Þjóðviljinn - 13.01.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Gr borgtnnf Næturiæknir: Gunnar Cortes, Selja veg 11, sími 5995. Næturvörður er í Reykjavíkurapó- teki. Leikíélag Reykjavíkur sýnir Dans- inn í Hruna kl. 8 í kvöld. Leiðrétting. í frásögn blaðsins í gær af afbrotamáli unglinganna þriggja, varð meinleg prentvilla. Á eftir orðunum: „Tæpast verður séð hve mikil alvara Ara hefur verið með verknað þenna" stendur: „Hann hefur eitt sinn verið dæmdur áður" en á að vera: „Haukur hefur eitt sinn, o. s. frv. Útvarpið í dag: 18.30 ííslíenzkukennsla, 2. 11. 19.00 Þýzkukennnsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Vilhj. Þ. Gíslason: Úr bréf- um og dagbókum Magnúsar Stephensen konferenzráðs. b) 21.00 Ásmundur Helgason frá Bjargi: Síldveiði á.Aust fjÖrðum um 1890. Frásaga (Jakob Jónsson prestur). c) Halldór Stefánsson íorstj.: Upplestur úr ritum J. Magn úsar Bjarnasonar skálds. d) íslenzk sönglög (plötur). Fclag ísLsf udenf a í Kaupiii,höm Framh. af 3. síðu. mun allur hafa gengið í að halda uppi kvöldvökum þeirra sem að framan er lýst. Lúövík Guömundsson, for- maður Upplýsingarskrifstofu vakti fyrir nokkru máls á því, að vel væri fallið að íslending ar hér heima legöu eitthvað af mörkum til aö styrkja þessa starfsemi, er stúdenta- félagið hefur gengizt fyrir til eflingar hinu íslenzka þjóðar- broti á meginlandi Evröpu. Hann boðaði blaðamenn á fund í gær, og voru þar einn- ig viðstaddir menn úr undir- búningsnefnd afmælishátíðar, sem haldin verður á fimmt- ugsafmæli félagsins. A þess- um fundi var .það upplýst, að gamlir Hafnarstúdentar, sem verið höfðu á Kaupmanna- hafnarháskóla fyrir 1918, er íslenzkir stúdentar misstu hinn gamla Garðstyrk, heföu hafizt handa um söfnun í eitt herbergi á Stúdentagarð- inum nýja og skyldi herbergi þetta fyrst og fremst standa tii boða dönskum stúdentum, er stunduöu, háskólanám hér á landi. Er það hugmyndin, að þetta skuli vera nokkur þakklætisvottur fyrir fríðindi þau, er íslenzkir stúdentar nutu lengi á gamla Garði. En jafnframt var fariö þess á léit við blaöamenn reyk- vískra blaða, að þeir styddu tillögu .um fjársöfnun til handa Félagi íslenzkra stúd- enta í Kaupmannahöfn, svo að það' fái risið undir þeim kostnaöi, er útgáfa tímarits handa íslenzkum mönnum á meginlandi Evrópu hefur í för meö sér. Þjóöviljanum er ljúft að verða við þessarí málalerbun. TJARNARBÍÓ Þeir hnigu til foldar (They Died With Their Boots On). Amerísk stórmynd úr ævi Custers hershöfðingja. Errol Flynn Olivia de Havilland Sýnd kl. 4 — 6.30 — 9. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. NÝJA BÍÓ Drúfur rejðinnar (The Grapes of Wrath) Stórmynd gerð samkvæmt hinni frægu skáldsögn eftir JOHN STEINBECK. Aðalhlutverkin leika: HENRY FONDA, JANE DARWELL, JOHN CARRADINE. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „Dansinn í Hruna" eftir Indriða Einarsson. Sýning í kvöld kl. 8. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Starsemi sú, sem hið íslenzka stúdentafélag í Höfn hefur hafið, er eitt hið mesta nytja- starf, sem unniö er íslenzku þjóðerni. Það ætti þvi að vera kært öllum Islendingum að stuðla að eflingu þessarar starfsemi, sem ekki er bundin við íslenzka stúdenta ein- göngu, heldur við alla landa, sem að heiman dvelja á meg- inlandinu- Samskotalistar verða á rit- stjórnum blaöanna og á Upp- lýsingarskrifstofu stúdenta, Grundarstíg 2a,frá kl. 5—7 e. h. Þjóðviljinn tekur góöfús- lega á móti samskotum. Afrek rússneska loífflofans Framhald af 1. síðu. inn verði orðin svo aðþrengdur, að rauði herinn geti sótt fram með algerum yfirráðum í lofti, eins og áttundi herinn í Norður- Afríku..* Hin furðulegu afrek rússneska landhersins hafa haft þau áhrif, að minni gaumur hefur verið gefinn að afrekum loftflotans. Sannleikurinn er sá, að rúss- neska flugliðið í bandalagi við veðurlagið á austurvígstöðvun- um eyðileggja meira en svo af flugvélum Þjóðverja, að þeir geti byggt riýja flugvél fyrir hverja sem ferst. Afleiðingar þess hafa þegar komið ljós í Vestur-Evrópu og við Miðjarðarhaf." Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar , alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. Samkomubann á Isafírðí vcgna barnavcíkí Undanfarið hefur barna- veiki gert nokkuö vart viö sig á ísafirði og hafa börn þar verið sprautuö gegn barna- beiki. í fyrradag var skólum þar lokað og sámkomur bannaðar um óákveðinn tíma vegna far aldurs þessa. Japanar scnda hcr í íl landamæra Sovéfríkjanna Framhald af 1. síðu. við stjórnmálamenn og hershöfð ingja í Moskva, segir í fregn til enska blaðsins Cavalcade. Apanasenko vildi ekki láta blaðamenn hafa neitt eftir sér um horfur í Austur-Asíu, og heldur ekki yfirmaður hans, Grigori Stern, hershöfðinginn sem sigraðist á Mannerheimlín- unni Sama dag og Apanasenko kom til Kabarovsk, kom Josiírú Ú- metsir, japanski yfirhershöfð- inginn í Mandsjúkúo, til aðal- stöðva japanska hersins, eftir langar viðræður við herstjórn- ina i Tokio. Hann lét svo ummælt við blaðamenn í Hsingking að jap- anski norðurherinn 'muni ekki reynast eftirbátur annarra jap- anskra herja. Úmetsú hershöfðingi' er talinn einn af sex áhrifamestu hers- höfðingjum Japana. Hann er frægur fyrir nákvæmá og víð- tæka þekkingu á Norður-Kína og Síberiu, járnharðan aga og hatur á Sovétríkjunum.. Fyrir nokkrum árum gaf hann þá yfir- lýsingu í ræðu, að þá fyrst væri lífsstarf sitt fullkomnað, ef hon- um tækist að losa japanska keis aradæmið við „hættuna sem því stafar af Sovétríkjunum." 1 DREKAKYN 1 I Eftit Peatl Buck I Eg bjóst við að þú vildir finna þá, sagði hvíta konan, og ég skal senda mann út um vatnshliðið í nótt þegar dimmt er orðið. Fyrst hún er dáin er ástæðulaust að hætta mannslífi með því að senda meðan bjart er. Engin svipbrigði sáust á andliti hennar er hún sagði kirkjuþjóninum að koma með ábreiðu, og hylja lík Or- kídu og gæta þess það sem eftir var dagsins, þar til ákveð- ið hefði verið hvað gera ætti. Hún virtist ekki vita af því að Ling Sao. hágréc, fremur en barn væri að skæla, og loks sagði Ling Sao með rödd þungri af ekka: Það er svo hræðilegt, tvö ung börn með engan til að hugsa um sig nema mig, og hvernig á ég að finna aðra konu handa syni mínum á slíkum tímum. Og samt, hvíta kona, eru augu þín þurr. | Eg hef séð of mikið af sorg, sagði hvíta konan með i döpru, hreinu röddínni sinni. — Eg skil ekki í að neitt ! komi mér til að gráta framar — eða hlæja. Hún horfði ! upp á við, eins og hún sæi eitthvað sem Ling Sao var hul- ; ið. — Eg skil ekki í að hjarta mitt bærist fyrr en ég kem í ; nálægð ástvinar míns. • Nú hætti Ling Sao að gráta, svo hissa varð hún. En mér sem hefur verið sagt að þú -hafir aldrei gifzt, sagði hún forviða. Nei, ég hef aldrei gifzt á þann jarðneska hátt sem þú meinar, sagði hvíta konan, — en ég hef gefið mig guði, hinum eina sanna guði, og sá dagur kemur að hann tekur | mig til sín. • Þetta sagði hún, og Ling Sao varð svo óttaslegin að tára- lind hennar þornaði, og hún gat ekki annað en muldrað „O-nú-to-fú", til að verja sig erlendum töfrum. Og þú, sagði hvíta konan, og var eins og hún horfði í gegnum Ling Sao með ljósu, skæru augunum; guð vill líka fá þig, góða sál. Hver veit nema hann hafi valdið þér sorgar til að mýkja hjarta þitt og beina þér til sín. En nú varð Ling Sao hrædd svo um munaði og tók að ganga afturábak. burt frá hvítu konunni. Þú skalt segja honum, að ég geti ekki komið, sagði hún og ber ört á. — Eg þarf að hugsa um bonda minn og þessi tvö ungbörn, ég hef svo mikið að gera að ég kemst aldrei út úr húsinu. , Þú getur þjónað guði á heimili þínu, sagði hvíta konan, og hún kom nær meðan hún talaðd, en Ling Sao var orðin svo hrædd að henni fannst hvíta konan vaxa eins og af tjjfrum og verða hærri með hverju skrefi, svo Ling Sao : rak upp hljóð og hljóp út úr kirkjunni, yfir grasflötinn og inn í húsið þar sem konurnar vorú og börnin, og þar ! sagði hún þeim, milii gráthviðanna, hvernig farið hefði '¦ fyrir Orkidu, og að guð hvítu konunnar hefði sent hana i ; dauðann. -Hún gerði allar hinar konurnar dauðskelkaðar, því vel gat svo farið, að þessi útlendi guð yrði bani þeirra, og allt lenti á ringulreið; þjónustustúlkurnar komu hlaupandi inn, loks kennslukonan, sem aldrei hafði gifzt, og þær ætl- uðu aldrei að geta friðað konurnar, og útskýrt fyrir þeim hvað hvíta konan hefði átt yið. En þær trúðu því ekki al- mennilega, pg hefði Orkida.ekki farið svona illa á því að ! gáhga út fyrir híiðið, hefðu konurnar þotið út í einum hóp, ; en þær báðu þess að hvíta konan kæani ekki nálægt þeim ; ¦ þangað til þær gætu farið héim. ; A þessu gekk lengi * og það leið að nóttu, og hún lagði ', börnin til svefns, og þau sofnuðu þegar, af því þau voru ¦ of ung tilað skilja þýðingu þess að hafa misst móður \ sína. Ling Sao sat við rúm þeirra, hálflörriuð af öllu því » sem yfir hana hafÖi dunið þennan da,g; hún gat ekki borð- ¦ að, en beið eftir Ling Tan og syni þeirra. Nokkru fyrir ; miðnætti heyrði hún fótatak, leit upp og sá dyrnar opn- J ast, og þar stóð húsvörðurinn og gaf henni bendingu; hún < stóð þegar á fætur-og læddist .milli sofandi fólksins til ; > dyra. Fyrir utan i kuldanum og myrkri stóðu karlmenn- ; irnir, sem hún bei$ eftir, óg áídrei á ,æfi sinni hafði henni j hlýnað eins innanbrjósts. Hún fór ehn að gráta og snéri ; sér að þeim hvorum eftir-anhan, talandi gegnum grátinn. ! Æ, maðurinn minn — æ, það sem hefur dunið yfir okkur. : Æ, sonurinn minh, hvað get ég gert fyrir þig? ¦ Hvíta konan hafði sjálf hitt þá, og sagt þeim hvað gerzt .' hafði, og nú kom hún aftur og Ling Saohætti að gráta, ! $k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.