Þjóðviljinn - 25.08.1939, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.08.1939, Blaðsíða 7
Föstudagurinn 25. ágúst 1939. í J í E V 4 . Verkamannabréf: Þegar snmri hallar I fjölda mörg ár hefur ekki komv- ið önnur eins veðurblíða hér á Suð- urlandi eins og s.umar. Allt hefur vertð baðað í sólskini, dásemd nátf- úrunnar hefur talað sínu máli um gæði lífsins. Fjöldi fólks hefur not- ið þessa unaðar, það er að segja þeir sem hafa haft þjóðfélagslega a,ðstöðu til þess, hver á sinn hátt, eftir efnum og ástæðum. Þeir riku og vel efnuðu liafa getað noíið þess á þann hátt, að þjóta um land- ið svo að segja þvert og endilangt, ýmist á hestum eðþ í bílum og skoð að lielztu sögustaði þess og fég- urstu sveitir. eða búið í sumarbú- stöðum og hvílt sig og baðað i sólskininu, þar sem- þeir helzt hafa óskað sér, áhyggjulausir úrn fram- tið sína, ánægðir með innlegg sitt, bæðí í bankana og lijá þjóðstjóm- inni. Allmargir hafa ferðazt víða um i framandi löndum og eytt þannig gjaldeyri þjóðarinnar, þótt ótal margt af lnáðustu nauðsynj- um sé ekki fáanlegt inn í landið vegna gjaldeyrisskorts. Aldrei hafa komið hingað eins margir erlendir gestir í opinber- iun erindagerðum, í heimboðum rík- is og bæjar og einstakra félaga bg í suniar. í hvert sinn hafa ríki og bær sýnt dásamlega gestrisni hún hefur haldið dýrindisi veizlur fyrir þessa útlendinga kvöld eftjr kvöld, og stundum hafa verið yfirfyllt tvö stærstu samkomuhús bæjarins sama kvöldið. Ekið hefur verið með þetta fólk í bifreiðum, i hundraðatali um land- ið og ekkert til sparað, enda hefur í hvert sinn verið með álitlegur hópur þjóðstjórnargæðinga, bæði konur og karlar, sem hafa á þann liátt lifað i vellystingum praktug- lega. Lúxusferðalög og veizlur hafa skipzt á, tíminn hefur liðið í gleði áhyggjuleysisins. Riki og bær hafa borgað kostnaðinn af öllu saman. En geta verður þess, að þetta fólk ;eí allt i góðri atvinnu og svo fjár- hagslega vel statt, að það hefði getað borið kostnaðinn af þátttöku sinni) í veizlunum og flakkinu, fyrst það langaði til að vera með. Svo hafa gestjrnir ausið hólinu yfir stjórnarvöld þessa lands og kallað land vort allsnægtanna land, því þeim hefur verið sagt: „hér er þjóðstjórn, sem sér um að öljum líði vel, hér hafa allir nóg að gera, og eins og þið sjáið, höfum við nóg af öllu, hver sem segir annað er böivaður kommúnisti, þeim má enginn trúa, við ætlum að forða þjóðinni frá þeim, með því að reyna að koma þeim út fyrir „túngarð þjóðfélagsins“, eins og Hitler hefur gert. Svo eru blöðin látin smjatta á hólinu dag eftir dag, eins og það væri alveg örugg „valúta“ fyr- ir atvlnnú og hrauði handa allslaus- um verkamannaheimilum. l>að hefur verið talið þjóðarein- kenni íslendinga, að sýna gestum, sem að garði haifa borið, alúð og gestrisni, setja þá við borð heimilis- ins og deila jafnt með heimilisfólk- inu, hvort sem mikið eða lítið hef- ur verið til. En það hefur aldrei farið sérlega gott orð af þeim heim- ilum, þar sem húsráðendurnir höfðu heimboð og veizlur daglega og 1 eyddu eigum sínum, ef einhverjar voru, í veizluhöld og skemmtiferð- ir, en þegar efnin ekki hrukku til, þá var reynt að halda sukkinu á- fram, með því að slá lán á lán ofan, hjá náunganum, eða að ginna hann til að skrifa tipp á víxil, sem aldrei var greiddur, en gestirnir látnir halda, að þetta væri eintóm rausn og höfðingsskapur. Á svona heimiluin var vinnufólkið látið hálf- svelta, það fékk aðeins ruðuniar af veizluborðinu, lítið eða ekkert kaup, og enginn með viti sagði því fyrir verkum. Pessi gestrisni var nefnd eiiui nafni flottræfilsliáttur aða ráðléysa,- Svona búskapur end- aði venjulega og gerir víst enn í dag á þann eina hátt, að bóndinn flosnar upp frá jörðinni og búið, ef eitthvað er eftir, er selt upp í skuldir. Það er ein stétt manna, sem þvj miður ekki liefur getað notið sum- arblíðunnar, það er vinnufólkið á þjóðarheimilinu. Sjaldan hefur verið jafn þröngt í búi hjá verkamanna- fjölskyldunum eins og í sumar, þrátt fyrir göðu tiðina. Atvinnuleysi og margskonar áhyggjur er þeirra hlutskipti, þvi enginn getur lifað á veðurblíðunni einni saman. Hús- bændur þjóðarinnar hafa í óhófi síttu við veizbd rröin, gleymt /in v,i- fólkinu, gleymt að það þarf að borða, gleymt að segja því fyrir verkum. Bæjarstjórn og rikisstjórn 'hafa í sumar sýnt það blygðunar- leysi að haga sér að öllu leyti eins og húsbændurnir, sem lýst er hér á undan. Sjálfir liafa þeir staðið fyr- ir ótal heimboðum, veizlmn og lux- flakki, en gleymt því að í landinu er sveltandi og klæðlítil verkalýðs- stétt, sem ekkert fær að gera, þrátt fyrir ítrekaðar óskir við yfirvöld- in og er peningaleysi jafnan borið við, þeim er aðeins sagt að spara lifa ekki í óliófi. Svona er samræmið í orðum þeirra og verkum sem með völdin fara. En ef þýzkir naz- istar koma hér, eða dulbúnir á- róðursmenn þeirra, þá eru nógir peningar til. Við verkamenn skorum á bæjar- og rikisstjórn að hefja nú þegar atvinnubótavinnu, i viðbót við hita- veituna, sem er hvergi nærri full- nægjandi, í því atvinnuleysi sem nú er. Nú fer að safnast í bæinn fólk, sem fór norður í.síld. Það fór allslaust og kemur illa statt, og eykst þó neyðip, sem er þó nægÞ leg fyrir. Hér duga engin vetlinga- tök< Verkamenn geta ekki liðið það að svelta og fá ekkert að gera, þeg ar bæjar- og ríkisstjórn hafa ráð á| að ausa út. fé í flottræfilshátt og ráðleysu eins og hún hefur gert í sumar. Atvinnubótavinnu auk hitaveitunn ar til að bæta úr sárustu neyð- inni. Þetta er krafa verkamannanna, sanngimiskrafa, sem taka verðun til greina strax. Meiri vinnu og brauð handa allslausum heimilum. Færri veizlur og minna flakk út- lendra og innlendra burgeisa á kostnað almennings. Á. Smásöloverð á ’ cftírföldum fegundum af[lfóbaki má eígí vera haerra en hér segír: Rjól B. B. . . . kr. 14 pr. y2 kg. Mellemskraa B. B. . . í 50 gr. pk — 1,50 - pk. Smalskraa B. B, . , . í 50 — — — 1,70 — Mellemskraa Obel . . í 50 — — — 1,50 - — Skípperskraa Obel . . í 50 - — — 1,60 - — Smalskraa Obel . . . í 50 — — — 1,70 - Alþýðubladíd falsar hlufleys~ Ofcfean. -<#• ...» íssamníngínn á vcrsta háít^ Alþýðublaðið reynir áfram að hætti ábyrgðarlausustu So- véthaturs-málgagna, að þyrla upp ósannindum og svivirðing- um iit af því djarfa spori, sem Sovétstjórnin hefur stigið til að rjúfa fylkingar ófriðarríkj- anna. Setur Alþýðublaðið upp 5-dálka fyrirsögn um að „So- vét-Rússland lofi að hjálpa engu riki gegn árás af hálfu Hitler-Þýzkalands!’’ Falsar síð- an blaðið — - ásamt útvarpinu —- það samningsatriði, sem kveður á um n,ð, ef annað ríkiö verður fyrir árás, niegi hit* ekki hjálpa árásarríkinu, segir að ríkin hafi skuldbundið sig, að hjálpa ekki neinu ríki, sem hitt ráðist á! — Þannig er Alþýðublaðið að reyna að gera samninginn, sem auðsjáanlega er ætlaður til að sprengja bandalag möndulríkjanna, að nokkurskonar bandalagssamn- ingi Sovétríkjanna og Þýzka- lands og á þessum vísvitandi fölsunum byggir svo blaðið vit- firrtar hatursgreinar sínar gegn Sovétríkjunum og komm- únismanum. iRagnarE Kvaran látínn I O. G. T. St. Víkingur nr. 104 fer berjaför n. k. sunnudag, 27. þ, m. Lagt verður af stað frá Templ- arahúsinu kl. 914 f. h. Tilkynnið þátttöku í síma 4235 sem fyrst. Templurum almennt heimil þátt- taka. - Fjölmennið. Ragnar E. Kvaran landkynnir andaðist á Eandsspítalamun í gær, að afloknum uppskurði. Ragnar var skorinn upp í fyrradag xið krabbameini. Ragnar var sonur Einars H. Kvarans rithöfundar. Hann nam guðfræði við Háskóla Islands, en gerðist nokkru síðar prestur með- al Islendinga í Vesturheimi. Er hann hafði dvalið þar um nokk- urra ára skeið, hætti liann prests- störfum og kom hingað heim. Starfaði hann að ýmsu hér um liríð, unz liann tók við forustu Ferðaskrifstofu ríkisins og gegndi þvi starfi til dauðadags. Socrafes FRAMH. AF 6, SÍÐU. Socrates: Finnst yður að jieninga kerfi yðar vinni vel) Hagfræðingur: Þakka yður fyrir, Socrates, sæmilega, þegar alls er gætt. Socrates: Það mun vænti ég ekki byggjast á þessum fremur undar- legu reglum, sem þér iiafið skýrt fyrir mér, heldur á því að ^þvi ér stjórnað af mönnum, sem eru gædd- ir hæfileikum og vizku) Hagfræðingur: Svo mætti virðast, að það hljóti að vera ástæðan freni Ný kæfa, Ný rúllupylsa, Ódýri graenmefí Vctziunín Kjöí & Fískur Símar: 3828 o$ 4764 Úfbreíðíð Þíólvíljann I Utan jReybjavíkur og Hafnarfja ðar má leggjaallt að 3% á ínnkaupsverð fyrír sendíngarkostnaðí tíl út- sölustaðar, Tóbakseínkasala rikísíns. ÞAÐ ER EINS MEÐ Hraðierðir B. S. A. og ÞJÓÐYILJANN Alia daga nema mánudaga Afgreíðsla í Reykjavíh á BIFREIÐASTOÐ ÍSLANDS. — Símí 1540. Bífreiðasíöð Akureyrar. /^Vikki Aús lendir í ævintýrum. 171 Míkkí leysir hernadarvandamálíd ps®iir' ' Yðar hátign hefur lækkað land- Varnarútgjöldin um helming. Það er ómögulegt. Hálfan herinn vant- ar vopn. — Ágætt, segðu þeim. helmingnum upp. Ef þeir hafa engin vopn geta þeir ekki hjálpað til að verja landið fyrir óvinum. )g ef við minnkum her inn um helming, þarf hann helmingi minni mat — — þar af leiðir að við getum skilað aft- ur helmingnum af svínunum, sem þið tókuð — láttu hermennina skila svínunum aftur og hjálpa bændunum með uppskeruna! — Stórkostlegt! Yð- ar hátign er sannur stjórnspeking- ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.