starf er, sem Akur- eyringarnir inna af hendi við að skapa höfuðstað Norðurlands. I boði því, sem bæjarstjórnin lie'.t blaðamönnunum um kvöldið, lé' Gunnar Nielsen, einn ritsíjóri „Politiken”, í ræðu óhikað í '; >si aðdáun sína á bænum, um leið og hann að góðra Dana hætti latði ar i rzlu á sjálfstæði Islands og að síjórnskipulag vort væri má! sem aðeins kæmi oss sjálfum við. Og þá hugmynd fengu áreiðanlega all- ir, sem kynntust dönsku b'.sða- mönnunum, að aldrei munu þeir með sínum áhrifum gerast þránd- ur í götu íslenzks frelsis, heldur þvert á móti túlka það manna bezt fyrir þjóð sinni, hve langsamlega bezt sambúð og vinátta Danmerk- ur og Islands verði, er bæði eru ulfrjáls lönd. Fimmtudaginn 17. ágúst var svo haldið af stað til Mývatns. Goða- foss var fyrsta furðuverk náttúr- unnar þann dag. Aðdáun blaða- mannanna steig enn. „Har De end- nu flere Overraskelser til os”, sagði einn þeirra við mig, er hann hafði séð fossinn. Og nú rak hver sýnin aðra. Ógleymanlegir hólmar Laxár, undursamleg fegurð Mý- vatns svo margbreytileg og furðu- leg sem birtist þeim þann dag — og svo á eftir hrikaleg auðn Náma- skarðs með bullandi brennisteins- hverum, sem framkölluðu í senn aðdáun að þessu furðulandi mót- sagnanna og allskonar hnyttiyrði um danskt heimatrúboð og brenni- steinsboðskap þess. — Og á eftir var svo skoðað hvernig vinna skyldi nú úr þessum brennisteini og bauð hlutafél. „Brennisteinn” til hádegisverðar heima hjá síra Hermanni að Skútustöðum. — Síð- an var haldið til Laxár og hið mikla mannvirki þar skoðað. Glíma mannsins við að gera sér náttúru- öflin undirgefin birtist enn einu sinni og hinir dönsku blaðamenn glöddust yfir að sjá hvernig dönsk og íslenzk öfl unnu þarna saman að þessu stórvirki. 18. ágúst er blaðamönnun- um, sem fannst nú ferð þeirra orðin eitt óslitið, erfitt en fagurt æfintýr, kippt burt úr allri hríf- andi náttúrufegurð og sveitaróm- antík —- og settir niður á Siglu- fjörð. Einmitt það hve lítið var um síld og útltið þá „dökt” fyrir f jölda fólks þar, gaf þeim vafalaust á- hrifaríka endurminningu um hve áhætturíkt og erfitt það líf er og sú barátta, sem alþýða Islands heyir. En þeir fengu líka um leið og sjá á Siglufirði sjálfum og heyra í ágætri ræðu Áka bæjar- stjóra Jakobssonar, hve eindregið og ákveðið Siglfirðingar vinna nú að því að skapa alþýðu manna betri kjör, heilnæmara og menn- ingarríkara umhverfi en fyrr. Og einmitt í ræðu Peter Tabor (frá Socialdemokraten) sem hann flutti í veizlu bæjarstjóra, kom næm tilfinning fyrir lífi og kjörum fólksins greinilega í ljós. H. Hansen lýsti áhrifum dags- ins á Siglufirði í ræðu um kvöld- ið (í veizlu, sem stjórn ríkisbræðsl- anna hélt), þannig, að þar sem þeir hefðu allir haldið, að Mývatns förin væri hápunktur ferðarinnar, þá hefði nú Island sýnt þeim sig frá nýrri hlið, sýnt undrakraft sinn í framleiðslu og tækni, nýtt hámark hefði verið skapað í ferð þeirra allt annars eðlis en hið fyrra. Og H, Hansen lauk ræðu sinni með því að óska Islandi fram fara á þessu sviði, slíkrar síldar- auðgi, að nýjar kröfur um bygg- ingu nýrra verksmiðja brytust fram og í gegn. Þessi íslandsvin- ur sem hugsaði heiðarlega um blessun framfaranna því til handa, vissi ekki hve nærri hann hjó deilu málum dagsins með þessum orð- um sínum svo eðlilegum og sjálf- sögðum út frá óskum vor mann- anna um framfarir og batnandi hag. 19. ágúst var haldið með „Ægi” inn á Sauðárkrók, Skagafjörðurinn blasti nú við í allri sinni fegurð,^ víðfeðma tll sjós og lands. Var svo haldið rakleitt í Reynistað og snæddur alíslenzkur árdegisverður hjá Jóni bónda, en síðan rakleitt að heita mátti suður í Reykholt. Veður var nú gott. Jöklasýn nokk- ur, en ekki þó sem bezt, og fullkom lega naut hinn fagri Borgarfjörð- ur sín því miður ekki. 20. ágúst var haldið yfir Kaldadal. Það var sem andi Hann- esar Hafsteins hefði ráðið veðrinu, minnsta kosti urðu að áhrínsorð- um óskir hans: „Jeg vildi það yrði nú ærlegt regn og íslenzkur storm- ur á Kaldadal”. Blaðamennirnir fengu nú að sjá íslenzku náttúruna frá nýrri hlið, — ekki eins og mað- urinn elskar hana og nýtur henn- ar, — heldur eins og hann verður að berjast við hana og finna þá „sjálfs síns kraft til að standa á mót”. — Og nú höfðu blaðamenn- irnir vanist svo vel íslenzkum „bíl- vegum”, að þeir voru sízt smeikir við veginn yfir Kaldadal — og ef til vill hefur hann einmitt verið eitt æfintýrið í för þeirra. Og nú var haldið í dynjandi rign ingu á Þingvöll. Þó stytti upp með an Pálmi Hannesson flutti ágæta ræðu um Þingvöll — sögu landsins Og þjóðarinnar eins og hún er tengd þeim stað. Og Bögholm svar aði af hálfu Dananna með stuttri en ágætri ræðu. — Og deginum lauk í Þrastalundi, þar sem Tómas Jónsson borgarritari tók við blaða- mönnunum fyrir hönd Reykjavík- urbæjar. Reykjavík ætlaði sjálf að annast um að sýna þeim það feg- ursta, sem Suðurland hefði að bjóða eftir þessa för þeirra um æfintýra- og framleiðsluheim Norð urlandsins. Og það varð ekki enda- sleppt. Morguninn 21. ágúst var Sogs- virkjunin skoðuð, stærsta mann- virki landsins. 1 hádegisverðinum á eftir, þegar Martin Nielsen, rit- stjóri „Arbejderbladet þakkaði bæjarstjórn Reykjavíkur í ræðu fyrir gestrisni hennar, bað hann menn drekka skál þeirrar skapandi íslenzku þjóðar, sem með svo mik- illi festu og kjarki legði hið fagra land undir sig og væri að full- komna með sinni vinnu sköpunar- verk náttúrunnar sjálfrar. Síðan var haldið til Gullfoss. Blaðamennirnir áttu vart til orð, Dönsku og íslenzku blaðamennirniT við Gullfoss, ásamt fulltrúum bæjarstjórnarinnar. til að lýsa hrifningu sinni og mik- illeik konungs fossa vorra, — en er að Geysi kom og hann gaus einhverju tígulegasta gosi sínu, þá þögnuðu þessir menn, sem hafa það að æfistarfi að lýsa öllu sem fyrir augun ber. „Jeg finn engin orð” — var viðkvæðið hjá hverj- um þeirra á fætur öðrum. — 1 þög- ulli lotningu stóðu dönsku blaða- mennimir við Gullfoss og við Geysi. Tilfinningin um smæð mann anna gagnvart kraftaverk- um náttúrunnar greip þá, — en við tilhugsunina um Sogsvirkjanir og hitaveitur, rann um leið upp í huganum óskin um að jöfur tækn- innar, mennirnir í krafti samstill- ingarinnar, hlýfðu þó ætíð þessum listaverkum móður náttúru. Ferðin hafði verið sífeldur stíg- andi að héita má. Glæsilegri ferða- lok og kveðju frá íslenzkri náttúru en Geysisgosið var ekki hægt að hugsa sér, enda vann þessi dagur endalega hjörtu dönsku blaðamann anna. Það kom líka frá hjartanu það, sem Gunnar Nielsen sagði í síðustu ræðu sinni á ferðinni, að hingað til hefði Island átt 1 sendi- herra í Kaupmannahöfn, en héðan af ætti það 10. Islenzk náttúra og áframhald- andi sköpunarstarf mannanna hafði unnið hjörtu og hug hinna dönsku blaðamanna, Við skulum vona, að þau vináttubönd, sem tengd voru þannig milli ólíkra full- trúa beggja þjóða, verði sterkari og sterkari, því lengra sem líður. Eu ágæta samkomulag allra blaða mannanna í þessari ferð gefur fyllstu ástæðu til að vona að svo verði. Hrajfferðir Steiudórs fíl Akurcyrar um Akranes cru: FRÁ REYKJAVIK: alla sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. FRA AIÍUREYRI: alla sunnudaga, mánudaga, limmtudaga og laug- ardaga. Afgreídsla okkar á Akureyrí er á bífreídasföð Oddeyrar, símf 260. M. s. Fagranes annast sjóleiðina. — Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Bifreiðastðð Steindórs Sími: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. Einn af þessum ágætu sölumönn- um, sem eru svo nauðsynlegir i hverri verzlun, var orðinn leiður á lífinu og kastaði sér í höflnina. Lögregluþjón bar þar að í .sarna bili, dró hann sölumanninn upp ur og sagði: — Þetta megið þér ekki gera. —Hvað má ég ekki? , Svo talaði liann drykklanga stund við lögregluþjóninn, unz þeir köst- uðn sér báðlr í sjóinn. 27. júlí síðastl. var reikistjarn- an Marz nær jörðinni en (hún hafði nokkru sinni verið síðastliðin 15 ár, eða „aðeins” 576 millj. km. i burtu. Tækifæri þetta notuðu ýms- ir radio-sérfræðingar í Englandi til þess að senda radíóskeyti á ultra- stuttbylgjum til Marz. Breti nokk- ur, A. Bird, segist hafa .tekið á móti svarskeytum frá Marz, og seg- ist hann síð'an halda uppi ( stöðugu sambandi við stjömuna. Annars eru menn helzt þeirrar trúar, að þér sé um eintóm svik að ræða frá Birds hálfu. Salnlð ðskritendam Skrifsfofa Sósíaíísfafé- la$s Rcykjavikur. í Hafnarstræti 21 er opin alla virka daga, en aðeins frá kl. 5—7 síðdegis fyrst um sinn. — Sími 4824. Sækjum. — Opið allan daginn. | Pr erj tmy n da s t o f a n LEIFTUR býr iit 1. flokks pr.ént- myndir. fyrir /ægsta ve'rö. Hafn.17. Sfmi 5379

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.