Þjóðviljinn - 01.05.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.05.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagurinn 1. maí 1943. 96. tölublað. Allir út á gotuna 1. maí! Allír í kröfugöngu verkalýðssatntakanfia víð Idnó klukkan 1,15 1. maf é uerkiðsliFegfiRiinséHual í iðl isleeiia i Vil Sarlö geon fasismanum! íll hapðttn Hr örifli, frelsi, réíli og ualdl liios oinnandl lis! Verkamenn, verkakonur, launþegar! Alþýða Reykjavíkur! Menntamerin, og millistéttafólk! Allir þið, sem samúð hafið með frelsisbaráttu alþýðunnar! í dag er 1. maí, baráttudagur verklýðssamtakanna um heim allan, dagur baráttunnar fyrir mannréttindum, frelsi og öryggi alþýðunnar. , í dag sýna verklýðssamtök Reykjavíkur þann mátt, sem í fjöldanum býr, með útifundum og kröfugöngum! í dag ber öllum, sem starfa að frelsi og farsæld vinnandi stéttanna, að fylkja sér undir fána þeirra, undir hinn rauða fána verklýðs- hreyfingarinnar og sósíalismans, undir hinn íslenzka fána þjóð- frelsis vors og sjálfstæðis. í dag er verklýðshreyfing íslands voldug og sterk. í dag þarf hún líka að sýna ótvíræðan vilja sinn til þess að leiða þjóð vora út úr þrældómshúsi kreppna og atvinnuleys- is, fram til þess þjóðfélags, sem tryggir vinnandi stéttunum afrakstur vinnu sinnar, öryggi og frelsi. Fyrir tveim árum síðan voru 1. maí-kröfugöngur verklýðssam takanna bannaðar í Reykjavík. Afturhaldssamir útlendir her- foringjar höfðu með sjálfteknu kúgunarvaldi brotið svo mann- réttindin á verklýðshreyfing- unni, að 1. maí 1941 urðu verka- menn að ganga þögulir eftir gangstéttunum, kr.eppa hnefana í vasanum, en var bannað að sýna vald sitt með samfylkingu á aðalgötum höfuðborgar Is- lands. Síðan hafa orðið hin stórkost- legustu umskipti. Stórfenglegasta frelsisbarátta allra alda er hafin, frelsisstríð undirokaðra stétta og þjóða gegn harðstjórn fasismans, stríð fyrir lýðræði og þjóðfrelsi. Hvarvetna um heim hrista nú kúgaðar alþýðustétíir fjötra sína, smíða sér leynt og ljóst vopnin til frelsisbaráttu sinnar og verstu harðstjórar heims skelfast nú þegar dag reiknings skilanna. ' Einnig hér hjá oss hefur verk- lýðshreyfingin losnað úr læðingi sundrungarinnar, — sameinuð fylkti hún liði 1. maí 1942 — og braut í krafti einingar og áræðis af sér hlekki gerðardómslag- anna. Verklýðshreyfing íslands er tekin að þekkja mátt sinn. Nú ríður á að kunna og vilja nota hann, til þess að afla alþýðunni frelsis, til þess að taka forust- una fyrir öllum heilbrigðum kröftum þjóðar vorrar á mestu örlagastund lands vors. Verklýðssamtökin og aHir þeir, senl frelsisstefnu þeirra vilja fylgja, fylkja sér um þetta hlutverk þeirra í dag! * í dagr áendir alþýða Reykjavíkur líka heitustu kveðjur síniir til al- þýðustétta alls heims, sem nú berj- ast með vopn í hönd fyrir frelsi þeirra og voru. , í dag dvelur hugurinn hjá þeim, sem færa nú þyngstu blóðfórnir veraldarsögunnar. Sovétþjóðirnar — bandalag smá- þjóða og stórþjóða á grundvelli lull- komins þjóðfrelsis og sósíalisma — hafa nú í tvö ár borið hita og þunga ægilegustu styrjaldar mannkynssög- unnar. 30 milljónir manna, kvenna og barna í hinum herteknu hlutum Sovétríkjanna, hafa, að áliti frétta- ritara, nú látið lífið af völdum fas- ismans. Með grimmd, verri en nokk- urs villidýrs, stefna múgmorðingj- arnir í Móndulveldunum að útrým- ingu heilla þjóðflokka, og þá fyrst og fremst þeirra, sem fært hafa mann- kyninu sósíalismann. En Sovétþjóðirnar sýndu það í Stalíngrad að enginn máttur megnar að brjóta frelsisást þjóðanna á bak aftur. í Stalíngrad var óvætt fas- ismaus veitt ólífissár, — hún get- ur enn mútað og myrt, skotið og hengt, — en hún getur ekki framar sigrað. Með vissunni um það, gengur íslenzkur verkalýður til kröfu- gangna sinna 1. maí. íslenzk alþýða þakkar í dag rauða hernum og Sovétþjóðunum þá fórn og hugdirfð, sem engin orð fá lýst. Hún drúpir höfði full lotningar, því hún veit að í krafti fórnanna, sem færðar hafa verið í austurveg, getur hún vonast eftir frelsi og öryggi fyr- ir sig og börn sín. íslenzk alþýða, sendir í dag sínar heitustu bróðurkveðjur norskum verkamönnum, menntamönnum, kennurum, prestum.norskuþjóðinni, sem berst hetjubaráttu við ofureflið og aldrei lætur undan. — Reykvísk- ur verkamaður lítur á það sem heið- ur, er honum hlotnazt, að fá að hafa, norska sjómenn sem gesti sína, fé- laga og samherja, í kröíugöngunni í dag. íslenzkur verkalýður treystir því að á þessu tímum, þegar norskir og íslenzkir sjómenn hníga saman í haf- ið fyrir kúlum fasistanna, þegar norskir og íslenzkir verkamenn ganga saman í kröfugöngum 1. maí gegn fasisma og kúgun, þá verði knýtt þau bræðrabönd milli íslenzku og norsku verklýðshreyfingarinnar, sem aldrei slitna. *. Verkalýður íslands óskar í dag her skörum frelsisins sigurs, hvar sem þá er að finna. Hvar sem kúgaður maður hristir hlekk sinn, hvar sem frjáls maður ver frelsi sitt með brugðnum brandi, — þar er hugur vor í dag. Hvort það er á skipasmíða stöðum Kaupmannahafnar eða á sléttum Kína, í bjargvígúm Túnis eða á öldum Atlanzhafsins, í útborg- um Parísar eða á öræfum Serbíu, í Wedding eða Vín, í Indlandi eða Ástralíu, — alstaðar er það frelsi ALLRA LÝÐA, sem um er barizt, — LÍKA VORT. _:£_-_'___ anna oo BandapíHianiia oei iuiu Um allan hinn frjálsa heim hefur undirbúningur hátíða- haldanna 1. maí borið merki baráttunnar gegn fasismanum. í ávarpi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna er eitt kjörorð- ið þannig: „Lifi samfylking Bretlands, Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna gegn óvinum mannkynsins." Sami andi er í 1. maí ávarpi brezku verkalýðsfélaganna; áherzla lögð á samvinnu Bandamannaþjóðanna til að sigra í styrjöldinni og skipa málum að henni lokinni. Islenzkur verkalýður samein- ast í dag. Hann sameinast um hagsmuni sína ofe hu^sjónir. íslenzku al>>^ðunni barf allri að verða ljóst að á hennar herð- um hvílir nú líka varðveizla beirra hugsjóna, sem þ.ióð vor á dýrastar, þeirra, sem undan- farnar kynslóðir hafa barizt fyr- ir öld fram af öld, hugs.iónir þjóðirelsis vors og sjálfstæðis. Þjóðin hefur dýrkeypta reynslú um það af sögu sinni, hvers vænta má af höfðingjun- um um varðveizlu sjálfstæðjs- ins. Ef alþýðan nú, þegar hún í fyrsta skipti í sögu landsins á þjóðarsamtök, ekki sameinast um að bjarga þjóðfrelsinu út úr hverjum þeim hættum, sem yfir því vofa, þá glatast það einu sinni enn. * íslenzkur verkalýður hef ur síðan 1. maí í fyrra sýnt vaxandi vald sitt, — mátt sinn til að brjóta hlekki, sem auðvald og afturhald lagði á hann. Verka- lýðurinn, sem fyllir götur Reykjavíkur í dag, er brjóstfylk ing íslenzkrar alþýðu, fulltrúi allra vinnandi stétta til sjávar og sveita, og hann sækir fram í þeirra nafni í dag, sýnir vilja þeirra til að öðlast það vald og þann rétt í mannfélaginu, sem vinnandi stéttunum ber. Vinnandi stéttir íslands eru vaknaðar til meðvitundar um rétt sinn, þær eru vaknaðar til meðvitundar um vald sitt og þær munu sýna að þær eru að vakna til fullrar meðvitundar um þá skyldu sína, það sögu- lega hlutverk sitt, að leiða þjóð vora fram til fulls frelsis. Sósíalistar! Verklýðs- sinnar! Áskorun til með- lima verkalýðsf élag- anna l.maí-nefndin skorar á með limi verklýðsfélags Reykja- víkur að mæta kl. 9 f. h. í skrifstofu Iðju í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu og taka merki dagsins og „Vinnuna" til sölu í bæinn. Ennfremur skorar nefndin á ailá þá, sem ætla að aðstoða við kröf ugöhguna og útif und- inn að mæta við Iðnó kl. 12,45 stundvíslega. Reykvísk alþýða! Gerum 1. maí sem glæsilegastan! Mætum öll til starfa! 1. MAÍ NEFNDIN. Bandaríkin slíta sambandi við Vichylandstjórann í Martinque. Cordell Hull, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur lýst yfir því, að Bandaríkja- stjórn skoði sig ekki lengur bundna af neinum þeim samn ingum, sem hún hafi gert við landstjóra Vichystjórnarinn- ar á frönsku nýlendunni Framh. á 4. síðu. Alþýðufólk í Reykjavík! Út á götuna 1. maí undir fánum og kjörorðum verk- lýðssamtakanna! Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. ' i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.