Þjóðviljinn - 25.05.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.05.1943, Blaðsíða 3
Þriðrjudagur 25. maí 1943. „Ó~ V-lLJIN þiðoviMimi Útgef andi: Sameiningaiflokkui alþýðu — SósíalistaHokkuriam Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfus Sigurhjartarsoa Ritstjórn: _ Galðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stefa, Austuistræti 12 (I. næð) Sími 2184. Víking9pient h.f. Gaiðastræti 17. Barátlan am stfórnarstefimtia á Islandí Tulshinnunouplnn í nihafluf lohHnum Hversvegna segír tf araidur Guðmundsson ósaft ? Sjúkir þurfa læknis Öll menningarþjóðfélög, ís- lenzka þjóðfélagið meðtalið, við urkenna í orði regluna: — Sjúkir þurfa læknis. — Hitt fer svo eftir atvikum, hversu vel gengur að fram- kvæma þessa reglu. Alþýða manna krefst framkvæmda, hún vill hafa dugandi lækna- stétt, nægilega stór og mörg sjúkrahús, og aðrar ytri aðstæð- ur, sem með þarf til að lækn- ' arnir geti unnið starf sitt, svo að allir sjúkir geti notið aðstoðar læknanna til hlítar. En valdhaf- arnir hafa löngum reynst þung- ir í taumi, með silalegum hreyf- ingum hafa þeir dragnazt í þá slóð sem almenningsálitið hefur troðið, og með hangandi hendi hafa þeir tekið við þeim sjúkra- stofnunum sem fórnfúsir ein- staklingar og fjöldasamtök hafa komið á laggir. Dæmin eru deginum ljósari. Það var með átaki fjöldans — alþýðunnar til sjávar og sveita. — að fyrsta varnarvirkið, seffl um munaði var reist gegn árás- um berklanna. Þetta virki var Vífilsstaðahælið. — Seinlátir íhaldssinnaðir valdhafar sáu ekki nauðsynina, eða vildu ekki viðurkenna hana, fyrr en fjöld- inn hafði rutt slóðina, en síðan hafa þeir labbað þessa slóð, treggengir þó. Ef einhver efast um sannleiksgildi þessara orða, þá minnist hann þess, að barátt- an fyrir nauðsynlegu vinnuhæli berklasjúkra, er nú í höndum sjúklinganna sjálfra og þeirra, sem fengið hafa bata, en ríkis- valdið hefur enn ekki séð sér fært að bæta úr þessari nauð- syn. Ekki er heldur úr vegi að minnast á stofnun Landsspítal- ans í þessu sambandi. Það var ekki ríkisvaldið sem þar hafði forustu á hendi, nei, það var kvenþjóðin, síðan hefur ríkis- valdið rölt þá slóð, sem konurn- ar tróðu. Sem sagt, það er alþýða manna, fjöldinn, sem fyrst og fremst hefur unnið að því, að viðurkenna í verki regluna — sjúkir þurfa Jæknis. — Einn er sá hópur sjúkra, sem lengi hefur átt við þá sérstöðu að búa, að jafnvel alþýða manna hefur ekki viljað viðurkenna að þeir væru sjúkir, það eru drykkjumennirnir. Þetta er vissulega furðuleg staðreynd, því svo sannarlega, ef nokkrir menn eru sjúkir, þá eru það þeir, sem eru á valdi áfengis- ástríðunnar, og drekka sig út Haraldur Guömundsson er langt leiddur þegar hann, svo vandur sem hann annars er að virðingu sinni, reynir að bjarga Alþýðublaðinu úr gapastokknum með því bein- línis að segja ósatt. í grein hans í laugardags- blaði Alþbl. s'tóð: „Alþýöublaðið hefur aldrei fullyrt, að myndun vinstri stjórnar hafi strandað á Sósí- alistaflokknum einum". Sannleikurinn er sá, Har- aldur Guðmundsson, að Al- þýðublaðið hefur aldrei á þessu ári sagt annað en að tilraunirnar til að mynda vinstri stjórn hafi strandað á Sósíalistaflokknum. Það hef- ur allt þetta ár aldrei kennt Framsókn um það. Það er al- veg sama hvar gripið er niður í það blað, hvort heldur rit- stjórnargreinar eða greinar málsmetandi foringja flokks- ins þar í. Það er alltaf Sósía- listaflokknum einum sem um er kennt, en alltaf dulið hvað það er, sem Pramsókn heimt- ar. — Svo hatramlega er sannleikanum snúið öfugt að m. a. s. á stjórnarmyndunai"- tilraun Haraldar í desember (sem Alþýöubl. þá varð að viðurkenna að hefði lika strandað á Framsókn) er aldrei minnzt eftir nýár ööiu- vísi en að hún hefði strandað á Sósíaiistaflokknum einum. Hér skulu tekin nokkur dæmi af handahófi: í ræðu Finns Jónssonar, bii'tri í Alþbl. 7. febr. segir „En þó veröur því ekki neitáð að tilraun sú, sem Haraldur Guðmundsson gerði til stjórn- ai-myndunar........ strand- aði á þingmönnum Sósíalista- flokksins". Ekki minnzt einu orði á Framsókn. I leiðara Alþbl. 10. marz segir út af HaraldartiLfaun- inni: „Þar með hindraði Sós- íalistaflokkurinn með öllu að unnt yrði að mynda vinstri stjórn í landinu fyrst um sinn". Ekki minnzt einu orði á Framsókn! í Alþbl. 28. marz segir Guðm. G. Hagalin um Har- aldartilraunina: „En á hverju strandaði hún? Á kommún- istum". — Ekki minnzt á Framsókn! Og í apríl byrjar svo höf- fyrir takmörk borgaralegs vel- sæmis. Á þessu er nú leitazt við að ráða bót, ekki fyfir forgöngu valdhafanna, heldur eins og vant er, þegar um slík mál er að ræða, áhugamanna. Stór- stúka íslands hefur stofnað sjúkraheimili fyrir þessa menn, sem starfar í Kumbaravogí við Stokkseyri, unz annar betri staður fæst. Það er áríðandi að menn geri sér ljóst, að hér er verið að vinna hliðstætt starf, sem unnið var með stofnun Víf- ilsstaðahælis, hér ' er verið að hefja læknisstarf fyrir sjúka menn, en ekki verið að stofna til refsivistar fyrir seka menn. Á þetta er lögð áherzla af því að enn eru þeir menn til, sem ekki skilja að oídrykkjumaður er sjúklingur, og yegna þess að afleiðingarnar af sjúkleika hans eru með þeim hætti, að of t leiðir það til árekstra við verði laga og réttar, og eru því flestir þeir menn, sem lækningar þurfa á sjúkahúsi fyrir drykkjumenn, þekktir í fangaklefum. Þá mun það valda nokkru um viðhald þessa misskilnings, að sam- kvæmt íslenzkum hegningarlög um, er hægt að dæma menn til vistar á drykkjumannaheimili Þetta er ekki á neinn hátt sér- stakt fyrir drykkjumenn, það er hægt að dæma hvern sjúkan mann, sem hættulegur er öryggi annara manna, til sjúkrahúsvist ar, ef hann fer ekki að læknis- ráðum. Maður sem haldinn er af smitandi berklum, er dæmd- urtil hælisvistar, fari hann ekki þángað af fúsum viija, svo dæmi sé nefnt. Hins vegar eru þess naumast nokkur dæmi um aðra sjúklinga en ofdrykkjumenn, að þeir leiti sér ekki lækninga af frjálsum vilja, og veldur það því að oftar þarf að grípa til þvingunar við þá en aðra menn. Heimilisreglur hælisins í Kumbaravogi eru sjúkrahúss- reglur, heimilið starfar sam- kvæmt lögum um öryrkja og menn sem haldnir eru af lang- varandi sjúkdómum, en ekki samkvæmt lögum um tugthús. Vistmenn í Kumbaravogi vinna ef tir því sem heilsa þeirra leyfir, og bera úr býtum laun í samræmi við það sem þeir af- kasta, en eru ekki í þvingunar- vinnu eins og í tugthúsum. Þeir fara að Kumbaravogi sam- kvæmt læknisráði, og útskrifast þaðan að læknsráði, og eru und- 'ir eftirliti sérfróðs læknis með- an þeir dvelja þar. Á allt þetta er bent af þvi að afstaða almennings til drykkjumanns þarf að breytast, það þarf að verða öllum ljóst og þeim sjálfum umfram allt, að á sjúkrahúsi ber þeim vist, og það er heiður, en ekki smán hverjum sjúkum manni, — einn ig drykkjumönnum, — að leita sér lækninga. Ekki þarf að efa að almenn- ingur öðlast brátt réttan skiln- ing á þessum málum, og þá munu valdhafarnir, sem í 8 ár haf a neitað að hlusta á kröf urn- ar um sjúkraheimili fyrir drykkjumenn, vissulega þramma í slóðina. uðhriöin um leið og Framsókn gaf merkið í Tímanum 6. apr- íl. Þá prentar Alþbl. oftar en einu sinni skammirnar um Sósíalistaflokkinn upp eftir Tímanum og segist ekki þurfa miklu við að bæta, því það hafi komizt að nákvæmlega sömu niðurstöðu og Tíminn! Oss Sósíalistum var fullljóst hvert stefnt var með öllum þessum keirfisbundna rógi og undirróðri. Það var þarna á ferðinni leynileg samfylking Alþýðuflokksins og Framsókn- ar til þess eins að reyna að ófrægja og eyðileggja Sósíal- istaflokkinn. Og það er bezt að gera sér fullkomlega ljóst hverni'g rnálin hafa horft í vetur og horfa nú, svo að al- þýðan skilji um hvað er bar- izt. ÁTÖKIN UM AFSTÖÐU AL- ÞÝÐUFLOKKSINS Fyrsta skilyrðið til þess að hægt væri að mynda vinstri stjóm, sem yrði virkilega rót- tæk umbótastjórn, var sú að verkalýðurinn hefði í henni forustuna og markaði stefnu hennar, en að nú yrði ekki Framsókn látin ráða eins og í þeim „vinstri" stjómum, sem áður höfðu verið mynd- aðar og farið verst með Al- þýöuflokkinm Skilyrðið til þess að þetta gæti orðiö, var að Alþýöu- flokkurinn og Sósíalistaflokk- urinn stæðu frá. upphafi sam- an um róttækar kröfur og fylgdu þeim fast eftir. Þetta strandaði frá upphafi á því aö þeir foringjar Alþýðu flokksins, sem ráða stefnu hans og blaðisins (H. G. er ekki meðal þeirra), vildu ekki samvinnu viö Sósíalistafiokk- inn, heldur skoöuðu alla samninga um stjóm aöeins sem herbragð til þess að reyna að eyðileggjai hann. Enn er í gildi sú yfirlýsing Alþýðuflokksins að hafa enga pólitíska samvmnu við Sósía- listaflokkinn, og frá' upphafi hefur Alþýðublaðið rekið þá pólitík að bera blak af Fram- sókn í þessum vinstristjórnar- samningum, en ráöast ein- göngu á Sósíalistaflokkinn. Og Alþýðuflokkurinn tók ekkl þátt í þvi bandalagi sem Alþýðu- sambandið stofnaöi til meö ákvörðun 17. þings síns. En með þvíNað koma í veg fyrir samstarf Alþýðuflokks- ins og Sósíalistaflokksins að því að skapa róttæka verka- lýðsstefnu, er forustu hefði í S vinstri stjóm, eyðilögðu. þess- ir Alþýðuflokksforingjar mögu leikanai á því að knýja Fram- sókn til undanláts. Þegar I Framsókn fann að hún haföi j Alþýðuflokkinn alveg með sér og AlþýðubíaÖið éins og Reykjavíkurútgáfu af Tíman- um, til að skamma Sósíalista- flokkinn, þá varð hún hin. harðvítugasfca og lét hvergi undan siga. Svo frek var Framsókn vegna þessa stuðln- ings, aö í síöustu „miðlunar- tillögum" sínum hélt hún enn fast við kauplækkunina sem skilyrði. Og undir slíkum kringumstæðum náði auðvit- að engri átt fyrir Sósíalista- flokkinn að slaka til um hárs- breidd fyrir Framsókn. Það hefði bara orðið til þess að gera hana enn frekari. Það varð ánðsjáanlega ekki sam- ið við Framsókn á meðan hún hélt sig geta deilfc og drottn- að yfir verklýðshreyfingunni eins og forðum daga, í stað þess að verða að veita henni liö. HERFERÐ FRAMSOKNAR HEFST Nú var auðsjáanlega mein- ingin af hendi Framsóknar að láta til skarar skriða. 6. apríl birtir Tíminn með stórletmö- um fyrirsögnum áskoranir til verkamanna að steypa „MoskvakUkunni" og lýsir því. yfir að samningar séu í rauninni tilgangslausir viö Sósíalistaflokkinn. Á sama tíma var auðsjáanlega mein- ingin af Framsókn og Alþýðu- flokknum að láta slitna upp úr í mumannanefndinni með " allsherjar árás á Sósíalista- flokkinn. Þetta tókst samt ekki vegna þeirra atburða sem gerðust á Alþingi. Afgreiðsla dýrtíöar- málanna (6-manna-nefndin), skattafrumvörpin og trygging- amefndirnar trufluöu sundr- ungarseggina og þýddu í raun inni að í þessum málum yrði það fullprófað fyrir 15. ágúst hvort samkomulag tækist, t. d. um dýrtíðarmálin. Samningnm níu manna nefndarinnar var eigi form- lega slitið, heldur má segja að þeim hafi verið slegið á frest og unxræöurnar og átök- in flutt út til fólksins. En vissulega mun þýðingarlaust ,að taka þá upp aftur, ef Fram sókn heldur fast við kaup- lækkunarkröfu sína. Framsókn sagði Sósíalista- flokknum. stríð á hendur í blöðum sínum (að Alþýðu- blaðinu meðtöldu) samtímis því sem hún setti kauplækk- unarkröfu sína fram sem eins konar úrslitaskilyrði í níu- mannanefndiiini. Þaö átti nú með gerningahríð blaðakosts- ins að villa almenningsálitið | um það, hvað barizt væri uni. I Og með rangsnúið almenn- í ihgsálit aö baki sér, átti síðan að reyna að beygja Sósíalista- flokkinn til þess^ að láta aö vilja Framsóknar, leika hann Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.