Þjóðviljinn - 28.05.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.05.1943, Blaðsíða 2
2 Þ £J VIL JI Jí I Föstudagur 28. maí 1943. TILKYNNING frá ríkissfíórnínní. Brezka flotastjómin hefur tilkynnt íslenzku rík- isstjóminni að nauðsynlegt sé að öll íslenzk skip, 10 til 750 smál. að stærð fái enduraýjuð eins fljótt og hægt er eftir 1. júní 1943, ferðaskírteini þau, sem um ræðir í tilkynningu ríkisstjómarinnar, dags. 7. marz 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: í Reykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akur- eyri hjá brezka vice-konsúlnum, á Seyðisfirði hjá brezku flotastjóminni og í Vestmannaeyjum hjá brezka vice-konsúlnum. Atvinnu- og' samgöngumálaráðuneytið, 27. maí 1943. íbúðir i bæprhúsnnnm Samkvæmt ákvörðun bæjarstjómar verða íbúðir í nýbyggingum bæjarins við Hringbraut 137—147 seld- ar fyrir kostnaðarverð. Útborgun við samninga 25% af verðinu. Eftirstöðvar greiðast þannig, með 4%% ársvöxtum: Lán með 1. veðrétti á 40 ámm: 33%% af verðinu. — — 2. — - 60 — 20% - — — — 3. — - 8 — 21%% - — Kaupendur íbúða myndi með sér sameignar eða samvinnufélög um húsin, með lögum og starfsreglum er bæjarráð samþykki. Nánari upplýsingar, og umsóknareyðublöð, fást í skrifstofu borgarstjóra, sem tekur við umsóknum til 12. júní næstkomandi. Þeir, sem áður hafa óskað eftir íbúð í húsunuin, verða að gera það á ný, og hafa umsóknareyðublöð verið send þeim, sem tilgreindu heimilisfang í um- sókninni. Reykjavík- 27. maí 1943. BORGARSTJÓRINN. Nij wum i Saltað: 120 kg. tunna ........... .... 60 — tunna ................ — 164.00 í lausri vikt pr. kg........ — 3.20 Frosið: í heilum og hálfum skrokkum kr. 3.75 pr. kg. í smábitum, frampartar. — 3.20----- Reykt: í heilum og hálfum skrokkum kr. 4.00 pr. kg. í smábitum, frampartar . — 4.35---- Notið þetta einstaka tækifæri, sem aðeins gefst í örfáa daga. KRON Vesturgötu 16, gamla kjötbúðin. Símanúmer okko.r er 1195 PRENTMYNDASTOFAN H LITROF BfihamapKafluplnn á Laugavegi 12 Nokkur bókaforlög hér 1 bæn um. hafa þessa daga útsölu á fjölda eldri bóka er þau hafa gefið út. Gefst bókamönnum þar kostur á hagkvæmum kaup- um, en margar bækur sem þar eru nú á boðstólum eru að verða uppseldar. Engin leið er að telja upp all- ar þær bækur sem þarna eru til sölu, en minna má á að þarna fást margar bækur þessara rit- höfunda: Halldór Kiljan Lax- ness, Gunnar Gunnarsson, Þór- bergur Þórðarson, Jóhannes úr Kötlum, Steinn Steinarr o. fl. Þarna eru m. a. 10 rit Einars H. Kvaran, 3 bækur Jóns Trausta, bækur Þorsteins Gíslasonar, Huldu o. fl. Eins og á öðru hefur verð á bókum að undanförnu farið ört hækkandi, en lfestar bækur sem þarna fást eru seldar fyrir neð- an hálfvirði. Mikil aðsókn hefur verið að bókamarkaðinum og ættu bóka- menn ekki að draga að líta á úr- valið, því vafalaust munu þeir allir finna eitthvað sem þá vant- ar. Á morgun er síðasti dagur bókamarkaðsins, en í kvöld er opið til kl. 8. Adv. Dnsaaajaaaannö MIPAUTCERÐ 1-1 I r Armann Vörumóttaka til Stykkishólms, Búðardals og Flateyjar fram til hádegis í dag. xxxxxxxxxxxxxxxx>«. DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstíæti 16. ooooooooooooooooo TI ARNARBÍÓ Undir gunnfána eftír Noel Coward Tjarnarbíó sýnir um þessar mundir enska kvikmynd um brezka flotann og hefur Noel Coward samið söguna, stjóm- að leiknum og leikur sjálfur höfuðhlutverkið. Efnið er saga herskips úr brezka flotanum frá því að þaö er smiöað og þar til það sekkur í orustunni um Krít, saga skipshafnar þess, að nokkru leyti, — og sagan af fjölskyldum sjóliðanna heima fyrh. Auðvitað er kvikmyndin áróöur, en svo vel gerður aö sem flestir þyrftu að sjá þessa mynd. Við íslendingar fáum, að sjómönnunum okkar undan- teknum, til allrar hamingju, svo lítið að kynnast skelfing- um stríðsins af eigin raun, að okkur er það nauðsynlegt, ef viö ætlum sem þjóð að skilja þá hugarfarsbreytihgu, sem verðui’ með stríðsþjóðunum nú, að kynna okkur sem bezt hvað það er, sem fólkið í þess um löndum verður að þola. Sjómennirnir í gúmmíbátun- um konumar heima 1 loftár- ásunum á London — það em nokkrar myndir frá upphfuö- um atburöum, sem milljónir manna og kvenna aldrei gleyma, atburöuni sem um- bylt hafa hugsunarhætti fjöld ans og viðhorfi til þjóöfélags- ins og lífsins. — Það er gott að sem flestir reyni að setja sig í spor þessa fólks, og þessi mynd hjálpar mönnum til þess, þó að hún hihsvegar ekki boði neitt um lausn þess- ara vandamála. íslands Fata Morgana íslands Fata Morgana heit- ir bók, sem nýkomin er út eft- ir Eggert Stefánsson söngv- ara. í bók þessa hefur höf- undurinn safnað nokkrum rit- gerðum eftir sig á íslenzku og erlendmn málum. Meðal ritgerða þessara má nefna: Quo vadis? — Djúpir eru ís- lands álar — Prologus — Salgerður Valgeröur Jónsdótt- ir — að ógleymdri II Paradiso auk margi’a annari’a. Bók þessi mun verða mikið fagnaðarefni öllum listunn- endum, öllum þeiin, er kunna að meta sanna menningu. Frágangur allur á bókinni er með ágætum, svo að óvenju- legt er hér á landi. œjaz/póyt>ut/inn Glæsilegir í'oringjar glæsilegra flokka. Stefán Jóhann Stefánsson birtir þessa dagana greinaflokk í Alþýðu- blaðinu, sem hann kallar „Alþýðu- hreyfing Norðurlanda á örlagatím- um. Greinarnar eru til þess skráðar, að gera Alþýðuflokkana dýrlega. Stefáni ferst verkið úr höndum að vonum. Hér eru sýnishorn. Ofsóttur foringi óáreittur ölbruggari. Um foringja Alþýðuflokksins danska segir Stefán: „En ekki þótti þýzku nazistunum, er gista Danmörku, þetta þó nægi- legt. Hinn ágæti formaður danska Alþýðuflokksins, Hedtoft Hansen, sem mörgum er kunnur hér á landi frá heimsókn sinni sumarið 1939, var hrakinn frá formennskunni og út úr stjórnmálalífinu að mestu leyti. Hef- ur þar vafalaust mestu um valdið, að hann hafði mjög mikil sambönd við og greiddi fyrir þýzkum flótta- mönnum, er leitað höfðu hælis í Danmörku, og voru margir þeirra þekktir og þrautreyndir jafnaðar- menn. Hann hafði og heldur ekki farið dult með andúð sína á nazist- um og fyrirlitningu á framferði þeirra. Varð Hedtoft Hansen að lát^ af opinberri þjónustu við flokk sinn, og má nærri geta, að það hafi verið bæði honum og félögum hans mikil vonbrigði og flokknum tilfinnanlegt tjón. Hann er nú forstjóri fyrir Al- þýðuölgerðinni Stjaman, og mun hann eftir sem áður vera tengdur sterkum leyniþráðum við alla flokks starfsemina. Að minnsta kosti kvart ar danska nazistablaðið Fædreland- et, sem styrkt er ríflega af Þjóðverj um, undan leynilegum afskiptum Hedtoft Hansen af stjómmálum. Burtflæming Hedtoft Hansen er táknrænt dæmi um andstöðu nazista gegn dönsku alþýðuhreyfingunni. En þrátt fyrir þetta og margar aðrar þessu líkar ofsóknir, heldur danski Alþýðuflokkurinn ótrauður áfram starfi sínu, þó að öll vinnuskilyrði séu hin verstu.“ Deyfðar eggjar í baráttunni gegtt nazistum. Um Tanner hinn finnska segir Stefán: „En þrátt fyrir allt þetta hefur finnski Alþýðuflokkurinn starfað og. barizt af áhuga eins og áður fyrr. Hann hefur beitt áhrifum sínum til þess að hindra ágengni íhaldsafl- anna utan frá og innan og alltaf með einurð og festu látið í ljós tryggð sína við lýðræðið og samstarf við hinar norrænu þjóðirnar, þegar þess væri nokkur kostur vegna aðstæðna allra. Það skal játað, að rótgróin og ekki ástæðulaus tortryggni í garð Rússa hefur eitthvað deyft eggjar í baráttu þeirra gegn þýzku nazistun- um, sem í landinu dvelja.“ KAUPIÐ ÞIÓÐVILJANN AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.