Þjóðviljinn - 30.04.1940, Page 1

Þjóðviljinn - 30.04.1940, Page 1
 V. ARGANGUR. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1940 98. TÖLUBLAÐ i. nai shal oerða eiiimariaoir uephalllsins - trítt tgrlr allt! i. jnaí-ncfnd vctrblýdsfélaganna gengst fyrír sameíg- inlcgrí stéttarkrðfugöngu i. mai Mssamland Islenslra silamiaga Slgdar lassa eiaingarlrHngu 1. maí-ávarp verkalýdsfélaganna. Geirum L maí ad voldugu herópí um afvínnu, frelsí og launabaefur Láfum ekkí fakasf að sundra líðínu 011 alþýða í eínlngarkröfu$ön$u t undír merkfum Dagsbrunar og annarra verkalýðsfélaga og fyríir kröfum þeirra Alþýða Keykjavikur. Dagur bins vinnandi fólks, 1. maí, fer í hönd. Þenna dag hefur það að undanförnu sett svip sinn á borgina, þennan dag hafa hin- ir fátæku og undirokuðu gert að sínum degi, lagt niður viiuiu og fylkt liði á aðalgötum bæjarins, sett fram nauðsynlegustu kröfur sínar til lífsins og sýnt hinni iámennu valdastétt, scm orðin er f jáð á kostnað almennings, að alþýðan ætlar sér ekki að eilífu að vera hornreka mannfélagsins, heldur krefst réttar síns, réttarins til að lifa eins og mönnum sæmir. Þennan dag liefur verkamaðurinn fund- ið styrk sinn og mátt, þann mátt sem skapast við það eitt að taka höndum saman við stéttarbróður sinn og systur, við það eitt, að hefja upp merki frelsisins í sameiginlegu átaki, kreppa hinn mikla hnefa þúsundanna í einhuga kröfu um rétt sinn. Enri á ný stendur kröfu- og liátíðisdagur vor fyrir dyrum. Og að þessu sinni er útlitið svartaia fyrir dyrum alþýðunnar en um margra ára skeið. Heimsvaldastyrjöldin . hefur orsakað óbærilega dýrtíð og jafnvel vöruþurrð. Valdamenn þjóðfélagsins hafa með lögum meinað verkalýðnum að bera hönd fyrir höfuð sér, með því að banna honum launaliækkun í hlutfalli við dýrtíðina og þar að auki dregið saman atvinnulífið í veigamestu greinum þess (saltfisk framleiðsla, byggingavinna o. fl.) án þess að nokkuð komi í stað inn nema neikvæðar aðgerðir og niðurskurður verklegra fram- kvæmda. Samtímis því, sem neyðin þannig er að halda innreið sína á hundruð alþýðuheimila, fá stórútgerðarmenn að raka saman milljóna stríðsgróða, sem í þokkabót er skatt- og útsvarsfrjáls. Hvaða hugsandi maður getur sætt sig við þetta ástand? Á síðasta fundi Dagsbrúnar voru samþykktar ýtarlegar og gagngerðar kröfur í brýnustu hagsmunamálunum. • Aðalatriði lieirra voru eftirfarandi: Krafizt ráðstafana til atvinnuaukningar. (Þar er bent á móvinnslu, þjóðvegavinnu, byggingu íþrótta- svæðis og flugvallar, vinnslu brúnkola, surtarbrands og þangs, fram ræsu í Ölfusi, garðyrkju o. fl.). Bent á þá möguleika að taka inn- anlandslán og skattleggja stríðsgróða til fjáröflunar. Ennfremur mótmælt niðurskurði opinberra framkvæmda og krafizt áframhalds hitaveitunnar ef- kostur er og að leyfður verði innflutningur 10 vélbáta. Krafizt mánaðarlegrar kaup hækkunar í hlutfalli við vöxt dýr- tíðarinnar og samnings- og verkfallafrelsis fyrir verkalýðsfélögin. Krafizt þess að kolakraninn taki ekki vinnu frá verkamönnum. Krafizt áframlialds atvinnubótavinnunnar meðan ekki rætist úr. • Um allt þetta var fundurinn einhuga, og til þess að fylgja mál- unum eftir var því nær einhuga samþykkt að Dagsbrún gengist fyrir 1. maí kröfugöngu og byði öðrum félögum þátttöku. 9 mánna Avarp Landssambands . -yr » stéftarfélaganna Landsambandið telur það .skyldu sína að vinna að því, að allur verkalýður standi einhuga um hagsmunamál sín. Verkamannafélagið Dagsbrún hefur á fundi síiiuin á mánudag- inn 22. apríl s.l. samþykkt þær kröfur, sem allur verkalýður skoð ar sem sínar kröfur. Til þess a,ð bera þær kröfur fram til sigurs, þarf allt verka- fólk að fylkja sér einhuga um þær. Þessvegna skorar Landsamband ísíenzkra stéttarfélaga á all- an verkalýð Reykjavikur, bæði meðlimi sambandsins og aðra, að skipa sér í fyUdngu um kröfur Dagsbrúnar á degi verkalýðsins 1. maí n.k. Stjórn Landsambands íslenzkra stéttarfélaga. nefnd var falið að annast framkvæmd þessarar mikilvægu sam- þykktar. Mörg félög tilkynntu þátttöku sína. Allt hneig í þá átt að nú I fyrsta ‘skipti í mörg ár færu fram hátiðahöld verkamanna á grund velli fullkominuar einingar og án nokkurs flokksáróðurs. En þá gerðust þau undur, að nokkrir af fulltrúum Dagsbrún- ar neituðu að starfa að því, sem félagið fól þeim, sviku þannig um- bjóðendur sína, og lilupu brott frá skyldu sinni til þess eins að kljúfa raðir verkamanna í samræmi við flokkspólitíska klíkuliags- muni manna, sem ekki hafa áhuga fyrir saineiningu alþýðuimar um einn málstað. Alþýða Keykjavíkur. Látum cngum liðhlaupum takast að sundra okkur. Þeir mega gjarna lofsyngja hinar ýmsu flokksldíkur stjórnarvaldanna. Við skulum þrátt fyrir það gera 1. maj að degi alþýðunnar, eins og vera ber. Þeir nefndarmenn Dagsbrúnar, sem ekki hlupu brott, héldu á- fram undirbúningssstarfinu ásamt fulltrúum annarra félaga. Enginn nema Dagsbrúnarfundur getur svipt þá umboði sínu, en fund vilja liðhlauparnir ekki halda af skiljanlegum ástæðum, þó þeim væri boðið hús til þess. Einingar-hátíðahöld verkalýðpfélaganna og allra verkalýðssinna og unnenda einingar alþýðusamtakanna fara því fram eins og til stóð. Safnazt verður saman í Lækjargötu fyrir framan Menntaskól- ann kl. 1% e. h. og síðan farin kröfrfganga undir merkjum fél- aganna og íslenzkum fánum. Svörutii sundrungarfiltraunum með þvi að gera eíníngarkröfu verkalýðsíns að voldugu herópí fyrír afvínnu, frelsi og launabófum Lofum sundrungarmönnunum að lofsyngja gerðir hátekju- og hálaunamannanna, lofum þeim að leggja blessun sína yfir núver- andi ástand. Við munum bera fram mál alþýðunnar á þessum degi hennar. Mæfum öll i einingarkröfugöngu verkalýðsins i. maí í Lækjargöfu Fullfrúar i 1. mai^nefnd verkafýðsfélaganna Brezh go fpnnsh 11 drðleo It af ganoi M- lis I Hipegi I blöðum í Bretlaudi og Frakk- landi kemur fram nokkur óró- leiki yfir gangi styrjaldarinnar í Noregi. Hernaðarsérfræðingur stórblaðsins „Times” segir að fyr- irætlun Bandamanna mn skjóta töku á borginni Þrandheimi hafi mistekizt og geti farið svo að þeir verði að epdm’skoða alla hemaðar fyrirætlun sína í Suður- og Mið- Noregi. Frönsk blöð livetja til þol inmæði, þó að Bandamenn nái ekki úrslitasigrum í Noregi á næst unni, þar sem við gífurlega erfið- leika sé að etja. Æðsta herráð Bandamanna kom saman á fund í London í fyrradag og hafði ráðið þó komið saman nokkrum dögum áður í París. Tal- ið er að Noregsstyrjöldin hafi verið aðalumræðuefnið á báðum fundunum, og er beðið með áhuga eftir tilkynningu Chamberlains Framhald á 4. síðu. V erkalýðsf undur lýsír yfir ánægju sínní með eíníng- arkröfugönguna Sósíalistafélag Reykjavíkur hélt opinn verkalýðsfund í gærkvöld, og var rætt þar um 1. maí. Fundurinn samþykkti einróma eftirfarandi tillögu: „Opinn verkalýðsfundur haldinu að tilhlutun Sósíalistafélagsins 29. apríl 1940, lýsir ánægju sinni yfir framkomu minnihluta Dagsbrún- arnefndarinnar í baiáttu hans fyr- ir einingu verkalýðsins 1. maí. Fundurinn skorar á allan verka- lýð þessa bæjar að fylkja sér ein- huga um kröfur Dagsbrúnar í kröfugöngu eiuingarinnar 1. maí. Sorglcgf slys Það hörmulega slys varð um tíuleytið í gærmorgun er fjögra ára drengur slasaðist á höfði svq að hann beið bana af. Drengurinn var Már Nikulásson sonur Nikulásar Steingrímssonar, bifreiðaviðgerðamanns, Bergstaða- stræti 53. Varð slysið með þeim hætti, að verið var að flytja steypuhrærivél norður Bergst.stræti, og var hún aftan í bil. Drengurinn stökk upp á vélina, en féll af henni aftur og rakst á járnskúffu á vélinni og skarst mikið á höfði. Lézt hann á leiðinni til spítalans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.